Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 6

Morgunblaðið - 14.03.2004, Side 6
FRÉTTIR 6 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Enn og aftur mætast fréttamenn og þingmenn. Þó að þeireigist við í Valsheimilinu lýtur leikurinn sömu lögmálumog í sjónvarpssal. Þegar hann hefst gengur boltinn á millimanna sem vilja helst ekki gef’ann. Þeir skjóta þegar færi gefst og koma sínu fram með ýmsum bellibrögðum; sumir meiri tuddar en aðrir. Það eina óvenjulega er hversu mikið þingmennirnir svitna. Þeir svitna ekki bara á enninu eins og í útsendingu heldur eru fötin vot í gegn. Nú eru það nefnilega þeir sem elta fréttamennina. Þingmenn eru með fullskipað lið og þingmenn á hliðarlínunni, sem eiginlega eru varaþingmenn. Þetta er fyrirkomulag sem þingmenn gjörþekkja. Þeir eiga í engum vandræðum með að skipta mönnum út af og inn á. Þess vegna er það að þegar Sigurður Kári Kristjánsson spyr Jón Gunnarsson hvort hann ætli ekki inn á, þá svarar Jón: – Það þarf einhver að fara út af fyrst. Annað gildir um starfsmenn Ríkisútvarpsins, sem eru vanari ævi- ráðningum. Þegar óskað er eftir skiptingu, hrópar sá sem er inni á vellinum að hann sé ekki þreyttur og heldur áfram að spila. Starfs- menn Ríkisútvarpsins eru ekki vanir tilhugsuninni um að hægt sé að skipta þeim út af, bara sisvona. Það er líka athyglisvert að við hliðarlínuna leyfa menn sér að gant- ast og brosa, en inni á vellinum stekkur engum bros. Þar eru allir háalvarlegir. Meira að segja Gísli Mar- teinn. Enda er þetta keppni. Þingmenn eru vanir að taka það alvarlega þegar þeir keppa með liði sínu. Vissulega eru þeir ekki í búningum í þingstörfum, en það er líka alveg óþarfi. Það vita allir að þeir skipta í lið eftir litum, alveg eins og í fótboltanum. Þess vegna hefði maður haldið fyrirfram að það gæti verið vanda- mál að velja lit á búninga þingmanna, en svo er ekki. Þeir spila í grænum treyjum. Þannig er það líka þegar kemur að því að mynda ríkisstjórn. Þá eru allir flokkar tilbúnir að spila í grænni treyju. Það þarf hins vegar ekki að koma á óvart að Ríkisútvarpið spilar í svört- um dómarabúningum. Auglýsingar frá fyrirtækjum eru upp um alla veggi, eins og verður einhvern tíma í þingsalnum, og fyrir miðju stendur stórum stöfum: „Stokkaðu upp fjármálin – með hagstæðari lánum“. Þrátt fyrir þessa áminningu er stemningin góð við hliðarlínuna, einkum þegar Stein- grímur J. Sigfússon stendur þar. Hann hvetur sína menn óspart áfram og er í raun synd að ekki séu leyfileg slík hvatningarhróp í þingsalnum: – Góð hugsun! – Fínt þetta, trufla, trufla! – Gott! – Sjálfur, sjálfur! – Fín vörn! – Tala saman! Skemmtilegast er að hlýða á spekingslegar greiningar á stöðunni á vellinum þegar menn eru komnir út af. Eflaust eru þær keimlíkar samræðunum í hliðarsölum þingsins. – Við þurfum að láta boltann ganga aðeins betur, segir Sigurður Kári. – Glampar í þessu, segir Steingrímur. – Við gerum okkur þetta svo erfitt, segir Sigurður Kári. Þrátt fyrir að Bjarni Benediktsson sé einn af ungu þingmönnunum, þá er hann gömul kempa úr Stjörnunni. Þetta er í þriðja skipti sem hann mætir í fótbolta með þingmönnum í vetur. Í fyrsta skipti togn- aði hann á nára, í annað skipti blæddi inn á lærið og nú pírir hann augun, því hann er ekki með linsurnar sínar. Í ofanálag er ökklinn ónýtur síðan í gamla daga. En röddin er í lagi: – Það þurfa tveir að skipta sér inn fyrir; við þurfum að draga vörn- ina í sundur! Ásgeir Friðgeirsson lítur yfir lúinn leikmannahóp þingmanna, sér vonarglætu og kallar inn á völlinn til sinna manna: – Þroskinn! En allt kemur fyrir ekki. Lið Ríkisútvarpsins siglir fram úr. Stein- grímur J. Sigfússon er tognaður á læri og haltrar út af. Hann grettir sig og dæsir: – Aaaææ... Þó hefði maður