Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 16

Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 16
16 SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Úrhelli, hvassviðri og vegaskemmdir. Það var vorlykt af vindum liðinnar viku. Vatnið flæddi um sveitirnar, vegfar- endum víða til ama, þótt börnin hafi gaman af að sulla í pollunum. Það hlánar á fjöllum, brum birtist á trjánum og skokkarar fagna hlýjunni. En þetta er líka tími efasemdamanna, sem sitja inni, horfa á regntaumana á rúðunni og bíða páskahretsins. Morgunblaðið/RAX Hvassviðri: Frændsystkinin Einar Ágúst Hjörleifsson, Hjörleifur Þór Steingrímsson og Guðleif Erna Steingrímsdóttir léku sér úti við bæinn Foss í Hrunamannahreppi. Þar var bæjarfossinn æði bólginn. Rispur Morgunblaðið/Árni Sæberg Riðið út: Elliðaárnar slæmdust yfir bakka sína næst Elliðavatni. Hestamenn láta stinningskalda og úrkomu ekki trufla útreiðar og þessi einmana knapi lét klárinn tölta lipurlega eftir reiðgötunni. Morgunblaðið/RAX Á flæðiskeri: Við Sólheima voru hrossin umflotin vatni; Stóra-Laxá ennþá stærri en venjulega. Morgunblaðið/Kristinn Á hlaupum: Með vindinn í bakið á Skothúsveginum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.