Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Sýnd kl. 8 og 10. Sýnd kl. 6. B.i. 16 ára. Sýnd kl. 6, 8 og 10. Þau eiga 12 börn og mamman er fjarverandi - þetta endar með ósköpum! Frábær skemmtun! Frábær gamanmynd frá höfundi Meet the Parents Vinsælasta fjölskyldumynd ársins í USA! Fleiri börn...meiri vandræði! H A L L E B E R R Y FRUMSÝNING HUGSAÐU STÓRTMiðasala opnar kl. 15.30 EINI THX LÚXUSSALUR LANDSINS Sýnd kl. 8 og 10.20. 11 Tilnefningar til óskarsverðlauna kl. 5 og 9. Yfir 93.000 gestir Sýnd kl. 4 og 8. B.i. 12. Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. B.i. 16 ára.Sýnd kl. 3.45, 5.50, 8 og 10.10. Sýnd kl. 4 og 6. Með íslenskum texta Sálfræðitryllir í anda The Sixth Sense með hinni frábæru Halle Berry. Hún vaknar upp á hæli og man ekki eftir hræðilegum glæp sem hún á að hafa framið! Ekki er allt sem sýnist. Mynd sem fær hárin til að rísa. Tilnefningar til óskarsverðlauna Besta mynd, besti leikstjóri, besta handrit og besti leikari í aðalhlutverki 4 Allir þurfa félagsskap „Dýrmætt hnossgæti“ EPÓ Kvikmyndir.com ÓHT Rás2 SV MBL FRUMSÝNING Fleiri börn...meiri vandræði! Þau eiga 12 börn og mamman er fjarverandi - þetta endar með ósköpum! Frábær skemmtun! Vinsælasta fjölskyldumynd ársins í USA! STRÁKARNIR í Mínus eru nýkomnir aftur til Íslands eft- ir vel heppnaða utanför. Þeir eru búnir að vera langdvölum í Bretlandi þar sem mikill áhugi er að skapast fyrir sveitinni og tónlist hennar. Þurftu þeir reyndar að fram- lengja dvöl sína og lék Mínus á síðustu tónleikunum sínum þar hinn 16. febrúar í Carl- ington Academy þar sem þeir hituðu upp fyrir Auf der Maur (ný sveit Melissu Auf der Maur, fyrrum bassaleik- ara Hole og Smashing Pumpkins). Og áður en þeir komu aftur til langþráða Fróns léku þeir svo með pönkrokksveitinni The Distillers á þrennum tón- leikum í Þýskalandi. Greinar eru farnar að birt- ast um Mínus reglulega í breskum blöðum en fyrir stuttu kom Halldór Laxness, þriðja plata sveitarinnar út undir merkjum Sony þar í landi og einnig annars staðar í Evrópu. Music Week birtir t.d. stuttan dóm um plötuna og gefur henni mjög góða einkunn og segir að platan gæti hæglega orðið mest umtalaða rokkplata ársins („word of mouth“ rock album of the year). Teletext í Bretlandi, sem er til muna öflugri mið- ill en þekkist hérlendis, birtir tvo dóma, bæði um smáskífuna, „Angel In Disguise“, og stóru plötuna, Halldór Laxness. Smáskífunni er líkt við Queens of the Stone Age og í dómi um plötuna er talað um „frosna túndru-epík“. Rýnir segir að brjálæðið sé nokk úthugsað hjá Mínus-liðum og enn er þeim líkt við Q.O.T.S.A. Peel og Presley Skemmtilegasta greinin er þó í febrúarhefti Kerr- ang! sem hefur hampað Mínus allar götur síðan önn- ur plata sveitarinnar, Jesus Christ Bobby, kom út. Þar er lögð heilsíða undir skondið spjall við Krumma söngvara í þættinum „Hanging with...