Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 30

Morgunblaðið - 13.03.2004, Page 30
LISTIR 30 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ ÍSLENSK-JAPANSKA félagið, heimspekideild Háskóla Íslands og Stofnun Vigdísar Finn- bogadóttur, í samvinnu við Sendiráð Japans á Ís- landi og Scandinavia-Japan Sasakawa Foundation, standa fyrir málþingi um japanskt mál og menn- ingarfærni í dag í stofu 101 í Odda. Dagskráin hefst kl. 14 og er aðgangur ókeypis, en þess má geta að málþingið fer fram á ensku. Að þingi loknu verða veitingar í boði Japanska sendiráðsins. Að sögn Gunnhildar Gunnarsdóttur, arkitekts og for- manns Íslensk-japanska félagsins, er markmið málþingsins tvíþætt. „Í fyrsta lagi að beina sjónum að tengslum tungumáls og menningarinnar í víðari skilningi, en til að kynnast menningu þjóðar til hlít- ar er færni í tungumálinu einu sér ekki nægjanleg. Vilji menn ná raunverulegum tökum á tungu og menningu verður menningarfærni að koma til, skilningur og vitund um venjur, siði og hefðir. Í öðru lagi viljum við með málþinginu styðja við og efla nám í japönsku máli og menningu sem hófst við heimspekideild Háskóla Íslands haustið 2003.“ Einn fjögurra fyrirlesara á málþinginu í dag er Yuri Shimizu, en hún er prófessor í japönsku við Kyushu-háskóla í Japan og hefur meira en tveggja áratuga reynslu í að kenna útlendingum japönsku. Spurð um hvað hún muni fjalla í erindi sínu segist Shimizu munu ræða í hverju erfiðleikarnir við að læra japönsku geta falist. „Í japönsku höfum við þrjár mismunandi leiðir til að tjá okkur við fólk, allt eftir því hversu vel við þekkjum viðmælendur okkar og hver þjóðfélagsstaða viðkomandi er. Allir nemar lenda einhvern tímann í vandræðum við að velja réttan talsmáta, sumir eru of formlegir, á meðan aðrir eru ekki nógu kurteisir,“ segir Shi- mizu og bendir á að það geti jafnvel verið verra að vera of kurteis en of óformlegur. „Ef þú ert of kurteis skynja aðrir að þú metur stöðu fólks ekki rétt og þá verður allt sem þú gerir ómarktækt. Þér ber að sýna kennurum þínum kurteisi, en að sama skapi ættir þú að vera óform- legri í samskiptum við vini þína. Ef þú talar of formlega við vini þína ert þú að setja þá og kennara í sama flokk. Í tímans rás breytist talsmáli fólks eftir því sem það kynnist betur og tjáskiptin verða óformlegri. Ef þú heldur hins vegar áfram að tala jafnformlega við vini þína ert þú að gefa þau skila- boð að þú treystir þeim ekki og viljir ekki hleypa þeim of nálægt þér,“ segir Shimizu. „Ef þú skilur þetta fyrirbæri tjáskiptanna, hvort sem þú veldur því eða ekki, þá hjálpar þér það í samskiptum við Japani,“ segir Gunnhildur og leggur áherslu á að tjáningin liggi ekki aðeins í orðunum heldur einnig í tónfallinu og þögnunum milli orða, „enda getur þögnin sagt ótrúlega mikið.“ Verið óhrædd við mistök Aðspurð segir Shimizu japanska málfræði ekki sérlega flókna, þó að einhverjum finnist vafalaust erfitt að venjast því að orðaröðin sé þveröfug mið- að við það sem Vesturlandabúar eiga að venjast. „Líklega er það samt táknkerfið sem er það flókn- asta við japönsku, enda eru kínversku táknin út- lendingum nokkuð framandi. Við leggjum fyrst og fremst áherslu á að kenna nýnemum að tala og hlusta. Lestur og skrif koma síðar.