Morgunblaðið - 13.03.2004, Blaðsíða 43
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 43
eldrum sínum eða forráðamönnum, og
þiggja altarissakramenti. Nú höfum við
lært það í fermingarfræðslunni hvaða
merkingu altarisgangan hefur og gott að
æfa sig fyrir ferminguna. Prestar sr. Þor-
valdur Víðisson og sr. Fjölnir Ásbjörnsson.
Kl. 20:30 Æskulýðsfundur í Landakirkju.
Ester Bergsdóttir æskulýðsfulltrúi, sr.
Fjölnir Ásbjörnsson og leiðtogarnir.
LÁGAFELLSKIRKJA: Messa kl. 11.00
Prófastur Kjalarnesprófastdæmis, sr.
Gunnar Kristjánsson, setur sr. Ragnheiði
Jónsdóttur inn í embætti prests í Mos-
fellsprestakalli.
Einsöngur. Sigrún Hjálmtýsdóttir, Anna
Sigríður Helgadóttir og Hanna Björk Guð-
jónsdóttir.
Fiðluleikur: Hjörleifur Valsson.
Kirkjukór Lágafellssóknar. Organisti: Jón-
as Þórir. Altarisþjónusta: Sr. Gunnar Kristj-
ánsson, Sr. Ragnheiður Jónsdóttir, Þórdís
Ásgeirsdóttir, djákni og sóknarprestur Sr.
Jón Þorsteinsson.
Kirkjukaffi í safnaðarheimilinu, Þverholti
3. Athugið að sunnudagaskólinn fellur nið-
ur þennan dag. Sóknarprestur, sóknar-
nefnd
HAFNARFJARÐARKIRKJA:
Messa kl.11.00. altarisganga. Báðir
prestar þjóna. Aðalsafnaðarfundur eftir
messu í Hásölum. Gerð grein fyrir rekstri
kirkjunnar. Sunnudagaskólar á sama tíma
í Kirkju, Strandbergi og Hvaleyrarskóla.
VÍÐISTAÐAKIRKJA í Hafnarfirði: Barna-
guðsþjónusta kl. 11:00. Skemmtileg
stund fyrir alla fjölskylduna. Tónlistarguðs-
þjónusta kl. 14:00
Kór Víðistaðasóknar syngur létta söngva
undir stjórn Úlriks Ólasonar.
Undirleikur: Fróði Oddsson, gítar.
Björn Erlingsson, bassi.www.vidistada-
kirkja.is
FRÍKIRKJAN í Hafnarfirði: Barnasam-
koma kl. 11, umsjón hafa Hera, Sigríður
Kristín og Skarphéðinn. Kvöldvaka kl. 20,
yfirskrift hennar að þessu sinni er Mann-
réttindi. Kór kirkjunnar leiðir léttan og fal-
legan söng undir stjórn Arnar Arnarsonar.
ÁSTJARNARKIRKJA: Ástjarnarsókn, sam-
komusal Hauka á Ásvöllum, Barnastarf á
sunnudögum kl. 11.00 - 12.00. Djús, kex
og kaffi ásamt föndri og söngstund, að
vanda.
KÁLFATJARNARSÓKN: Kirkjuskóli í Stóru-
Vogaskóla á laugardögum kl. 11.15–
12.00. Messa í Kálfatjarnarkirkju sunnu-
daginn 14. mars 2004 kl. 11.00, ath.
breyttan messutíma sem er vegna beinn-
ar útsendingar í útvarpi.
VÍDALÍNSKIRKJA: Messa kl. 11.00.
Sunnudagaskólinn á sama tíma. Rann-
veig Káradóttir leikur á þverflautu, ásamt
organistanum, Jóhanni Baldvinssyni, en
kirkjukórinn leiðir almennan safnaðar-
söng. Sr. Friðrik J. Hjartar þjónar. Eftir
messuna verður boðið upp á kaffi og kök-
ur í safnaðarheimilinu, en umsjón þess
þáttar er að þessu sinni í höndum Æsku-
lýðsfélags Garðasóknar. Prestarnir.
BESSASTAÐASÓKN: Sunnudagaskólinn í
sal Álftanesskóla kl. 11.00. Ásgeir Páll og
Kristjana leiða skemmtilegt starf fyrir
börnin. Foreldrarnir eru velkomnir með
börnunum, en allir eru hvattir til að mæta.
