Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 35
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 35 ✝ Ingveldur Sig-urðardóttir fæddist í Hafnar- firði 30. ágúst 1923. Hún lést á líknar- deild Landspítala í Landakoti 19. febr- úar síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Sigurður Krist- jánsson vélstjóri, f. 23.4. 1900, d. 6.9. 1965, og Valgerður Jóna Ívarsdóttir, f. 28.7. 1901, d. 27.8. 1987. Ingveldur var elst átta systkina. Hin eru: Guðrún, Kristján, lát- inn, Sigrún, Valgerður, Sigurð- ur Ívar, Ingibjörg, látin, og Auð- ur. Hinn 12. maí 1945 giftist Ingv- eldur Jóhannesi Garðari Jóhann- essyni, f. 8.7. 1925, d. 5.5. 2003. Þau eignuðust fjór- ar dætur. Þær eru: Áslaug 13.9. 1945, gift Þorfinni Þórar- inssyni, þau eiga þrjá syni og fjögur barnabörn; Thelma, f. 25.6. 1948, gift Ólafi Guðnasyni, þau eiga tvo syni og fjögur barnabörn; Ásrún, f. 23.10. 1950, gift Böðvari Þorsteinssyni, þau eiga fjögur börn og tólf barnabörn, Ingveldur Björk, f. 12.1. 1954, gift Inga Þórðarsyni og eiga þau þrjú börn. Ingveldur starfaði lengst af við saumaskap. Útför Ingveldar verður gerð frá Bústaðakirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Ingveldur tengdamóðir mín var hreinskiptin kjarnakona sem lét fátt koma sér úr jafnvægi – hún mótaði sér sínar eigin skoðanir á eigin forsendum og lét tískusveiflur fjölmiðlaumræðunnar ekki hafa áhrif á skoðanir sínar. Hún lét verkin tala, vék ekki illu orði að nokkrum manni – heldur vildi hún trúa á hið góða í öllum mönnum. Lífsstarf Ingveldar var unnið með höndunum – saumaskapur var hennar aðalatvinna lengst af – ásamt lopapeysuprjóni. Áhugamál hennar voru fjölmörg, andleg mál- efni voru henni hugleikin ásamt tónlist og þá sérstaklega harmon- ikutónlist enda var eiginmaður hennar, Garðar Jóhannesson, flink- ur harmonikuspilari. Hannyrðir af ýmsu tagi sem ég kann ekki að nefna léku í höndum hennar – ásamt listilegri málun á postulín og silki. Þegar tók að sverfa að sauma- stofum á Íslandi og störfum stór- fækkaði nutu börn okkar Ingu Bjarkar þess að Ingveldur amma kom flesta morgna og tók á móti þeim úr skólanum. Hádegisverður var tilreiddur og síðan var þeim hlýtt yfir námsefnið, spilað á spil eða þeim kennt að hekla og prjóna og síðast en ekki síst talaði hún við börnin og miðlaði þeim fróðleik og lífsgildum sem þau munu búa að alla tíð. Síðasta árið var Ingveldi erfitt í skauti – Garðar veiktist alvarlega í byrjun síðasta árs og lést nokkrum mánuðum síðar. Skömmu eftir frá- fall Garðars greindist Ingveldur með krabbamein – sem á skömmum tíma varð óviðráðanlegt – og hún átti ekki afturkvæmt heim á Soga- veginn. Hún dvaldi um mánaðar- skeið á heimili okkar Ingu Bjarkar síðastliðinn vetur og þá varð það deginum ljósara hversu þjáð af verkjum og þrotin að kröftum hún var – meira að segja handavinnan fékk að mestu hvíld. Síðustu vikurnar dvaldist Ingveldur á líknardeild Landa- kots þar sem hún naut frábærrar umönnunar af sama starfsfólki og hafði hlúð að Garðari nokkr- um mánuðum fyrr. Ingveldi, tengdamóður mína, kveð ég með miklu þakklæti og virðingu. Ingi Þórðarson. Við andlát Ingveldar Sigurðar- dóttur, Ingu frænku eins og okkur systkinum var tamast að kalla hana, leitar hugurinn til uppvaxt- aráranna. Þá var alltaf sumar og sól í minningunni. Má til sanns veg- ar færa að Inga hafi verið einn af vorboðunum. Frá því að ég man fyrst eftir mér kom hún á vorin með dæturnar austur í Arnarbæli og dvaldi þar allt sumarið, síðast þegar hún gekk með yngstu dótt- urina, Ingveldi Björk. Má nærri geta að stundum hafi verið þröng á þingi en ég man ekk- ert eftir því. Allir hjálpuðust að og Inga lá svo sannarlega ekki á liði sínu. Líklega hafa dæturnar þó mátt þola ýmiss konar