Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 21

Morgunblaðið - 27.02.2004, Side 21
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 21 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L BI 2 38 33 0 2/ 20 04 50% AFSLÁTTUR Íslenski dansflokkurinn í Borgarleikhúsinu Lúna - Mögnuð og rómantísk sýning um ástina og lífið www.landsbanki.is sími 560 6000 Íslenski dansflokkurinn sýnir tvö verk í Borgarleikhúsinu. Hið fyrra er „Lúna“ eftir Láru Stefánsdóttur við tónlist eftir Hjálmar H. Ragnarsson, Cyrano, sem hann hlaut Grímuverðlaunin fyrir í júní 2003. Hin geysivinsæla hljómsveit Rússibanar leikur tónlistina á sviðinu. Síðara verkið er „Æfing í Paradís“ (Practice Paradise) eftir belgíska danshöfundinn Stijn Celis við tónlist eftir Frederick Chopin. 19 dansarar og tónlistarmenn koma fram í þessari stórsýningu á stóra sviði Borgarleikhússins. ATH: Aðeins 6 sýningar: 27. feb., 4., 18., 21. og 28. mars og 4. apríl. Landsbanki Íslands er stoltur af að vera traustur bakhjarl Íslenska dansflokksins. Félagar í Vörðunni og Námunni fá 50% afslátt á sýningar Íslenska dansflokksins. Dalvíkurbyggð | Karlakórarnir á Eyjafjarð- arsvæðinu komu saman í Dalvíkurkirkju um síðustu helgi og héldu tónleika. Fyrst sungu þeir hver um sig og síðan allir saman, alls um hundrað manns. Þeir eru Karlakór Akureyrar – Geysir, stjórnandi Erla Þórólfsdóttir; Karla- kór Eyjafjarðar undir stjórn Petru Bjarkar Pálsdóttur; og Karlakór Dalvíkur, stjórnandi Guðmundur Óli Gunnarsson. Undirleikari var Aladár Rácz. Kórarnir enduðu á laginu Brennið þið vitar eftir Pál Ísólfsson við texta Davíðs Stef- ánssonar og þá léku þau undir fjórhent Aladár og Erla. Var það mál manna að hér hefði verið á ferðinni magnaður söngur sem hljómaði vel. Hundrað karla kór Morgunblaðið/Guðmundur Ingi Glæsilegir: Um 100 karlar úr þremur kórum sungu saman á tónleikum á Dalvík. PÁLMI Gunnarsson stýrir flugu- kastkennslu á vegum Stangaveiði- félags Akureyrar næstkomandi mánudags- og þriðjudagskvöld. Námskeiðið er ætlað veiðimönn- um sem vilja bæta leikni sína í meðferð flugustangar og línu. Pálmi útskýrir þau lögmál sem eru að verki og sýnir hvernig nota á flugu- stöngina rétt. Námskeiðið er ætlað félögum í Stangaveiðifélagi Ak- ureyrar en er ekki fyrir byrjendur í fluguköstum. Aðeins 15 manns kom- ast að á þetta fyrsta kastnámskeið félagsins. Þátttökugjald er ekkert og fer skráning fram daglega í síma 865 1772 milli kl. 16 og 17 fram á mánudag. Kastkennslan hjá Pálma og félögum fer fram í íþróttahúsi Oddeyrarskóla frá kl. 20–22 mánu- dagskvöldið 1. mars og þriðjudags- kvöldið 2. mars. Pálmi kennir fluguköst ÁKVEÐIÐ hefur verið að bjóða upp á sjálfstyrkingarnámskeið fyrir börn og unglinga á Akureyri á næstunni á vegum Vímulausrar æsku/ Foreldrahúss í samstarfi við fé- lagssvið Akureyrarbæjar. Umsjón með námskeiðunum hef- ur Stefanía Elísabet Hallbjörns- dóttir félagsráðgjafi. Námskeiðin eru fyrir unglinga á aldrinum 13–15 ára, hvert námskeið er tíu skipti og kennt einu sinni í viku. Fyrsta nám- skeiðið verður haldið í Glerárkirkju og byrjar 11. mars nk. og er fyrir 13–14 ára stúlkur. Fjöldi þátttak- enda á hverju námskeiði verður átta. Markmiðið með námskeiðinu er að efla sjálfstraust, þekkingu á til- finningum, félagsleg tengsl, sam- skiptahæfni og sjálfsþekkingu. Allar nánari upplýsingar og skráning eru hjá Stefaníu í síma 893 6164 milli 17 og 19 virka daga. Einn- ig má senda tölvupóst á netfangið stefania@akmennt.is. Sjálfstyrkingar- námskeið fyrir börn og unglinga TENGLAR .............................................. www.foreldrahus.is. LEIKFÉLAG Hörgdæla frumsýnir gamanleikinn Klerka í klípu eftir Philip King í kvöld, föstudagskvöld, kl. 20.30 á Melum í Hörgárdal. Æv- ar Kvaran þýddi verkið en með helstu hlutverk fara Þóroddur Sveinsson, Fanney Valsdóttir, Sig- mar Bragason, Sesselja Ingólfs- dóttir og Ásta Júlía Aðalsteinsdótt- ir. Þetta er fyrsta sýning leikfélagsins á Melum eftir að mikl- um endurbótum á húsinu lauk. Leikarar í sýningunni eru níu og samanstendur hópurinn af reyndari leikurum og nokkrum nýliðum, en alls vinna um 20–30 manns við sýn- inguna. Hér er á ferðinni ærslafullur farsi sem gerist á prestssetri í litlu þorpi á Englandi. Presturinn á staðnum bregður sér af bæ eina kvöldstund og þar með upphefst mikill misskilningur sem í blandast eiginkona, liðþjálfi, biskup, þorpsbúar og fleiri. Verkið var skrifað um miðja síð- ustu öld og er enn verið að sýna það víða í Bretlandi við góðan orðstír. Leikstjóri er Saga Jónsdóttir. Um leikmyndarhönnun sá Þórarinn Blöndal og hönnun lýsingar Ingvar Björnsson. Næsta sýning verður á laugar- dagskvöld kl. 20.30. Síðan á föstu- dags- og laugardagskvöldum í mars. Klerkar í klípu í Hörgárdal ♦♦♦ ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.