Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 11
FRÉTTIR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 11
ÍSLENSKA hagkerfið hefur tekið
stakkaskiptum á síðasta áratug og
ástæðurnar tengjast fyrst og
fremst hinu breytta starfsumhverfi
sem hefur fylgt EES-samningnum.
Hagvöxtur hefur aukist og á rætur
rekja til fjölbreyttari atvinnustarf-
semi. Hins vegar er það verulegt
áhyggjuefni að bankarnir berjist
um völd og áhrif í stærstu fyr-
irtækjum landsins og eins er miður
að stækkun bankanna og hagræð-
ing virðist fremur skila sér í aukn-
um hagnaði þeirra sjálfra en lægri
vöxtum og lægri kostnaði við-
skiptamanna þeirra.
Þetta kom fram í ræðu Vilmund-
ar Jósefssonar, formanns Samtaka
iðnaðarins, á Iðnþingi í gær, en
samtökin fagna tíu ára afmæli, en
samningurinn um Evrópska efna-
hagssvæðið öðlaðist gildi um svipað
leyti og samtökin voru stofnuð.
Alröng mynd af
íslensku samfélagi
Vilmundur minnti á að hlutdeild
einstakra atvinnugreina í verð-
mætasköpun þjóðarbúsins hefði
breyst mikið síðustu tíu árin;
fimmtungur landsframleiðslunnar
kæmi úr iðnaði og aðrar atvinnu-
greinar á borð við verslun, ferða-
og fjármálaþjónustu hefðu eflst
mjög á sama tíma. „Þó að þessar
staðreyndir blasi við,“ sagði Vil-
mundur, „er eins og þeir sem ráða
ferðinni í stjórnmálum og fjölmiðl-
um vilji ekki trúa þeim. Viðfangs-
efni stjórnmálamanna og fjölmiðla
snúast fyrst og fremst um land-
búnað og sjávarútveg og svo mjög
að í huga flestra verður til alröng
mynd af íslensku samfélagi.“ Vil-
mundur minnti á að framlag fisk-
veiða og vinnslu til landsframleiðsl-
unnar væri 12,8% og að
landbúnaðurinn skilaði 1,6% til
landsframleiðslunnar. Hann sagði
Íslendinga ofmeta hlut og mikil-
vægi sjávarútvegs í efnahagslífinu
stórkostlega. „Það er til dæmis
harla sérkennilegt að þegar hugs-
anlega aðild Íslands að ESB ber á
góma er upphaf og endir þeirrar
umræðu ávallt hagsmunir sjávarút-
vegsins. Þetta er afleiðing þess að í
hugum flestra er samasemmerki á
milli þeirra hagsmuna og þjóðar-
hagsmuna,“ sagði Vilmundur.
Vilmundur vék einnig að EES-
samningnum og sagði æ fleiri hafa
sannfærst um að hann fullnægði
ekki lengur þörfum Íslands og
Noregs.
„Íslendingar verða að horfast í
augu við þá staðreynd að eina leið-
in, sem er fær til þess að Íslend-
ingar og íslenskt atvinnulíf njóti
jafnstöðu í samfélagi Evrópuþjóða,
er að ganga í ESB. Þessi leið er
ekki eingöngu sú eina færa. Hún er
einnig sú skynsamlegasta.“
Gagnrýnir valdabaráttu
bankanna í fyrirtækjunum
Þá taldi Vilmundur það vera
verulegt áhyggjuefni að bankarnir
berðust um völd og áhrif í stærstu
fyrirtækjum landsins. Eðlilegt væri
að þeir gripu í taumana þegar fyr-
irtæki lenti í rekstrarvanda eða
þegar umbreytingarverkefni væru
annars vegar. „Hins vegar er óþol-
andi þegar þeir berjast um yfirráð
í stærstu fyrirtækjum landsins.
Flestir fögnuðu einkavæðingu rík-
isbankanna og útrás bankanna á
erlenda markaði er afar ánægjuleg.
Hitt er lakara að þessi stækkun
bankanna og hagræðing virðist
fremur skila sér í auknum hagnaði
þeirra sjálfra en lægri vöxtum og
lægri kostnaði viðskiptamanna
þeirra,“ sagði Vilmundur.
