Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 36

Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 36
36 LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Hallgrímur B. Geirsson. Styrmir Gunnarsson. Framkvæmdastjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. V erslunarráð Íslands, Kauphöll Íslands og Samtök atvinnulífsins munu næstkomandi mánudag kynna nýjar leiðbeiningar um starfshætti fyr- irtækja sem hafa að markmiði að skýra hlutverk og störf stjórn- armanna og stjórnenda fyrirtækja á Íslandi. Með leiðbeiningunum er þessum aðilum auðveldað að rækja skyldur sínar um leið og hagur allra hluthafa í hlutafélögum er efldur. Verslunarráð hóf sumarið 2003 vinnu við tillögugerð um stjórn- arhætti fyrirtækja (e. corporate governance). Á haustmánuðum 2003 hófst samstarf VÍ við Kauphöll Ís- lands og Samtök atvinnulífsins um þetta verkefni. Tilgangurinn með þessari samvinnu var að skapa breiða samstöðu um stjórnarhætti fyrirtækja. Íslenskt viðskiptalíf vill axla ábyrgð í því aukna frelsi sem ríkir í viðskiptum. Fyrirtæki verða að sýna hluthöfum virðingu og hlúa að samskiptum við viðskiptavini og þjóðfélagið í heild. Undanfarin ár hafa leiðbeiningar um stjórnarhætti litið dagsins í ljós í um 30 ríkjum. Þessar leiðbeiningar eru m.a. komnar fram vegna þeirrar gagnrýni sem alþjóðlegt viðskiptalíf hefur orðið fyrir vegna misnotkunar á valdi í einstökum fyrirtækjum. Þær leiðbeiningar sem unnið hefur verið að hér sem erlendis eru þó ekki settar fram til að bæta fyrir mistök gærdagsins heldur fyrst og fremst til að horfa til morgundags- ins. Fyrirtæki skynja að með því að auka traust hluthafa og almennings skapast fjölmörg tækifæri þegar til lengri tíma er litið. Gagnkvæmt traust almennings og viðskiptalífs er lykill að bættri samkeppnisstöðu Íslands og betri lífskjörum. Aukið traust Markmiðið með leiðbeiningunum er fyrst og fremst að stuðla að góð- um stjórnarháttum fyrirtækja á Ís- landi. Auðvelda á stjórnarmönnum og stjórnendum hlutafélaga að rækja skyldur sínar og stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja, sem þeim er trúað fyrir að stjórna. Um leið er markmið leiðbeining- anna að auka traust á fyrirtækjum og atvinnurekstri almennt og efla trúnað milli fjárfesta og stjórnenda. Loks má nefna að með skýrum leið- beiningum um stjórnarhætti hér- lendis er erlendum fjárfestum auð- veldað að gera sér grein fyrir þeim stjórnarháttum sem tíðkast hér- lendis þegar þeir eru að meta hvort þeir ætla að fjárfesta hér á Þannig geta leiðbeiningarn aðgengi innlendra fyrirtæk fjármagni hérlendis og erle Leiðbeiningar um stjórn henta hlutafélögum, hvort s eru skráð í Kauphöll Ísland ekki, svo og einkahlutafélög fyrirtækjum í eigu ríkis og félaga. Leiðbeiningarnar í h sinni eða að hluta geta jafnf nýst stjórnum annarra féla eða stofnana. Enda þótt fyr sinn sé horft til hlutafélaga skráð eru á markaði eiga þe leiðbeiningar jafnframt erin óskráðra fyrirtækja og opin fyrirtækja. Mörg af þeim at sem nefnd eru í leiðbeining eiga vel við um stjórnir opin fyrirtækja og mikilvægt er og sveitarfélög sýni frumkv nota þessar leiðbeiningar ti aðhald á stjórnir fyrirtækja og um leið að undirbúa þau undir einkavæðingu. Leiðbeiningar í stað Hugmyndin með leiðbein er sú að þegar um skráð fél ræða veiti markaðurinn sjá irtækjum aðhald um góða s arhætti. Þannig munu mark aðilar óska eftir upplýsingu fyrirtækjum á markaði um Stjórnarhættir Eftir Þór Sigfússon Þ að hafa margir orðið til að varpa fram þeirri spurningu undanfarna daga, hvers vegna RÚV sé búið að loka á innkaup á efni sjálfstæðra kvik- myndaframleiðenda. Þá spurningu mætti allt eins umorða og spyrja hvers vegna RÚV sjái sér ekki fært að tryggja íslenskum sjónvarpsáhorfendum viðunandi framboð á vönduðu inn- lendu dagskrárefni, hvar svo sem það er framleitt, eða með öðrum orðum; hvers vegna RÚV sjái sér ekki fært að vera sá miðill menn- ingarefnis í víðum skilningi sem því ber skylda til samkvæmt lögum og þeim væntingum sem gera verður til