“ Á síðustu ár- um hefur Shimizu samið nokkrar kennslubækur sem hjálpa nemendum að læra kínversk tákn eða kanji eins og það nefnist. Spurð í hverju galdurinn við að læra kínversk tákn felist segir Shimizu kín- versku táknin krefjast annarrar nálgunarleiðar. „Í flestum evrópskum tungumálum eru sterk tengsl milli merkingar og hljóðs. Letur ykkar er hljóðfræðilegt, þannig að hver stafur og hljóð helst nánast alltaf óbreytt. Í kínverska letrinu eru tákn- in, hljóðin og merkingin breytilegt, þannig að þú þarft að sameina allt þrennt og kallar þetta því á allt annars konar námstækni,“ segir Shimizu og leggur áherslu á að mikilvægast sé þó fyrir nem- endur að vera óhræddir við að gera mistök. „Lyk- ilatriðið í allri tungumálakennslu er að vera óhræddur við að gera mistök því nemendur læra einmitt af mistökum sínum. Enginn sem lærir tungumál getur verið fullnuma frá fyrsta degi og því hvet ég nemendur mína til að vera óhrædda við að prófa og gera mistök. Það er betra að prófa og segja eitthvað vitlaust heldur en að vera algjörlega aðgerðalaus,“ segir Shimizu að lokum. Auk Shimizu flytja erindi þau dr. Lone Tak- euchi, prófessor í austurlenskum og afrískum fræðum við Lundúnaháskóla, dr. Kaoru Umezawa, sem kennir japönsku við heimspekideild HÍ, og Yoshihiko Iura, júdóþjálfari hjá Júdósambandi Ís- lands. Ólafur B. Thors, fyrrum aðalræðismaður Japans, setur málþingið, Úlfar Bragason, for- stöðumaður Stofnunar Sigurðar Nordals og ritari Íslensk-japanska félagsins, er fundarstjóri og Hit- oshi Abe, sendiráðunautur í Japanska sendiráðinu, mun ávarpa gesti málþingsins. Málþing um japanskt mál og menningarfærni fer fram í Odda í dag Tjáningin ekki aðeins í orðunum Morgunblaðið/Sverrir „Lykilatriðið í allri tungumálakennslu er að vera óhræddur við að gera mistök því nemendur læra einmitt af mistökum sínum,“ segir Yuri Shimizu, sem var gestakennari við HÍ í vikunni. Samtíminn í Skugga FJÓRAR listakonur, Helga Óskars- dóttir, Helga Þórsdóttir, María Pét- ursdóttir og Marta Valgeirsdóttir, opna sýningu í Gallerí Skugga, Hverfisgötu 39, kl. 16 í dag, laug- ardag. Þær vinna í ólíka miðla en eru hver á sinn hátt að fjalla um samtím- ann eins og hann birtist þeim. Þær útskrifuðust frá fjöltækni- deild MHÍ á árunum1997 og 1998. Þær Helga og Marta luku báðar MA- námi frá Chelsea College of Art and Design í London og Helga lauk MA- námi frá École Nationale d’Arts Plastiques, Cercy-Pontoise, í París. Þær hafa tekið þátt í sýningum hér- lendis og erlendis frá því námi lauk. Sérstakur gestur sýningarinnar er félagsskapurinn Lorna, félag áhugamanna um raflist á Íslandi, og verður hópurinn með aðstöðu í kjall- ararýminu þar sem hann kynnir starfsemi sína. Á opnuninni mun Berlínarbúinn Wolfgang Muller flytja tónlist af ný- útgefnum diski sínum „Mitt Wittg- enstein in Krisuvik“. Hann hefur dvalið hér á landi árlega frá 1990 og er nú sem stendur gestakennari við Listaháskála Íslands. Sýningunni lýkur sunnudaginn 4. apríl. NEMENDUR JSB glíma við galdra og hulin öfl á nemendasýn- ingu á stóra sviði Borgarleikhúss- ins kl. 13 og 15 í dag, laugardag. Í