Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 9
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 9 Bankastræti 14, sími 552 1555 Ný sending af sportlegum fatnaði frá Glæsibæ – Sími 562 5110 - Opið virka daga 10-18.00 og laugardaga 10-16.00 Glæsilegt úrval af drögtum 20% afsláttur Mikið af bolum einlitir og munstraðir, str. 36-56 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 s. 557 1730 s. 554 7030 Opið mán.—fös. frá kl. 10—18 lau. kl. 10—16 Nýjar vorvörur Sportleg buxnadress og toppar Engjateigi 5, sími 581 2141. Opið virka daga frá kl. 10.00—18.00, laugardaga frá kl. 10.00—16.00. Laugavegi 28, sími 562 6062. Mikil verðlækkun á útsöluvörum INDRIÐI H. Þorláksson ríkisskatt- stjóri segir að gildandi reglur um skattskyldu erlendra starfsmanna hér á landi séu í raun einfaldar: Öll- um beri að greiða skatt og útsvar af áunnum tekjum sínum á Íslandi, hvort sem um útlending eða Íslend- ing er að ræða. Var ríkisskattstjóri spurður í tilefni umræðu sem hefur skapast um skattgreiðslur erlendra starfsmanna við Kárahnjúkavirkjun. Hafa sveitarfélög á svæðinu t.d. kvartað undan því að takmarkaðar útsvarsgreiðslur berist og þá á Imp- regilo í deilu við skattyfirvöld um inn- heimtu skattgreiðslna. Embætti ríkisskattstjóra gaf ný- lega út bækling þar sem finna má leiðbeiningar til þeirra sem koma til tímabundinna starfa á Íslandi án þess að flytja lögheimili sitt til lands- ins. Þar segir m.a. að þeir sem koma til landsins þurfi að láta skrá sig hjá þjóðskrá Hagstofunnar og fá ís- lenska kennitölu. Þurfa viðkomandi einstaklingar einnig að sækja um skattkort frá ríkisskattstjóra og aðrir en Norðurlandabúar eða íbúar innan Evrópska efnahagssvæðisins (EES) þurfa að fá atvinnuleyfi. Þurfa að skila skattframtali Í bæklingnum segir ennfremur að þeir sem starfa hér skemur en sex mánuði á tólf mánaða tímabili beri takmarkaða skattskyldu og þá aðeins vegna tekna sem þeir afla hér á landi. Réttur til frádráttar frá þessum tekjum sé hinn sami og hjá þeim sem bera hér fulla skattskyldu. Sé dvölin hér á landi lengri en sex mánuðir telj- ast viðkomandi bera hér ótakmark- aða skattskyldu, þ.e. eru skyldaðir til að greiða tekjuskatt af öllum tekjum sínum, sama hvar þeirra er aflað í heiminum. Við álagningu gjalda eru þeim þá ákvarðaðar bætur eftir sömu reglum og gilda um þá sem eiga hér lögheimili. Þessir starfsmenn þurfa svo að skila skattframtali til skatt- stjóra a.m.k. viku fyrir brottför. Sé framtali ekki skilað eru tekjur við- komandi áætlaðar miðað við fyrir- liggjandi gögn um staðgreiðslu skatta og álögð gjöld reiknuð á grundvelli þeirrar áætlunar. Indriði segir það í raun skipta litlu máli fyrir skattyfirvöld hvort erlend- ir starfsmenn séu hér lengur eða skemur en sex mánuði. Öll vinna þeirra hér á landi sé skattskyld sam- kvæmt lögum. Viðmið um sex mánuði skipti aðeins sköpum um fulla skatt- skyldu eða takmarkaða, t.d. þurfi út- lendingur sem vinni hér lengur en hálft ár að telja fram tekjur sínar í heimalandinu eða öðru landi mánuð- ina á undan og greiða af þeim skatta hér. Spurður hvaða úrræði skattyfir- völd hafa, ef fyrirtæki standa ekki skil á sköttum erlendra starfsmanna sinna, segir ríkisskattstjóri að úrræð- in séu þau sömu og gagnvart innlend- um starfsmönnum. Erlendum starfs- mönnum beri að telja fram tekjur sínar hér og fyrirtækin þurfi að skila inn réttum upplýsingum. Geri fyrir- tækin það ekki séu þau áminnt af skattyfirvöldum og síðan áætluð staðgreiðsla ef ekkert berst. Nú styttist í að skattframtöl verði send út og segir Indriði að starfsmenn við Kárahnjúkavirkjun verði þar ekki undanskyldir. Framtöl verði send út samkvæmt upplýsingum frá Hag- stofunni um skráð lögheimili eða að- setur viðkomandi. Indriði segist ekki vita til þess hve margir erlendir starfsmenn við virkjunina hafi fengið skattkort frá embættinu. Una ekki úrskurði skattstjóra Deila hefur risið milli Impregilo og skattyfirvalda um innheimtu trygg- ingagjalds af erlendum starfsmönn- um við virkjunina. Impregilo hefur ekki talið sig þurfa að innheimta tryggingagjaldið af sínum starfs- mönnum og ekki heldur staðgreiðslu- skatta fyrir starfsmenn undirverk- taka sem hafa komið hingað fyrir tilstilli starfsmannaleiga. Ómar R. Valdimarsson, talsmaður Impregilo, segir fyrirtækið líta svo á að inn- heimta staðgreiðsluskatta