haldið að hann hefði séð það svart í stjórnarand- stöðu síðustu 13 ár í þinginu. Með langa reynslu af stjórnmálum og fótbolta hefur hann skilning á stöðu mála og segir: – Þeir eru dálítið ákafir að skjóta, ungu mennirnir, en þeir hafa snerpuna með sér. Morgunblaðið/Sverrir Stjórnmál og fótbolti SKISSA Pétur Blöndal fylgdist með kappleik Alþingis og RÚV. ÁRNI Magnússon félagsmálaráð- herra segir aðspurður að ekki komi til greina að setja þak á greiðslur úr Fæðingarorlofssjóði við mánað- artekjur á bilinu 150 þúsund til 200 þúsund krónur. „Ég hefði haldið að ef niðurstaðan yrði sú að setja á þak á fæðingarorlofsgreiðslur, sem ég útiloka ekki, þá yrði það að vera miklu hærra en þarna er um að ræða.“ Hann segir að með því að setja þak við 150 til 200 þúsund væri verið að ganga þvert á mark- mið fæðingarorlofslaga. Í skriflegu svari ráðherra við fyr- irspurn Gunnars Birgissonar, þing- manns Sjálfstæðisflokks, segir að heildargreiðslur úr Fæðingarorlofs- sjóði hafi numið rúmum 4,2 millj- örðum árið 2002. Skv. lögum um fæðingarorlof nemur mánaðarleg greiðsla Fæðingarorlofssjóðs til starfsmanns í fæðingarorlofi 80% af meðaltali heildarlauna síðustu tólf mánaða. Ekkert þak er á þeim greiðslum. Gunnar spurði ráðherra hvernig fyrrgreind útgjöld árið 2002 hefðu breyst ef þak hefði verið sett á greiðslur úr sjóðnum. Í svarinu kemur m.a. fram að um 947 millj- ónir hefðu sparast ef þak hefði ver- ið sett við 150.000 kr. mánaðarlaun. Þá hefðu sparast um 548 milljónir ef þak hefði verið sett við 200 þús- und kr. mánaðarlaun. Um 186 millj- ónir hefðu sparast ef þakið hefði verið við 300 þúsund kr. mánaðar- laun. Ráðherra skipaði nefnd sl. sumar sem hafði það hlutverk að setja fram hugmyndir um leiðir til að styrkja fjárhagslega stöðu sjóðsins. Er vonast til þess að niðurstöður hennar líti dagsins ljós innan tíðar. Félagsmálaráðherra um Fæðingarorlofssjóð Útilokar ekki þak á greiðslur STJÓRN Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í gær að sækja um leyfi stjórnvalda til að rannsaka hag- kvæmni vatnsaflsvirkjunar í Skjálf- andafljóti og fyrirheit um forgang að nýtingarleyfi, reynist virkjun þar hagkvæm. Þá ákvað stjórnin að leita eftir samvinnu við sveitarfélög í Borgarfirði um athugun á vatnasviði Hvítár, með mögulega virkjunar- kosti í huga. Skjálfandafljót var einn af þeim virkjunarkostum sem skoðaðir voru í rammaáætlun um nýtingu vatnsafls og jarðvarma og segir Guðmundur Þóroddsson, forstjóri OR, að þessi virkjunarkostur hafi komið mjög vel út hvað varðar hagkvæmni og um- hverfissjónarmið. Í fréttatilkynn- ingu kemur fram að OR viti ekki til þess að önnur orkufyrirtæki hafi sýnt virkjun þar áhuga. Goðafoss og Aldeyjarfoss í Skjálf- andafljóti eru báðir vinsælir ferða- mannastaðir. Guðmundur segir að virkjunin hefði ekki áhrif á Goðafoss, en vatnsrennsli í Aldeyjarfossi og Hrafnabjargarfossi myndi minnka talsvert á veturna, þar sem aðrennsl- isgöng fyrir virkjunina fara fram hjá þeim. Guðmundur segir að í ramma- áætluninni komi fram að mögulegt sé að stýra rennsli fossanna á sumrin, svo þeir njóti sín yfir ferðamanna- tímann, en vatni yrði safnað á vet- urna. Þessi virkjunarkostur er kenndur við Hrafnabjörg, rétt sunnan við Ald- eyjarfoss og Bárðardal. Hrafna- bjargavirkjun gæti verið um 100 MW og yrði vatni veitt úr um 25 ferkíló- metra uppistöðulóni fyrir ofan Hrafnabjörg. Guðmundur segir að þetta sé gamalt lónstæði, þarna hafi áður verið náttúrulegt lón sem áin hafi síðan grafið fram. Vilja eiga valkost fyrir orku- kaupendur framtíðarinnar Í rammaáætluninni segir að þessi virkjunarkostur gæti kostað um 12 milljarða króna. Guðmundur segir málið algjörlega á frumstigi. „Stjórn- in hefur einungis ákveðið að fara að leita leiða til að vinna að þessu, við