Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 27
Heimilisarnar eru stórmerkilegtef ekki stórfurðulegt fyrirbæri.
Eldurinn er sem kunnugt er ein af
allra stærstu uppfinningum mann-
kynsins. Það var ekki ónotalegt að
geta safnast saman á köldum kvöld-
um við bálið, auk þess sem menn
komust smám saman upp á lag með
að grilla á teini
veiðibráð sína og
elda sér grauta úr
hvers kyns grösum
og fræjum sem
safnað var saman
af ötulum höndum
(mig grunar að þar
hafi konuhendur
verið að verki). Jæja, svo liðu árin,
áratugirnir, árhundruðin og árþús-
undin. Allt til þess tíma þegar Íslend-
ingar komu sér upp hitaveitu og ekki
var lengur nein þörf fyrir logandi eld
í híbýlum þeirra, nema þá til að minn-
ast löngu liðinnar hefðar – að safnast
saman við eldinn, allur hópurinn, til
að hlýja sér og njóta samvistanna.
Ég hef aldrei búið í húsi þar sem er
arinn, og stundum hefur mér þótt
það leiðinlegt – jafnvel látið mig
dreyma um að láta gera arin í stofuna
mína.
Ég hef hins vegar lengi átt olíuofn.
Þegar hitaveitan brást á árum áður
og fólk sat norpandi undir ullartepp-
um, kappklætt og yljaði sér á hita-
pokum og heitu kaffi, þá ákvað ég að
fjárfesta í litlum olíuofni til þess að
vera viðbúin þegar næsta kuldakast
kæmi og hitaveitan brygðist. Slíkt
ástand hefur ekki skapast enn svo
olíuofninn hefur rykfallið í geymslu
allt til dagsins í dag – hefur aldrei
verið notaður.
Það er þó ekki svo að ég hafi aldrei
komist í kynni við heimilisarna, ég
hef verið gestkomandi í húsum sem
státa af þessu margfræga fyrirbæri,
sem svo mjög kemur t.d. við sögu í
enskum bókmenntum, enda eru ensk
hús afar köld og ekki vanþörf á arni.
Eitt sinn kom ég t.d. í hús til fólks
sem fest hafði kaup á ágætu húsi sem
var með „arni í stofunni“, eins og seg-
ir gjarnan í fasteignaauglýsingum.
Fólkið var nýflutt og með lítil börn
sem aðkallandi var að koma í rúmið
svo njóta mætti samfundanna.
Húsmóðirin, þreytt og lúin eftir
erfiðan dag, en stolt af hinum nýju
húsakynnum, bjó sig undir að svæfa
börnin en húsbóndinn, íklæddur
heimajakka bólstruðum, býður mér
sæti í stofunni og segir svo:
„Jæja, frú Guðrún, ættum við nú
ekki prófa að kveikja upp í arninum.“
„Það væri nú ekki úr vegi,“ svaraði
ég og að svo mæltu snaraðist hús-
bóndinn og sótti kubb til að kveikja í
og einnig uppkveikjuolíu í brúsa.
Hann hellti ótæpilega úr brúsanum
og bar svo eldspýtu að öllu saman.
Ekki er að orðlengja það að upp steig
mikið bál. Allt var nýmálað í stofunni
og eldurinn lýsti svo fagurlega upp
glæsileg híbýlin að unun var á að
horfa.
Nokkra stund sátum við í náðum
og horfðum á eldinn, eins og forfeð-
urnir löngu liðnu gerðu víst gjarnan
við ýmis tækifæri – samanber ráð-
legginguna til þeirra sem líður illa:
„Sittu við eld og gakktu með sjó“.
En ekki höfðum við lengi setið þeg-
ar ljóst var að ekki var allt sem skyldi
með arininn. Eldurinn magnaðist sí-
fellt og jafnframt tók að leggja svart-
an reyk frá eldstæðinu. Reykjar-
strókurinn vafði sig upp eftir
hvítmáluðum veggjunum og áður en
varði voru þeir orðnir gráir og síðan
nálguðust þeir óðfluga að verða kol-
svartir.
Okkur tveimur í stofunni brá mjög.
„Nú verður konan ekki ánægð,“
sagði húsbóndinn fljótmæltur, sótti í
miklu hasti vatn í könnu og slökkvi-
starfið hófst.
Þegar eldurinn var slokknaður eft-
ir langa mæðu var ljóst að hann hafði
valdið miklum skaða.