Prestarnir.
BESSASTAÐAKIRKJA: Guðsþjónusta kl.
14.00. Álftaneskórinn leiðir safnaðar-
sönginn, en organisti er Hrönn Helgadótt-
ir. Sr. Friðrik J. Hjartar og Gréta Konráðs-
dóttir, djákni, þjóna. Kirkjuganga er
heilsubót. Fjölmennum til kirkjunnar. Allir
velkomnir. Prestarnir.
GRINDAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli
kl. 11:00 með Rútuferð til Keflavíkur.
Mæting til kirkju kl. 10:30 Messa kl.
14:00. Altarisganga Kaffihúsastemming í
safnaðarheimilinu að lokinni athöfn í um-
sjón fermingarbarna og foreldra þeirra.
Kaffiveitingar seldar á vægu verði. Sókn-
arnefnd og sóknarprestur
ÞORLÁKSKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11:00. Sóknarprestur
NJARÐVÍKURKIRKJA Sunnudagaskóli
kl.11. og fer hann fram í Ytri-Njarðvíkur-
kirkju. Börn sótt að safnaðarheimili kl.
10.45. Síðasta skiptið á þessum vetri.
Aðalsafnaðarfundur Innri-Njarðvíkur-
sóknar fer fram í safnaðarheimili kirkj-
unnar fimmtudaginn 18. mars. kl. 18.
Dagskrá; Venjuleg aðalfundarstörf. Íbúar
sóknarinnar eru hvattir til að mæta.
YTRI-NJARÐVÍKURKIRKJA: Sunnudaga-
skóli kl.11. Umsjón Ástríður Helga
Sigurðardóttir, sóknarprestur og Natalía
Chow Hewlett. Siðasta skiptið á þessum
vetri.
KIRKJUVOGSKIRKJA (HÖFNUM): Sunnu-
dagaskóli sunnudaginn 14. mars kl.13.
Umsjón Margrét H. Halldórsdóttir og
Gunnar Þór Hauksson.
KEFLAVÍKURKIRKJA: Sunnudagaskóli kl.
11 árd. (í síðasta skipti á þessu vori
vegna ferminganna).
Starfsfólk sunnudagaskólans: Elín Njáls-
dóttir, Margrét H. Halldórsdóttir, Arnhildur
H. Arnbjörnsdóttir, Einar Guðmundsson
og Sigríður Helga Karlsdóttir.Guðsþjón-
usta kl. 14 í stærri sal Kirkjulundar. Texta-
röð A, Sak. 12.10, Ef. 5. 1-9, Lk. 11. 14-
28 Prestur: Ólafur Oddur Jónsson. Kór
Keflavíkurkirkju syngur. Organisti: Hákon
Leifsson. Kirkjukaffi eftir messu. Sjá Vef-
rit Keflavíkurkirkju: keflavikurkirkja.is
ÍSAFJARÐARKIRKJA: Messa og altaris-
ganga kl. 11:00. Sunnudagaskóli á sama
tíma í safnaðarheimilinu. Arndís Ólafs-
dóttir predikar. Kór Ísafjarðarkirkju syngur.
Organisti er Hulda Bragadóttir. Sóknar-
prestur.
AKUREYRARKIRKJA: Sunnudagaskólinn
kl. 11 . Arna Valsdóttir sér um list-
vísindasmiðju fyrir börn og foreldra.
Messa kl. 14. Sr. Guðmundur Guðmunds-
son, sr. Svavar A. Jónsson og Valgerður
Valgarðsdóttir djákni þjóna fyrir altari. Sr.
Jón A. Baldvinsson vígslubiskup á Hólum
predikar. Kór Akureyrarkirkju syngur undir
stjórn Björns Steinars Sólbergssonar.
Kaffitónleikar Kórs Akureyrarkirkju eftir
messu. Æðruleysismessa kl. 20.30. Sr.
Elínborg Gísladóttir og sr. Magnús G.
Gunnarsson. Arna Valsdóttir, Eiríkur Bóas-
son og Stefán Ingólfsson sjá um tónlist-
ina. Kaffi í Safnaðarheimili að lokinni
messu. Allir velkomnir.
