Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 1
STOFNAÐ 1913 72. TBL. 92. ÁRG. LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Blómlegt
leiklistarlíf
Lesbók | Goðsögnin um Liszt Don DeLillo á mörkum
skáldsögu og menningarfræða Börn | Spriklað í sundi
Vitneskja um vatnið Indíánadrengurinn Jakari
Lesbók og Börn í dag
RÚMAR átta milljónir manna söfnuðust saman á
götum spænskra borga og bæja í gærkvöldi til að
sýna samstöðu í baráttunni gegn hryðjuverkum og
minnast þeirra sem biðu bana í sprengjutilræðun-
um í Madríd í fyrradag. Voru þetta langfjölmenn-
ustu útifundir í sögu Spánar, að sögn spænsku lög-
reglunnar í gærkvöld.
Fólkið lét í ljósi djúpa sorg og reiði yfir spreng-
ingunum sem kostuðu að minnsta kosti 199 manns
lífið. „Sameinuð þjóð verður aldrei sigruð,“ hrópaði
fólkið einum rómi á útifundi í miðborg Madrídar. Að
sögn lögreglunnar voru 2,3 milljónir manna á þeim
fundi, 1,2 milljónir söfnuðust saman í Barcelona og
alls rúmar átta milljónir í landinu öllu.
Evrópskir ráðamenn meðal viðstaddra
Margir evrópskir ráðherrar voru á útifundinum í
Madríd til að votta Spánverjum samúð sína og
stuðning, þeirra á meðal forsætisráðherrarnir
Jean-Pierre Raffarin frá Frakklandi og Silvio Berl-
usconi frá Ítalíu. Á meðal viðstaddra var einnig
Romano Prodi, forseti framkvæmdastjórnar Evr-
ópusambandsins.
Spænska konungsfjölskyldan rauf þá hefð að
taka ekki þátt í slíkum fjöldafundum á götunum
með því að senda Felipe prins og prinsessurnar
Elenu og Cristinu á fundinn í Madríd.
Reuters
Spánverjar ganga í rigningu í miðborg Madrídar þar sem 2,3 milljónir manna komu saman í gærkvöld til að mótmæla hryðjuverkunum í fyrradag.
Rúmar átta milljónir Spánverja safnast saman til að sýna samstöðu gegn hryðjuverkum
Langfjölmennustu úti-
fundir í sögu Spánar
Madríd. AFP, AP.
Mjög erfitt/16
„Ný leið“/18
AÐSKILNAÐARSAMTÖK Baska,
ETA, neituðu því formlega í gær að
þau hefðu staðið fyrir hryðjuverk-
unum í Madríd í fyrradag, að sögn
baskneskra fjölmiðla. Spænsk stjórn-
völd sögðu þó að enn væri talið líklegt
að liðsmenn ETA hefðu verið að
verki.
Baskneska dagblaðið Gara sagði að
maður, sem kvaðst tala fyrir munn
forystu samtakanna, hefði hringt í
ritstjórnina og lagt áherslu á að þau
bæru „alls enga ábyrgð“ á sprengju-
tilræðunum í Madríd.
Gara styður baskneska þjóðern-
issinna og ETA hefur oft notað blaðið
til að koma yfirlýsingum á framfæri.
Baskneska sjónvarpsstöðin EITB
kvaðst hafa fengið samskonar yfirlýs-
ingu frá aðskilnaðarsamtökunum.
Nýjar vísbendingar
Angel Acebes, innanríkisráðherra
Spánar, sagði að lögreglan í Madríd
hefði fundið ósprungna sprengju sem
gæfi nýjar vísbendingar um hverjir
kynnu að hafa verið að verki. Fregnir
hermdu að tíu kílógrömm af sprengi-
efni og kíló af málmflísum hefðu
fundist í bakpoka á lögreglustöð í
Madríd. Pokinn var fluttur þangað
vegna þess að talið var að hann væri í
eigu eins af fórnarlömbum hryðju-
verkanna.