erum að horfa á þetta sem eitthvað sem verður kannski eftir 10–15 ár,“ segir hann og bætir við að stjórnin vilji skoða þessa virkjun til að eiga einhvern valkost þegar gefist tæki- færi til að selja orkuna. Guðmundur segir að það sé mjög hagkvæmt fyrir Orkuveitu Reykja- víkur að reka vatnsaflsvirkjanir, þar sem auðveldara sé að geyma orku vegna dægur- og árstíðarsveiflna, en þegar um jarðhitavirkjanir er að ræða. Jarðhitavirkjanir henti vel sem grunnafl og þær sé best að reka á sem jöfnustu álagi. OR á tvær vatnsaflsvirkjanir, í Elliðaám og Andakíl. Stjórnin ákvað einnig í gær að leita eftir samvinnu við Borgfirðinga um að skoða mögulega virkjunarkosti í Hvítá. Orkuveitan hefur um 30 ára gamalt virkjunarleyfi í Kljáfoss, sem gæti gefið um 10 MW. Guðmundur segir að sú framkvæmd þyrfti þó að fara í mat á umhverfisáhrifum og skipulagsvinnu í sveitarfélaginu. Virkjun í Kljáfossi gæti staðið straum af aukningunni á almenna orkumarkaðinum í Reykjavík í 2–3 ár, en segir að einnig standi til að skoða aðra virkjunarmöguleika í Hvítá. Þar væri um að ræða rennsl- isvirkjanir, þar sem rennsli árinnar er mjög stöðugt. Skoða 100 MW virkjun í Skjálfandafljóti                                GUÐLAUGSSUND var þreytt af mörgum góðum sundköppum á föstudag til að minnast þess að tutt- ugu ár eru liðin síðan Guðlaugur Friðþórsson synti sex kílómetra leið í land þegar togbáturinn Hellisey sökk um sex kílómetra austur af Heimaey rétt fyrir miðnætti 11. mars árið 1984. Þessa hetjudáð hafa fáir leikið eftir, þótt íslenskir sund- kappar þreyti hana í upphituðum laugum kappanum til heiðurs. Einn þessara kappa er Kristján Gíslason, stjórnarformaður eignarhalds- félagsins Eykis, sem hefur nú í þrí- gang þreytt Guðlaugssund. Kristján ætlaði að taka þátt í Guð- laugssundinu í Eyjum í ár, eins og síðustu tvö ár, en komst ekki, þar sem Herjólfur fór hvergi vegna brælu og ekki var flogið til Eyja. Kristján brá því á það ráð að spreyta sig á næstbesta kostinum, hinni söltu Neslaug á Seltjarnarnesi. Þar svaml- aði hann alla leið, alls tvö hundruð og fjörutíu ferðir í tuttugu og fimm metra langri lauginni, með hend- urnar einar að vopni, þar sem hann á við bakmeiðsl að stríða. Synti hann því með fætur sína reyrða saman til að forðast verk í bakinu. „Þetta er sex kílómetra stanslaust sund, sumir taka þetta alvarlega og keppa við tímann, ég er einn af þeim,“ segir Kristján. „Þetta tók Guðlaug fimm klukkutíma á sínum tíma, sem er alveg frábært miðað við það umhverfi sem hann lenti í. Í ár var ég eina klukkustund og fimmtíu og þrjár mínútur, en vissulega var hvorki brim né brotsjór. Þetta gerir tæpar nítján mínútur á klukkutím- ann, en í fyrra voru þær átján.“ Besta fáanlega tækni mikilvæg Kristján segir sund Guðlaugs hafa verið eitt mesta afrek Íslandssög- unnar. „Það má ekki heldur gleyma því að fjórir einstaklingar dóu í þessu slysi. Þetta hlýtur að hafa ver- ið hrikalega átakanleg stund að finna fyrir félögum sínum hverfa einn af öðrum í sjóinn. Þetta eru hetjur okkar Íslendinga, tilvist okk- ar er undir þessum mönnum komin,“ segir Kristján. „Því má síðan við bæta að góður vinur minn, Sævar Brynjólfsson, aflaskipstjóri og trillukarl, bjarg- aðist giftusamlega fyrr í vetur fyrir tilstuðlan tækninnar, en hann var með sjálfvirkan tilkynninga- skyldubúnað. Skipverjar Helliseyjar hefðu líklega komist um borð í björgunarbát, hefði sjálfvirkur sleppibúnaður verið til staðar, svo ekki sé minnst á sjálfvirkan tilkynn- ingaskyldubúnað, sem er það öryggi sem hefur bæst við með auknum tækniframförum,“ segir Kristján. Guðlaugssundið þreytt á Nesinu Morgunblaðið/Jim Smart Kristján Gíslason lauk Guðlaugssundinu á klukkutíma og 53 mínútum.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.