Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 25

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 25 Á jörðinni eru rúmlega 20 ha ræktaðs lands og henni fylgir hluti í óskiptu landi og beitarréttur á afrétti. Á jörðinni er mjög gott 145 fm steypt einbýlishús ásamt 50 fm bílskúr. Timbursólpallur er við húsið umkringdur skjólveggjum. 204,6 fm svínahús ásamt 53,6 fm aðstöðuhúsi er á jörðinni. Innréttingar eru boltaðar nið- ur svo auðvelt er að fjarlægja þær og nýta húsið í annað. Einnig er á jörðinni 133,9 fm vélageymsla með stórri hurð og 51,1 fm flugskýli. Öll útihúsin á jörðinni eru steinsteypt utan við flugskýlið sem er byggt úr timbri og eru útihúsin að stórum hluta einangruð. Syðra-Fell er í um 20 mín. akstursfjarlægð frá Akureyri. Upplýsingar í síma 898 9862. TIL SÖLU SYÐRA-FELL Í EYJAFJARÐARSVEIT Einstaklega glæsilegt 254 fm einbýlishús á frábærum stað. Húsið er mikið endurnýjað og er í góðu ásigkomulagi. Eignin er að hluta á tveimur hæðum, í því eru alls fimm svefnherbergi, stofur, tvö baðherbergi auk geymslna. Staðsetning er einstök syðst í innbænum. Nánari lýsing og myndir eru á www.byggd.is. Allar frekari upplýsingar eru veittar á Fasteignasölunni Byggð sölumenn: Björn Guðmundsson, s. 462 1744, 897 7832, Emelía Jóhannsdóttir, Jón Kr. Sólnes hrl. lg. fasteignasali, s. 462 1744, fax 462 7746. Til sölu Aðalstræti 82, Akureyri Verðbréf Ávöxtun... ...fyrir þig og þína 12 mán. ávöxtun* Skuldabréfasjóðurinn 9,8% Úrvalssjóðurinn 78,9% Alþjóðasjóðurinn 18,2% Fjármálasjóðurinn 46,6% Hátæknisjóðurinn 34,7% Lyf- og líftæknisjóðurinn 37,0% *Nafnávöxtun m.v. 01.03.2004 Ávöxtun í fortíð endurspeglar ekki nauðsynlega vænta framtíðarávöxtun Reykjavík: Kringlan 6 • Stóri turn • Sími 550 2000 • www.sphverdbref.is Hafnarfjörður: Strandgata • Reykjavíkurvegur Garðabær: Garðatorg SP H R ek st ra rf él ag h f. an n as t re ks tu r SP H V er ð b ré fa sj ó ð si n s 3 3 2 .0 2 0 HEILBRIGÐISDEILD Háskólans á Akureyri býður upp á þverfaglegt nám til meistaragráðu í heilbrigð- isvísindum. Umsóknarfrestur um námið og einstök námskeið innan þess er til 15. mars nk. Námið er 60 einingar, sex 5 eininga námskeið og 30 eininga meistararitgerð. Hægt er að fá staðfestingu á því að hafa lokið 30 einingum í námskeiðum (diploma) og skrifa ekki meistararitgerð. Sigr- íður Halldórsdóttir, forstöðumaður framhaldsnámsins við deildina, sagði að margir þverfaglegir hópar hefðu í vetur verið að þróa sex námskeið á sviði heilbrigðisvísinda. Þessi nám- skeið eru: „Heilbrigði og heilbrigð- isþjónusta: Staða, stefnur og straumar“. „Að eldast í íslensku samfélagi“. „Endurhæfing, efling og lífsgæði“ Krabbamein, alnæmi og líknandi meðferð“. „Langvinnir sjúkdómar og lífsglíman“ og „Fötlun og samfélag“. Nemendur velja fjög- ur af þessum námskeiðum og taka síðan tvö aðferðafræðinámskeið, í eigindlegum og megindlegum rann- sóknum og rannsóknaraðferðum. Í sumum starfshópum voru starfandi allt að fimm sérfræðingar auk þriggja sérfræðilegra ráðgjafa þann- ig að allt að átta manns tóku þátt í að skipuleggja hvert námskeið. „Við leggjum mikla áherslu á þessa þver- faglegu nálgun enda erum við heil- brigðisdeild og viljum að allar heil- brigðisstéttir finni sig velkomnar innan okkar dyra,“ sagði Sigríður. Tvö námskeið á haustmisseri Sérstaklega þarf að sækja um að komast inn í meistaranámið og þarf þá m.a. 1. einkunn á háskólaprófi, en meistaranámskeiðin sjálf eru öllu há- skólafólki opin meðan fjöldamörk leyfa. Í haust verða tvö námskeið í boði, námskeið í eigindlegum rann- sóknaraðferðum og námskeiðið „Heilbrigði og heilbrigðisþjónustan: Staða, stefna og straumar.