Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 27.02.2004, Blaðsíða 30
30 FÖSTUDAGUR 27. FEBRÚAR 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVAR LIGGUR HÆKKUNIN? Könnun Samkeppnisstofnunar áverði grænmetis, sem greintvar frá í Morgunblaðinu í gær, leiðir í ljós að meðalverð flestra grænmetistegunda hefur hækkað verulega undanfarið ár; um 14–51% eftir tegundum. Á sama tíma hefur neyzluverðsvísitalan hækkað um 2,3% og matvöruliður hennar raunar lækkað örlítið. Það er því ljóst að hlut- fall grænmetisins í matarreikningi heimilanna hefur hækkað á nýjan leik. Íslendingar hafa lengi búið við allt- of hátt verð á grænmeti. Fyrir tveim- ur árum brást Guðni Ágústsson land- búnaðarráðherra við harðri gagnrýni á verðmyndun grænmetis með því að beita sér fyrir því að felldir voru niður tollar á innfluttar agúrkur, tómata og paprikur, en þess í stað teknar upp beingreiðslur til grænmetisbænda, úreldingarstyrkir og niðurgreiðslur vegna raflýsingar í gróðurhúsum. Þessar aðgerðir báru þann árangur að verð á grænmeti lækkaði verulega. Samkeppnisstofnun bendir á að frá febrúar 2002 til febrúar 2003 lækkaði verð flestra grænmetistegunda um 16–61%. Verðhækkunin á undanförnu ári vekur þá spurningu, hvort aðgerðir landbúnaðarráðherra hafi verið til einskis. Morgunblaðið benti á sínum tíma á að með þeim væri í raun verið að færa peninga milli vasa hjá neyt- endum; það sem þeir spöruðu í græn- metisinnkaupum töpuðu þeir í aukn- um framlögum til bænda. Hins vegar taldi blaðið breytinguna réttlætan- lega m.a. vegna jákvæðra áhrifa á neyzluverðsvísitöluna. Nú gerist sú spurning áleitin, hvort það geti verið að neytendur sitji annars vegar uppi með að borga meiri peninga til bænda og hins vegar með lítið breytt græn- metisverð – þótt enn sé það reyndar lægra en áður en aðgerðir landbún- aðarráðherra tóku gildi. Það er því full ástæða til að taka undir með Guðna Ágústssyni, sem segist í Morgunblaðinu í dag vilja að Samkeppnisstofnun skoði ofan í kjöl- inn hvernig verðlagningu á grænmeti sé nú háttað. Þeir fáu framleiðendur og innflytjendur grænmetis, sem fást til að tjá sig um verðkönnun Sam- keppnisstofnunar í Morgunblaðinu í dag, segja að veðurfari á meginlandi Evrópu sé um að kenna. Það kann að reynast rétt skýring, en mikilvægt er að kanna líka hvort munurinn geti t.d. legið í því að álagning á grænmeti hafi einfaldlega hækkað. Það eru að sjálf- sögðu hagsmunir allra aðila, sem koma nálægt framleiðslu, innflutningi og sölu grænmetis, að allri tortryggni neytenda í þeim efnum sé eytt. SAMTÍMINN MÁ EKKI SETJA FRAMTÍÐINNI SKORÐUR Það vekur óneitanlega eftirtekthversu eindregin afstaða þeirra sérfræðinga er, sem Morgunblaðið ræddi við í blaðinu í gær, gegn því að Geirsgata verði hækkuð og gangandi umferð beint undir hana, en það er sú lausn sem Steinunn Valdís Óskars- dóttir, formaður skipulags- og bygg- ingarnefndar Reykjavíkurborgar, lagði áherslu á í kynningu á uppbygg- ingu í miðborginni fyrr í vikunni. Sú hugmynd að færa Geirsgötu norður fyrir tónlistar- og ráðstefnu- hús fær lítinn hljómgrunn, enda yrði með þeim hætti vegið mjög að þeim eftirsóknarverðu tengslum borgar og