Útvarpsstöðin Cadena Cer sagði
að í pokanum hefði verið plast-
sprengiefni af tegund sem „ETA not-
ar yfirleitt ekki“ heldur „önnur
hryðjuverkahreyfing og hún tengist
íslömskum öfgamönnum“. Þessi frétt
var ekki staðfest og spænskir fjöl-
miðlar sögðu í gærkvöldi að utanrík-
isráðherra Spánar hefði sent öllum
sendiherrum landsins fyrirmæli um
að „staðfesta aðild ETA“ að hryðju-
verkunum „til að eyða hvers konar
efasemdum“.
ETA neit-
ar aðild
að hryðju-
verkunum
Madríd. AFP, AP.
BÆÐI fráfarandi stjórnarformaður
og framkvæmdastjóri Sölumiðstöðv-
ar hraðfrystihúsanna segja afkomu
dótturfyrirtækis félagsins í Banda-
ríkjunum, Icelandic USA, hafa verið
óviðunandi undanfarin ár. Breytt
stjórn SH valdi í gær nýjan formann,
Gunnlaug Sævar Gunnlaugsson og
sagði hann að sér litist ekki á að við-
ræður um sameiningu við SÍF hæfust
að nýju.
„Í Bandaríkjunum er rúmlega
helmingur eiginfjár samstæðunnar
bundinn, tæplega tveir og hálfur
milljarður króna. Icelandic USA er
því sú eining sem mestu ræður um
það hvort afkoma SH-samstæðunnar
er ásættanleg eða ekki. Ég verð því
miður að viðurkenna að á undanförn-
um árum hefur rekstrarárangur okk-
ar í Bandaríkjunum verið algjörlega
óviðunandi. Mörg undanfarin ár hef-
ur ávöxtun eiginfjár verið um og und-
ir 5%. Til samanburðar má benda á að
arðsemi eiginfjár samstæðunnar var
síðustu þrjú árin á bilinu 13–19%,“
sagði Róbert Guðfinnsson, fráfarandi
formaður stjórnar SH, í gær.
Nýkjörinn formaður stjórnar SH,
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson,
sagði ekkert ákveðið um hvort vænta
megi breytinga á rekstri í Icelandic
USA í ljósi óviðunandi afkomu félags-
ins á síðasta ári.
Gunnlaugur sagði einnig að sam-
einingarviðræður við SÍF kæmu til
greina af hans hálfu eins og hvað ann-
að. Hann benti hinsvegar á að sam-
einingarviðræður við SÍF hafi tvisvar
farið út um þúfur í fyrra og miðað við
það lítist sér ekki vel á slíkar viðræð-
ur aftur. Hann segir breytt eignar-
hald á SH ekki skipta höfuðmáli þar.
„Nýir hluthafar hafa vonandi litið á
SH sem vænlegan fjárfestingarkost.
Fyrirtækið gengur vel og breytt eign-
arhald hefur engin áhrif á það hvort
teknar verða upp viðræður um sam-
einingu eða samstarf við SÍF. Ég var
sjálfur þátttakandi í sameiningarvið-
ræðum við SÍF á síðasta ári. Ef nýjar
viðræður eiga að byggjast á sömu for-
sendum og lagt var upp með þá, er ég
ekki bjartsýnn.“
Líst ekki vel á að viðræður um
sameiningu við SÍF hefjist á ný
SH stofnar/12
Gunnlaugur Sævar Gunnlaugsson nýr formaður stjórnar Sölumiðstöðvarinnar
ÁRATUGUM saman hafa Kínverjar
haldið í þá sögu, að frægasta sköp-
unarverk þeirra, Kínamúrinn, sé
sjáanlegt utan úr geimnum. Enn
þann dag í dag segir í kínverskum
skólabókum að geimfarar á braut
umhverfis jörðina geti séð þetta
mikla mannvirki með berum aug-
um.
En nú verða þessar skólabækur
leiðréttar, eftir að fyrsti kínverski
geimfarinn, Yang Liwei, greindi frá
því að þegar hann var úti í geimnum
í fyrra hefði hann ekki getað komið
auga á múrinn.
Embættismaður í kínverska
menntamálaráðuneytinu sagði, að
útgefanda skólabókanna hefði verið
fyrirskipað að hætta útgáfu þeirra.
Skólabækur
leiðréttar
Peking. AP.
Framhaldsskólarnir setja fjölda leik-
sýninga á svið Fólk í fréttum 65