Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 29

Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 29 Tækniþróunarsjóður Kynningarfundur í Húsi atvinnulífsins 16. mars Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, www.rannis.is Tækniþróunarsjóður boðar til opins kynningarfundar í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, þriðjudaginn 16. mars kl. 8:30-10:00. Fundurinn er ætlaður væntanlegum umsækjendum, en umsóknarfrestur í sjóðinn er til 15. apríl. Dagskrá: Hans Kr. Guðmundsson, forstöðumaður Rannís, er fundarstjóri. Sigríður Ólafsdóttir, varaformaður stjórnar Tækniþróunarsjóðs, gerir grein fyrir hlutverki sjóðsins. Hörður Jónsson, verkefnisstjóri Tækniþróunarsjóðs, fjallar um umsóknar- og matsferli sjóðsins. Boðið verður upp á morgunverð á fundinum. Tækniþróunarsjóður er nýr sjóður, sem heyrir undir iðnaðarráðherra og starfar samkvæmt lögum nr. 4/2003 um opinberan stuðning við tækniþróun og nýsköpun í þágu atvinnulífsins. Sjóðurinn fjármagnar nýsköpunarverkefni í samræmi við meginstefnu Vísinda- og tækniráðs. Umsækjendur geta verið fyrirtæki, einstaklingar, rannsóknastofnanir og háskólar. meðhjálpari í Strandarkirkju, sagði mér líka margar sögur, hann var m.a. álfatrúar og sló ekki ýmsa bletti í landareigninni. Ég var mikið með honum, Rafn vildi að ég yrði prestur og líklega hefur hann haft talsverð áhrif á mig í þá átt – í það minnsta fór ég um tíma í guðfræði eftir að ég lauk stúdentsprófi. Ég var á þriðja ári þegar foreldrar mínir fluttu til Hveragerðis. Elstur fimm systkina fann ég fljótt til ábyrgðar. Við bjuggum við skálda- götuna Frumskóga og mína fyrstu vasapeninga vann ég mér inn með því að vísa ferðamönnum á garð Krist- manns Guðmundssonar, sem var rétt hjá okkar húsi. Í Hveragerði átti ég glöð og góð uppvaxtarár.“ Átti gott athvarf í Þorlákshöfn „Þegar ég var kominn undir ferm- ingu flutti fjölskyldan í Þorlákshöfn. Þar fór nú svo að foreldrar mínir slitu samvistum, móðir mín var heilsuveil og fór til Reykjavíkur til lækninga en pabbi hélt heimili fyrir okkur í Þor- lákshöfn í einn vetur. Þá flutti hann suður en ég var í vinnu í Þorlákshöfn og var þar því áfram. Í þann tíma var aðeins kennt til loka annars bekkjar þar og ég var því hættur í skóla. Ég átti gott athvarf í Þorlákshöfn eftir að fólkið mitt flutti suður þegar ég var 16 ára. Foreldrar vinkonu systur minnar opnuðu mér heimili sitt og ég var hjá þeim í nokkurn tíma. Ég var einnig mikið viðloðandi hjá þeim meðan á skólanámi mínu stóð og held góðu sambandi við þetta fólk enn í dag, enda hef ég kallað þessi hjón fósturforeldra mína. Þau heita Ketill Kristjánsson frá Felli í Biskupstungum og Ingibjörg Einars- dóttir frá Kjarnholtum í sömu sveit. Ekki síst Ingibjörg hvatti mig til að sækja um vist í Héraðsskólanum á Laugarvatni. Ketill hafði verið bryggjuvörður í Þorlákshöfn um tíma og var síðar með afgreiðslu Herjólfs, hjá honum vann ég um tíma við að af- greiða Herjólf. Hann hafði þó ekki forgöngu um að ég færi á sjóinn. Ég vissi að sjómennskan gæfi vel í aðra hönd og var að safna mér fyrir skóla- gjöldum, þess vegna réð ég mig á netabát.“ Skólaárin á Laugarvatni voru skemmtileg „Ég fór svo á Laugarvatn þar sem mér líkaði ágæta vel. Ég tel það mjög þroskandi fyrir fólk að fara á heima- vistarskóla, það eykur mönnum sjálf- stæði og félagsþroska. Eftir að ég lauk námi í héraðsskól- anum fór ég til náms við Menntaskól- ann á Laugarvatni. Þar átti ég skemmtilegan tíma og komst í kynni við marga ágæta menn, sem ég hef haldið góðu sambandi við allt fram á þennan dag. Ég hafði marga góða kennara, t.d. í íslensku, þá Kristin Kristmundsson, Ólaf Briem og Har- ald Matthíasson. Í menntaskóla stundaði ég íþróttir og einnig spilaði ég mikið brids. En það dró smám saman úr spila- mennskunni eftir stúdentsprófið. Ég var á sjónum á sumrin, á hum- ar- og trollbátum. Ekki það að ég hefði mikinn áhuga á sjómennskunni en þetta gaf góðan pening. Eftir stúd- entsprófið fór ég enn á netabát. Öll árin mín á sjó datt mér aldrei í hug að slys myndi henda mig. Ég er varkár og með á hreinu að það þarf að leggja alúð við það sem verið er að gera hverju sinni. Haustið eftir stúdentsprófið fór ég svo í guðfræði í Háskóla Íslands. Ég var ekki lengi í því námi, ég hafði lít- inn bakstuðning og fjárráðin ekki góð þannig að ég ákvað að hætta eftir jan- úarprófin. Ég fór til Þorlákshafnar til fólksins míns þar og mér bauðst pláss á sjó á bát sem gerður var út þar eystra. Ég ákvað að slá til og var á sjó næstu árin.