eigi að vera hjá viðkomandi starfsmanna- leigum eða undirverktökum. Segir Ómar að Impregilo hafi reynt að koma á fundi með skattyfirvöldum síðan í ágúst í fyrra, en án árangurs. Þau svör hafi fengist að samskipti yf- irvalda við greiðendur opinberra gjalda fari fram bréflega ef upp komi ágreiningur um innheimtu og álagn- ingu skatta. Skattstjórinn í Reykjavík hefur úr- skurðað að Impregilo beri að standa skil á tryggingagjaldi fyrir þá starfs- menn sína sem unnið hafa við virkj- unina skemur en sex mánuði og inn- heimta skattgreiðslur af starfs- mönnum undirverktaka í gegnum starfsmannaleigur. Ómar segir að Impregilo muni ekki una úrskurðin- um, fyrirtækið muni standa skil á þeim greiðslum sem verði innheimtar en kæra þá meðferð til yfirskatta- nefndar og krefjast endurgreiðslu. Fáist ekki viðunandi niðurstaða þar verði farið með ágreininginn fyrir dómstóla. Flestir komast aldrei í þjóðskrá Fram kom hjá Arnbjörgu Sveins- dóttur, þingmanni Sjálfstæðisflokks- ins í Norðausturkjördæmi, í umræðu á Alþingi nýlega að stór hluti er- lendra starfsmanna Kárahjúkavirkj- unar væri á svonefndri utangarðs- skrá. Á þá skrá fara útlendingar sem hafa sótt um dvalarleyfi en ekki bor- ist fullnægjandi gögn um til að skrá þá á þjóðskrá og með lögheimili hér á landi. Hjá Hagstofunni fengust þær upplýsingar að ekki væri hægt að finna út hve margir starfsmenn við Kárahnjúka væru á þessari skrá, að- eins að það væri „stór hluti“ þeirra. Lögfræðingur á þjóðskrárdeild sagði flesta starfsmennina stoppa það stutt við hér á landi að þeir næðu ekki að komast í þjóðskrá eða eignast hér lögheimili, þeir væru allan tím- ann sinn hér á þessari utangarðsskrá og margir þeirra um 800 starfsmanna sem hefðu frá síðastliðnu vori unnið við Kárahnjúka og fengið kennitölu væru farnir úr landi. Starfsmenn þyrftu að vera hér að lágmarki þrjá eða sex mánuði til að hljóta dvalar- leyfi og komast í íslensku þjóðskrána. Eins og fram hefur komið í Morg- unblaðinu hefur Útlendingastofnun fjallað frá upphafi framkvæmda um 300 mál erlendra starfsmanna sem hafa fengið dvalarleyfi eða sótt um það. Oftast er um starfsmenn utan EES-svæðisins að ræða. Öllum ber að greiða hér skatta og útsvar Morgunblaðið/Kristinn Engu skiptir hvort starfsmenn hér á landi eru erlendir eða íslenskir og vinna hér lengur eða skemur, öll þeirra vinna er skatt- og framtalsskyld. Ómar R. Valdimarsson Indriði H. Þorláksson SÁLFRÆÐINEMAR við Háskóla Íslands blása á morgun til ráðstefnu um bandaríska sálfræðinginn B.F. Skinner, sem er gjarnan nefndur faðir atferlissálfræðinnar. Ráð- stefnan ber nafnið „Hvar er hún nú? Arfleifð atferlisstefnunnar á 21. öld“ og hefst hún í Odda klukkan tíu. Markmiðið er að auka umræðu um atferlisstefnuna hér á landi. Einnig verða kynntar leiðir til þess að hagnýta stefnuna í kennslu, við- skiptum og mörgum fleiri greinum. Sérstakur gestur ráðstefnunnar verður dr. Stephen Ledoux, ritstjóri Behaviorology Today, sem er tíma- rit atferlissinna í Bandaríkjunum. Hann mun flytja erindi um framtíð atferlisstefnunnar sem sjálfstæðrar náttúrufræðigreinar utan félags- vísinda. Fjöldi annarra fyrirlesara, prófessorar frá sálfræðideildum HÍ og HA, sjálfstætt starfandi sálfræð- ingar og atferlisfræðingar, mun einnig flytja fyrirlestra, þar á meðal Mikael M. Karlsson, heimspekingur. Þrír ungir sálfræðingar standa fyrir ráðstefnunni, þau Jón Grétar Sigurjónsson, Páll Jakob Líndal og Jara Kristína Thomasdóttir. Þau segja ekki um neina „halelúja“- ráðstefnu að ræða, enda muni þarna koma fram fræðimenn sem fjalla gagnrýnið um Skinner út frá fræði- legu sjónarmiði, auk þess sem fjallað verður um rannsóknir og hagnýt- ingu atferlisfræðinnar. „Þetta verð- ur alhliða umfjöllun og kynning á at- ferlisstefnunni,“ segir Páll Jakob og bætir við að þetta sé kjörið tækifæri fyrir almenning, bæði til að kynnast kenningunni og hagnýtingu hennar í rannsóknum og atvinnulífinu. Ráðstefnan er styrkt af HÍ, fé- lagsmálaráðuneytinu og B.F. Skinn- er-stofnuninni, en stefnt er að því að ráðstefnurit með erindum ráðstefn- unnar komi út í vor. Sálfræðinemar með ráðstefnu um sálfræðinginn Skinner Morgunblaðið/Ómar Jara Kristína Thomasdóttir, Páll Jakob Líndal og Jón Grétar Sigurjónsson hafa skipulagt ráðstefnu um B.F. Skinner.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.