Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 21 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 38 33 0 2/ 20 04 50% AFSLÁTTUR Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu Lúna - Mögnuð og rómantísk sýning um ástina og lífið www.landsbanki.is sími 560 6000 Íslenski dansflokkurinn sýnir tvö verk í Borgarleikhúsinu. Hið fyrra er „Lúna“ eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Cyrano, sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir í júní 2003. Hin geysivinsæla hljómsveit Rússibanar leikur tónlistina á sviðinu. Síðara verkið er „Æfing í Paradís“ (Practice Paradise) eftir belgíska danshöfundinn Stijn Celis við tónlist eftir Frederick Chopin. 19 dansarar og tónlistarmenn koma fram í þessari stórsýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. ATH: Aðeins 6 sýningar: 27. feb., 4., 18., 21. og 28. mars og 4. apríl. Landsbanki Íslands er stoltur af að vera traustur bakhjarl Íslenska dansflokksins. Félagar í Vörðunni og Námunni fá 50% afslátt á sýningar Íslenska dansflokksins. Dalvíkurbyggð | Karlakórarnir á Eyjafjarð- arsvæðinu komu saman í Dalvíkurkirkju um síðustu helgi og héldu tónleika. Fyrst sungu þeir hver um sig og síðan allir saman, alls um hundrað manns. Þeir eru Karlakór Akureyrar – Geysir, stjórnandi Erla Þórólfsdóttir; Karla- kór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur; og Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Undirleikari var Aladár Rácz. Kórarnir enduðu á laginu Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson við texta Davíðs Stef- ánssonar og þá léku þau undir fjórhent Aladár og Erla. Var það mál manna að hér hefði verið á ferðinni magnaður söngur sem hljómaði vel. Hundrað karla kór Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Glæsilegir: Um 100 karlar úr þremur kórum sungu saman á tónleikum á Dalvík. PÁLMI Gunnarsson stýrir flugu- kastkennslu á vegum Stangaveiði- félags Akureyrar næstkomandi mánudags- og þriðjudagskvöld. Námskeiðið er ætlað veiðimönn- um sem vilja bæta leikni sína í meðferð flugustangar og línu. Pálmi útskýrir þau lögmál sem eru að verki og sýnir hvernig nota á flugu- stöngina rétt. Námskeiðið er ætlað félögum í Stangaveiðifélagi Ak- ureyrar en er ekki fyrir byrjendur í fluguköstum. Aðeins 15 manns kom- ast að á þetta fyrsta kastnámskeið félagsins. Þátttökugjald er ekkert og fer skráning fram daglega í síma 865 1772 milli kl. 16 og 17 fram á mánudag. Kastkennslan hjá Pálma og félögum fer fram í íþróttahúsi Oddeyrarskóla frá kl. 20–22 mánu- dagskvöldið 1. mars og þriðjudags- kvöldið 2. mars. Pálmi kennir fluguköst ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga á Akureyri á næstunni á vegum Vímulausrar æsku/ Foreldrahúss í samstarfi við fé- lagssvið Akureyrarbæjar. Umsjón með námskeiðunum hef- ur Stefanía Elísabet Hallbjörns- dóttir félagsráðgjafi. Námskeiðin eru fyrir unglinga á aldrinum 13–15 ára, hvert námskeið er tíu skipti og kennt einu sinni í viku. Fyrsta nám- skeiðið verður haldið í Glerárkirkju og byrjar 11. mars nk. og er fyrir 13–14 ára stúlkur. Fjöldi þátttak- enda á hverju námskeiði verður átta. Markmiðið með námskeiðinu er að efla sjálfstraust, þekkingu á til- finningum, félagsleg tengsl, sam- skiptahæfni og sjálfsþekkingu. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Stefaníu í síma 893 6164 milli 17 og 19 virka daga. Einn- ig má senda tölvupóst á netfangið stefania@akmennt.is. Sjálfstyrkingar- námskeið fyrir börn og unglinga TENGLAR .............................................. www.foreldrahus.is. LEIKFÉLAG Hörgdæla frumsýnir gamanleikinn Klerka í klípu eftir Philip King í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 á Melum í Hörgárdal. Æv- ar Kvaran þýddi verkið en með helstu hlutverk fara Þóroddur Sveinsson, Fanney Valsdóttir, Sig- mar Bragason, Sesselja Ingólfs- dóttir og Ásta Júlía Aðalsteinsdótt- ir. Þetta er fyrsta sýning leikfélagsins á Melum eftir að mikl- um endurbótum á húsinu lauk. Leikarar í sýningunni eru níu og samanstendur hópurinn af reyndari leikurum og nokkrum nýliðum, en alls vinna um 20–30 manns við sýn- inguna. Hér er á ferðinni ærslafullur farsi sem gerist á prestssetri í litlu þorpi á Englandi. Presturinn á staðnum bregður sér af bæ eina kvöldstund og þar með upphefst mikill misskilningur sem í blandast eiginkona, liðþjálfi, biskup, þorpsbúar og fleiri. Verkið var skrifað um miðja síð- ustu öld og er enn verið að sýna það víða í Bretlandi við góðan orðstír. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Um leikmyndarhönnun sá Þórarinn Blöndal og hönnun lýsingar Ingvar Björnsson. Næsta sýning verður á laugar- dagskvöld kl. 20.30. Síðan á föstu- dags- og laugardagskvöldum í mars. Klerkar í klípu í Hörgárdal ♦♦♦ ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.