Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 48
ÍÞRÓTTIR 48 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ verður sannkölluð bikarúr- slitahelgi hjá Handknattleiks- sambandi Íslands í Laugardalshöll nú um helgina. Á morgun verður spilað til úrslita í meistaraflokki karla og kvenna en á sunnudaginn fá leikmenn yngri flokkanna að láta ljós sitt skína í Höllinni auk sem leikið verður til úrslita í grunn- skólamótinu. Í karlaflokki leiða Fram og KA saman hesta sína klukkan 16.30 á morgun. Liðin hafa þrívegis mæst á Íslandsmótinu í vetur og þar hafa KA-menn vinninginn, 2:1. Enginn forföll eru í leikmannahópum lið- anna að því undanskildu að Fram- arinn Björgvin Björgvinsson, fyrr- verandi leikmaður KA, er meiddur í baki og leikur ekki meira með á tímabilinu. Í kvennaflokki takast á Íslandsmeistarar ÍBV, sem hafa verið hreint óstöðvandi í vetur, og bikarmeistarar Hauka og hefst leikur liðanna klukkan 13. Liðin áttust einnig við í úrslitum í fyrra þar sem ÍBV hafði betur í æsispenn- andi leik, 24:23, en fyrir þremur ár- um höfðu Haukar betur í úrslitaleik gegn ÍBV eftir framlengdan leik, 21:18. Bæði lið geta teflt fram sínum sterkustu leikmönnum. Anna Yak- ova hefur átt við smámeiðsli að stríða en að sögn forráðamanna ÍBV verður hún klár í slaginn. Liðin hafa mæst einu sinni á Íslands- mótinu í vetur og fögnuðu Eyjakon- ur sigri á heimavelli með þrettán marka mun, 36:23. Bikarúrslitahelgi í Laugardalshöllinni BJARNI Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er að vonast til að Eric Black, knattspyrnustjóri enska 1. deildarliðsins Coventry, bjóði sér varanlegan samning við félagið en Bjarni er í láni hjá Coventry frá þýska liðinu Bochum út leiktíðina. „Þegar ég kom til Coventry var það vegna þess að ég var ekki ánægður að fá ekki að spila. Ég vil spila en ekki sitja á bekknum og ég vona að ég geti verið áfram hjá Coventry,“ segir Bjarni í viðtali við Coventry Even- ing Telegraph. Bjarni hefur fallið vel inn í leik Coventry. Hann hef- ur lagt upp mörk og skoraði um síðustu helgi fyrsta mark sitt fyrir liðið í 3:0-sigri á Wimbledon. „Ef ég held áfram að standa mig er ég að vona að Erick Black bjóði mér að vera áfram. Ég hef ekki úti- lokað að snúa aftur til Þýskalands. Ég á tvö ár eftir af samningi mínum við Bochum sem er ákveðin trygging og ég fer auðvitað þangað aftur og reyni að gera mitt ýtrasta til að komast í liðið ef ekkert gerist hjá mér hjá Coventry,“ segir Bjarni. Bjarni vill vera áfram hjá Coventry JAKOB Sigurðarson skoraði 31 stig fyrir körfuknatt- leiksliðið Birmingham-Southern gegn Radford í Big South-deildinni í háskólakeppninni aðfaranótt fimmtu- dags, en Jakob hefur aldrei áður skorað jafnmörg stig fyrir BSC. Liðið hefur unnið nítján leiki en tapað sjö það sem af er keppnistímabilinu. BSC er í efsta sæti Big South en aðeins einn leikur er eftir af keppnistíma- bilinu. Helgi Margeirsson lék í 13 mínútur með BSC og skoraði þrjú stig. Jakob setti niður fimm af sjö tilraunum sínum fyrir utan þriggja stiga línuna og tíu af fimmtán skotum sín- um í vítateignum. Að auki tók hann sex fráköst. BSC hefur aðeins verið í efstu deild háskólakeppni NCAA frá því í haust og verður því ekki í úrslitakeppn- inni. Reglur NCAA kveða á um að skólar verði að „sanna“ tilvist sína í tvö ár áður en þeir fá að leika í úr- slitakeppninni. Jakob, Helgi og félagar þeirra hjá í BSC fá því ekki tækifæri að láta ljós sitt skína í úrslitakeppninni, sem hefst í mars. Jakob