Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 09.03.2004, Qupperneq 17
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 17 BROTTKAST í dönskum sjávarút- vegi er talið nema um 30%, þegar miðað er við veiðar á botnfiski til manneldis. Það svarar til um 36.000 tonna á ári, sem er svipað magn og danska þjóðin borðar árlega af fiski. Mest er um brottkast á þorski. Danska dagblaðið Jyllands-Post- en greindi frá þessu á netútgáfu sinni í gær. Þar segir að nú sé það aðallega þorskur, sem fleygt sé í haf- ið. Þorskgengd sé mikil og því séu skip og bátar fljótir að ná leyfilegum þorskafla. Þegar veiðar á öðrum fiskitegundum séu stundaðar veiðist mikið af þoski með. Þar sem kvótinn í þorski sé uppfiskaður, megi ekki koma með hann að landi og því neyð- ast sjómenn til að kasta honum á glæ. Ráðherra matvæla í Danmörku, Marianne Fischer Boel, mun taka málið upp með starfsbróður sínum í Bretlandi Ben Bradshaw á fundi ráðherra ESB á Írlandi. Carsten Krog, fiskifræðingur hjá samtökum danskra sjómanna, viður- kennir að brottkastið sé mikið. Hann segir að það sé mjög mismunandi eftir svæðum og fiskiskap. Verst sé það við humarveiðar, eða um tveir þriðju aflans. Til að ná endum saman við humarveiðarnar, þarf hver bátur að ná 30 til 40 milljóna króna árstekj- um, en það þýðir að hann kastar 150 tonnum af bolfiski og skeldýrum í hafið aftur og megnið af því drepst. „Þegar báturinn hefur veitt þorskkvóta sinn allan, er honum heimilt ða stunda veiðar á öðrum tegundum eins og ýsu. Áhöfnun verður bara að fleygja öllum þorski sem fæst í hafið aftur. Það er kvóta- kerfið sem þvingar menn til þessa,“ segir Krog, sem bæti við að þannig sé brottkastið í raun skylda. Alþjóðahafrannsóknaráðið, ICES, telur einnig að kvótakerfið sé ástæða brottkastsins. „Það virðist óskyn- samlegt að henda góðum matfiski í sjóinn aftur. En það eru hinar óheppilegu afleiðingar kvótakerfis- ins. Það er ekki hægt að stöðva veið- arnar, þegar leyfilegur afli í einni tegund hefur náðst,“ segir Henrik Sparholt, fiskiffræðingur hjá ICES. Talið er að minnka megi brott- kastið við Danmörku verulega. Brottkast er bannað í Noregi, en þar er það talið nema 7 til 8% af heildar- afla. „Brottkast við Danmörku upp á 30% er út í hött. Að hluta til vegna þess að verið er að fleygja mat í haf- ið, og að hluta til vegna þess að við sem vísindamenn eigum erfitt með að finna út, hve mikið af fiski veiðist í raun og hvaða áhrif stað hefur á við- komandi fiskistofna,“ segir Ásmund Björndal, fiskiffræðingur við Haf- rannsóknastofnunina í Bergen. Danski ráðherrann Fischer Boel vill m. a. nota nútímalegri aðferðir til að draga úr brottkasti, t.d. með svæðalokunum til að verja uppvaxt- arsvæði fiska og til að draga úr óæskilega meðafla. Hún hefur einnig áhuga á því að skoða nánar fiskveiði- stjórnun Færeyinga, sem ekki nota kvóta, heldur takmarkað veiðar með leyfilegum fjölda daga á sjó. Miklu kastað á glæ Danskir sjómenn kasta þriðja hverjum fiski í sjóinn JEAN-Bertrand Aristide lýsti því yfir í gær á sínum fyrsta blaða- mannafundi eftir að hann fór frá Haítí, að hann væri enn forseti landsins. Hvatti hann til „friðsam- legrar andspyrnu í landinu í því skyni að koma þar aftur á stjórn- arskrárbundnu lýðræði“. Aristide, sem nú er staddur í Bangui, höfuðborg Mið-Afríkulýð- veldisins, sagði, að sér hefði verið rænt og Bandaríkjamenn hrakið sig frá völdum með samþykki Frakka. „Mér var rænt. Ég endurtek það. Við fengum ekki að horfa út um gluggana á flugvélinni og við fengum ekki að vita hvar við vorum er flug- vélin millilenti og beið í fjórar klukkustundir áður en haldið var áfram,“ sagði Aristide en hann er nú gestur Francois Bozize, forseta Mið- Afríkulýðveldisins. Bar hann til baka fyrri ásakanir um að Bozize hefði átt þátt í valdaráni á Haítí eða, að hon- um væri haldið föngnum í Bangui. Segist enn for- seti Haítís Bangui. AFP. Jean-Bertrand Aristide JOHN Howard, forsætisráð- herra Ástralíu, fordæmdi í gær fyrirhuguð lög í einu héraða landsins um að leyfa samkyn- hneigðu sambýlisfólki að ætt- leiða börn. Þykja yfirlýsingar hans benda til, að réttindi sam- kynhneigðra kunni að verða átakamál í þingkosningum síð- ar á árinu. Howard sagði, að fyrirhuguð lög Verkamannaflokksstjórn- arinnar í höfuðborgarhéraðinu, ACT (Australian Capital Territory), væru dæmigerð fyrir hættuna, sem stafaði af „pólitískri rétthugsun“. Kvaðst hann var á móti hjónaböndum samkynhneigðra og á móti því, að þeir fengju að ættleiða börn. „Börn eiga að alast upp hjá föður sínum og móður,“ sagði Howard og gaf í skyn, að lög- unum yrði hnekkt þar sem það væri ólöglegt að setja sérstaka réttindaskrá í einu héraði landsins. Mörgum finnst líklegt, að á um þessi mál verði tekist í kosningabaráttunni í haust en hins vegar er langt í frá, að um þau ríki einhver eining innan Verkamannaflokksins. Vill banna samkyn- hneigðum að ættleiða Sydney. AFP.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.