“ Kynntist konunni í Kennaraháskólanum „Svo ákvað ég að nóg væri komið af sjómennskunni og tími væri kominn til að nota stúdentsprófið. Ég skráði mig í Kennaraskólann og ekki hafði ég verið þar lengi þegar ég fór að vera með konunni minni, Helgu Konráðs- dóttur. Ég hafði reyndar komið auga á hana fyrr – á Hornafirði þar sem ég var til sjós um tíma. Við vorum skólasystkin í Kennara- skólanum, lukum prófi sama árið og kenndum einn vetur á Dalvík. Við eig- um tvær dætur, önnur fæddist meðan við vorum í Kennaraskólanum en hina eignuðumst við sjö árum síðar. Eftir Dalvíkurveruna fórum við til Noregs. Heimilisfræði var aðalfag konunnar minnar í Kennaraháskól- anum og hún vildi bæta við sig í því námi. Ég ætlaði hins vegar að vinna. Það fór þó öðruvísi – við gátum ekki fengið húsnæði á stúdentagörðum í Kringsjá nema ég væri í námi líka. Ég skráði mig í norsku og tók próf um áramótin en svo hætti ég og fór að vinna. Ég var aðstoðargarðyrkju- maður þarna um sumarið og vann líka við ræstingar.“ Aftur á sjóinn á Ísafirði „Eftir vetrardvöl í Noregi fluttum við til Ísafjarðar og þar fór ég aftur á sjóinn, tekjurnar voru miklu betri í því en í kennslunni – en konan kenndi. Ég hef raunar ekki kennt nema fimm vetur á þeim tuttugu árum sem liðin eru frá því ég lauk kennaraprófi. Við hjónin fórum síðar til Danmerk- ur og þar var ég um tíma í verslun- arháskóla en það fag var mér ekki að skapi og ég var einmana innan um Danina þótt þeir væru mjög almenni- legir. Ég hætti því og fór að vinna við ræstingar þar eins og forðum í Noregi. Ég hef alltaf verið tilbúinn til þess að vinna við hvað sem er, ég var meira að segja um tíma „ruslakarl“ í Kópavogi. Eftir að við komum heim frá Dan- mörku eftir þriggja ára dvöl þar, fór ég á sjóinn og var á ýmsum bátum, síðast réð ég mig á Eldhamar frá Grindavík til bráðabirgða.“ Breytt staða „Nú er staðan breytt, ég hafði reyndar hugsað mér að breyta til, fannst sjómennskan ekki vera lengur fyrir mig og var farinn að hugsa til þess að hætta. Eftir þetta slys er ljóst að ég sný mér í aðrar áttir. Ég hef verið að íhuga að fara í háskólann í haust ef vel gengur, annaðhvort að læra til djákna eða fara í íslensku – þetta ræðst þá af því hverju fram vindur með vinstri fótinn. Ég á enn mína barnatrú og hún hefur hjálpað mér mikið í þeim erf- iðleikum sem yfir mig hafa dunið. Fyrst eftir að ég kom til meðvit- undar eftir slysið hugsað ég mikið aft- ur og leið andlega illa. En nú er ég hættur að hugsa um það sem gerðist, heldur horfi fram á veginn. Það eru fyrir hendi ýmis ráð til þess að menn eins og ég geti gegnt fullu starfi úti á vinnumarkaðinum. Ég hef fengið að- hlynningu frá geðlækni og presti og það hefur gert mér gott, hjálpað mér til að kveðja þennan part af mér sem ég missti, ég hef gengið í gegnum ákveðið sorgarferli. Svo verð ég að taka gervifótinn í sátt, gera hann að hluta af mér. Skrítið þykir mér þó að hann fær hvíld á nóttunni, ég mun þurfa að taka hann af mér þegar ég sef. Niðurstaða mín er sú að þetta hefði getað verið verra. Ég ákvað strax við slysið að ég ætlaði ekki í sjó- inn og mér tókst að halda mér á borð- stokknum og beið þess þar sem verða vildi. Slæmt er þó að hugsa til þess að ef ég hefði verið í öryggisstígvélum þá hefði ég ekki misst fótinn.“ Þyrfti að lögbinda að sjómenn notuðu öryggisstígvél „Það þyrfti að lögbinda að sjómenn væru í öryggisstígvélum við verk sem þetta. Það er athyglisvert að þrátt fyrir alla þá tæknivæðingu sem orðið hefur á umliðnum árum hefur slysum til sjós ekki fækkað að sama skapi. Því er ekki að neita að sjómennska er áhættusamt starf. Ef menn ætla að vera sem öruggastir ættu þeir ekki að gera sjómennsku að ævistarfi.“ Verðum vonandi ráðsett kennarahjón „Slysið sem ég lenti í á Eldhamri og allt sem því hefur fylgt hefur ekki verið auðveld reynsla fyrir konuna mína. Hún er í háskólanum að taka diplómu í námsráðgjöf. Nú bendir því ýmislegt til þess að við verðum ráð- sett kennarahjón er tímar líða fram. Við höfum haft gaman af að breyta til og leyft okkur að halda stundum á vit ævintýranna. En líklega er sá tími lið- inn. Við tekur vonandi lífsganga á ein- um styrkum fæti og öðrum gervifæti. Hana ætla ég að feta ótrauður,“ segir Sigmar og brosir sínu einlæga brosi. Bjartsýni hans, æðruleysi og hug- prýði mun vaflaust gera honum þá göngu auðveldari en hún yrði mörg- um öðrum við slíkar kringumstæður.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.