skoraði 31 stig fyrir BSC Björn vann Letta í fyrstu umferðá mótinu í Baku, 9:0, og í þeirri næstu mætti hann Bretanum Craig Brown. Eftir harða baráttu þar sem Björn hafði frum- kvæðið lengst af skildu þeir jafnir, 8:8, en Bretanum var dæmdur sigur vegna tveggja aðvarana sem Björn hafði fengið frá dómurunum. Með sigri hefði Björn farið langleiðina með að tryggja sér sæti á Ólympíu- leikunum í Aþenu en Bretinn Brown hafnaði í öðru sæti á mótinu og keppir í Aþenu í sumar. Mikil vonbrigði „Þetta var mjög svekkjandi og ég er varla búinn að jafna mig á þessu. Vonbrigðin voru mikil enda átti ég að vinna Bretann og ég trúði því ekki þegar dómararnir úrskurðuðu að ég hefði tapað. Ég var með yfirhöndina og átti með réttu að fá dæmdan sig- ur. Við vorum mjög ósátt við dóm- gæsluna og mótmæltum henni en það dugði ekki til,“ sagði Björn í samtali við Morgunblaðið. Björn hafnaði í fimmta sæti á mótinu af 28 keppndum sem tóku þátt í hans flokki, -80 kg flokki. Björn, sem er 25 ára gamall, hefur ekki útilokað að hann verði á meðal keppenda á Ólympíuleikunum en hann hefur undanfarin ár stefnt leynt og ljóst að því að komast á Ól- ympíuleikana og verða fyrsti íslenski taekwondo-maðurinn til að keppa á leikunum. Held enn í vonina „Þetta var síðasta mótið þar sem ég gat unnið mér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum en ég held í vonina um að komast bakdyramegin til Aþenu, það er að fá svokallað vildar- kort. Það er verið að vinna í því og vonandi tekst það en ef ekki þá verð ég bara með á Ólympíuleikunum í Peking eftir fjögur ár.“ Björn sagði aðbúnaðr keppenda í Aserbaídsjan hafa verið betri en hann átti von á. „Aðbúnaðurinn var ágætur og kom mér á óvart. Það var smá óskipulag en umgjörðin var í góðu lagi og maturinn góður. Fólkið þarna er afskaplega heiðarlegt og gott. Það stóð til að við tækjum með okkur mat að heiman en eftir að við ráðfærðum okkur við íslenska konu sem býr þarna úti og starfar fyrir Rauða krossinn þá var hætt við það,“ sagði Björn. Gauti Már Guðnason og Auður Anna Jónsdóttir kepptu ásamt Birni á mótinu í Baku en þau töpuðu fyrir mótherjum sínum í fyrstu umferð. Björn sagði að taekwondo-íþróttin væri í miklum metum í Aserbaídsjan og væri nánast eins og þjóðaríþrótt í landinu. Björn, sem var útnefndur tae- kwondo-maður ársins, hefur verið ið- inn við að keppa á mótum erlendis og honum telst til að hann hafi keppt á 16 mótum á erlendri grund á síðasta ári. „Það er búið að vera ansi mikill flækingur á manni og þetta hefur verið mjög gaman. Það er auðvitað kostnaðarsamt að fara á þessi mót en til þess að komast í fremstu röð þá verður maður að leggja mikið á sig,“ segir Björn sem nýtur B-styrks úr Afreksmannasjóði Íþrótta- og Ól- ympíusambands Íslands. Danirnir vilja fá Björn Björn hefur gert góða hluti á mót- um erlendis og til að mynda sigraði hann á opna skandinavíska meist- aramótinu sem fram fór í Danmörku í lok síðasta árs. Árangur Björns hef- ur vakið eftirtekt og til að mynda hafa Danir viðrað við hann að gerast danskur ríkisborgari og keppa fyrir þerra hönd. „Danirnir hafa sýnt mér áhuga og þeir hafa sóst eftir því að fá mig. Það er mikill áhugi í Danmörku fyrir þessari íþrótt og til að mynda hafa tveir Danir tryggt sér keppnisrétt á Ólympíuleikunum.“ Spurður hvort komi til greina að skipta um ríkis- fang segir Björn: „Ég hef alls ekki útilokað það og held því alveg opnu. Danirnir eru búnir að gera mér gott tilboð svo ég ætla að skoða málið.