Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 22
AKUREYRI 22 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ www.islandia.is/~heilsuhorn SENDUM Í PÓSTKRÖFU Glerártorgi, Akureyri, s. 462 1889 fæst m.a. í Lífsinslind í Hagkaupum, Fjarðarkaupum Árnesaptóteki Selfossi og Yggdrasil Kárastíg 1. C og E- vítamín Gott fyrir reykingafólk Síðumúla 13, sími 588 2122 www.eltak.is VOGIR Eltak sérhæfir sig í sölu og þjónustu á vogum Bjóðum eitt mesta úrval á Íslandi af smáum og stórum vogum Hafðu samband Brúðkaupsblaðið fylgir Morgunblaðinu föstudaginn 5. mars. Meðal efnis eru greinar um mat, förðun, hárgreiðslu, fatnað, skreytingar og gjafir. Auglýsendur: Pantið fyrir kl. 16 mánudaginn 1. mars. Allar nánari upplýsingar veita sölu- og þjónustufulltrúar á auglýsingadeild Morgunblaðsins í síma 569 1111 eða á augl@mbl.is Segðu já! Auglýstu í Brúðkaupsblaði Morgunblaðsins ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S M O R 23 67 5 0 3/ 20 04 „ÉG ER eiginlega að ná þessu,“ sagði Elísa Rut Guðmundsdóttir sem ásamt öðrum nemendum í Menntasmiðju unga fólksins hefur verið í óða önn að búa til svo- nefndan „vindlurk“, sem er hljóð- færi frumbyggja Ástralíu og nefn- ist „didgeredoo“ meðal innfæddra. „Við höfum verið að búa hljóð- færin til á Punktinum, fengum trjá- búta úr Vaglaskógi sem við svo höggvum innan úr og sköfum svo vandlega með þar til gerðum verk- færum,“ sagði Elísa. Georg Hol- lander aðstoðar nemendurna við að búa hljóðfærin til, en þau eru svo skreytt eftir kúnstarinnar reglum og smekk hvers og eins. Og þá er bara eftir að læra listina að leika á vindlurkinn, en nú síðustu daga hafa nemendur verið í æfingavinnu með Buzby Birch frá Bretlandi þar sem blásið er af miklum áhuga og kappi. Buzby hefur dvalið í Ástr- alíu og kynnt sér þetta sérstæða hljóðfæri sérstaklega. Fljót að ná tökum á hljóðfærinu „Þetta gengur út á að anda nán- ast stanslaust, byggist upp á hring- öndun,“ sagði Elísa og nefndi að nemendur hefðu gantast með það sín á milli að rétt væri að efna til tónleika, „okkur fannst við svo hæfileikarík,“ sagði hún og hló, en sagði að ekki væri ólíklegt að krakkarnir tækju hljóðfærin fram þegar kæmi að útskrift og opnu húsi í vor. „Þetta er rosalega skemmtilegt, einhvern veginn allt öðru vísi en annað sem maður hef- ur gert. Ég var líka svo montin þegar Buzby sagði að hann hefði aldrei séð neinn áður sem hefði verið svona fljótur að ná tökum á hljóðfærinu,“ sagði Elísa hin ánægðasta með árangurinn og blés ákaft í lurkinn því til staðfestingar. Elísa sagði lífið í Menntasmiðju unga fólksins gott og gefandi, „al- veg yndislegt í einu orði,“ eins og hún orðaði það. Hún hefur einnig reynslu af því að sækja Mennta- smiðju kvenna, en þar voru eins og nafnið gefur til kynna konur og þá á öllum aldri, „þær elstu milli sex- tugs og sjötugs.