Morgunblaðið - 13.03.2004, Síða 59
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 13. MARS 2004 59
DAGBÓK
STJÖRNUSPÁ
Frances Drake
FISKAR
Afmælisbörn dagsins:
Þú ert vel gefin/n og fróð-
leiksfús og hefur mikinn
áhuga á heimspeki og trúar-
brögðum. Leggðu hart að
þér á þessu ári því þú munt
uppskera árið 2005.
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Merkúr er í merkinu þínu og
það fyllir þig löngun til að
tala við alla sem á vegi þínum
verða. Þér finnst þú hafa eitt-
hvað mikilvægt fram að færa.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Þú vilt halda hlutunum sem
mest út af fyrir þig í dag.
Þetta er góður tími til að líta í
eigin barm og skoða sjálfa/n
þig með gagnrýnum augum.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Gefðu þér tíma til að skoða
samband þitt við fólkið í
kringum þig í dag. Stefnirðu
að þínum eigin markmiðum
eða læturðu umhverfið hafa
of mikil áhrif á þig?
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Varastu að týna þér í smáat-
riðunum í vinnunni í dag.
Þetta er góður dagur til við-
ræðna við yfirmann þinn og
fólk í áhrifastöðum.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Þetta er góður tími til að
hefja einhvers konar nám.
Reyndu að auka þekkingu
þína og skilning á framandi
hugmyndafræði og menn-
ingu.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Þú munt líklega taka þátt í
samræðum um fjármál og
sameiginlegar eignir í dag.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Merkúr er beint á móti merk-
inu þínu og mun verða það
næstu vikurnar. Þetta veitir
þér tækifæri til að koma ýms-
um óvissuatriðum á hreint.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Þú ert að velta fyrir þér leið-
um til að bæta heilsu þína
með auknu hreinlæti, bættu
mataræði og meiri hreyfingu.
Þetta er af hinu góða.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Þú nýtur þess að vera ein/n
með sjálfri/sjálfum þér og
lesa, skrifa eða ráða kross-
gátur í dag. Það er eins og þú
þurfir svolítið frí frá um-
hverfi þínu.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Þú ert í nánari samskiptum
við foreldra þína en venju-
lega. Þú þarft líka á óvenju-
mikilli einveru að halda þessa
dagana.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Það er eitthvert eirðarleysi í
þér sem mun vara næstu
dagana. Þetta er því ekki
rétti tíminn til að taka það ró-
lega. Láttu hendur standa
fram úr ermum og gerðu það
sem gera þarf.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Þú ert að reyna að auka lífs-
gæði þín og eyðir því meiru
þessa dagana en þú ert vön/
vanur.
Stjörnuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindalegra staðreynda.
FYRSTU VORDÆGUR
Ljósið loftin fyllir,
og loftin verða blá.
Vorið tánum tyllir
tindana á.
Dagarnir lengjast,
og dimman flýr í sjó.
Bráðum syngur lóa
í brekku og mó.
Og lambagrasið ljósa
litkar mel og barð.
Og sóleyjar spretta
sunnan við garð.
– – –
Þorsteinn Gíslason.
LJÓÐABROT
ÁRNAÐ HEILLA
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
mars, er sjötug Hugrún
Kristinsdóttir, Hjúkr-
unarheimilinu Víðinesi.
70 ÁRA afmæli. Í dag,laugardaginn 13.
mars, er sjötugur Sigurður
Magnússon, fyrrverandi
rafmagnseftirlitsmaður,
kanslari í Þingstúku al-
þjóðareglu Góðtempara
IOGT í Reykjavík. Sigurður
er að heiman í dag.
„ANDSTÆÐINGARNIR
eru með þrjú grönd á
heilanum,“ segir Eddie
Kantar í inngangi sínum
að þraut dagsins, sem er
snýst um það að finna
réttu vörnina gegn
frekjulegum þremur
gröndum. Þetta er sveita-
keppni.