GLERÁRKIRKJA: Messa og barnasam-
vera kl. 11.00. sr. Gunnlaugur Garðars-
son þjónar. Organisti Hjörtur Steinbergs-
son. Jóhann Þorsteinsson flytur hugleið-
ingu og kynnir starf Gídeonfélagsins.
VILLINGAHOLTSKIRKJA Í FLÓA: Messa
kl. 13:30. Vænst er þátttöku fermingar-
barna og aðstandenda þeirra. Organisti
Eyrún Jónasdóttir. Eftir messu verður
aðalsafnaðfundur. Dagskrá: venjuleg
aðalfundarstörf. Kristinn Ág. Friðfinnsson.
HJÁLPRÆÐISHERINN á Akureyri: Kl. 11
sunnudagaskóli, kl. 16.30 bænastund,
kl. 17 almenn samkoma.
LJÓSAVATNSPRESTAKALL:
Þorgeirskirkja : Sameiginleg guðsþjón-
usta þriggja prestakalla (Grenjaðarstaða-,
Laufáss- og Ljósavatnsprestakalls) verður
sunnudaginn 14. mars kl. 14. Sameigin-
legur kór prestakallanna syngur,– sr. Gylfi
Jónsson prédikar, og sr. Þorgrímur Daní-
elsson og sr. Pétur Þórarinsson þjóna fyrir
altari. Safnaðarfólk úr þessum prestaköll-
um er hvatt til að sæka messuna. Kyrrðar-
stund mánudagskvöldið 15. mars kl. 20.
SVALBARÐSKIRKJA: Kyrrðarstund sunnu-
dagskvöldið kl. 21.
LAUFÁSPRESTAKALL: Munið sameigin-
legu messuna í Þorgeirskirkju á sunnu-
daginn kl. 14.
ODDAKIRKJA á Rangárvöllum: Messa kl.
11.00. Altarisganga. Sr. Skírnir Garðars-
son.
SKÁLHOLTSDÓMKIRKJA: Messa kl.
11.00. Sóknarprestur.
BRÆÐRATUNGUKIRKJA:
Guðsþjónusta kl. 14.00. Sóknarprestur.
SELFOSSKIRKJA: Messa kl. 11, unglinga-
kór kirkjunnar sér um sönginn, sunnu-
dagaskólinn á sama tíma. Léttur hádeg-
isverður að messu lokinni. Aftansöngur á
föstu þriðjudaginn 16. mars kl. 17.30.
Morguntíð sungin þriðjudag til föstudags
kl. 10, kaffisopi á eftir. Foreldrasamvera
miðvikudag kl. 11, æskulýðsfundur mið-
vikudag kl. 20.
HVERAGERÐISKIRKJA: Kl. 14:00 Fundur
með fermingarbörnum og foreldrum. Kl.
20:00 Tónleikar Kirkjukórs Hveragerðis-
og Kotstrandarsókna flytur fjölbreytta
kirkjutónlist m.a. Lofsönginn „Ég vil hefja
upp augu mín“ eftir Sveinbjörn Svein-
björnsson, „Heyr, ó Drottinn“, helgisöng
eftir Felix Mendelssohn-Bartholdy, og fleiri
verk. Stjórnandi er Jörg E. Sondermann.
Einsöngvari með kórnum er Margrét Bóas-
dóttir og flytur hún einnig nokkur
einsöngsverk. Julian Edward Isaacs leikur
með á píanó.
MOSFELLSKIRKJA í Grímsnesi: Föstu-
messa með altarisgöngu á miðvikudag kl.
20.30. Sr. Arngrímur Jónsson og sr. Guð-
mundur Óli Ólafsson annast messugerð-
ina ásamt sóknarpresti. Sr. Rúnar Þór
Egilsson.
ÁSSÓKN Í FELLUM: Kirkjuselið. Sunnu-
dagskóli kl. 11:00. Kvöldmessa kl.
20:30.
VALÞJÓFSSTAÐARSÓKN: Barnasamvera í
Valþjófsstaðarkirkju kl. 15:00.
SKEIÐFLATARKIRKJA Í MÝRDAL: Æsku-
lýðs- og fjölskylduguðsþjónusta, kl.
