Morgunblaðið - 09.03.2004, Page 53
FÓLK Í FRÉTTUM
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MARS 2004 53
Akrýl innimálning
Gljástig: 3, 7 og 20
Verð frá kr.
298 pr.ltr.
M
ál
nin
gartilbo
ð
Allar Teknos vörur framleiddar skv. ISO 9001 gæðastaðli
SÍMI 530 1500
Laugavegi 32 sími 561 0075
STÓRSVEIT Reykjavíkur réðst
ekki á garðinn þar sem hann er
lægstur á fyrstu tónleikum sínum á
þessu ári. Stórsveitartónlist Dizzy
Gillespie; hvorki meira né minna. Að
flytja þessi verk er ekki minna afrek
en þegar Sinfónían er að kljást við
Sjostakóvíts. Þetta hefði aldrei tek-
ist með þeim glæsibrag sem heyra
mátti í Gyllta salnum á Hótel Borg
ef ekki hefði verið stjórnandinn
Greg Hopkins. Þetta er í fjórða
skipti sem hann stjórnar Stórsveit-
inni og hefur ekki tekist betur upp
hérlendis – nema ef vera skyldi á
Woody Herman-tónleikunum í
Kaffileikhúsinu. Hann er líka fanta-
góður trompetleikari einsog heyra
má m.a. á Septet, diski Jóels Páls-
sonar. Fyrsta stórsveit Dizzy, sem
starfaði með hléum frá 1946 til 1949,
var ein magnaðasta stórsveit djass-
sögunnar. Hún var ólík öllu sem áð-
ur hafði heyrst og naut ekki mikilla
vinsælda, dýr í rekstri og bar sig
ekki, en hver og einn sem sveitina
skipaði var fullur eldmóðs og þegar
best lét var krafturinn slíkur að það
var einsog að listtrylltum villidýrum
hefði verið hleypt úr búri: „One bass
hite“, „Two bass hite“, „Manteca“,
„Night in Tunisia“, „Cuban be“,
„Cuban bop“ eru örfá meistaraverk-
anna. Útsetjarar voru frábærir þótt
hlutur Gil Fullers hafi verið mestur.
Seinn var Dizzy oft með stórsveitir,
en engin stóðst þeirri fyrstu stór-
brotnu byltingarsveit snúning.
Það var því við hæfi að Stórsveit
Reykjavíkur hæfi leikinn á klassík:
„Two bass hit“. Þetta var gamla
góða útsetningin með trompetana í
aðalhlutverki og svo heyrðist meir
að segja í gítar, meira en sagt verður
á gömlu RCA-upptökunum þar sem
John Collins sló gítarinn með Dizzy.
Snorri Sigurðarson blés lipran
trompetsóló og Sigurður Flosason
lét blúsinn skína í altósóló sínum.
Eftir þennan kraftbirting var haldið
nær nútímanum þegar Benny Gol-
son skrifaði fyrir Dizzy og lék band-
ið meistaraverk hans: „Whisper
not“. Það hljómar að vísu alltaf best
með djasssendiboðum Art Blakeys,
en hér blésu Sigurður og Ólafur
Jónsson fimlega. Greg hvíldi stór-
sveitina í næsta ópus, „Salt pea-
nuts“, og lék með hrynsveitinni,
Flosasyni og Pálssyni. Reyndi hann
að virkja tónleikagesti í að syngja
viðlagið „Salt peanuts“ tvítekið en
tókst það ekki frekar en Dizzy sjálf-
um í Háskólabíói fyrir rúmum ald-
arfjórðungi. Íslendingum lætur best
að hlusta án þátttöku. Smásveitin
lék líka „Night in Tunisia“ og Greg
blés ótrúlega fallega meistaraverk
Monks, sem Dizzy blés óteljandi
sinnum bæði með og án stórsveitar,
„Round midnight“.
Það var ekki allt jafngott á þess-
um hljómleikum. Fyrsti ópus eftir
hlé skrifaður af Dizzy-geggjaranum
Jon Faddis var heldur sviplaus og
ópusinn „Quincey’s tune“ eftir sam-
nefndan trompetleikara Dizzys og
útsetjara, seinna frægastur fyrir
kvikmyndatónlist og Michael Jack-
son, voru ekki athyglisverðir. En
sem betur fer var fleira flutt frá
gullaldardögunum: „Manteca“,
meistaraverkið magnþrungna, þar
sem Pétur Grétarsson og Jóhann
Hjörleifsson léku listilega saman og
Stefán S. Stefánsson blés fínan bari-
tonsaxsóló með gullínskum blæ.