náttúru sem þetta svæði býður upp á og markað gæti byggingarlist og mannlífi þar mikla sérstöðu. Flestir sérfræðinganna eru sammála um að framtíð þessa svæðis – eðlileg tengsl hafnarsvæðisins og miðborgarinnar – sé ekki borgið nema gatan verði sett í stokk, en lítillega er vikið að þeim möguleika að hægja mjög á umferð um götuna og gera hana að hefðbund- inni miðborgargötu. Slíkt skapar þó augljós vandamál, t.d. varðandi um- ferð þungaflutningabíla, sem er tölu- verð um Geirsgötu, og aukinn um- ferðarþunga um Lækjargötu í staðinn. Að auki verður að gera ráð fyrir að umferð um Geirsgötu aukist mjög á komandi árum. Þá verður einnig að hafa hávaðamengun í huga ef gatan er ekki í stokk; hvort sem hún verður sunnan eða norðan tón- listarhúss mun umferðarhávaði verða erfiður og mjög kostnaðarsamur vandi að glíma við, sem viðbúið er að hafi t.d. áhrif á vinnu við hljóðupp- tökur í húsinu. Nokkuð er síðan Morgunblaðið lýsti þeirri skoðun að þeir möguleikar sem myndast í tengslum við upp- byggingu miðborgar og hafnarsvæð- is, sem órofinnar og líflegrar heildar, nýtist ekki sem skyldi nema Geirs- gatan fari í stokk. Orð þeirra sem rætt var við í blaðinu gær renna stoð- um undir þá skoðun: Pétur Ármanns- son arkitekt bendir t.d. á að marg- feldisáhrif fjárfestingarinnar komi ekki fram „nema byggðin í miðbæn- um [verði] samfelld upp að [tónlistar]húsinu“, Gestur Ólafsson skipulagsfræðingur telur stokk einu lausnina og segir hann einungis telja fá prósent „í aukakostnað miðað við heildarfjárfestinguna“ og Sigurður Einarsson arkitekt segir „miklu meira vera í húfi en menn geta kostn- aðarreiknað á núverandi stigi við að leggja götuna í stokk heldur en menn sjá fyrir sér í dag“. Eins og Morgunblaðið benti á í tengslum við umræðu um færslu Hringbrautar er kostnaður við að setja götur í stokk í miðborginni lítill miðað við kostnað sem ýmsar vega- framkvæmdir á landsbyggðinni, svo sem jarðgöng, hafa haft í för með sér, en Geirsgatan er, eins og Hring- brautin, stofnbraut svo framkvæmdir við hana falla að stórum hluta undir ríkið. Ekki má gleyma að Reykjavík er höfuðborg allra landsmanna og skyldur ríkisins eru ekki minni í mið- borg hennar heldur en annars staðar á landinu, ekki síst þegar um svo af- drifaríka framkvæmd og mikla hags- muni er að ræða. Reykjavíkurborg stendur á tímamótum og það væri mikil skammsýni að láta kostnað sem er lítið hlutfall af heildarfjárfesting- unni setja framkvæmd er móta mun hjarta höfuðborgarinnar um alla framtíð alvarlegar skorður. Þ að er víst óhætt að kalla Vetrarferð Schuberts krúnudjásn ljóða- söngsbókmenntanna. Verkið samanstendur af 24 ljóðum, eftir Wilhelm Müller, þar sem segir frá vegferð manns nokkurs út í óvissuna – út í lífið. Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson flytja Vetrarferð- ina á tónleikum í Salnum í kvöld kl. 20, og báðir hafa augljósa ástríðu fyrir verkinu, en sautján ár eru lið- in frá því þeir glímdu við það í fyrsta sinn. Það voru síðustu tón- leikar sem haldnir voru í Austur- bæjarbíói – Jónas segir að daginn eftir hafi verið byrjað á því að rífa innan úr því og klæða og eyðileggja hljómburðinn. „Þetta var mikil glíma, og við æfðum þetta allan veturinn,“ segir Kristinn. „Við hittumst einu sinni til tvisvar í viku, lungann úr vetr- inum til að æfa. Kannski er þetta bara svona í minningunni, en núna er ég að uppgötva það, án þess að ég sé að mikla mig af því – hvað þetta hefur verið mikið fyrir mann sem hafði ekkert mjög mikla reynslu í söng, þannig lagað. Ég get alveg viðurkennt það að þetta óx mér í augum, en mig langaði alltaf til að syngja Vetrarferðina. Stærðin á verkinu er svo ofboðsleg og ég gerði mér grein fyrir því líka að til þess að þetta virkaði þyrfti þetta að hljóma sem ein heild – einn stór bogi – en ekki safn 24 laga.“ Kristinn og Jónas rifja upp þessa gömlu daga, og Jónas segir að upp frá þessu hafi þeir alltaf lagt mikla vinnu í það sem þeir hafa verið að æfa. Það hefur ekkert breyst. En svo er farið enn lengra aftur og upp úr Jónasi kemur sag- an af því þegar Kristinn hringdi í hann til að biðja hann að spila með sér í fyrsta sinn. „Þegar þú hringdir fyrst, Krist- inn, varst þú úti í Vínarborg. Ég hafði hitt þig einu sinni áður við eitthvert tækifæri. Þú sagðist vera að koma heim eftir tvo daga og ætl- aðir að vera með tónleika í Gerðu- bergi eftir viku. „Viltu spila með mér?“ sagðirðu; og ég sem gamall maður spurði: „Hvað ætlarðu að syngja?“ og þá nefndirðu held ég ellefu óperuaríur. Ég man það að ég þagnaði góða stund áður en ég sagði: „Já – hvað ætlarðu að syngja næst?“ Þetta svarar kannski ekki því sem Kristinn sagði um Vetrarferðina, en þegar menn eru ungir og brennandi í andanum að takast á við verkefnin, þá gerist eitthvað,“ segir Jónas. „Og unglingurinn sem hringdi í þig, skildi ekki spurninguna: „og hvað næst?“ Ég held ég hafi svar- að því til að ég væri ekki búinn að ákveða það ennþá!“ Það er hlegið í búningsherbergi Salarins þegar þessi fyrstu drög að samvinnu Kristins og Jónasar voru lögð, árið 1982. Það er varla hægt að koma tölu á tónleika þeirra síðan þá, og Vetrarferðina hafa þeir sungið margoft, víða um land, en líka bæði í Þýskalandi og á Spáni. Þrisvar hafa þeir æft verkið upp, og þá flutt það oft í hve „Vetrarferðin er búin að s mér nærri frá því löngu áðu fór að læra að syngja,“ segir inn. „Ég kynntist verkinu fy menntó. Þá var ég svo hepp hafa íslenskukennara sem é góðu sambandi við, og hann mér ljóðabókmenntirnar. Þ var Böðvar Guðmundsson r undur. Ég sat oft heima hjá og hlustaði á Vetrarferðina, bárum við gjarnan saman sö arana Dieskau og Souzay. Þ mikið í tísku þá. Vetrarferði mjög, mjög sterkt á mig. Þa mikill galdur í þessu verki.“ Ekki bara píanóleika Galdurinn í Vetrarferðinn ekki auðvelt að útskýra – en Kristinn Sigmundsson og Jónas Ingimundarson „Þú þarft að geta séð fyrir þér linditréð, finna fyrir frostskeljunu hrímuðu andlitinu,“ segir Jónas Ingimundarson um hlutverk pían Hér eru þeir félagar Jónas og Kristinn Sigmundsson í Salnum, en Hvenær skyld rósirnar græn SVEITARFÉLÖG á höfuðborgarsvæðinu hafa verið að kynna sér kröfugerð ríkisins um þjóð- lendur á Suðvesturlandi síðustu daga og eru ekki allir á eitt sáttir. Þannig segir bæjarstjór- inn í Hafnarfirði, Lúðvík Geirsson, að kröfugerð ríkisins sé fráleit. Ríkið hafi gengið