14:00. Almennur söngur - létt kirkjuskóla-
lög o.fl. Sögustund og mynd afhent. Undir-
leikari verður Kristín Björnsdóttir organ-
isti. Verum dugleg að mæta til kirkju og
sýnum í verki að við styðjum starfið í litlu
sveitakirkjunni okkar. Sr. Haraldur M.
Kristjánsson sóknarprestur.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURSKIRKJA:
Æskulýðs- og fjölskylduguðsþjónusta
verður kl. 11:00
Sólveig Halla Kristjánsdóttir cand.theol.
frá Lönguhlíð predikar.
Mikill og skemmtilegur söngur fyrir alla
fjölskylduna.
munu ásamt tíu til tólf ára starfinu
færa kirkjunni gjafir. Þannig að
það er margt spennandi og
skemmtilegt sem mun gerast í Ár-
bæjarkirkjunni á sunnudaginn 14.
mars kl. 11.00. Ekki má gleym að
Rebbi refur kemur og hefur eflaust
frá mörgu að segja eins og alltaf.
Viljum við í kirkjunni hvetja for-
eldra, afar og ömmur og alla þá sem
gaman hafa af líflegu starfi kirkj-
unnar að koma og eiga notalega
stund. Á eftir er boðið upp á rjúk-
andi heitt kaffi og ávaxtasafa og
meðlæti.
Kvöldvaka í Fríkirkj-
unni í Hafnarfirði
MANNRÉTTINDI eru yfirskrift
kvöldvöku á morgun kl. 20.
Af því tilefni mun Jóhanna K.
Eyjólfsdóttir frá Íslandsdeild Amn-
esty International koma í heimsókn
og tala til viðstaddra. Lesið verður
úr ritgerðum fermingarbarna þar
sem þau m.a. ræða vonbrigði sín og
kvíða vegna atburða víða um heim –
en einnig mikilvægi vonarinnar. Að
venju er tónlist í höndum Arnar
Arnarsonar, tónlistarstjóra kirkj-
unnar.
Barnakórar og
bandarísk hljómsveit
í fjölskyldumessu
FJÖLSKYLDUMESSA er í Lang-
holtskirkju á sunnudag kl. 11. Séra
Petrína Mjöll Jóhannesdóttir mess-
ar og organisti er Jón Stefánsson.
Tveir af barnakórum kirkjunnar
syngja, Kór Kórskóla Langholts-
kirkju undir stjórn Bryndísar Bald-
vinsdóttur og Graduale Futuri und-
ir stjórn Hörpu Harðardóttur.
Einnig leikur 60 manna sinfónísk
blásarasveit frá River Falls háskól-
anum í Wisconsin undir stjórn dr.
Kristin Tjornehoj. Hljómsveitin
heldur einnig tónleika í kirkjunni
sunnudagskvöld kl. 20.
Stoppleikhópurinn
og Hans klaufi í
Seltjarnarneskirkju
Í fjölskylduguðsþjónustu sunnudag-
inn 14. mars kl. 11 verður Hans
klaufi eftir H.C. Andersen sýndur í
leikgerð Stoppleikhópsins.
Leikararnir Eggert Kaaber og
Katrín Þorkelsdóttir eru vel kunn
fyrir frábæran leik sinn í þeim
barnaleikritum sem þau hafa sýnt
hér í kirkjunni, síðast í febrúar slóu
þau í gegn með Ósýnilega vininn.
Enn á ný eiga þau góðan sprett með
þessari nýju leikgerð á Hans klaufa.
Barnakór Seltjarnarness syngur
falleg lög undir stjórn Vieru Manà-
sek organista.
Verið öll hjartanlega velkomin!
Bjargarkaffi í
Óháða söfnuðinum
Á sunnudaginn kemur 14. marz kl.
14.00 verður hin árlega kaffisala
kvenfélagsins eftir fjölskylduguðs-
þjónustu í Óháða söfnuðinum til
styrktar líknarsjóði safnaðarins,
Bjargarsjóði.
Við orgelið hefur verið bætt við
tveimur nýjum röddum – úr 6 í 8 –
það tekið í gegn og stillt upp á nýtt,
og settar hurðir fyrir framan píp-
urnar til þess að stjórna tónstyrkn-
um. Verður orgelið tekið í notkun
við þessa fjölskyldumessu eftir
breytingarnar. Munu Margrét Grét-
arsdóttir og Ari Gústavsson syngja
tvísöng við undirleik Peter Máté
orgelleika ásamt kór safnaðarins.