„Cuban be“, „Cuban bop“ eftir
George Russell var líka á dagskrá,
en dálítið breytt því engin var Chano
Pozo söngurinn. „One bass hite“ var
leikin og Birgir Bragason í hlutverki
Ray Browns þótt tónninn væri ólík-
ur. Þar blés Björn R. Einarsson bás-
únusóló og er það makalaust að
þessi meistari skuli enn blása af því-
líkum eligans einsog þarna mátti
heyra. Þetta var líka söguleg stund
því örfáum árum eftir að Dizzy hafði
frumflutt helstu verk sín með stór-
sveit sinni var Björn R. farinn að
spila þau í Reykjavík í útsetningu
fyrir átta manna hljómsveit og er
sumt varðveitt á lakkplötum – og
trúlega hljómuðu þau einhverntíma í
Gyllta salnum.
Síðasta verkið á efnisskránni var
syrpa sem Greg Hopkins hafði sett
saman úr frægum Dizzy-ópusum;
„Hot house“ (eftir Tad Dameron),
„Con Alma“ og „Things to come“ og
í því síðastnefnda blómstraði gamla
stórsveitarútsetningin og Jóel Páls-
son og Ólafur Jónsson stórkostlegir
í samleik sínum, hvort það voru 8/8
með hrynsveit, 4/4 með slagverki
eða bara þeir tveir.
Þessir tónleikar færðu sönnur á
það að Stórsveit Reykjavíkur er fær
um að fást við það erfiðasta sem
stórsveitarbókmenntir djassins hafa
upp á að bjóða þegar góðir menn eru
við stjórnvölinn. Kveðjulag Dizzys
var leikið í lokin, „I wait for you“, og
óhætt er að segja að beðið verður
með eftirvæntingu eftir að Greg
Hopkins komi aftur með nýja efnis-
skrá. Hann hefur stjórnað hér verk-
um af efnisskrá Dizzy, Woody Her-
mans og Buddy Rich. Hvernig væri
að fá Thad Jones næst? Vonandi sjá
tónvís stórfyrirtæki tækifærið mikla
til að styrkja slíka tónleika.
Trylltur Dizzy á Borginni
Tónleikar
Hótel Borg
Einar St. Jónsson, Eiríkur Örn Pálsson,
Kjartan Hákonarson, Snorri Sigurðarson
og Örn Hafsteinsson trompetar; Edward
Frederiksen, Björn R. Einarsson og Sig-
urður Þorbergsson básúnur; David Bobr-
off bassabásúnu; Sigurður Flosason,
Stefán S. Stefánsson, Ólafur Jónsson, Jó-
el Pálsson og David Tompkins saxófónar,
flautur og klarinettur; Ástvaldur Trausta-
son píanó, Birgir Bragason bassi, Jóhann
Hjörleifsson trommur og Pétur Grét-
arsson kongótrommur. Stjórnandi Greg
Hopkins sem einnig blés í trompet og
flygilhorn.
Sunnudaginn 29.2. 2004.
Stórsveit Reykjavíkur og Greg Hopkins
Vernharður Linnet
Fyrirsætan Tyra
Banks segir að
keppinautur
hennar fyr-
irsætan Naomi
Campell sé ill-
gjörn. Tyra, sem
er þrítug, segir
að Naomi, sem
er 33 ára, hafi
gert henni svo margan grikkinn að
hún hafi íhugað að gefast upp og
hætta í fyrirsætubransanum. „Hún
fór illa með mig
á margan hátt,
eins og með því
að láta reka mig
úr sýningum af
því hún var
frægari en ég.
Þetta varð svo
slæmt að ég
hringdi í
mömmu mína og sagði henni að
mig langaði mest til að gefast bara
upp,“ segir Tyra. Þá segist hún
svo þreytt á prímadonnustælum
Naomi að hún þoli ekki að vera
nálægt henni. Frásagnir af ósætt-
inu á milli fyrirsætnanna tveggja
komu fyrst fram í ævisögu Naomi
sem hún hafði ekki samþykkt að
yrði gefin út.
