Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Mundu að færa það sem synd að senda mér ruslpóst, Pétur minn. Skákhátíð Reykjavíkur Skákhöfuðborg heimsins? Það er margt á döf-inni hjá Skákfélag-inu Hróknum, m.a. fjölskylduhátíð á Broad- way á morgun, eins og kom fram í samtali Morg- unblaðsins við formann fé- lagsins, Hrafn Jökulsson. – Segðu okkur fyrst eitthvað frá uppgangi Hróksins síðustu misseri ... „Síðustu ár hafa verið ævintýri líkust. Hrókurinn hefur skipulagt fjölda al- þjóðlegra viðburða, þar af nokkur af sterkustu skák- mótum heims. Við höfum fengið tugi erlendra meist- ara til Íslands, haldið skákmót á Grænlandi og stofnað skákskóla í Saraj- evo. Við höfum farið í mörg hundruð skólaheimsóknir um allt Ísland og ásamt vinum okkar í Eddu útgáfu gefið um tíu þúsund eintök af bókinni „Skák og mát“. Við höfum efnt til ótal viðburða fyrir börn og erum að byggja upp Skákskóla Hróks- ins.“ – Nefndu eitthvað sem er til marks um mikla sókn skákíþrótt- arinnar á Íslandi. „Skák er mál málanna. Nú er verið að tefla á þúsundum heimila, enda brúar skákin öll bil milli kynslóða og kynja. Kjörorð Skákhátíðar í Reykjavík endur- speglar þetta: „Það geta allir ver- ið með“. Skákvakningin teygir sig um allt Ísland og margir skólar iða af skáklífi. Þúsundir barna hafa á síðustu misserum tekið þátt í viðburðum Hróksins. Á sama tíma hefur umfjöllun fjöl- miðla um skák stóraukist.“ – Hvað rekur ykkur af stað með Skákhátíð Reykjavíkur? „Við eigum okkur þann draum að Reykjavík verði skákhöfuð- borg heimsins og höfum unnið kappsamlega að því markmiði síð- ustu árin. Við viljum byggja Skákhátíð Reykjavíkur upp með það fyrir augum að hún verði á næstu árum einn aðalviðburður ársins í heiminum. En hinir miklu meistarar eru samt ekki í aðal- hlutverki, því hátíðin mun teygja sig um alla Reykjavík. Í næstu viku heimsækja meistarar Hróks- ins hvorki meira né minna en 30 skóla. Þannig komumst við í beina snertingu við þúsundir skák- glaðra barna.“ – Segðu okkur frá hátíðinni á Broadway. „Þetta er hátíð þar sem gleðin verður í öndvegi. Margir af snjöll- ustu meisturum Hróksins munu tefla fjöltefli við börn og fullorðna. Í þeim hópi eru Regína Pokorna, 21 árs skákdrottning sem hefur heillað börn og fullorðna, Luke McShane sem varð heimsmeistari 8 ára og er nú orðinn einn sá besti í heiminum og Róbert Harðarson sem hefur verið fyrirliði Hróksins frá upphafi. En við verðum með stórmeistara á öðrum sviðum líka, tónlistarmenn á borð við KK, Andreu Gylfadóttur, Jakob Frímann, Ragn- hildi Gísladóttur, Birg- ittu Haukdal, Jónsa, Ómar Ragnarsson og fleiri. Herra og frú Ís- land mætast í einvígi og fleiri kunnir Íslendingar spreyta sig. Þá mun Alfreð B. Valencia, 5 ára, yngsti liðsmaður Hróksins, og stúlkusveit félagsins tefla við gesti og gangandi. Hátíðin hefst klukkan 12 og stendur til 17. Að- gangur er ókeypis og allir vel- komnir.“ – Segðu okkur síðan frá skák- mótinu á mánudaginn. „Stórmót Hróksins og Fjölnis í Rimaskóla fer fram 1. til 3. mars og er öllum opið. Tefldar verða at- skákir, með 25 mínútna umhugs- unartíma, 9 umferðir alls. Þarna fá áhugamenn einstakt tækifæri til að komast í tæri við meistara á borð við Jóhann Hjartarson, Ivan Sokolov og Regínu skákdrottn- ingu. Börn eru sérstaklega boðin velkomin til leiks og margir krakkar eru þegar skráðir til leiks. Alls eru 40 verðlaun í mótinu, þar af mörg barnaverð- laun.“ – Hver verður framtíð Hróks- ins? „Hrókurinn mun á laugardag- inn kynna framtíðarsýn félagsins. Hún byggist á starfi okkar og reynslu og rúmast í fimm setn- ingum: Við ætlum að halda áfram að kynna skákina meðal allra ís- lenskra barna. Við ætlum að halda áfram að byggja upp alþjóð- leg skákmót á Íslandi. Við ætlum að halda áfram að bjóða bestu skákmönnum heims til Íslands. Við ætlum að halda áfram að nota skákina til góðs í samskiptum við aðrar þjóðir. Við ætlum að leggja okkur öll fram til að Ísland verði á næstu árum mesta skákland í heimi.