“ Björn keppir á opna hollenska mótinu og því belgíska í mars og apr- íl og hann verður á meðal keppenda á Evrópumótinu sem haldið verður í Noregi í maí. Morgunblaðið/Jim Smart Björn Þorleifsson, taekwondo-maður, er hér annar frá vinstri í fremstu röð, með nemendum sínum, en hann keppir fyrir Björk í Hafnarfirði og kennir einnig taekwondo hjá félaginu í Bjarkahúsinu við Flatahraun. Björn missti naumlega af ÓL-sætinu í Baku BJÖRN Þorleifsson taekwondo-maður missti naumlega af farseðli á Ólympíuleikana þegar hann keppti á móti í Baku í Azerbaídsjan um síðustu helgi. Mótið var úrtökumót evrópskra taekwondo- manna en þrír efstu keppendur í hverjum flokki tryggðu sér keppnisréttinn á Ólympíuleikunum. Björn hefur þó ekki gefið upp alla von um að komast á Ólympíuleikana en Ísland hefur sótt um svokallað vildarkort, „wild card“, fyrir einn keppanda og þar er Björn á meðal kandídata. Guðmundur Hilmarsson skrifar  STEINAR Tenden, markahæsti leikmaður KA í úrvalsdeildinni í knattspyrnu á síðasta ári, er til reynslu hjá norska 1. deildarliðinu Raufoss þessa dagana. Tenden skor- aði 9 mörk fyrir KA í deildinni í fyrra en norðanmenn ákváðu þó að bjóða honum ekki nýjan samning og náðu í staðinn í Jóhann Þórhallsson úr röð- um Þórsara.  TENDEN lék með Raufoss gegn 2. deildarliði Ull/Kisa, sem Teitur Þórðarson þjálfar, og þótti þungur og ekki í leikæfingu. „En strákurinn varð þó þriðji markahæsti leikmað- urinn á Íslandi í fyrra, og það með liði í botnbaráttu,“ segir á vef Rau- foss, sem vann leikinn, 3:0.  ROY Keane, fyrirliði Manchester United sem fékk að líta rauða spjald- ið í leik United gegn Porto í fyrra- kvöld, hefur 11 sinnum fengið reisu- passann frá því hann gekk í raðir Manchester United árið 1993. Tvö og hálft voru liðin frá því Írinn var síðast sendur af leikvelli en það var í leik gegn Sunderland í ágúst 2002.  JOACHIM B. Olsen, fremsti kúlu- varpari Dana um þessar mundir, bætti eigið landsmet í kúluvarpi inn- anhúss á alþjóðlegu kastmóti í Tall- inn í Eistlandi í fyrrakvöld. Olsen varpaði kúlunni 21,63 metra og bætti eigið met um 15 sentímetra. Þess má geta að Olsen hefur æft undir stjórn Vésteins Hafsteinssonar síðan í haust en þá varð Vésteinn landsliðs- þjálfari Dana í kastgreinum og um leið einkaþjálfari Olsens.  LAWRENCE Frank, þjálfari NBA-liðsins New Jersey Nets, tap- aði í fyrsta sinn sem þjálfari liðsins gegn Minnesota Timberwolves í fyrrinótt en hann hafði stjórnað lið- inu í 13 leikjum í röð án þess að tapa. Frank tók við af Byron Scott og Nets höfðu unnið 14 leiki í röð þar til Úlfarnir lögðu þá, 81:68.  SKOSKA knattspyrnuliðið Glas- gow Rangers skilaði um 270 milljóna króna hagnaði á síðari hluta rekstr- arársins 2003 en á sama tíma fyrir ári hafði liðið tapað rúmlega 1.100 milljónum króna og eru umskiptin því mikil. Ástæðan er sú að Rangers tók þátt í riðlakeppni Meistaradeild- arinnar þar sem liðið átti í höggi við Man. Utd., Stuttgart og Panathin- aikos. Gengi Rangers var ekkert sérstakt og komst liðið ekki áfram eftir riðlakeppnina en fjárhagshlið félagsins varð sterkari í kjölfarið.  KNATTSPYRNUSAMBAND arabaríksins Katar hyggst styrkja landslið sitt með því að krækja í góða leikmenn sem ekki fá tækifæri með sinni þjóð. Þrír Brasilíumenn hafa fengið tilboð um að gerast ríkisborg- arar í Katar, þeir Ailton, marka- hæsti leikmaður Bremen í Þýska- landi, og bræðurnir Dédé, sem leikur með Dortmund, og Leandro. FÓLK
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.