“ „Við viljum vanda vel til meist- aranámskeiðanna en hverju námskeiði stýrir þverfaglegur hópur þriggja sér- fræðinga. Þá leggj- um við áherslu á að hafa góð tengsl við aðila sem eru í lyk- ilstöðum innan heil- brigðisþjónustunnar og innan hins ís- lenska samfélags og tengja þá kennsl- unni.“ Engin próf eru í umræddum námskeiðum en þeirra í stað eru hag- nýt verkefni sem ætluð eru til að kenna fólki fagleg vinnubrögð. Eig- indlega ráðstefnan sem verður hluti af eigindlega námskeiðinu í haust verður samræðuráðstefna þar sem áhersla er á umræður um að- ferðafræði. „Prófessor Steiner Kvale verður aðalfyrirlesari ráðstefn- unnar. Hann er mörgum að góðu kunnur hér á landi, enda afkastamik- ill fræðimaður, og finnst mér frá- bært að geta boðið nemendum okkar upp á það besta í umræðu um að- ferðafræði og vinnubrögð,“ ítrekar Sigríður. Hún nefndi að frá árinu 1997 hefði háskólinn boðið meistaranám í hjúkrunarfræði í tengslum við Royal College of Nursing/Manchester- háskóla og hefði það gengið ein- staklega vel. „Við nýtum okkur að sjálfsögðu margt sem við höfum lært af Bretum enda eru þeir mjög fram- arlega í menntamálum í heiminum. Þeir eru í senn hagsýnir og fram- sýnir, en ekki síst mjög alþjóðlegir í hugsun í besta skilningi þess orðs. Ég er mikill aðdáandi Breta eftir að hafa starfað með þeim í meir en sjö ár og hefði ekki viljað missa af þessu gefandi samstarfi. Það sem við erum að gera núna er hins vegar að nýta okkur að innan Háskólans á Akureyri vinnur fólk af mismunandi fræðigreinum hlið við hlið og stöðugt er að aukast rannsókn- arsamstarf milli ólíkra fræðasviða og er ég ekki í vafa um að slíkt vinnulag mun aukast í fram- tíðinni. Segja má að styrkur okkar við Háskólann á Ak- ureyri sé m.a. að við erum svo nálægt hvert öðru. Það er í þessu skemmtilega spjalli á sameig- inlegum kaffistofum og matstofum sem við uppgötvum sameiginleg áhugasvið innan fræðasviða sem ganga jafnvel þvert á alla deildar- múra. Þverfagleg nálgun Þorsteinn Gunnarsson rektor hef- ur frá upphafi ferils síns við háskól- ann verið talsmaður samstarfs þvert á deildarmúra og tel ég að sú áhersla hans hafi verið að skila sér á ein- staklega skapandi máta í rannsókn- arsamstarfi innan háskólans og í menntunaráherslum. Þverfaglegt meistaranám í heilbrigðisvísindum er einmitt í þeim anda. Ég var sjálf í doktorsnámi við Linköping-háskóla í Svíþjóð þar sem nemendur voru frá ólíkum fræðasviðum og fannst mér það auka víðsýni og í ljósi þeirrar reynslu er ég sannfærð um mik- ilvægi þess að auka þverfaglega nálgun í viðleitni okkar og verk- efnum,“ sagði Sigríður. Allar upplýsingar um námið er að finna á slóð Háskólans á Akureyri, www.unak.is Háskólinn á Akureyri ætlar að auka námsframboð skólans Sigríður Halldórsdóttir, for- stöðumaður heilbrigðisdeild- ar Háskólans á Akureyri. Háskólinn á Akureyri hefur lagt mikla vinnu í að und- irbúa námið en fyrirhugað er að það hefjist næsta haust Býður meistaranám í heilbrigðisvísindum Fáðu fréttirnar sendar í símann þinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.