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
♠D109
♥872
♦ÁKG106
♣98
Austur
♠ÁG6
♥D95
♦932
♣KD74
Vestur Norður Austur Suður
Pass Pass 1 lauf 1 hjarta
Pass 2 tíglar Pass 2 grönd
Pass 3 grönd Allir pass
Lesandinn er í austur
og vestur kemur út með
spaðaþrist, fjórða hæsta.
Sagnhafi lætur níuna úr
blindum og gosinn heldur
(fjarkinn frá suðri). Hvað
nú?
Alla vega er sjálfsagt
að hlamma niður spaða-
ásnum í öðrum slag til að
kanna hvort útspil makk-
ers sé frá kóngnum
fjórða eða fimmta.
En ef vestur sýnir ekki
tvistinn væri glapræði að
spila spaða áfram – þá er
hætt við að austur ráði
ekki við þrýstinginn í
lokastöðunni:
Norður
♠D109
♥872
♦ÁKG106
♣98
Vestur Austur
♠K753 ♠ÁG6
♥G6 ♥D95
♦875 ♦932
♣6532 ♣KD74
Suður
♠842
♥ÁK1043
♦D4
♣ÁG10
„Góður makker á
hjartagosann í þessari
stöðu,“ segir Kantar, en
þá dugir að skipta yfir í
laufkóng í þriðja slag.
Við sjáum hvað gerist
ef vörnin tekur fjóra
spaðaslagi strax. Sagnhafi
tekur alla tíglana og sá
síðasti þvingar austur
með Dxx í hjarta KD í
laufi.
BRIDS
Guðmundur Páll
Arnarson
1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6
4. Ba4 d6 5. 0-0 Rge7 6. He1
Rg6 7. c3 Be7 8. d4 Bd7 9.
Rbd2 0-0 10. Rf1 exd4 11.
cxd4 b5 12. Bb3 Bg4 13. Be3
Ra5 14. h3 Rxb3 15. axb3
Bc8 16. Dc2 Bb7 17.
Rg3 Bf6 18. Rh5 Be7
19. d5 He8 20. Dc3
Bf8 21. Bg5 Dd7
Staðan kom upp á
Reykjavíkur-
skákmótinu sem
stendur nú yfir í
Ráðhúsi Reykjavík-
ur. Davíð Kjart-
ansson (2.267) hafði
hvítt gegn Stefáni
Bergssyni (2.036).
22. Bf6! Re5 svartur
hefði tapað drottn-
ingunni eftir 22. ...
gxf6 23. Rxf6+. 23.
Rxe5 dxe5 24. Rxg7! h6
hvítur hefði mátað eftir 24.
... Bxg7 25. Dg3. 25. Rxe8
Hxe8 26. Hac1 Ha8 27.
Dxe5 Kh7 28. Dg3 og svart-
ur gafst upp. Í dag er frí-
dagur á mótinu en 17. mars
nk. hefst atskákmót þar sem
Kasparov og Karpov verða á
meðal keppenda.
SKÁK
Umsjón Helgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik.
MEÐ MORGUNKAFFINU
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað.
Samþykki afmæl-
isbarns þarf að fylgja
afmælistilkynningum
og/eða nafn ábyrgð-
armanns og síma-
númer.
Fólk getur hringt í
síma 569-1100, sent í
bréfsíma 569-1329,
eða sent á netfangið
ritstj @mbl.is.
Einnig er hægt að
skrifa :
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1, 103
Reykjavík
Rannsóknir sýna að 28% af skurðaðgerðum eru ónauð-
synlegar, svo við tökum bara 72% af þessari ...
Erum að taka upp
glæsilegan sparifatnað
fyrir
fermingarnar
Dragtir - Jakkar -
Toppar - Kápur - Peysur
Buxur - Bolir - Pils
Fallegar vörur á góðu verði
Opnunartími mán. - fös. kl. 11-18 & lau. kl. 12-16
Hverafold 1-3
Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949
Fáðu fréttirnar
sendar í símann þinn