“ Menntasmiðja unga fólksins er hins vegar fyrir bæði kyn, en aldurinn miðast við 17 til 26 ára. „Það er allt öðru vísi stemmning í þessum hópi, hér kynnist maður fólki á svipuðum aldri og maður er sjálfur og það eru allir orðnir góðir vinir. Við reynum að styðja hvert annað, en margir eru að reyna að koma undir sig fótunum á nýjan leik eftir áföll. Það eru öll mál leyst strax og þau koma upp,“ sagði Elísa. Nýtist þeim sem takast á við breytingar í lífinu Menntasmiðja unga fólksins er nú haldin þriðja sinni á Akureyri, en starfsemin miðar að því að auka lífshæfni þeirra sem sækja námið. Hún er byggð upp í anda lýðskóla á Norðurlöndum og nýtist m.a. þeim sem standa á tímamótum eða eru að takast á við breytingar í líf- inu. Námið er þríþætt, sjálfsstyrkj- andi, hagnýtt og skapandi og er sérstaklega miðað við óskir og þarfir ungs fólks sem af ein- hverjum ástæðum hefur ekki fund- ið sig í námi eða atvinnu. Markmið þess er að hjálpa unga fólkinu til að takast á við lífið og fóta sig á ný. Nemendur í Menntasmiðju unga fólksins búa til vindlurka Rosalega skemmtilegt Morgunblaðið/Kristján Góður hljómur: Bretinn Buzby Birch segir Unu til um hvernig á að bera sig að við að blása í vindlurkinn. Hann hefur kynnt sér hljóðfærið sérstaklega. Morgunblaðið/Kristján Eins og frumbyggi: Elísa Rut Guð- mundsdóttir náði strax góðum tök- um á hljóðfærinu, sem upprunnið er meðal frumbyggja Ástralíu. RÚMLEGA tvítugur piltur hefur í Héraðsdómi Norðurlands eystra verið dæmdur í fimm mánaða fang- elsi, þar af fjóra skilorðsbundið til þriggja ára, fyrir hótanir og hnífa- burð á almannafæri að kvöldi laug- ardagsins 5. apríl 2003 í miðbæ Ak- ureyrar svo og fyrir líkamsárás í húsi í bænum 7. júní sama ár, þar sem hann sló stúlku „mörgum högg- um með krepptum hnefa í andlit hennar og höfuð, með þeim afleið- ingum að hún fékk blóðnasir, mar yfir nefrót og undir vinstra auga og út á vinstri kinn og bólgu yfir kinn- beini vinstra megin, húðblæðingar í og bakvið vinstra eyra, bláma í hársverðinum aftan og ofan við eyr- að, auk þess sem hann hótaði að drepa hana ef hún yfirgæfi íbúðina“, eins og sagði í ákæruskjali. Tveir hnífar sem lögregla lagði hald á voru gerðir upptækir og hinn dæmdi þarf að greiða 2⁄3 hluta sak- arkostnaðar, þ.m.t. 100.000 kr. í málsvarnarlaun skipaðs verjanda síns. 5 mánaða fangelsi fyrir hótanir og líkamsárás Kynning hjá Kjarki | Kynningar fundur um sjálfshjálparsamtök sem nefna sig Kjark verður í Gler- árkirkju á morgun, laugardaginn 28. febrúar, kl. 14. Markmið Kjarks eru að stuðla að betra lífi samborgaranna, til að mynda með því að koma á fót sjálfs- hjálparhópum fyrir þá sem hafa lent í ofbeldi í hvaða mynd sem er, þ.e.a.s. nauðgun, einelti, ofbeldi af hálfu foreldra í æsku og eða maka, sambýlismanns. Einnig að vekja at- hygli á því hvernig ofbeldi getur stýrt líðan fólks, gefa fólki tækifæri til að hitta aðrar manneskjur sem hafa verið í svipuðum sporum, segja frá og læra af þeirra reynslu. Framtíðarsýn Kjarks er að geta verið með forvarnarstarf inni í skólum og halda fyrirlestra um nið- urbrot einstaklingsins eftir ofbeldi og þá möguleika að byggja sig upp aftur eftir þá erfiðu reynslu. Einnig að vinna með öðrum samtökum sem láta sig mannréttindamál varða. ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.