Eru börn og unglingar sérstak-
lega hvött til þess að koma í fjöl-
skylduguðsþjónustuna, sem og aðr-
ir vitaskuld líka.
Freddie Filmore í
Fríkirkjunni Kefas
SUNNUDAGINN 14. mars verður
Freddie Filmore gestaprédikari í
Fríkirkjunni Kefas við Vatnsenda-
veg. Freddie Filmore er stofnandi
og forstöðumaður Freedom Min-
istries, kirkjunnar í Apopka í Flór-
ídafylki Bandaríkjanna. Hann er
með þætti á sjónvarpsstöðinni
Omega og einkennist þjónusta hans
af gleði og einlægni í Drottni Jesú.
Boðið verður upp á fyrirbænir í lok
samkomu. Eiginkona hans, Carroll
Filmore, er með í för og hefur hún
átt sérlega gott með að þjónusta til
kvenna. Samkoman hefst kl. 14.00
og eru allir hjartanlega velkomnir.
Tvískipt barnastarf er fyrir 1–6 ára
og 7–12 ára á samkomutíma. Kaffi
og samfélag eftir samkomu.
MESSUR/KIRKJUSTARF
Ástkær faðir minn, tengdafaðir, afi og langafi,
HÖGNI ÁGÚSTSSON,
Hrafnistu,
Reykjavík,
lést á Hrafnistu fimmtudaginn 4. mars.
Útförin hefur farið fram í kyrrþey.
Innilegar þakkir fyrir samúð og hlýhug.
Sérstakar þakkir til starfsfólks Hrafnistu fyrir
kærleiksríka umönnun.
Ágústa Högnadóttir, Eyjólfur Ólafsson,
Elín Ingibjörg Eyjólfsdóttir,
Júlíus Helgi Eyjólfsson, Svala Huld Hjaltadóttir
og Katrín Lilja Júlíusdóttir.
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og
afi,
GUÐMUNDUR PÁLMASON
jarðeðlisfræðingur,
Miðleiti 1,
Reykjavík,
lést á Landspítalanum við Hringbraut fimmtu-
daginn 11. mars.
Ólöf B. Jónsdóttir,
Magnús Atli Guðmundsson, Guðrún Torfhildur Gísladóttir,
Jón Pálmi Guðmundsson, Þórhildur Lilja Ólafsdóttir
og barnabörn.
Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi
og langafi,
HÚNBOGI ÞORLEIFSSON
húsasmíðameistari,
Hólagötu 41,
Ytri-Njarðvík,
lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja miðviku-
daginn 10. mars.
Jarðarförin auglýst síðar.
Einarína Jóna Sigurðardóttir,
Hannveig Valtýsdóttir, Páll Hlöðversson,
Ragnhildur Húnbogadóttir, Karl Tryggvason,
Áslaug Húnbogadóttir,
Þorleifur Húnbogason,
Guðný Húnbogadóttir,
Halldóra Húnbogadóttir, Árni Ingi Stefánsson,
Sólrún Henriksdóttir, Skúli Jóhannsson,
Ásgeir Húnbogason, Guðbjörg Ásbjörnsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BRAGI JÓNSSON
húsasmíðameistari
frá Mörk,
Vestmannaeyjum,
lést á Hrafnistu í Reykjavík fimmtudaginn
11. mars.
Sigríður Bragadóttir, Kjartan Lilliendahl,
Jón Trausti Bragason, Kristín Laufey Reynisdóttir,
Tómas Bragason, Sigrún Edda Sigurðardóttir,
Hermann Kristinn Bragason, Jóhanna Þorsteinsdóttir
og barnabörn.
Eiginmaður minn, bróðir, mágur og frændi,
JÓN ÁRNASON
bóndi og harmónikuleikari,
Syðri-Á,
Ólafsfirði,
lést að kvöldi miðvikudagsins 10. mars.
Útför hans fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju
laugardaginn 20. mars kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er bent
á Ólafsfjarðarkirkju og Krabbameinsfélgið.
Ingibjörg Guðmundsdóttir,
Ingi Viðar Árnason, Katrín Sigurðardóttir,
Árni Helgason, Sigurbjörg Ingvadóttir.