Ég fékk lánaða gúmmíhanska og
fötu sem ég fyllti af vatni og sápu og
við hófum að þrífa veggina með tusk-
um. Ekki gekk það vel, sótið dreifðist
um í flekkjum. Þá náðum við í
gluggasprey og það gerði hvítar
skellur í dökka flekkina.
Ég ætla ekki að reyna að lýsa
svipnum á hinni stoltu húsmóður sem
í þessum svifum kom inn í stofuna
eftir að hafa svæft börnin.
Síðar kom í ljós að það hafði ekki
verið opnað fyrir loftgat í arninum og
því fór sem fór.
Síðan hef ég mörg kvöldin setið
glöð við hitaveituofnana mína og
íhugað að losa mig við rykfallna olíu-
ofninn við tækifæri – hver veit hvern-
ig færi ef kveikt væri á honum.
ÞJÓÐLÍFSÞANKAR/ Er svo slæmt að hafa bara hitaveituofnana?
Við heimilisarininn
eftir Guðrúnu
Guðlaugsdóttur
Landsvirkjun hefur sett á stofn sjó› til styrktar nemendum á fram-
haldsstigi háskólanáms (meistara- og doktorsnám) sem eru a› vinna
a› lokaverkefnum sínum og ver›a styrkir veittir úr sjó›num árlega.
Ákve›i› hefur veri› a› verja samtals 3 milljónum króna í námsstyrki á
flessu ári og ver›ur fyrstu styrkjunum úthluta› í maí næstkomandi.
Hver styrkur ver›ur a› lágmarki 400 flúsund krónur.
Markmi› me› námsstyrkjunum er a› efla menntun og hvetja til
rannsókna á hinum margvíslegu svi›um sem tengjast starfsemi
Landsvirkjunar. Umsækjendur eru sérstaklega hvattir til a› kynna sér
hina fjölbreyttu starfsemi Landsvirkjunar á vefsí›u fyrirtækisins.
Styrkjunum er ætla› a› standa undir hluta af kostna›i vi› lokaverkefni
sem hafi› er e›a mun hefjast á flessu ári. Umsækjendur flurfa a› leggja
fram l‡singu á verkefninu, me›mæli lei›beinanda og rökstu›ning fyrir
flví a› verkefni› tengist starfsemi Landsvirkjunar.
Umsóknum ásamt fylgigögnum skal skila á skrifstofu Landsvirkjunar,
Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, merktum:
„NÁMSSTYRKIR LANDSVIRKJUNAR 2004“.
Umsóknarey›ublö› og nánari uppl‡singar um styrkveitinguna og starf-
semi Landsvirkjunar er a› finna á vefsí›u Landsvirkjunar, www.lv.is.
Einnig veitir Ólöf Nordal upplýsingar í síma 515 9000 og olof@lv.is.
Umsóknarfrestur er til 5. apríl 2004.
Öllum umsóknum ver›ur svara› og fari› me› flær sem trúna›armál.
Styrkir til nema
á framhaldsstigi
háskólanáms
Landsvirkjun er í hópi stærstu fyrir-
tækja landsins. Tilgangur fyrirtækisins
er a› stunda starfsemi á orkusvi›i
ásamt annarri vi›skipta- og fjármála-
starfsemi. Hjá Landsvirkjun starfa um
330 starfsmenn me› mjög fjölbreytta
menntun.
Forgangsverkefni fyrirtækisins eru
m.a. a› taka flátt í fyrirhugu›um breyt-
ingum á skipulagi orkumála til a›
tryggja stö›u Landsvirkjunar á orku-
marka›i og efla gæ›a- og umhverfis-
stjórnun. Mikil áhersla er lög› á nú-
tíma mannau›sstjórnun me› áherslu á
flekkingarstjórnun, fjölskylduvænt
starfsumhverfi, jafnrétti og tækifæri til
starfsflróunar.
L a n d s v i r k j u n a u g l ‡ s i r e f t i r u m s ó k n u m u m s t y r k i v e g n a m e i s t a r a - e › a d o k t o r s v e r k e f n a
RAFMAGN Á ÍSLANDI 1904–2004
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I Y
D
D
A
•
0
1
4
1
4
•
s
ia
.i
s
N
O
N
N
I
O
G
M
A
N
N
I
I
Y
D
D
A
•
N
M
1
1
5
5
0
•
sia
.is
Flug
og m
ynd
á næ
stu le
igu
Skafmiði fylgir hverri mynd
100 stórborgarferðir!
100.000 vinningar!