“. Flenni- stór mynd er af kappanum þar sem hann er ber að of- an, með kúrekahatt, að setja í þvottavél í almenn- ings-þvottastöð í Kens- ingtonhverfi Lundúna. Spjallið er í galgopalegri kantinum og segir Krummi meðal annars kinnroðalaust að pabbi hans sé „Elvis Presley Ís- lands“ (faðir Krumma er Björgvin Halldórsson, söngvari). Krummi hælir foreldrum sínum og segir þau hafa stutt sig með ráðum og dáð í gegnum tíðina. Blaðamaður bullar í honum og Krummi gefur því svör af þeim toga, eitt- hvert grín um reikistjörn- una Mars, risaeðlur og þvottaskap. Þá spilaði einn virtasti plötusnúður heims, John Peel, lag með sveitinni í þætti sínum á BBC1 og það þykir mikil upphefð í rokkbransanum. Það er mikið sprikl á strákunum um þessar mundir. Í fyrradag spiluðu þeir á Ísafirði, í gær léku þeir í Verkmenntaskólanum á Akureyri og næsta föstudag mun Kerrang standa fyrir sérstöku kvöldi á Gauknum þar sem Mínus troða upp ásamt velska rokkbandinu Jarcrew. Sveitirnar ætla meira að segja að taka forskot á sæluna og verða með tón- leika í Reykjanesbæ kvöldið á undan ásamt heima- mönnunum í Lenu. Tónlist Mínuss heillar „Pabbi minn er Elvis Presley Íslands“ arnart@mbl.is www.noisyboys.net BRESKI rithöfundurinn JK Rowl- ing, sem samið hefur bækurnar um Harry Potter, er orðin milljarðamær- ingur í dölum talið, samkvæmt nýjum lista sem tímaritið Forbes hefur birt um ríkustu menn heims. Er Rowling í 552. sæti á listanum yfir ríkasta fólk heims og eru eignir hennar metnar á 1 milljarð dala, um 70 milljarða króna. Talið er að um 250 milljónir eintaka hafi selst af bókunum fimm og tekjur af tveimur myndum, sem gerðar hafa verið eftir bókunum, nema um 130 milljörðum króna. Von er á þriðju kvikmyndinni síðar á þessu ári. Bill Gates, stofnandi og stjórnar- formaður Microsoft, er efstur á lista Forbes að vanda en eignir hans eru metnar á jafnvirði um 3.200 milljarða króna. Rowling er millj- arðamæringur Reuters „Þetta gerir 2.999 kr. væni minn.“ J.K. Rowling selur og selur af Harry Potter-bókum sínum. RAEKWON The Chef úr Wu-Tang Clan hefur boðað komu sína á klakann fimmtudagskvöldið 18. mars á Gauk á Stöng. Það er hipp-hopp- þátturinn Kronik sem stendur fyrir þessari uppákomu. Raekwon gaf nýlega út plötuna The Lex Diamond Story og er hann nú á stuttum Evróputúr í tilefni þess. Raekwon á að baki fjórar plötur með Wu-Tang Clan og þrjár sóló- plötur. Fyrsta platan hans, Only Built For Cuban Linx, vakti verð- skuldaða athygli á sínum tíma. Einn- ig gaf hann út plötuna Immortability 1999 og svo í desember 2003 The Lex Diamond Story og hefur hún feng- ið lof gagnrýnenda. Raekown kemur hing- að ásamt tveimur gesta- röppurum og plötusnúð. Ekki er enn komið í ljós hvaða íslensk bönd sjá um upphitun en það skýrist fljótlega. Þetta mun vera í fyrsta skiptið sem einhver úr Wu- Tang sækir Ísland heim og má því búast því að margir hafi áhuga á að sjá ljóslifandi liðsmann svo goðsagn- arkenndrar sveitar. Verð inn á tónleikana er 2.000 kr. og aldurstakmark 18 ára. Húsið er opnað kl. 21:00 og standa tónleikarn- ir til kl. 1:00. Liðsmaður Wu-Tang Clan til Íslands Vígalegur Raekwon úr Wu-Tang-genginu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.