Morgunblaðið - 14.03.2004, Síða 25
ur hafi aukist og samkeppnin vaxið,
en það taki tíma hjá fyrirtækjum að
breyta vinnubrögðum sínum. Pálmi
tekur sem dæmi að afar margir tali í
farsíma undir stýri á bíl þrátt fyrir
að það sé bannað með lögum, en
ekkert sé gert í því. Eftir einhver ár,
þegar lögin verði búin að vera lengi í
gildi og fáir tali í farsímana við akst-
ur, þá verði þeir fáu sem brjóti af sér
sektaðir.
Hraður vöxtur eigin fjár Fengs
Spurður um eignamyndun Fengs,
og þar með hans sjálfs sem á meiri-
hluta félagsins, segir Pálmi að Feng-
ur hafi gengið mjög vel. Eigið fé
Fengs hafi farið úr um 500 milljón-
um króna þegar hann keypti félagið
í um 2.500 milljónir króna nú.
Eins og komið var inn á hér að
framan eiga félög Pálma stóra hluti í
fjölda fyrirtækja, og auk þeirra sem
þegar hafa verið nefnd má geta Innn
hugbúnaðarhúss og Mjallar-Friggj-
ar. Þetta hefur gerst á örfáum árum
og Pálmi er spurður að því hvernig
hann fari að því að fjármagna öll
þessi kaup. „Ég ætla ekki að upplýsa
nákvæmlega hvernig ég fer að
þessu, en þegar eigið féð vex úr 500
milljónum í 2.500 er greinilegt að
hagnaður hefur myndast. Ef þú
skoðar Flugleiðabréfin, en þau við-
skipti eru opinber, þá greiddi ég um
300 milljónir króna fyrir þau og þau
eru 1.100 milljóna króna virði í dag.
Þarna eru 800 milljónir í hagnað.
Hagnaður af Kaldbaksbréfunum er
um 400 milljónir króna og þarna eru
komnar 1.200 milljónir króna bara af
þessum tveimur skráðu félögum.
Svo hef ég verið lengi að selja og
kaupa,“ segir Pálmi og segir að
Fengur hafi selt töluvert af fasteign-
um á síðasta ári fyrir um 600 millj-
ónir króna, en félagið sé ekki lengur
í fasteignaviðskiptum.
Fjármögnun Fengs
Spurður að því hvort hann hafi
einnig fjármagnað fjárfestingar sín-
ar með erlendum lántökum segir
Pálmi að Fengur sé ekki mjög skuld-
sett félag og hann sé sjálfur mjög
íhaldssamur þegar komi að svona
hlutum. Hann segir að Skeljungur
sé svolítið sérstakur í þessu tilliti.
„Sú fjárfesting er svo stór að maður
dregur það fjármagn ekkert undan
koddanum. Þar þarf þess vegna að
taka lán fyrir kaupunum,“ segir
Pálmi og þar var það KB banki, við-
skiptabanki Pálma og seljandi Skelj-
ungs, sem fjármagnaði kaupin.
Spurður um umræðuna um erlend
lán í tengslum við yfirtökur félaga
segist Pálmi ekki sjá nein rök gegn
þeim. Það séu eignir á móti lánun-
um, þær fari vaxandi en gleymist í
umræðunni. Lántakan sé líka vegna
útrásar íslenskra fyrirtækja á er-
lenda markaði og fyrirtækjum á
borð við Baug og Bakkavör hafi orð-
ið mjög vel ágengt á því sviði, sem sé
mjög jákvætt fyrir Ísland.
Pálmi er að lokum spurður að því
hvernig hann fari að því að finna
tíma til að sinna öllum þeim fjöl-
breytilegu verkefnum sem hann er í,
en hann segir að það sé ekki vanda-
mál. Þetta sé meira spurning um að
halda áhuganum og skipuleggja tím-
ann. „Ég er alveg tilbúinn að byrja
snemma og vinna langan vinnudag,“
segir Pálmi, sem kvæntur er Höllu
Rannveigu Halldórsdóttur, sem
starfar hjá hugbúnaðarhúsinu Innn.
Saman eiga þau fjögur börn og seg-
ist Pálmi líka þurfa að finna sér tíma
frá amstri dagsins til að sinna fjöl-
skyldunni.
haraldurj@mbl.is
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 25
Styrkir eru veittir til öryrkja til hagnýts náms,
bóklegs eða verklegs, svo og til náms í hvers
konar listgreinum.
Einnig er heimilt að styrkja þá sem vilja hæfa
sig til starfa í þágu þroskaheftra.
Umsóknum skal skila til Öryrkjabandalags
Íslands, Hátúni 10, Reykjavík fyrir 30. apríl nk.
Allar nánari upplýsingar gefa
Guðríður Ólafsdóttir í vinnusíma 530 6700
Arnþór Helgason í vinnusíma 530 6700.
Styrkjunum verður úthlutað 10. júní.
Stjórn Námssjóðs
Sigríðar Jónsdóttur.
Námssjóður
Sigríðar Jónsdóttur
Umsóknir um styrki.
Stjórn Námssjóðs Sigríðar Jónsdóttur
auglýsir hér með eftir umsóknum um
styrki úr sjóðnum.
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
ÁSKRIFTARDEILD netfang: askrift@mbl.is, sími 569 1122