Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 60
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Nýtt EINSTAKLINGUM sem veitt er leyfi til að afplána refsingu með sam- félagsþjónustu hefur fjölgað umtals- vert á seinustu árum. Í árslok 2001 voru 26 dómþolar að afplána refsingu með samfélagsþjónustu hér á landi en ári síðar voru þeir þrefalt fleiri eða samtals 78. Þessar upplýsingar koma fram í ársskýrslu Fangelsismála- stofnunar ríkisins fyrir árið 2002. 118 fengu reynslulausn Mikil aukning hefur orðið á sam- félagsþjónustu sem kemur í stað vararefsingar fésekta. Alls hófu 738 einstaklingar samfélagsþjónustu á árinu 2002 í stað óskilorðsbundinnar refsingar eða vararefsingar fésekta. Fram kemur í skýrslunni að á árun- um frá 1995 rufu tæp 13% þeirra sem hófu samfélagsþjónustu í stað óskil- unni. Á árinu 2002 var 37 föngum veitt samtals 130 dagsleyfi úr fangelsi án fylgdar og hafa þau aldrei verið fleiri. Fram kemur í skýrslunni að lítið hefur verið um að fangar misnoti leyfi þessi og var engin misnotkun skráð á árinu 2002. Sektarrefsingum fjölgar Dómþolum sem dæmdir voru í sekt- arrefsingar á árinu 2002 fjölgaði veru- lega og hafa Fangelsismálastofnun ekki borist fleiri slíkar refsingar á við- miðunartímabili sem nær aftur til árs- ins 1995. Alls bárust Fangelsismála- stofnun 1.637 dómar til fullnustu og vistunar á árinu frá ríkissaksóknara og Hæstarétti Íslands. Þá bárust stofnun- inni 483 svonefndar viðurlagaákvarð- anir og 6.743 árituð sektarboð og hafði þeim fjölgað úr 5.148 árið á undan. orðsbundins fangelsis þau skilyrði sem sett eru fyrir samfélagsþjónustu. Föngum sem afplána refsingu í ís- lenskum fangelsum fyrir fíkniefna- brot fjölgar ár frá ári skv. yfirliti Fangelsismálastofnunar og voru þeir 32% af heildarfjölda fanga um ára- mótin 2002/2003. Til samanburðar var hlutfall þeirra af heildarfjölda fanga um 13% árið 1996. Fleiri föngum var veitt reynslu- lausn á árinu 2002 en árin á undan, eða 118. Þar af var 72 föngum veitt reynslulausn eftir helming afplánaðs refsitíma. „Skýringuna má aðallega rekja til breyttrar samsetningar á fangahópnum en útlendingum sem losnuðu á árinu 2002 fjölgaði milli ár- anna 2001 og 2002 en þeim er yfirleitt veitt reynslulausn eftir helming refsi- tíma og vísað úr landi,“ segir í skýrsl- 78 tóku út refsingu í samfélagsþjónustu Fangelsismálastofnun bárust 1.637 dómar til fullnustu 2002 Föngum sem afplána fíkniefnadóma fjölgar ár frá ári KB BANKI hefur keypt norska verð- bréfafyrirtækið A. Sundvall ASA með það fyrir augum að efla starfsemi bankans í Noregi. Kaupin eru jafn- framt hluti af þeirri stefnu bankans að komast í hóp leiðandi fjárfestingar- banka á Norðurlöndum, að því er fram kemur í tilkynningu frá KB banka. A. Sundvall ASA var stofnað árið 1976, hefur sérhæft sig í fjármálaþjón- ustu frá árinu 1983 og er eitt elsta fyr- irtæki af sínu tagi í Noregi. Miðlun hlutabréfa og skuldabréf, fyrirtækja- ráðgjöf og greining eru helsta starf- semi fyrirtækisins, sem hefur 25 manna starfslið. Hreinar rekstrartekjur Sundvall ASA árið 2003 námu 30 milljónum norskra króna og eigið fé félagsins í árslok 2003 nam 25 milljónum norskra króna. Eftir kaupin á KB banki tvö fjár- málafyrirtæki í Noregi en fyrir átti bankinn Kaupthing Norge A.S. sem áður hét Tyren Group en það fyrirtæki starfar helst á sviði eignastýringar. Kaupverð A. Sundvall ASA er ekki gefið upp, að því er fram kemur í til- kynningu frá KB banka. Haft er eftir Sigurði Einarssyni stjórnarformanni í tilkynningu að kaupin séu mikilvægt skref í sókn KB banka inn