Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 14
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
14 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
„SALAN á Festi kollvarpar allri
þeirri uppbyggingu sem við höfum
staðið fyrir á Djúpavogi. Áætlanir
okkar miðuðust við að þessi félög
störfuðu þarna saman og þær eru nú
brostnar. Það má því segja að þeir
fjármunir sem við lögðum í starf-
semina séu foknir út í vindinn,“ segir
Pétur H. Pálsson, framkvæmda-
stjóri Vísis hf., sem starfrækir m.a.
síldarvinnslu á Djúpavogi.
Vísir hóf uppbyggingu síldar-
vinnslu á Djúpavogi fyrir um fimm
árum og hefur átt í nánu samstarfi
við Festi sem starfrækir fiskmjöls-
verksmiðju á staðnum. Hefur Vísir
m.a. lagt uppsjávarveiðiskipi Festar,
Erni KE, til veiðiheimildir gegn því
að aflanum sé lagt upp og hann unn-
inn á Djúpavogi. Vísir er stærsti at-
vinnuveitandinn á Djúpavogi. Hann
segist aðspurður ekki sjá fyrir sér
samskonar samstarf við annað sjáv-
arútvegsfyrirtæki en vill þó ekki
taka svo djúpt í árinni að Vísir hætti
allri starfsemi á Djúpavogi. „Það er
hins vegar ljóst að það sem við höf-
um verið að gera á Djúpavogi til
þessa er fyrir bí. Þetta er að mínu
mati versta niðurstaðan fyrir bæði
okkur og byggðarlagið,“ segir Pétur.
„Okkur hefur verið kunnugt um
þessi viðskipti í tiltölulega skamman
tíma og erum núna að vinna í þessum
málum. Það er því lítið hægt að segja
um stöðuna enn sem komið er. Þó má
segja að allar breytingar frá því sem
verið hefur veki hjá okkur ákveðinn
ugg,“ segir Björn Hafþór Guð-
mundsson, sveitarstjóri á Djúpavogi.
Ætla má að fiskmjölsverksmiðja
Festar á Djúpavogi skapi 15–20
heilsársstörf í byggðarlaginu en
Björn Hafþór segir að ekkert sam-
ráð hafi verið haft við sveitarfélagið í
aðdraganda sölunnar á Festi. „Okk-
ur virðist að einhver breyting geti
orðið á starfsemi fyrirtækisins á
Djúpavogi. Við höfum rætt við ýmsa
aðila sem tengjast málinu, enda
skiptir þetta fyrirtæki verulegu máli
fyrir sveitarfélagið, rétt eins og öll
atvinnutækifæri sem hér eru,“ segir
Björn Hafþór.
Kollvarpar allri upp-
byggingu á Djúpavogi
TÖLUVERÐAR breytingar verða á
stjórn SH eftir aðalfund félagsins
sem haldinn verður næstkomandi
föstudag. Af sjö núverandi stjórnar-
mönnum hverfa fjórir úr stjórninni,
þeirra á meðal Róbert Guðfinnsson,
formaður stjórnarinnar.
Framboðsfrestur til stjórnarkjörs
er runninn út og eru eftirtaldir í
framboði: Árni Tómasson, Hraun-
braut 20, Kópavogi; Baldur Örn
Guðnason, Hjarðarlundi 11, Akur-
eyri; Eiríkur Jóhannsson, Eikar-
lundi 21, Akureyri; Guðmundur
Kristjánsson, Granaskjóli 64,
Reykjavík; Gunnlaugur Sævar
Gunnlaugsson, Blikanesi 23, Garða-
bæ; Hjörleifur Jakobsson, Heiðarási
25, Reykjavík; Þórður Már Jóhann-
esson, Mánalind 5, Kópavogi.
Eftir kaup SÍF á ríflega 23% hlut
af Íslandsbanka og Sjóvá-Almenn-
um, tilnefndi SÍF þá Árna Tómasson
og Hjörleif Jakobsson til stjórnar-
setu. Gunnlaugur Sævar og Þórður
Már sitja áfram, en Guðmundur og
Hjörleifur koma nýir inn.
