Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 16
ERLENT 16 ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍHALDSFLOKKURINN Nýtt lýð- ræði sigraði í þingkosningunum í Grikklandi á sunnudag eftir að hafa verið í stjórnarandstöðu í tíu ár og er þetta aðeins í annað skipti í rúma tvo áratugi sem hægrimenn komast til valda í landinu. Sósíalistaflokk- urinn, PASOK, hefur verið þar við völd í nítján af síðustu 22 árum og ósigur hans er einkum rakinn til óánægju landsmanna með lág laun, lélega opinbera þjónustu og meinta vinahygli ráðamanna. Nýtt lýðræði, undir forystu Cost- as Karamanlis, sigraði með því að færa sig inn á miðjuna eins og sósí- alistar höfðu gert, lofa að bæta lífs- kjör allra landsmanna, bæta op- inberu þjónustuna og skera upp herör gegn spillingu. „Óttast ekki Karamanlis“ „Þessi mikli sigur sýnir að það var rétt hjá Costas Karamanlis að færa flokkinn inn á miðjuna því að sú ákvörðun hafði sætt mikilli gagn- rýni í flokknum,“ sagði Aris Spil- iotopoulos, varaformaður Nýs lýð- ræðis. Flokkurinn hagnaðist einkum á óánægju margra Grikkja sem telja að mikill hagvöxtur síðustu árin hafi ekki skilað sér til allra stétta. Þá eru margir Grikkir einfaldlega orðnir þreyttir á sósíalistum og telja löngu tímabært að aðrir fái tækifæri til að stjórna landinu. Karamanlis og flokkur hans sigr- uðust einnig á tortryggni margra Grikkja í garð hægrimanna, en hún á rætur að rekja til valdboðsstjórna hægrimanna í áratugi eftir síðari heimsstyrjöldina. „Kjósendurnir óttast ekki Kar- amanlis,“ sagði stjórnmálaskýrand- inn Ilias Nikolakopoulos. Einarður Evrópusinni „Nýtt lið tekur við stjórnartaum- unum eftir að allar valdastöðurnar hafa verið tryggilega í höndum sósí- alista í nær 20 ár,“ sagði Dinos Mitsis, fréttaritstjóri dagblaðsins Athens News, sem er gefið út á ensku. „Ég býst þó ekki við neinum grundvallarbreytingum á stefn- unni.“ Stjórn sósíalista tók varfærn- islega afstöðu í deilunni um Íraks- stríðið en var fremur höll undir Frakka og Þjóðverja sem lögðust gegn stríðinu. Leiðtogi Nýs lýðræð- is, Costas Karamanlis, er einarður Evrópusinni eins og föðurbróðir hans Konstantín Karamanlis, sem var forsætisráðherra 1979 þegar Grikkland samdi um aðild að Evr- ópubandalaginu. „Ég tel að sem forsætisráðherra verði hann meiri Evrópusinni en stuðningsmaður tengsla við Banda- ríkin,“ sagði Yiannis Loulis, ráð- gjafi Karamanlis. „Hann telur tengslin við Bandaríkin mjög mik- ilvæg en ljóst er að hann mun leggja meiri áherslu á Evrópu. Ég tel að hann snúist á sveif með þeim sem styðja örari samruna Evrópu, til að mynda með Frökkum og Þjóð- verjum.“ „Í utanríkismálum þarf sérhver stjórn í Grikklandi að taka tillit til viðhorfa almennings og hann er mjög gagnrýninn á Bandaríkin,“ sagði Mitsis. Þurfa erlendar fjárfestingar í stað styrkja Hvað efnahagsmálin áhrærir lof- uðu hægrimennirnir að binda enda á meinta fjársóun sósíalista og draga úr skriffinnsku til að laða að erlenda fjárfesta. „Nýtt lýðræði áttar sig á því að brýnasta verkefnið í efnahags- málum er að tryggja að hagvöxt- urinn haldist mikill eftir Ólympíu- leikana [í Aþenu í ágúst] og eftir að styrkir Evrópusambandsins hætta að streyma til landsins,“ sagði Mir- anda Xafa, fjármálasérfræðingur við Piraeus-banka í Aþenu. „Til eru tvær leiðir til að gera þetta: sjá til þess að erlendar fjárfestingar komi í staðinn fyrir fjármunina frá Evr- ópusambandinu og minnka skulda- byrðina.