kjölfar vinsælla bíómynda og bóka sbr. Harry Potter og Hringa- dróttinssögu fæddist sú hugmynd hjá kennurum skólans að gera eitthvað spennandi og æv- intýralegt með nemendum um hulduheima. Útkoman lítur nú dagsins ljós en yfirskrift sýning- arinnar er Hulduheimar. Allir nemendur skólans, um 750 talsins, munu taka þátt í sýning- unni. Kennarar og nemendur skól- ans hafa útfært þrjár mismunandi útgáfur á sömu hugmynd sem sýndar verða á þremur sýningum. Sýningar verða sex á þremur dögum. Næstu sýningar verða laugardaginn 27. mars kl. 13 og 15 og sú þriðja miðvikudaginn 31. mars kl. 18 og 20. Nokkrir nemendanna í sýningunni Hulduheimar. Hulduheimar í danssporum BISKUPSSTOFA, Prestafélag Ís- lands og Norðurljós efndu til for- sýningar á mynd Mel Gibsons, Písl- arsögu Krists, í fyrrakvöld. Guðfræðingum, prestum og guð- fræðinemum var boðið að sjá myndina, en fjölmiðlafólki var einn- ig boðið. Mynd Gibsons hefur vakið mikið umtal og hlotið misjafna dóma. Clarence Glad guðfræðingur er sérfræðingur í sögu þeirra tíma er mynd Mel Gibsons gerist á. Hann segir að myndin hafi haft mjög mikil áhrif á sig. „Sem einstakling- ur og persóna get ég sagt að mynd- in hafi verið mjög áhrifamikil. En sem sérfræðingur í sögu þessa tíma finnst mér senurnar sem fjölluðu um húðstrýkingarnar mjög ótrú- verðugar sögulega séð. Ekki svo að skilja að húðstrýkingar hafi ekki verið til á þessum tíma, heldur fannst mér ótrúverðugt að þær hefðu verið svona langdregnar á undan einni tiltekinni krossfest- ingu. Vægi þessara atriða var of mikið. Húðstrýkingin var ákveðið form refsinga sem var mjög al- gengt á þessum tíma, en það er ekki eins ljóst af heimildum að þessi tvö form refsinga hafi verið tengd, að húðstrýkingin hafi verið undanfari krossfestingar. Við höf- um mjög góðar heimildir um fjölda- krossfestingar Rómverja, en minni heimildir um húðstrýkingarnar og hvers eðlis þær voru. Þær voru auðvitað til staðar, en það er vandamál að tengja þetta saman eins og gert er í myndinni. Mel Gibson er að leika sér með heim- ildir úr guðspjöllunum, og þar er auðvitað sagt frá því að Jesús hafi verið húðstrýktur, en við vitum ekki hversu oft eða hve lengi, og það er það sem hann blæs svolítið upp í myndinni.“ Clarence segir að í texta mynd- arinnar hafi verið gefið í skyn, í samtali milli Pílatusar og æðsta prestsins, þegar þeir voru að velta því fyrir sér hvers eðlis sekt Krists væri, að hann væri leiðtogi áhrifa- mikils flokks gyðinga, sem hugs- anlega gæti leitt til uppreisnar eða byltingar meðal gyðinga. „Þær heimildir sem ég hef um þetta tímabil, 20–30 eftir Krist, gefa ekki tilefni til að álykta að skipulagðar uppreisnir gyðinga hafi verið þess eðlis að Rómverjar hefðu áhyggjur af þeim. Það var frekar þegar kom að gyðingauppreisninni 66–70. Mér fannst of mikið gert úr þessu at- riði.