Úr stjórninni hverfa nú Róbert
Guðfinnsson, formaður, Guðbrandur
Sigurðsson, Haraldur Sturlaugsson
og Rakel Olsen.
Gera má ráð fyrir að viðræður um
samruna félaganna hefjist nú á nýj-
an leik, en síðustu tilraunir til að
sameina félögin runnu út í sandinn
síðastliðið haust. Í kjölfar þeirra náði
S-hópurinn svokallaði yfirhöndinni í
SÍF, en hann var á móti sameiningu
þá. Ólafur Ólafsson, stjórnarformað-
ur SÍF, hefur lýst áhuga sínum á að
kaupa hlut Landsbankans í SH, en
hann er annar stærsti hluthafinn á
eftir Burðarási með 26,7%. Tilraunir
til sameiningar síðastliðið haust voru
að frumkvæði Landsbankans og því
ætti fátt að vera því til fyrirstöðu að
SÍF geti eignast hlut hans. Væri SÍF
þá komið með ríflega 49% og skylt til
þess að bjóða eftirstandandi hluthöf-
um að kaupa hlut þeirra á sama
gengi og keypt yrði á af Landsbank-
anum. Landsbankinn á töluverðra
hagsmuna að gæta í SÍF vegna mik-
illa viðskipta og hefði það getað ýtt
undir sölu til SÍF.
Miklar breyting-
ar á stjórn SH
!
" # !$
%%
$&
'())) # "*
+( $ ! # ,
+( $ % ")
-. .+ "* $&
"!# $
%&'
Fjórir af sjö núverandi stjórnar-
mönnum hætta, þar á meðal
núverandi stjórnarformaður
ÚR VERINU
KRISTJÁN Ragnarsson, fráfarandi
formaður bankaráðs Íslandsbanka,
gagnrýndi viðvaranir og ábendingar
Seðlabanka Íslands og Fjármálaeft-
irlitsins, á fjölmennum aðalfundi Ís-
landsbanka sem haldinn var í gær.
Hann sagði að þessar stofnanir ættu
ekki að setja fram almennar að-
finnslur um fjármálafyrirtæki, held-
ur að beina þeim að þeim fjármála-
fyrirtækjum sem aðfinnslurnar ættu
við. Hann sagði ennfremur að ef
hafa ætti virkt fjármálaeftirlit þyrfti
aðgerðir í stað orða.
Kristján, sem setið hefur í banka-
ráði Íslandsbanka í fjórtán ár og þar
af verið formaður bankaráðsins í tólf
ár, gaf ekki kost á sér til áframhald-
andi setu í bankaráðinu að þessu
sinni. Hann kom víða við í ræðu
sinni, fór meðal annars yfir stöðu
efnahagsmála og sagði horfur í ís-
lensku efnahagslífi gefa tilefni til
bjartsýni um framtíðina. Vegna
hættu á þenslu í tengslum við stór-
iðjuframkvæmdir yrði aðhald í op-
inberum fjármálum ríkis og sveitar-
félaga hins vegar sérstaklega
mikilvægt og úr hagþróun síðasta
árs mætti lesa ákveðna vantrú á
hagstjórninni, sem lýsti sér meðal
annars í gengisþróun krónunnar.
Kristján sagði afkomuþróun hafa
verið afar mismunandi eftir atvinnu-
greinum að undanförnu og þetta
kynni að leiða til ójafnvægis í hag-
kerfinu, sem erfitt gæti verið að leið-
rétta án þess að til kæmi rýrnun
kaupmáttar, aukið atvinnuleysi og í
versta falli stöðnun og jafnvel sam-
dráttur. Í hratt vaxandi viðskipta-
halla undanfarið mætti því miður sjá
ákveðnar vísbendingar í þessa átt.