á norskan markað. Kaupir norskt verðbréfa- fyrirtæki KB banki GUÐNI Ágústsson landbúnaðarráð- herra segist ætla að fara fram á það við Samkeppnisstofnun, öðru hvor- um megin við helgina, að hún skoði ofan í kjölinn hvernig verðlagningu á grænmeti sé háttað, nú þegar könn- un stofnunarinnar leiði í ljós meira en 50% verðhækkun undanfarið ár á mörgum tegundum grænmetis. Guðni segir að ein mikilvægasta ákvörðun sín sem landbúnaðarráð- herra hafi verið breytingar á tolla- lögum fyrir tveimur árum. Í kjölfarið hafi lækkun á grænmeti gengið hratt fyrir sig. Nú sé verðið aftur orðið hátt og því sé mikilvægt að Sam- keppnisstofnun svari því hvar þessi hækkun liggi og hvers vegna. „Þetta verð á grænmeti núna er háð einu lögmáli, það er sveiflum á heims- markaði. Framboð og eftirspurn ræður verði. Ég vil að Samkeppn- isstofnun kanni hvort það er heims- markaðsverðið sem hefur af ein- hverjum ástæðum hækkað. Er þetta hækkun í hafi eða hefur eitthvað það gerst hér innanlands sem ekki er hægt að sætta sig við?“ spyr Guðni. Vill að Samkeppnisstofnun skoði grænmetisverðið  Hitar og haustrigning/4 LÍTIÐ hefur verið um strok úr íslenskum fang- elsum eða tilraunir til slíks á seinustu árum. Engin tilraun var gerð til þess að strjúka úr fangelsi hér á landi á árinu 2002 og aðeins ein tilraun til stroks var skráð á ár- unum 2000 og 2001. Til samanburðar voru skráð tólf strok eða stroktil- raunir úr fangelsum 1986, tíu tilvik árið 1990 og tutt- ugu tilvik á árinu 1991. Hættir að flýja? " .  $ " " $ / /0 $ / (+-'  %**)     1( 1+ & ( LJ  J  J J LISTAVERK eftir Finnboga Pét- ursson, geometríuviti, var híft upp á þak Listasafnsins á Akureyri í gær og verður þar til frambúðar. Um er að ræða glerbúr sem í verður tölvustýrð- ur ljóskastari er varpa mun teikn- ingum eftir listamanninn út í myrkrið – svokölluðum umhverfisteikningum – enda vitinn aðeins í gangi eftir að rökkva tekur, eins og nærri má geta. Fyrsta grunnteikningin verður spír- all. „Þetta er sjálfstætt listaverk en jafnframt hluti af byggingunni,“ sagði Hannes Sigurðsson, sem rekur Listasafnið á Akureyri, í samtali við Morgunblaðið í gær. Hugmynd Hann- esar að „menningarvitanum“ var samþykkt í umhverfisráði Akureyrar árið 2000 „en svo var enginn tilbúinn að borga; enginn vildi baka brauðið með litlu gulu hænunni,“ sagði Hann- es í gær. Eftir að honum tókst að fjár- magna listaverkið er draumurinn nú að verða að veruleika, ljóskastarinn verður stilltur annað kvöld og verður svo formlega ræstur með sýningu á sunnudagskvöldið. „Menning- arviti“ á þak Lista- safnsins Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Akureyri. Morgunblaðið. SYSTKININ Karl Wernersson, Steingrím- ur Wernersson og Ingunn Wernersdóttir hafa aukið hlut sinn í Íslandsbanka úr 5,4% í 8,4% eftir kaup á 3% hlut í bankanum í gær og fyrradag. Kaupin eru gerð í gegnum fyr- irtækið Milestone og segir Karl Werners- son um ástæðu kaupanna að þau telji sig vera að gera góð kaup. Hann segir óákveðið hvort systkinin muni sækjast eftir manni í bankaráð Íslandsbanka. Kaupverðið er ekki gefið upp, en bréfin munu hafa verið keypt á markaðsverði. Lokagengi dagsins var 7,7 og hækkaði það um 1,3% frá fyrra degi. Markaðsverð 3% hlutar í bankanum er nú 2,4 milljarðar króna. Aðrir stærstu hluthafar í bankanum eru Helgi Magnússon sem keypti 8,8% á þriðju- dag, Lífeyrissjóður verslunarmanna sem á 8,1%, Straumur sem á 6,2% og Orri Vigfús- son sem keypti í fyrradag 5,2% hlut. Wernersbörn með 8,4% í Íslandsbanka  Wernersbörn/12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.