“ Xafa kvaðst þó ekki vera viss um að hægrimennirnir byðu hags- munahópum birginn með því að endurskipuleggja ríkisfyrirtæki, sem rekin eru með tapi, eða leggja mörg þeirra niður. Þarf að halda hægriöfga- mönnum í skefjum Nýtt lýðræði fékk 45,4% at- kvæðanna í kosningunum og sósíal- istar 40,6%. Íhaldsflokknum var spáð 30 sæta meirihluta á þinginu sem er með 300 þingmenn. Úrslitin eru mikið áfall fyrir George Papandreou, fyrrverandi utanríkisráðherra, sem var gerður að leiðtoga sósíalistaflokksins fyrir kosningarnar til að auka sigurlíkur hans. Hann er sonur Andreas Pap- andreou, stofnanda flokksins og fyrrverandi forsætisráðherra. Sósíalistar sögðust óttast að þessi mikli sigur yrði til þess hægri- öfgamenn í Nýju lýðræði færðu sig upp á skaftið. „Karamanlis þarf að sýna að hann geti haldið hægriöfga- mönnunum í skefjum,“ sagði Pan- telis Kapsis, fréttaritstjóri stærsta dagblaðs Grikklands, Ta Nea, sem styður sósíalista. Margir stuðningsmanna Nýs lýð- ræðis eru hallir undir róttæka hægrimenn í grísku rétttrún- aðarkirkjunni. Einn forystumanna flokksins, Yiorgos Karatzaferis, sagði skilið við hann og stofnaði LAOS, hægriöfgaflokk sem sak- aður er um útlendingahatur. LAOS fékk ekki nógu mikið fylgi til að fá sæti á þinginu, en til þess þurfti hann að fá að minnsta kosti 3% greiddra atkvæða. Karatzaferis spáði því að flokkurinn fengi miklu meira fylgi í kosningum til Evrópu- þingsins eftir nokkra mánuði. „40% af stuðningsmönnum Nýs lýðræðis eru hlynnt hugmyndum Karatzaferis,“ sagði gríski stjórn- málaskýrandinn Ilia Nikolakopou- los. Ekki búist við róttækum breytingum Aþenu. AFP. AP Stuðningsmenn Nýs lýðræðis fagna sigri flokksins í þingkosningunum á götu í miðborg Aþenu í fyrrakvöld. Hægrimenn hafa komist til valda í Grikk- landi, sem hefur verið undir stjórn sósíalista nær samfleytt í tvo áratugi, en ekki er búist við róttækum breytingum á stefnunni í utan- ríkis- og efnahagsmálum eftir valdaskiptin. ’Þessi mikli sigursýnir að það var rétt hjá Costas Karam- anlis að færa flokk- inn inn á miðjuna.‘ COSTAS Karamanlis, leiðtogi Nýs lýðræðis, er 47 ára lögfræðingur og verður yngsti forsætisráðherra Grikklands frá síðari heimsstyrj- öldinni. Hann er bróðursonur Konstantíns Karamanlis, sem stofn- aði Nýtt lýðræði, var forsætisráð- herra 1955–63 og 1974–80 og for- seti 1980–85 eftir að gríska konungdæmið var lagt niður og lýðveldi stofnað. Costas Karamanlis var fyrst kjör- inn á þingið 1989 fyrir hafnarborg- ina Saloniki, vígi íhaldsmanna. Hann varð leiðtogi Nýs lýðræðis 1997 þegar hann var fertugur. Flokksmenn fylktu sér um Kar- amanlis til að reyna að binda enda á harðvítugar deilur innan flokksins eftir að hann hafði tapað í tveimur þingkosningum í röð fyrir sósíal- istum. Hann breytti ásýnd flokks- ins, færði hann til vinstri í því skyni að auka fylgi hans meðal miðju- manna, millistéttarfólks, bænda og eftirlaunaþega. Hann kvaðst stefna að öflugu velferðarkerfi. Karamanlis kvæntist fyrrverandi ritara sínum, Natasha, fyrir sex ár- um. Hún þykir taka sig vel út í sjón- varpi og hefur hjálpað honum að byggja upp ímynd hins umhyggju- sama íhaldsmanns. Hann hefur stutt rétttrún- aðarkirkjuna, sem er áhrifamikil í Grikklandi, í nokkrum mikilvægum málum. Hefur það orðið til þess að andstæðingar hans saka hann um að vera hallur undir róttæka hægrimenn úr röðum kristinna Grikkja. Andstæðingar hans segja hann einnig skorta pólitíska reynslu og benda á að hann hefur aldrei gegnt ráðherraembætti. „Jose Maria Azn- ar og Tony Blair voru ekki reyndir áður en þeir urðu forsætisráð- herrar,“ svaraði Karamanlis í við- tali. Breytti ásýnd íhaldsflokksins AP Costas Karamanlis og kona hans, Natasha, eftir kosningasigurinn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.