yfirgang af hálfu okkar heimakrakka, þar sem við vorum bæði eldri og helmingi frekari, en þær voru reyndar einstaklega ljúfar og prúðar. Þessi sumur var Garðar senni- lega á síld en stundum kom hann í heimsókn með nikkuna að sjálf- sögðu og var þá mikið fjör. Inga hafði sem barn og unglingur verið öll sumur hjá ömmu og afa í Arnarbæli og var ein af þeim sem tóku ástfóstri við staðinn og um- hverfið, fannst það vera heima, og þar væru ræturnar. Hún vissi líka að undir hryssings- legu og hrjúfu yfirborði hjá frænda sínum, föður okkar, var næmur og viðkvæmur karl. Engin ástæða til að kippa sér upp þó hann færi mik- inn á stundum. Þeim varð vel til vina og virtu hvort annað án þess að vera með neitt skjall. Þegar ég fór að heiman í atvinnu- og ævintýraleit 15 ára fékk ég að búa hjá Ingu og Garðari og var þar viðloðandi nær öll menntaskólaárin í bæjarferðum og stundum á sumr- in. Þá var ekkert verið að velta fyr- ir sér hvort það væri nóg pláss. Inga var lærð saumakona og féll aldrei verk úr hendi, vann oft langt fram á nótt. Sjálfsagt þótti að leita til hennar þegar eitthvað stóð til. Hún saumaði eða hafði hönd í bagga með fermingarkjólunum á okkur systur, saumaði stúdents- dragtirnar á mig og vinkonur mínar og svo mætti lengi telja. Garðar var oftast að spila um helgar og hún vakti alltaf og saum- aði þar til hann kom heim. Þó læð- ist að manni sá grunur að hún hafi nú alveg eins verið að fylgjast með því að allir aðrir kæmust heilu og höldnu heim, en það var þá gert á þann hátt að engum fannst vera fylgst með sér. Hún hafði lag á að leiðbeina ungu fólki án þess að vera með aðfinnslur eða bein fyrirmæli. Ég man ein- ungis eftir einu skipti sem hún fann sig knúna til að setja ofan í við mig. Það var verkfall og bensínskortur og erfiðar samgöngur og ég hafði verið að blaðra í símann allt kvöld- ið. Þetta var fyrir tíma gemsanna og það voru sex aðrir sem hugs- anlega þurftu að nota símann. Hún bað mig vinsamlega að tala ekki svona lengi og ég lét mér það að kenningu verða. Inga var mjög listfeng eins og óteljandi munir sem eftir hana liggja bera fagurt vitni. Hún málaði á postulín, heklaði, prjónaði og saumaði út, allt var mjög fallegt, fínlegt og vandað. Tvímælalaust hefði hún farið í listnám ef það hefði staðið til boða í hennar ung- dæmi en eiginlega má segja að hún hafi fundið sér ágætan farveg fyrir listsköpun sína, sem hún stundaði nánast fram í andlátið. Garðar lést á síðasta ári, svo að ekki varð langt á milli þeirra hjóna. Ég minnist þeirra beggja með hlýhug og þakklæti og sendi dætr- um þeirra og öllum afkomendum samúðarkveðjur. Elín Guðmundsdóttir. Það er skammt stórra högga á milli hjá dætrum Ingu æskuvin- konu minnar, en Garðar eiginmaður hennar lést í maí sl. Við Inga erum búnar að vera vinkonur síðan ég var átta ára og hún tíu ára. Inga ólst upp hjá foreldrum sínum í Hafnarfirði, en var á sumrin í sveit í Arnarbæli í Grímsnesi hjá af as- ínum og ömmu öll sín unglingsár og kom þá á skemmtanir á Borg. Þá þótti sjálfsagt að allir aldurshópar skemmtu sér saman og byrjuðu þá samkomurnar kl. 4 á sunnudögum. Þarna sá ég Ingu í fyrsta sinn. Ég sá að hún kunni mjög vel að dansa svo ég fór af stað og bauð henni upp, maður var nú ekkert að hugsa um það hvort það var strákur eða stelpa sem dansað var við. Þetta var upphafið að yfir 70 ára vináttu. Garðar og Inga kynntust ung, hann var í sveit í Grímsnesinu á sínum unglingsárum. Þau giftu sig 12. maí l945 og eignuðust fjórar efnilegar dætur. Öfugt við aðra vildi Garðar eiga fyrir hlutunum og eignaðist því bíl frekar seint, en því meiri var ánægjan að ferðast um landið hin seinni ár með tjaldvagn. Þau voru í mörg ár í veiðifélagi, sem veitti þeim mikla ánægju að vera í. Nokkrum sinnum