ljósvakamiðils í almenningseign. Þau svör sem borist hafa ofan úr Efstaleiti við spurningum kvik- myndagerðarmanna og sjálfstæðra framleiðenda, hafa verið nokkuð blendin. Annars vegar réttlæting á stöðunni með vísan í tölur um inn- kaup, þar sem sá tónn er und- irliggjandi að nóg sé að gert, en hins vegar staðhæfingar um að vilj- ann skorti ekki, en fyrirstaðan sé fyrst og fremst fjárskortur. Um fjárskortinn og rekstr- arvandann hefur mikið verið rætt á undanförnum árum og ekker nýtt í þeim efnum, staðan er viðvarandi slæm. Það sem menn setja hins vegar spurningarmerki við, er sú forgangsröðun, með tilliti til tak- markaðra auðlinda, sem ákvörðun yfirmanna RÚV opinberar. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, lýsti því ný- verið yfir á Alþingi, að rekstr- arvandi Ríkisútvarpsins væri til skoðunar í ráðuneytinu. Það er ánægjulegt til þess að vita og vonandi leiðir sú skoðun til þess að leitað verði lausna sem sátt get- ur náðst um. Sú staðreynd að síð- ustu tveir forverar hennar í emb- ætti, þeir Björn Bjarnason og Tómas Ingi Olrich, lýstu báðir yfir því sama í sinni embættistíð, dreg- ur að vísu nokkuð úr væntingum, en felur líka í sér talsverða áskorun á núverandi ráðherra um að leiða málið til lykta. Hitt er töluvert áhyggjuefni, að á meðan biðstaða ríkir í málinu, gjalda ekki aðeins sjálfstæðir fram- leiðendur í kvikmyndageiranum stöðunnar, afkomumöguleikar allra listamanna eru í húfi, en þó umfram allt hagsmunir þjóðarinnar sjálfrar, sem á að njóta afrakstursins. Rekstrarumhverfi RÚV hefur verið að breytast á undanförnum árum og áratugum í kjölfar laga- setningar um frjálsan útvarps- rekstur 1985. Í dag er RÚV í samkeppni við einkareknar stöðvar um tíma fólks, en þó fyrst og fremst um tekjur af auglýsingum. RÚV hefur þó afgerandi forskot á þeim markaði með sínum lög- bundna tekjustofni og jafnvel þó sá tekjustofn sé það skarður, ætti slíkt forskot engu að síður að veita stofn- uninni svigrúm til að skapa sér sér- stöðu með því að standa að og miðla metnaðarfyllri og dýrari dag- skrárgerð en samkeppnisaðilarnir hafa tök á. Þá stefnumörkun hefur þróunin í raun orðið sú, að hefur í æ ríkara mæli leiðst samkeppni á ljósvakamark sem menningarlegur metn viðskiptaleg sjónarmið tog með nokkuð mótsagnakend hætti, í stað þess að ganga og skapa viðmið og vera þa mennt hvati að auknum gæ dagskrárgerð ljósvakamiðl inu. Á þetta hafa menntamál herrar bent, þegar mennin hlutverk RÚV hefur verið Sjónvarp á Ísla Eftir Tinnu Gunnlaugsdóttur Íslenzkir kvikmyndagerðarmenn að störfum. Greinarhöfundur menningarhlutverki sínu af metnaði og tryggja sjónvarpsáhorfe ’ Það er ljóst á menningarhlutve þjónustu sem þa ing á starfsemi þ ríkust er og veig AÐ BRYTJA NIÐUR FYRIRTÆKI Árni Magnússon félagsmála-ráðherra flutti afar athygl-isverða ræðu á Iðnþingi í gær. Ráðherrann sagði m.a.: „Við þessar aðstæður hafa rótgróin fyrirtæki skipt um eigend- ur, bankar eru orðnir virkir þátt- takendur í íslenzku atvinnulífi með eignarhaldi sínu og beinum afskipt- um. Það er reyndar verulegt um- hugsunarefni að mínu mati, með hvaða hætti starfshættir viðskipta- bankanna hafa breytzt á undan- förnum árum. Það sem áður voru þjónustustofnanir við heimilin og atvinnulífið eru nú orðnir virkir gerendur á fyrirtækjamarkaði. Er það raunverulega svo að eðlilegt sé að einstakir viðskiptabankar verji mestum kröftum sínum og fjár- munum, jafnvel með stórkostlegum erlendum lántökum, í að brytja nið- ur fyrirtæki í íslenzku viðskiptalífi, til hagnaðar fyrir sjálfa sig? Er það tilgangur þeirra?