“ Spurður um notkun á arameísku og latínu í myndinni, segir Clar- ence að notkun á arameísku hafi ekki komið sér á óvart. „Hún er eðlileg, því flestir nýja-testament- isfræðingar telja að Jesús hafi tal- að arameísku. Hins vegar vissi ég ekki að Jesús hefði talað latínu. Það hefur verið umdeilt meðal fræðimanna, - en nú eru menn að hallast meira að því að áhrif grísk- unnar hafi verið æ meiri, og að hún hafi verið lingua franca [samskipta- tungumál] þessa tíma. Áhrif grísk- unnar kunna því að hafa verið meiri, og jafnvel hugsanlegt að Jes- ús hafi talað við Pílatus á grísku. En vandamálið er auðvitað að við höfum engar heimildir um það. Við höfum þó ákveðnar upplýsingar um áhrif þessara tveggja tungumála á þetta svæði, en þær eru ekki alltaf öruggar. En mér finnst mjög ólík- legt að Jesús hafi talað latínu,“ seg- ir Clarence Glad. Sjúklegt ofbeldi Í Bandaríkjunum hefur mynd Gibsons verið gagnrýnd sérstak- lega fyrir að ala á gyðingahatri. Hope Knútsson er formaður Sið- menntar, félags um borgaralegar athafnir, og er af gyðinglegum upp- runa. Hún sá ekki myndina, og seg- ist aðspurð ekki myndu láta Mel Gibson hagnast á hennar bíómiða- kaupum. „Ég hef fylgst með gerð þessarar myndar lengi og lesið það sem um hana hefur verið sagt. Ég get bara sagt það, að það er svo mikið gyð- ingahatur í veröldinni í dag, og það vex, ekki síst í Evrópu. Hvaða bíó- mynd sem gæti hugsanlega verið túlkuð sem lóð á þær vogarskálar, felur um leið í sér þann möguleika að ofbeldi gegn gyðingum aukist. Mér finnst það óábyrgt af mann- eskju í dag að svo mikið sem ýja að gyðingahatri. Það hefur tekið kristna menn aldir að stöðva þann ranga hugmyndavaðal að gyðingar hafi drepið Krist, og ég sé ekki að það hafi nokkurt gildi fyrir okkur í dag að endurvekja þær hugmyndir í heimi sem er fullur af hryðjuverk- um og reiði sem beinist að Ísraels- mönnum. Þeir sem eru ekki gyð- ingar eiga það til að rugla saman gyðingum og Ísrael, og halda að allir gyðingar styðji stefnu stjórn- valda í Ísrael, en það er ekki rétt. Ég er búin að lesa svo mikið um sjúklegt ofbeldi í mynd Gibsons, að ég hef ekki nokkurn einasta áhuga á að leggja það á mig að sjá nokkuð svo hræðilegt. Sem guðleysingi, hliðholl frjálsri hugsun og mann- úðarstefnu, spyr ég hvort þeir at- burðir sem greint er frá í myndinni séu nokkuð meira en goðsagnir og þjóðsögur. Það eru til dæmis mikil líkindi með þessum sögum, og sög- um af guðinum Mítra. Flestar goð- sagnir frelsara segja frá meyfæð- ingu, lífláti og upprisu.“ Þess má geta að eftir sýningu myndarinnar var efnt til fundar guðfræðinga, sem félagið Deus ex cinema skipulagði. Þar voru meðal annars flutt erindi sem nú hafa rat- að á vef félagsins. Einn umsjón- armanna vefjarins, Árni Svanur Daníelsson guðfræðingur, segist vonast til þess að á vefnum geti skapast umræða um myndina og þær spurningar sem hún vekur. Slóðin er www.dec.hi.is. Áhrifarík en ótrúverðug sögulega Mel Gibson leikstýrir Píslarsögu Krists. Órasjón á Ísafirði SAMSÝNING átta listamanna, Óra- sjón, verður opnuð í Edinborgarhús- inu og Slunkaríki á Ísafirði kl. 16 í dag, laugardag. Sýnendur eru Arngrímur Borg- þórsson, Edda Fransiska Kjarval, Heiða Harðardóttir, Jóna Karen Wedholm, Kristín Westrin, Kristín Björk Kristjánsdóttir, María Hrönn Gunnarsdóttir og Tumi Magnússon. Verkin eru af ólíkum toga og unn- in með ýmsum aðferðum. Þar á með- al verða teikningar, ljósmyndir, myndbönd og hljóð. Sýningin stendur til 4. apríl. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.