Kristján ræddi afkomu og fjár-
hagsstöðu bankans, sem hann sagði
hafa verið einstaklega góða í fyrra,
þegar hagnaður eftir skatta hefði
verið 5.835 milljónir króna. Hann
ræddi útlánaaukningu bankans, sem
hefði verið veruleg, og í árslok hefði
um þriðjungur útlánanna verið til
erlendra fyrirtækja. Hann tók sér-
staklega fram að útlán bankans
væru mjög vönduð og ekki ástæða til
að ætla að til óvæntra útlánatapa
þyrfti að koma í næstu framtíð.
Í ræðu Bjarna Ármannssonar,
forstjóra bankans, kom fram að
framlag í afskriftareikning hefði
hækkað um 31% milli ára og aukin
framlög mætti rekja til mikils vaxtar
útlána og væntra útlánatapa vegna
rekstrarerfiðleika viðskiptavina.
Hann sagði einnig að vanskil í bank-
anum hefðu haldið áfram að lækka
og þau væru nú hlutfallslega mun
minni en almennt í bankakerfinu.
Gagnrýni á eftirlit
Í ræðu sinni setti Kristján Ragn-
arsson fram gagnrýni á viðvaranir
Seðlabankans og ábendingar Fjár-
málaeftirlitsins. Kristján sagði
Seðlabankann hafa séð ástæðu til að
vara íslensk fjármálafyrirtæki við
því að taka of mikil erlend lán og að
Seðlabankinn hefði bent á að hann
teldi að erlend lán bankanna væru til
of skamms tíma. „Telja verður óeðli-
legt að slíkar viðvaranir séu settar
fram með almennum orðum í stað
þess að beina þeim til þeirra fjár-
málastofnana sem hann telur hafa
þörf fyrir þessar viðvaranir. Nær
væri að Seðlabankinn gripi til þeirra
ráðstafana sem hann hefur að lögum
til að koma í veg fyrir að þessi mál
þróist með óeðlilegum hætti. Ekki er
ástæða fyrir Íslandsbanka að taka
þessar viðvaranir til sín, því þessum
málum er vel skipað í bankanum,“
sagði Kristján, og bætti því við að al-
þjóðlega matsfyrirtækið Moody’s,
sem metur lánshæfi allra stóru
bankanna hér á landi, mæti lánshæfi
Íslandsbanka hærra en hinna bank-
anna.
Kristján gagnrýndi einnig að
Fjármálaeftirlitið hefði látið það álit
í ljós að þörf væri á að gera kröfur til
þess að lögbundið eiginfjárhlutfall
væri hærra hjá einstökum fjármála-
fyrirtækjum en almennt gerist til að
mæta áhættu á töpuðum útlánum.
„Það hefur þó ekkert aðhafst í þessu
sambandi,“ sagði Kristján. „Ábend-
ingar eins og þessar koma að litlu
gagni ef þeim er ekki beint til þeirra
fjármálafyrirtækja, sem eftirlitið
telur hafa þörf fyrir að hafa hærra
eiginfjárhlutfall en almennt er kraf-
ist. Ef við ætlum að hafa virkt fjár-
málaeftirlit þarf aðgerðir í stað
orða.“
Ásælni Landsbankans
Kristján fjallaði einnig um vær-
ingar á íslenskum fjármálamarkaði,
sem hefðu meðal annars komið fram
í ætlaðri yfirtöku KB banka á Spari-
sjóði Reykjavíkur og nágrennis. Við-
brögð Alþingis við þessu hefðu verið
óvenjuleg og ástæða væri til að efast
um að löggjöfin yrði sparisjóðunum
eða viðskiptavinum þeirra til fram-
dráttar til lengri tíma litið.
Þá sagði Kristján að ásælni
Landsbankans í hlutabréf í Íslands-
banka nýlega, og síðar ráðstöfun
bréfanna, hefði vakið athygli. „Látið
er að því liggja að þeir kjósi sam-
starf við okkur á einhverjum óljós-
um sviðum, en af þeirri reynslu sem
við höfum af samstarfi við forsvars-
menn Landsbankans tel ég heppi-
legast að við vinnum að okkar mark-
miðum án tengsla við þá,“ sagði
Kristján.
