Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 18
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Mínstund frett@mbl.is Úr bæjarlífinu Globetrotters í Smáranum | Hið gam- alkunna körfuboltalið Harlem Globetrott- ers er væntanlegt til landsins í maí næst- komandi og verður með tvær sýningar í Smáranum í Kópavogi 22. maí. Lið Harlem kom síðast til landsins fyrir tveimur árum og var þá uppselt á sýningar í Laugardals- höllinni, skv. frétta- tilkynningu frá aðstand- endum heimsóknarinnar. Að þessu sinni verða sýningarnar aðeins tvær, kl. 14 og kl. 20 laug- ardaginn 22. maí. Miðasala hefst 8. mars og verður tilkynnt síðar hvar hún fer fram. „Nú í ár eru Harlem Globetrotters búnir að bóka sig með 220 sýningar víðsvegar um heiminn og virðist ekkert lát vera á vin- sældum þessa frábæru skemmtikrafta sem hafa skemmt miljónum manna um allan heim í meira en 85 ár,“ segir í frétt frá að- standendum sýningarinnar. Brunavarnir bættar | Ráðist verður í end- urbætur á brunavörnum íþróttahússins á Flateyri og Sundhallar Ísafjarðar í kjölfar úttektar eldvarnareftirlits Ísafjarðarbæjar á húsunum. Ástand brunavarna í Sund- höllinni var talið slæmt en sæmilegt í íþróttahúsinu á Flateyri. Íþrótta- og æsku- lýðsnefnd Ísafjarðar fjallaði um málið og fól Birni Helga- syni, íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Ísafjarð- arbæjar, að gera strax úrbætur á því sem hægt er en öðrum þáttum var vísað til tækni- deildar bæjarins til frekari útfærslu. Björn segir tiltölulega einfalt mál að uppfylla til- mæli eldvarnareftirlitsins vegna íþrótta- hússins á Flateyri og verði gengið í það. Meiri aðgerð sé hins vegar að verða við til- mælunum vegna Sundhallarinnar á Ísafirði enda sé það mun eldra hús. Sundhöllin var byggð árið 1945. Þar þarf að sögn Björns m.a. að bæta við flóttaleiðum í kjallara og á lofti þar sem bókasafnið á Ísa- firði var áður til húsa. Auk þess er farið fram á að settar verði upp sjálfvirkar eldvarn- arhurðir við sundlaug og íþróttasal. Grundarfjarðarbær,Fjarðabyggð, Ísa-fjarðarbær og Fjölmenningarsetur hafa átt í samstarfi um þýðingu á stöðluðum húsaleigu- samningi á pólsku. Elsa Arnardóttir, for- stöðumaður Fjölmenning- arseturs, segir fólk þurfa húsnæði um leið og það kemur til landsins. „Því getum við ekki gert kröfu um að fólk sé farið skilja íslensku þegar það gengur frá húsaleigusamningi. Þetta er dæmi um skjal sem léttir öllum lífið,“ seg- ir Elsa á vef Bæjarins besta. Þýðingin er bæði á pólsku og íslensku. „Það var talið mikilvægt að hafa íslenskuna með svo ekki fari á milli mála hvaða ákvæði er verið að tala um og einnig styður það undir íslenskunámið að hafa hana með,“ sagði Elsa. Pólverjar eru lang- fjölmennasti hópur inn- flytjenda á Íslandi. Á pólsku Ólafsvík | Börnin hafa allt- af verið hrifin af dýrum og er Alex Rafn Guðlaugsson engin undantekning á því. Alex Rafn, sem er 4 ára, hefur mikið yndi af hest- um og dvelur hjá þeim löngum stundum. Alex Rafn hefur að und- anförnu dvalið hjá afa sín- um og ömmu á Arn- arstapa á Snæfellsnesi, þar sem hann unir sér við leiki og göngutúra um náttúruperlur Arnarstap- ans. Morgunblaðið/Alfons Axel Rafn hrifinn