Formaður Samtaka iðnaðarins
gerði einnig samkeppni og sam-
þjöppun að umtalsefni og sagði
samruna og stækkun íslenskra fyr-
irtækja tvímælalaust vera af hinu
góða og að í langflestum tilvikum
væri engin hætta á samkeppnis-
röskun af þeim sökum. „Samtök
iðnaðarins hafa haft þá skoðun að
stjórnvöld eigi ekki að stjórna því
hvernig atvinnulífið þróast og inn-
grip á borð við bann við samruna
fyrirtækja eigi ekki að koma til
greina nema í algerum undantekn-
ingartilvikum þegar mikil hætta er
á samkeppnisröskun.“
Vilmundur tók þó fram að að
augljóst væri að samþjöppun á
ýmsum sviðum verslunar og þjón-
ustu væri orðin meiri en góðu hófi
gegndi. „Eftir á að hyggja má
segja að þarna hafi menn sofið á
verðinum. Það getur verið bæði
rétt og skynsamlegt að setja sér-
stakar reglur um markaðsráðandi
fyrirtæki og hindra þau í að mis-
nota markaðsráðandi stöðu sína.
Það hefur ekki verið gert en er
löngu tímabært. Við megum ekki
búa svo um hnútana að íslensk fyr-
irtæki megi ekki verða stór af því
að íslenskur markaður er lítill.“
Stórfyrirtæki hafa samfélags-
legu hlutverki að gegna
Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar-
ráðherra ræddi um breytingar sem
hefðu orðið á fjármálamarkaðinum
undanfarin tíu ár sem sæjust af
þeim gríðarkrafti sem hefði verið
leystur úr læðingi við einkavæð-
ingu bankanna og þeirri útrás sem
henni hefði verið samfara.
„Auðvitað hefur þessi þróun ekki
verið án vaxtarverkja,“ sagði iðn-
aðarráðherra, „og þeir eru ófáir
sem óttast að samþjöppun á til-
teknum sviðum viðskiptalífsins geti
leitt til tímabundins óhagræðis fyr-
ir neytendur. Þær áhyggjur eru
ekki ástæðulausar. Ég tel þó að all-
ir sjái að vextir og önnur almenn
viðskiptakjör verða að vera sam-
bærileg við það sem gerist í ná-
grannalöndunum og að ekki geti
ríkt skefjalaus ásókn í hámarks-
gróða án samfélagslegrar ábyrgð-
ar.“
Samtök iðnaðarins meta áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði á tíu ára afmæli sínu
Bankar berjast um völd
í stærstu fyrirtækjunum
Morgunblaðið/Ásdís
Á iðnþingi var farið yfir áhrif samningsins um Evrópskt efnahagssvæði, en 10 ár eru liðin frá gildistöku hans.
Vilmundur: „Íslendingar verða að horfast í augu við þá staðreynd að eina
leiðin, sem er fær til þess að Íslendingar og íslenskt atvinnulíf njóti jafn-
stöðu í samfélagi Evrópuþjóða, er að ganga í ESB.“
FÉLAGSMENN í Samtökum iðn-
aðarins (SI) skiptast í jafnstórar
fylkingar þegar spurt er hvort þeir
séu hlynntir aðild að ESB eða and-
vígir henni, 43% í hvorri fylkingu.
Hins vegar segjast tveir af hverjum
þremur félögum í SI telja að taka
eigi upp aðildarviðræður en hlut-
fallið er aðeins lægra meðal almenn-
ings eða 63%. Þá reyndust 55% fé-
lagsmanna í SI vera hlynnt því að
taka upp evru en 37% sögðust vera
andvíg því.
Þetta kemur fram í viðhorfs-
könnun sem Gallup gerði fyrir SI í
upphafi ársins.
Um 72% Íslendinga telja að áhrif
EES-samningsins á íslensk samfélag
hafi verið jákvæð og rúm 65% telja
þau hafa verið jákvæð á eigin lífs-
kjör. Aðeins 11% telja áhrif samn-
ingsins á eigin lífskjör vera neikvæð.
Könnunin var gerð í janúar og
febrúar og náði til 1.350 manna
slembiúrtaks úr þjóðskrá. Svarhlut-
fall var 63%.