Naomi er alþekkt fyrir að gera fá-
ránlegar kröfur auk þess sem hún
heimtar alltaf að vera síðust inn á
pallinn og út af honum á tískusýn-
ingum. Nú síðast hætti hún á síð-
ustu stundu við að vera kynnir á
bresku tónlistarverðlaunahátíðinni
fyrir skömmu, er hún komst að því
að hún átti að deila búnings-
herbergi með annarri manneskju.
Þá var hún eitt
sinn handtekin
eftir að hafa tek-
ið aðstoðarkonu
sína hálstaki og
ráðist á hana
með síma …
Madonna und-
irbýr nú tón-
leikaferð um
heiminn og segja breskir fjöl-
miðlar að ferðin muni hefjast í
Slane-kastala á Írlandi. Þessi kast-
ali, sem stendur á bakka árinnar
Boyne, hefur verið vinsæll áfanga-
staður heimsfrægra poppstjarna
en tónleikasvæðið þar rúmar um
100 þúsund áhorfendur.
Til þessa hefur mikil leynd hvílt
yfir áformum Madonnu um tón-
leikaferð, en dagblaðið Daily Star
hefur eftir heimildarmönnum að á
tónleikunum ætli Madonna að
flytja mörg af sínum þekktustu
lögum og búningarnir verði byggð-
ir á tísku síðustu aldar.
Madonna hefur ekki farið í tón-
leikaferð síðan árið 2001 þegar
hún hélt 48 tónleika undir yfir-
skriftinni Drowned World. Hún
hefur á síðustu árum einbeitt sér
að uppeldi barna sinna, þeirra
Lourdes og Rocco en Madonna er
gift leikstjóranum Guy Ritchie …
Lögregla í New
York handtók
söngvarann Dav-
id Crosby eftir
að pakki sem
innihélt mari-
júana, hníf og
skammbyssu
fannst í farangri
hans. Crosby
hafði skilið farangurinn eftir á hót-
eli, en starfsfólk fann pakkann
sem var talinn grunsamlegur.
Lögreglu var gert viðvart og kom
þá efnið, hnífurinn og skamm-
byssan í ljós.
Söngvarinn, sem er 62 ára, var
handtekinn þegar hann hugðist ná
í farangur sinn, en sleppt úr haldi
gegn tryggingu. Crosby, sem átti
þátt í stofnun The Byrds og
Crosby, Stills, Nash and Young, á
yfir höfði sér sjö ára fangelsi verði
hann fundinn sekur um ólöglega
vopnaeign. Hann hefur nú þegar
þurft að dúsa í fangelsi fyrir
vörslu fíkniefna …
Nicole Kidman mun ef til vill
leika í nýrri kvikmynd sem gera á
eftir skáldsögunni Ljónið, nornin
og skápurinn eftir C.S. Lewis.
Kidman fór nýlega í þyrlu að
skoða fyrirhugaða tökustaði mynd-
arinnar á Nýja-Sjálandi. Heimild-
armenn segja að hún muni taka að
sér hlutverk hvítu nornarinnar illu
sem notar krafta sína til að halda
ævintýralandinu Narníu í helj-
argreipum svo þar ríkir eilífur vet-
ur. Sagt er að börnin hennar tvö
sem eru níu og ellefu ára hafi
hvatt hana til að taka að sér hlut-
verkið en þau eru miklir aðdá-
endur bókanna um Narníu.
Leikkonan Sarah Jessica Parker
er að skrifa bók. Eftir að hafa
leikið í lokaþætti
sjónvarpsþátta-
raðarinnar Beð-
mál í borginni,
ákvað hún að
gerast rithöf-
undur. Er hún
þar með að feta í
fótspor Carrie
Bradshaw, aðal-
persónunnar sem hún leikur í
þáttunum vinsælu. Hún er hálfnuð
með bókina sem að sögn hennar
fjallar um sjónvarpsstjörnu sem
mátt hefur muna fífil sinn fegri en
fær allt í einu tækifæri til að kom-
ast í sviðsljósið á ný. Parker er
einnig í óðaönn við að undirbúa
kvikmyndina sem byggð er á Beð-
málum í borginni …
FÓLK Ífréttum
flísar
Stórhöfða 21, við Gullinbrú,
sími 545 5500.
www.flis.is netfang: flis@flis.is
Allt fyrir baðherbergið