“ Félagsmálaráðherra vék síðan að öðrum stórum fyrirtækjum og sagði: „Verzlunar- og þjónustufyrir- tæki hafa á sama tíma stækkað gíf- urlega, völd þeirra gagnvart smærri fyrirtækjum, ekki sízt smærri framleiðslufyrirtækjum, eru mikil. Þræðirnir liggja svo víða að helzt minnir á vef risavaxinnar köngulóar. Þessi stórfyrirtæki geta í mörgum tilvikum ráðið því hverjir fái lifað og hverjir skuli deyja. Ábyrgð þeirra, sem þessum stóru, virku – ég segi afskiptasömu fyrirtækjum ráða er mikil. Gildir þar einu hvort ræðir um verzlanir, fjölmiðla eða fjármálastofnanir. Það er hreint ekki sama hvernig á er haldið. Það eru ákveðin merki þess í íslenzku efnahags- og at- vinnulífi að ekki valdi allir því hlut- verki sem þeim hefur verið falið eða þeir hafa tekið að sér. Það eru merki um hringamyndun í við- skiptalífinu og umsvif einstakra að- ila í atvinnulífinu eru að mínu mati að minnsta kosti á mörkum þess að standast siðferðilega mælikvarða.“ Hér er augljóslega um að ræða mjög skýra, stefnumarkandi af- stöðu af hálfu Framsóknarflokks- ins til þróunar viðskiptalífsins. Sérstaka athygli vekja þau ummæli Árna Magnússonar, hvort við- skiptabankar beiti kröftum og fjár- munum til þess að „brytja niður fyrirtæki“ sjálfum sér til hagnaðar. Sú aðferð einkenndi bandarískt fjármálalíf á níunda áratugnum. Um þau vinnubrögð voru skrifaðar upplýsandi bækur á borð við „Þjófabæli“ og „Villimenn við borgarhliðin“ þar sem aðferðunum og afleiðingunum var lýst. Fólk missti vinnu sína, fyrirtækin voru skilin eftir í rúst en örfáir einstak- lingar hurfu á brott með mikla fjár- muni. Það eru vísbendingar um vinnubrögð af þessu tagi í íslenzku viðskiptalífi nú, sem Árni Magn- ússon vísar til í ræðu sinni. Það kann að vera tímabært að sérstök athugun fari fram á þessu tiltekna atriði, sem gæti verið verðugt rannsóknarefni fyrir viðskiptahá- skóla og viðskiptafræðideildir há- skóla. Það vekur líka eftirtekt, að fé- lagsmálaráðherra skuli lýsa vissum þáttum viðskiptalífsins sem „risa- vöxnum köngulóarvef“. Það er lýs- ing, sem ekki er fjarri lagi. Félagsmálaráðherra lauk um- fjöllun sinni um þennan þátt at- vinnulífsins með svofelldum orðum: „Það er að mínu viti eitthvert mik- ilvægasta hlutverk okkar stjórn- málamanna um þessar mundir að standa vaktina. Ábyrgð okkar er mikil en ábyrgð þeirra sem ég hér fjalla um er ekki minni, taki þeir til sín sem eiga. Við stjórnmálamenn þurfum að vera á varðbergi og það munum við verða. Íslenzka þjóðin þarf sömuleiðis að veita þessum nýju valdhöfum aðhald, þeir eiga ekki að fá tækifæri til að ofbjóða þjóðinni, sitjandi á einhvers konar heimatilbúnum friðarstóli.“ Þegar horft er til þess hvernig Davíð Oddsson forsætisráðherra hefur fjallað um framvindu mála á vettvangi viðskiptalífsins á undan- förnum mánuðum, ítrekaðra aðvör- unarorða Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra, ræðu Guðna Ágústssonar landbúnaðarráðherra á Hólum fyrir þremur misserum og nú ræðu Árna Magnússonar félags- málaráðherra á Iðnþingi er ljóst, að samstaða stjórnarflokkanna um að veita þurfi viðnám er algjör. Því miður eru litlar sem engar vísbendingar um að þeir aðilar við- skiptalífsins, sem hér eiga mestan hlut að máli, geri sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem að þeim snýr. Þótt þeir láti í orði sem þeir geri sér grein fyrir að umsvifum þeirra á Íslandi hljóti að vera takmörk sett vegna smæðar samfélagsins, haga þeir sér á annan veg á borði. Það er minni og minni ástæða til að ætla að þeim sé alvara með orðum sem fallið hafa af þeirra hálfu. Það eru mikil mistök. Það eru líka mis- tök að ætla sér að ögra Alþingi, hinum kjörnu fulltrúum þjóðarinn- ar. Þeir hafa þegar sýnt að þeir eru tilbúnir til þess að taka af skarið og munu áreiðanlega gera það aftur. Telja má víst að pólitísk sam- staða sé um þessi málefni á milli stjórnarflokkanna, Vinstri grænna og Frjálslynda flokksins. Umsagn- ir forystumanna Samfylkingar eru misvísandi, hvernig sem á því stendur. Hér áður fyrr hefði mátt ganga að því sem vísu að þau stjórnmálaöfl sem safnazt hafa saman undir hatti Samfylkingar- innar létu ekki sitt eftir liggja í þessum efnum. Vonandi skýrist stefna Samfylkingarinnar á næstu mánuðum á þann veg, að alger póli- tísk samstaða verði á Alþingi um ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að aðilar viðskiptalífsins „of- bjóði þjóðinni“ eins og Árni Magn- ússon komst að orði á Iðnþingi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.