fórum við með þeim í útilegu, en tjaldferðir var aldrei mín sterka hlið. Um áramót fyrir níu árum fórum við saman til Kanarí. Það var nú ekki alveg átakalaust að fá Garðar til að samþykkja að koma með því hann hafði ákveðið með sjálfum sér að fara aldrei upp í flugvél, en okk- ur Ingu tókst með lempni að fá hann með og varð þetta upphafið að árlegum ferðum þeirra hjóna til Kanarí, en þess á milli til annarra landa. Þau voru komin í svonefndan Kanaríklúbb sem fór út núna hinn 24. feb. sl. og ætlaði ég með Ingu í þá ferð. Mér var oft þakkað hvað ég var ákveðin að fá þau með í fyrstu ferðina. Inga var lærð saumakona og vann við það lengi, bæði á sauma- stofu og heima, hún var flink hann- yrðakona bæði að hekla og prjóna og prjónaði hún í seinni tíð fallegar lopapeysur sem hún bæði seldi og gaf og eigum við hjónin fallegar peysur frá henni sem ylja okkur. Ef ég var að vandræðast með ein- hverja handavinnu, þá fór ég til hennar og málið var leyst. Nú er Inga vinkona mín farin í þá ferð sem við förum öll í, eflaust hefur Garðar beðið við hliðið og kannski með nikkuna. Við Guðmundur sendum dætrum Ingu og fjölskyldum þeirra inni- legar samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hennar. Ingunn E. Stefánsdóttir. INGVELDUR SIGURÐARDÓTTIR ✝ Helgi KristinnHelgason fædd- ist í Ólafsvík 14. júní 1911. Hann lést á hjúkrunarheimilinu Víðinesi aðfaranótt mánudagsins 23. febrúar síðastliðins. Hann var sonur hjónanna Kristínar Sigurðardóttur, f. 27. október 1877 í Hofssókn, Suður- Múlasýslu, og Helga Jónssonar, f. 25. mars 1874 í Skamm- árdal í Vestur- Skaftafellssýslu. Systkini hans í aldursröð eru sjö: Sigurður Ágúst, Hólmfríður Agnes, Guð- mundur Herjólfur, Elsa Dórót- hea, Friðjón, Sigurlín og Ingi- gerður. Þau eru öll látin nema Sigurlín, f. 1918. Helgi Kristinn ólst upp í Ásgarði, Ólafsvík. Helgi Kristinn gekk að eiga Fannýju Guðmundsdóttur frá Ólafsvík (f. 1913, d. 2000). Þau eignuðust sjö börn. Fyrir átti Helgi dótturina Est- er Kristínu sem lést 1995. Helgi og Fanný slitu samvist- ir. Börn þeirra í aldursröð eru: 1) Óskírð Helgadóttir (látin). 2) Svein- björn, maki Aud Helgason. Þau eiga fjögur börn. 3) Guð- mundur, sambýlis- kona Sólveig Bó- tólfsdóttir. Guðmundur á einn son. 4) Helga Krist- ín (látin). 5)Helga, maki Bent Bjarnason. Þau eiga fjögur börn. 6) Sólveig Sjöfn, maki Jón S. Jónsson. Þau áttu fjögur börn, eitt látið. 7) Birna Sumarrós, maki Bogi Ingimars- son. Þau eiga þrjú börn. Barnabörn Helga Kristins eru alls 18 (eitt látið) og barna- barnabörnin eru 30. Útför Helga Kristins verður gerð frá Fossvogskapellu í dag og hefst athöfnin klukkan 13.30. Að fæðast, komast á legg, þrosk- ast að visku og vexti, verða fullorð- inn, eldast og deyja er lífsins gang- ur. Menn fæðast á mismunandi tímum og við margbreytilegar að- stæður. Lífsbaráttan reynist mörg- um misgjöful eins og gengur. Hver einstaklingur markar sín spor í samtímanum. Við ferðalok skilja menn eftir sig minningar um gleði og sorg. Þeim fer nú óðum fækk- andi þeim einstaklingum sem fædd- ir eru um og upp úr aldamótunum 1900. Samfélag þess tíma einkennd- ist af atvinnuleysi og harðri lífsbar- áttu við sjúkdóma og matarskort. Atvinnuöryggi var óþekkt og líf fólks snerist um það að þrauka frá degi til dags. Lífsbjörgin var sótt í hafið við erfiðar aðstæður, til að byrja með á árabátum og síðan á seglskútum. Með tilkomu nýsköp- unartogaranna (síðutogaranna) og síðar skuttogaranna varð mikil breyting á atvinnuháttum Íslend- inga. Afkoma fólks tók breytingum til hins betra og bjartsýni efldist með þjóðinni. Helgi Kristinn Helgason sjómað- ur fæddist í Ólafsvík og ólst þar upp. Hann fór ungur til sjós að loknu venjubundnu skyldunámi. Þá tíðkaðist það ekki að ungir