“ – Hvernig sérðu fyrir þér skák- ina dafna í landinu á næstu árum? „Ég tel að skákin muni á allra næstu árum ná fótfestu innan skólakerfisins, sem viðurkennd námsgrein. Samhliða þarf að byggja upp skákfélög um allt land, sem eiga að einbeita sér að barnastarfi. Við erum að fara í mjög spennandi verkefni með UMFÍ til að byggja upp skáklífið og vænt- um mikils af samstarf- inu við þau þróttmiklu og merkilegu samtök. Við teljum að með rétt- um aðferðum getum við gert Ís- land að mesta skáklandi heims. Við viljum virkja hugarafl ungu kynslóðarinnar og á þessum tíma- mótum leitar Hrókurinn til al- mennings um stuðning. Við höfum opnað styrktarsímann 904-2004 og nú biðjum við alla, sem eru ánægðir með störf Hróksins, að slá á þráðinn og láta þannig 700 krónur af hendi rakna.“ Hrafn Jökulsson  Hrafn Jökulsson fæddist í Reykjavík 1. nóvember 1965. Hóf störf í blaðamennsku innan við tvítugt. Hann hefur verið rit- stjóri Sunnudagsblaðs Þjóðvilj- ans (1987), Alþýðublaðsins (1994–96), tímaritsins Mannlífs (1997), vefritsins Pressunnar (2001–2002) og fleiri blaða og tímarita og gefið út ljóðabækur, skáldsögu og bækur sögulegs eðlis. Hann hefur verið formaður Hróksins frá stofnun árið 1998. …sem eiga að einbeita sér að barnastarfi var snjómugga og við tókum fal- legar myndir í fjöllunum. Þetta var eins og í Hringadróttinssögu, en þó betra því landslagið og lit- irnir eru jafnvel betri en á Nýja- Sjálandi,“ sagði Dahl. Myndbandið verður sýnt í MENN íklæddir víkingafötum hafa riðið um Mosfellsdalinn síðustu daga, eltir af kvikmyndatökuliði frá Noregi. Þar er verið að taka upp myndband með lagi sem norskur tónlistarmaður, Dan Henry Bøhler, sem er fæddur árið 1981, samdi íslenska hestinum til heiðurs. Truls Erik Dahl, leikstjóri myndbandsins, segir að Bøhler hafi samið lagið á Miðaldadögum í Ósló árið 2002. Helgi „hestur“ Þórarinsson, sem eigi um 40 ís- lenska hesta í Svíþjóð, stutt frá landamærum Noregs, hafi beðið Bøhler um að semja lag til heiðurs íslenska hestinum. „Dan Henry fór inn í víkingatjaldið eitt kvöldið og kom út með þetta fallega lag. Helgi, þessi harði hestamaður, fór að gráta því honum þótti lagið svo fallegt,“ segir Dahl. Lagið er á ensku og fjallar um það þegar víkingar fluttu hesta yf- ir opið haf frá Noregi til Íslands fyrir rúmum 1.000 árum. Dahl segir að íslenski hesturinn sé mjög vinsæll á erlendri grundu, þar á meðal í Noregi. Myndbandið fjalli um menningarleg og sagnfræðileg tengsl Íslands. „Það er ekki erfitt að ná frábærum myndum hér því veðrið er alltaf að breytast. Í gær norska ríkissjónvarpinu, og í þremur kvikmyndahúsum í Noregi áður en myndirnar hefjast og gestir eru að koma sér fyrir í sæt- unum. Þá hafa Flugleiðir áhuga á að sýna myndbandið um borð í flugvélum til og frá Íslandi. Morgunblaðið/Árni Sæberg Truls Erik Dahl leikstjóri gefur myndatökumanninum leiðbeiningar fyrir utan Laxnes í Mosfellsdalnum þar sem þeir unnu við tökur í gær. Taka upp myndband við lag til heiðurs íslenska hestinum HVORKI meira né minna en 60 tonn af ýsu verða seld á Ýsudögum sem Grandi stendur fyrir nú um helgina á athafnasvæði sínu við Norðurgarð í Reykjavík. Þar verður lausfryst ýsa í 10 kílóa kössum seld á 200 krónur kílóið. Eins verður fólki boðið að bragða á ýmiss konar ýsuréttum, drekka skipstjórakaffi og hlýða á harmonikkuspil. Svavar Svavarsson, framleiðslu- stjóri Granda, segist telja að tonnin sextíu ættu að endast eitthvað fram á sunnudag. „En það er alveg rétt að það er fyrstur kemur fyrstur fær,“ segir hann. Opið verður milli 10 og 16 bæði á morgun og sunnudag. „Við viljum glæða áhuga landans á að borða meiri fisk,“ segir Svavar og bendir á að fiskneysla hafi dregist saman á síðustu árum. Hann segir að þessi þróun sé meðal annars rakin til þess að verð á fiski hafi verið mjög hátt. „Þetta er ákveðin tilraun hjá okkur. Það má segja að Grandi og HB séu samanlagt með mjög mikinn ýsukvóta. Við eigum samanlagt 4.000 tonn af kvóta. Ýsa verður mjög lík- lega áherslufisktegund hjá fyrirtæk- inu. Þá beinist áhugi okkar ekki síst að innanlandsmarkaði því Íslending- ar eru mjög frægir fyrir að borða ýsu,“ segir hann. Ýsudagar Granda við Norðurgarð um helgina Sextíu tonn af ýsu seld á tvö hundruð krónur kílóið
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.