af hestum Margt er það semmiður fer“ erhending sem Hjálmar Freysteinsson hefur gert sér að leik að nota í vísum sínum. Hann sá viðtal við Ást- þór Magnússon í Kast- ljósi: Það er margt sem miður fer mörgu því við kvíðum, þó er verst hve Ástþór er afleitur á skíðum. Einar Kolbeinsson horfði einnig á viðtalið, sem Svanhildar Hólm Valsdóttir tók, en hún var nýlega valin kyn- þokkafyllsta kona lands- ins: Ýmsum virðist konan kær, körlum eykur máttinn. Jafnvel Ástþór ekki nær að eyðileggja þáttinn! Glettnin býr líka í vísu Matthíasar Joch- umssonar, sem hann orti árið 1915 til frændsyst- ur sinnar Önnu Thor- oddsen (f. 1858), sem bjó í Kolasundi í Reykjavík: Nú er úti æskan rjóð við ástar fundi, líkur sneyptum, snoðnum hundi snudda ég nú í Kolasundi. Enn af Ástþóri pebl@mbl.is Neskaupstaður | Skýjafar tek- ur stundum á sig kynjamyndir og fólk með frjótt ímyndunarafl les oft ýmislegt úr þeim sem ekki sést í fljótu bragði. Það get- ur átt við á þessari mynd sem tekin var í Neskaupstað fyrir skömmu af morgunroðanum þegar hann gerist hvað rauð- astur, en engu er líkara en að fljúgandi diskur svífi yfir firð- inum. Morgunblaðið/Ágúst Blöndal Kynjamyndir á himni Morgunroði Árbær | Ársafn er nafn á nýju bókasafni í Árbæjarhverfi sem borgarstjórinn í Reykjavík, Þórólfur Árnason, opnaði á sunnudag. Húsakynni safnsins eru í Hraunbæ 119. Húsið sem notað er undir starfsemina er nýtt og allur búnaður safnsins sömuleiðis, að því er segir í til- kynningu. Samkeppni fór fram um val á nafni á bókasafnið í Árbæ og veitti borgarstjóri höfundi nafnsins Ársafn, Erlu Kristínu Jónsdóttur bókaverðlaun við opnunina. Þá fluttu ávörp þau Anna Torfadóttir borg- arbókavörður, Stefán Jón Hafstein for- maður menningarmálanefndar og Andri Snær Magnason rithöfundur og Árbæing- ur í fjórða lið. Ársafn verður opið mánudaga, þriðju- daga, fimmtudaga og föstudaga frá kl. 11 til 19 en á sunnudögum frá kl. 12 til 17. Safnið verður lokað á miðvikudögum og laugardögum. Fjölmenni var á opnunarsamkomu í nýja safninu. Nýtt bókasafn opnað í Árbæ Reykjavík | Stjórn Höfuðborgarsamtak- anna hefur ítrekað þá ósk sína að Flug- málastjórn birti strax opinberlega endur- skoðað lokauppgjör vegna kostnaðar við undirbúning, hönnun og byggingu flugvall- ar í Vatnsmýri á árunum 1997 til 2003. Einkum er þess óskað að gerð verði sér- stök grein fyrir umframkostnaði, sem kann að hafa hlotist af flýtingu framkvæmda við Norður-Suður-braut um eitt ár, frá 2002 til 2001. Ákvörðun um flýtingu var tekin ell- efta maí 2001, um þremur vikum eftir al- menna atkvæðagreiðslu í Reykjavík um framtíðarlandnotkun í Vatnsmýri. Flýting framkvæmdanna hafði, samkvæmt til- kynningu Höfuðborgarsamtakanna, í för með sér tilflutning á um 280 milljónum króna á milli ára, uppbrot á verksamningi og mikla nætur- og helgarvinnu mánuðum saman, sumarið 2001. Flugmálastjórn birti uppgjör ♦♦♦   HÉÐAN OG ÞAÐAN Tangarhöfða 1 • 110 Reykjavík • Símar 567 2357 og 893 9957 Fleiri húsbílar væntanlegir í mars og apríl Sjón er sögu ríkari Komið og skoðið úrval af húsbílum Umboð á Akureyri: Sigurður Valdimarsson Óseyri 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.