menn gengju menntaveginn. Hann reynd- ist strax harðduglegur til allra verka, ósérhlífinn og heiðarlegur í samskiptum við samferðamenn sína. Sjósókn þess tíma var harð- dræg og það reyndi á þol og styrk. Ekki varð komist hjá áföllum. Margir sjómenn, vinir og vanda- menn, týndu lífinu í glímunni við Ægi konung. Helgi Kristinn gekk að eiga konuefnið sitt, Fannýju Guðmundsdóttur frá Ólafsvík. Þau eignuðust alls sjö börn. Tvær dæt- ur misstu þau í æsku. Fráfall barnanna reyndi mjög á Helga og sambúð þeirra hjóna. Árið 1948 fluttu þau til Reykjavíkur og sett- ust að í Selásnum. Þar bjuggu þau til ársins 1952 eru þau fluttu sig um set með barnahópinn niður á Suðurlandsbraut. Þar reisti Helgi Kristinn hús yfir fjölskylduna. Þá voru komnir brestir í sambúð þeirra hjóna, sem lauk með skilnaði þeirra. Á þessum árum sótti Helgi Kristinn sjóinn stíft til að afla fjöl- skyldunni viðurværis, m.a. á síðu- togurum. Þar vann hann sem neta- gerðarmaður. Þótti hann bráðduglegur til slíkra verka. Þá kom fyrir að hann staldraði öðru hverju við í landi og vann þá við uppskipun á fiski hjá Bjarna í Tog- araafgreiðslunni. Svo ákaft gekk hann fram til verka að tveir full- frískir yngri menn áttu fullt í fangi með að klára eina stíu saman, með- an Helgi lauk einn við sína. En þegar fast er sótt er oft hætta á að eitthvað láti undan síga. Helgi Kristinn háði á þessum árum erfiða glímu við Bakkus konung. Sú glíma gerði honum margar skráveifur og hann einangraðist frá fjölskyldu sinni. Á þeim árum bjó hann hjá systur sinni Sigurlínu og fjölskyldu, fyrst á Eiríksgötunni og síðar á Tunguveginum. Eftir 1970 vann hann alfarið í Togaraafgreiðslunni þar til hann lét af störfum 1983, fyrir aldurssakir. Það að missa vinnuna varð honum að ýmsu leyti nokkurt áfall, maður sem hafði unnið hörðum höndum allt sitt líf. Árið 1983 flutti hann að vistheim- ilinu (síðar hjúkrunarheimilið) Víði- nesi og bjó þar til dauðadags. Í Víðinesi naut hann góðs atlætis starfsfólks og smám saman styrkt- ist hann andlega og líkamlega. Það má segja að fjölskyldunni hafi birst nýr og breyttur maður. Á þessum árum kynntist ég, undirritaður, tengdaföður mínum. Hann kom af og til í heimsókn til okkar og við heimsóttum hann í Víðinesið, þegar tækifæri og aðstæður gáfu tilefni til. Helgi Kristinn reyndist mér og mínum ávallt vel. Hann kom mér fyrir sjónir sem eðlisgreindur mað- ur, fróðleiksfús með afbrigðum, en dulur að eðlisfari. Fram á síðasta dag var hann laus við elliglöp. Ég var svo lánsamur að fá að taka í hrjúfa, þykka og vinnulúna hönd hans stuttu fyrir andlátið þegar ljóst var að hann var að ljúka veg- ferð sinni. Hann hafði skýrar skoð- anir á málefnum líðandi stundar og fylgdist vel með því sem var að gerast hjá ungviðinu í fjölskyld- unni. Nú er komið að leiðarlokum. Ég vil fyrir mína hönd og barna minna sem og annarra aðstandenda fjölskyldunnar þakka honum fyrir samfylgdina og bið honum bless- unar almættisins. Hvíl í friði. Bogi Ingimarsson. Elsku afi og langafi. Stundirnar okkar saman voru ekki margar en þegar við vorum saman þá voru það gæðastundir. Ég man þegar við Jökull langafabarnið þitt kom- um í heimsókn í Víðinesið og buð- um þér í bíltúr. Þú varst fljótur að segja já og þrátt fyrir háan aldur hoppaðir þú út í bíl eins og ung- lingur. Keyrðum við til Þingvalla og fengum okkur kaffi. Dagurinn var mjög góður og Jökull hafði gaman af að fara með afa sínum eða gamla afa eins og hann kallaði þig alltaf. Við reyndum nokkrum sinnum að endurtaka ökuferðina en vegna veikinda hjá þér gekk það ekki upp. Elsku afi, takk fyrir samveru- stundirnar, við eigum eftir að sakna þín mikið. Þín Hanna og Jökull. HELGI KRISTINN HELGASON
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.