Rúm 60% telja
að fara eigi í
aðildarviðræður
við ESB
ÞEIM brá í brún, viðskiptavinum
Nóatúns í gær, þegar þeir urðu
þess áskynja að óvenju háttsettur
kjötafgreiðslumaður bauð fram að-
stoð sína. Þarna var á ferðinni eng-
in önnur en Valgerður Sverr-
isdóttir, iðnaðar- og
viðskiptaráðherra, sem opnaði Ís-
lenska daga verslunarinnar í gær,
og létti undir með afgreiðslufólki
kjötborðsins í kjölfarið.
Þetta er í annað sinn sem Nóatún
stendur fyrir Íslenskum dögum en
að sögn Sigurðar Markússonar,
rekstrarstjóra Nóatúns, er vel á
fjórða tug fyrirtækja sem vinnur
með versluninni að verkefninu.
„Viðtökurnar eru alveg frábærar
og enn betri en í fyrra,“ segir hann.
„Við erum með fjöldann allan af
alls konar vörum og það er gaman
að því hvað fólk virðist þurfa að
láta minna sig á hversu mikið er til
af góðri íslenskri framleiðslu.“
Sérstök áhersla er lögð á íslenska
lambakjötið á dögunum og af því
tilefni stóð Valgerður á bak við
kjötborðið og afgreiddi um stund.
„Sumir áttuðu sig ekki á því að það
væri hún sem væri að afgreiða,“
segir Sigurður. „Ég sá eitt slíkt til-
vik þar sem viðskiptavinur kipptist
skyndilega við þegar hann sá hver
var byrjaður að afgreiða hann.
Enda er það ekki daglegt brauð að
hafa svona hátt settan kjöt-
afgreiðslumann í versluninni.“
Ráðherra í kjötafgreiðslu
Má bjóða þér lambakjöt? Viðskiptavinum Nóatúns brá nokkuð í brún þegar
Valgerður Sverrisdóttir viðskiptaráðherra bauð fram aðstoð sína.
Íslenskir dagar
hafnir í Nóatúni
SJÖFN Ingólfsdóttir, formaður
Starfsmannafélags Reykjavíkur-
borgar, segist ekki hafa orðið vör
við óánægju innan félagsins með
samkomulag við Reykjavíkurborg
um hæfnislaun og starfsmat, líkt og
Svanur Pálsson, vagnstjóri hjá
Strætó bs. hélt fram í Morgun-
blaðinu á fimmtudag.
Sagði Svanur marga borgar-
starfsmenn standa í stað í launum
eða fá aðeins greiddan hluta af þeim
hæfnislaunaflokkum sem þeir töldu
sig hafa unnið sér inn. Gagnrýndi
Svanur það enn fremur að í sam-
komulaginu við borgina hefði staðið
að hæfnislaun samkvæmt eldra fyr-
irkomulagi féllu niður frá gildistöku
nýrra hæfnislauna.
Sjöfn segir Svan hafa tjáð þessa
skoðun á aðalfundi félagsins nýlega.
Hún telur þessa óánægju ekki al-
menna.
„Engin hæfnislaun hafa verið
felld niður. Hins vegar er verið að
tengja nýja reglu við eldri reglu og
síðan fer endanlegt uppgjör fram í
haust þegar starfsmatið liggur fyr-
ir. Þá verða endanlega afgreidd
starfslaun og þar með þeir launa-
flokkar sem inni í þeim eiga að
vera. Ofan á þau koma starfsald-
urstengd hæfnislaun hjá starfs-
mönnum Reykjavíkurborgar,“ segir
Sjöfn.
Hún segir samkomulagið hafa
snúist um framkvæmd gildandi
kjarasamnings. Þegar einu fyrir-
komulagi ljúki taki annað við en
fyrri hæfnislaun falli ekki niður.
Samkvæmt kjarasamningum eigi
enginn starfsmaður að lækka í laun-
um og því hafi engin laun fallið nið-
ur sem áður hafi verið greidd. Sjöfn
segir það ennfremur liggja fyrir að
samkomulagið komi misjafnlega út
hjá borgarstarfsmönnum, allt eftir
starfsaldri þeirra, sumir hækki
meira í launum en aðrir en kjörin
eigi hvergi að versna.
Formaður Starfsmannafélagsins
Segir ekki óánægju
með samkomulagið