Bjarni Ármannsson, forstjóri Ís-
landsbanka, tók til máls að lokinni
ræðu formanns bankaráðs og nefndi
meðal annars að auk þess sem nú
væri unnið að samþættingu banka-
og vátryggingaþjónustu væri unnið
að útvíkkun á fjárfestingarbanka-
starfseminni hér á landi og erlendis.
Hann sagði mikilvægt fyrir Íslands-
banka að halda áfram að vaxa og
nýta sem best þekkingu sína á
helstu fagsviðum, svo sem í fiskiðn-
aði víða um heim. „Að sama skapi
þarf að huga að öðrum tækifærum,
sem í ákveðnum tilvikum kunna að
þýða meiri áhættutöku en að sama
skapi meiri möguleika á ávinningi.
Með öðrum orðum, það er ekki nóg
að hafa sterka stöðu, það þarf jafn-
framt að nýta hana til frekari sókn-
ar,“ sagði Bjarni.
Hann sagði að í kjölfar sölunnar á
fjórðungshlut bankans í Straumi
Fjárfestingarbanka væri rökrétt að
bankinn legði aukna áherslu á upp-
byggingu innan samstæðu Íslands-
banka á starfsemi sambærilegri við
þá sem Straumur sinnir.
Fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka gagnrýndi Seðlabanka og Fjármálaeftirlit á aðal-
fundi bankans í gær Forstjóri bankans boðar aukna áherslu á fjárfestingarbankastarfsemi
Aðgerðir í stað orða
Morgunblaðið/Jim Smart
Kristján Ragnarsson, fráfarandi formaður bankaráðs Íslandsbanka, segir að af fenginni reynslu sé heppilegast að
Íslandsbanki vinni að markmiðum sínum án tengsla við Landsbankann. Á myndinni eru, frá hægri, Kristján Ragn-
arsson, Bjarni Ármannsson, forstjóri Íslandsbanka, og Einar Sveinsson, nýkjörinn formaður bankaráðsins.
Á FUNDI bankaráðs Íslandsbanka,
sem haldinn var í kjölfar aðal-
fundar bankans í gær, var Einar
Sveinsson kjörinn formaður banka-
ráðsins, en hann tilkynnti jafnframt
í gær að hann hygðist láta af störf-
um sem forstjóri Sjóvár Almennra.
„Ég von á að það öfluga starf sem
hefur verið unnið innan Íslands-
banka haldi áfram á svipuðum nót-
um og verið hefur, en með nýjum
mönnum koma nýjar áherslur. Ég
lít björtum augum til framtíðar og
tel að bankinn eigi alla möguleika á
að vera öflugur sem hingað til,“
sagði Einar Sveinsson í samtali við
Morgunblaðið.
Hann sagði að framundan væru
talsverð tímamót. Hann hefði verið
forstjóri Sjóvár Almennra í 20 ár og
starfsmaður þar í 32 ár. „Mér finnst
eðlilegt að standa upp úr stólnum
nú þegar félagið er orðið dótt-
urfélag Íslandsbanka.“
Í bankaráð Íslandsbanka voru
auk Einars kjörnir Guðmundur B.
Ólafsson, Helgi Magnússon, Jón
Snorrason, sem var kjörinn vara-
formaður, Karl Wernersson, Orri
Vigfússon og Víglundur Þor-
steinsson. Varamenn voru kjörnir
Bjarni Finnsson, Guðmundur Ás-
geirsson, Halldór Björnsson, Hall-
dóra Þórðardóttir, Hilmar Pálsson,
Jón Bjarni Gunnarsson og Vil-
mundur Jósefsson.
Einar Sveinsson kjörinn formað-
ur bankaráðs – hættir hjá Sjóvá