Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 44
44 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grettir Leonardó BÚINN! ... OG NÚ ER ÞAÐ PRÓFUNIN! © LE LOMBARD © DARGAUD Grettir Smáfólk ÞÚ VERÐUR AÐ SJÁ ÞETTA ÉG ER SVO STOLTUR AF MÉR HVAÐ ER NÚ ÞETTA? MYNDIR AF 73.000 BARNABÖRNUNUM MÍNUM HEY KISI! HVAÐ? ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ GERA MÉR GREIÐA? JÚ JÚ ERTU NOKKUÐ TIL Í AÐ NÁ Í STIGA? KÓNGULÓARVEFURINN MINN ER BÚINN AULI! ÞARNA SÉRÐU. MÉR ÞYKIR LEITT AÐ HAF SAGT AÐ ÞÚ VÆRIR LEIÐINLEGUR ÞÚ VEIST HVAÐ ÞAÐ ER ERFITT FYRIR STELPUR AÐ TALA SVONA VIÐ STRÁKA... ÉG VEIT. EN ÉG HUGSAÐI ALLTAF MEÐ MÉR HVAÐ ÞAÐ VÆRI GAMAN EF LITLA RAUÐHÆRÐA STELPAN MYNDI KOMA TIL MÍN OG... ÉG ÞOLI ÞIG EKKI KALLI!! ÚPS! JIBBÍ! EKKI VITLAUST! ALLS EKKI VITLAUST! EN ÉG HELD AÐ ÞAÐ SÉ HÆGT AÐ FÍNPÚSSA ÞETTA AÐEINS BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík  Sími 569 1100  Símbréf 569 1329  Netfang bref@mbl.is Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt t i l að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni ti l birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. ÉG get ekki orða bundist yfir grein skrifaðri af Stefaníu Sigurð- ardóttur sem kallar sig hunda- ræktanda hinn 13. janúar síðastlið- inn í Morgunblaðinu. Ég gerði mér ekki far um að nálgast þá grein sem nafni minn Kristján Jónsson skrifaði í Morg- unblaðið hinn 2. des. ’03 en hún hlýtur að hafa verið mjög merkileg því hún fékk manneskju eins og Stefaníu til að skrifta. Eðlilega ver hún íslenska hundkvikindið þar sem hún er að rækta hann í kjall- araíbúð í Hlíðunum og þar af leið- andi hagsmunamál fyrir hana að vel sé talað um kvikindið því hún þarf að selja hvolpa. Þetta hundk- vikindi er eftir því sem mér skilst af grein hennar gott í að gelta á eftir rolluskjátum til sveita, dingla skottunu, gelta, flaðra upp um fólk og horfa í augu þess. En eitt vill nefnilega gleymast þegar rætt er um hundkvikindi, en það er hundahald í Reykjavík. Eins og við mátti búast gleymdi Stefanía nefnilega alveg að fjalla um það vandamál í grein sinni, út af hverju haldið þið að hún hafi sleppt því, jú það er fyrir neðan hennar dómgreind að skrifa um svoleiðis smámál. Eins og hún seg- ir sjálf í grein sinni „Mín bestu meðmæli með honum eru því þau að það sé ávallt æskilegast að eig- andinn stígi meira í vitið!“ Þarna fór hún yfír margar áttundir hvað öfugmæli varðar. Hún telur það nefnilega ekki vera vandamál eða nein óþæindi fyrir fólkið í húsinu eða nábúa sína hvort hennar hundar (tvö stykki) gangi lausir, gelti dag og nótt, mígi, skíti í garð- inn okkar eða nábúa, henni finnst það bara í góðu lagi, þetta er nefnilega vandamál sem þarf að taka á og koma upp á yfirborðið. Stefanía er vel þekkt hjá hundaeft- irlitinu. Hvar sem hún hefur búið hefur hún verið kærð til eftirlitsins fyrir lausagang hundanna svo er henni sama hvar þeir skíta það er annarra vandamál. Það er margbúið að kæra hana síðan hún kom hér í Barmahlíð, nú síðast fyrir nokkrum vikum þegar hundar hennar gengu lausir og skitu í garð nágrannans, það varð til þess að börn sem voru að leik í garðinum komu útbíuð í hundaskít inn til sín, það er ekkert gleðiefni að þrífa hundaskít úr fötum barna sem eru búin að velta sér upp úr hundaskít. Þá var kvartað, einhver kom frá hundaeftirlitinu hvað hann hefur gert veit ég ekki en eitt er víst að ekkert gerðist eða- breyttist. Ég og fleiri veltum því fyrir okkur hvaða gagn er í hundaeft- irlitinu það er sama hvað maður kvartar það gerist ekki neitt, sennilega út af því að þeir sem starfa þar eru gagnslausir, það þyrfti kannski að skipta um mann- skap í brúnni svo eitthvað gerist gagnvart því fólki sem er með hunda í fjölbýli og fer ekki eftir leikreglum aftur og aftur saman- ber Stefaníu sem er sér og hunda- ræktendum til háborinar skammar og niðurlægingar. Ég vil benda fólk á sem hefur hugsað að fá sér íslenskan hund að hugsa sig tvisvar um, því það er svolítið meira en að segja að fá sér lítinn fallegan hvolp sem geltir í tíma og ótíma, mígur, skítur um alla íbúð svo úr verður óðgeðslega vonda lykt sem lyktar um allt, föt, gardínur, húsgögn, reyndar allt húsið svo ekki sé nú talað um allt hárið sem kemur af þessum kvik- indum, nú er staðan komin upp, vandamál: Hvað á að gera við sæta hvolp- inn? Ég vil ljúka þessum pistli með þessum frábæru orðum hennar Stefaníu. „Það sé ávallt æskilegast að eigandinn stígi meira í vitið.“ KRISTJÁN JÓNSSON Barmahlíð 52 105 Reykjavík Athugasemd um íslenska hundinn Frá Kristjáni Jónssyni: Á NÝLIÐINNI bókavertíð hafa orðið snarpar umræður um tilvís- anir, heimildir og notkun gæsa- lappa. Hvernig sem slíkum merkingum er varið þegar sögulegur fróðleikur er borinn á borð er nauðsynlegt að geta þeirra sem lögðu höfundinum lið og gáfu honum gagnlegar ábend- ingar. Í annarri bók minni í rit- röðinni Seiður lands og sagna – Söguslóðir á Suðurlandi – hef ég samvizkusamlega bent á heimildir og heimildarmenn, en það virðist lögmál að slíkt tekst ekki að fullu án óhappa í 367 blaðsíðna bók. Mér þótti leitt þegar í ljós kom að niður hafði fallið að geta um Pétur Pét- ursson þul í röð hjálparmanna minna, en Pétur hafði bent mér á nám og brautryðjandastarf Þor- steins Þorsteinssonar, bónda í Vatnsdal og Úthlíð, þar sem hann rak jarðræktarskóla. Svo gersam- lega hafði fennt í fótspor Þorsteins að ég hafði ekki heyrt getið um skóla hans, þótt ég væri fæddur og uppalinn í Úthlíð. Þakka ég Pétri ábendinguna og bið hann afsökunar á þeirri yfirsjón að nafn hans féll niður. GÍSLI SIGURÐSSON rithöfundur og blaðamaður. Ábending Frá Gísla Sigurðssyni:
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.