lengra en nokkurn grunaði. Fjármálaráðuneytið segir hins vegar í vefriti sínu að ákveðins misskilnings gæti stundum um kröfugerð ríkisins. „Ég er afar undrandi yfir því að ríkið skuli vera að seilast inn á lönd á þessu svæði,“ segir Lúðvík en Hafnarfjarðarbær hefur verið að afla gagna hjá óbyggðanefnd um tvö svæði ofan Hafnarfjarðar, m.a. vegna skiptra skoðana við landeigendur og nágrannasveitarfélögin. Eru þetta svæði ofan Helgafells og upp undir Löngu- hlíðar og hins vegar hraunin ofan Straumsvíkur, framtíðarbyggingarsvæði Hafnarfjarðar þar sem framkvæmdir eru þegar hafnar. Lúðvík segir að bærinn muni klárlega grípa til varna þar sem miklir hagsmunir séu í húfi. Ekki sé um óbyggðir að ræða. Ekkert fast í hendi Fjármálaráðuneytið fjallar um þjóðlendu- kröfurnar í nýju vefriti sínu, sem kom út í gær. Þar segir m.a. að þess misskilnings hafi gætt að ríkið geti með kröfugerð sinni lagt undir sig land sem það eigi ekki. Það sé óbyggðanefndar, og eftir atvikum dómstóla, að skera úr um það hvaða land teljist til þjóðlendna og hver séu mörk þeirra og eignarlanda. Hafa þurfi í huga að við kröfugerð ríkisins sé stundum fátt fast í hendi. Engin heildstæð lög sé hægt að leggja til grundvallar, taka þurfi mið af „brotakenndum“ heimildum og lagaákvæðum að fornu og nýju, skrifum fræðimanna og „slitróttri“ dómafram- kvæmd á 20. öld. „Meðal þeirra atriða sem ríkið hefur til að mynda talið nauðsynlegt að úr fengist skorið er hvort byggt verði á landamerkjabréfi ef það er ósamþykkt til hálendisins og staðhættir, hæð yf- ir sjó, víðátta, gróðurfar og annað þess háttar benda til að nýting landsins geti ekki hafa verið með þeim hætti að um heimaland jarðar hafi verið að ræða, eða ef eldri heimildir benda til þess að hluti svæðis innan landamerkja jarðar samkvæmt landamerkjabréfi hafi verið afrétt- ur,“ segir m.a. í vefriti fjármálaráðuneytisins. Ólafur Sigurgeirsson hrl. er lögmaður ríkisins í þjóðlendumálunum. Hann segist ekki ætla að elta ólar við ummæli einstaka lögmanna eða sveitarstjórnarmanna um kröfugerð ríkisins. Menn hafi nú þriggja mánaða frest til að gera sínar kröfur á móti og síðan sé það óbyggða- nefndar að skera úr um deilurnar. Ólafur segir að víða á Suðvesturlandi hafi ver- ið uppi deilur í gegnum tíðina hvar mörkin liggi milli heimalanda og afréttar, eins og á Hellis- heiði og Mosfellsheiði. Sala á Mosfellsheiði hafi til dæmis farið fram með sama hætti og Auð- kúlu- og Eyvindarstaðaheiði, þegar Landsvirkj- un virkjaði Blöndu, og Hrunaheiði, sem tilheyrði Hrunakirkju en óbyggðanefnd úrskurðaði sem þjóðlendu á sínum tíma. Fram komi í kaup- samningum að um afréttarlönd sé að ræða. Í af- salinu á sölu Mosfellsheiðarlands hafi komið fram að aðeins mætti nota heiðina sem afrétt. Ef vikið yrði einhvern tímann frá því félli landið aft- ur í eigu ríkisins. Ólafur segir að þessi landsvæði hafi Þ land ingu ólfu eigi tök Bjö hvo an o S ekk full sem han „ eins grím Eng arh að lýst ar ú ist þ mör og v kar með og k sæi lönd lang seg um Þjóðlendukröfur r fráleitar eða miss Lögmaður ríkisins vitnar til reglna Haralds hárfagra bjb@
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.