Morgunblaðið - 14.03.2004, Qupperneq 39
Kópavogskirkja: Fjölskyldu- og æsku-
lýðsguðsþjónusta kl. 11.00. Börn úr 5.
bekk Kársnesskóla syngja undir stjórn
Þórunnar Björnsdóttur kórstjóra. Krakk-
ar úr barna- og æskulýðsstarfi kirkjunn-
ar taka virkan þátt í guðsþjónustunni.
Undirleik annast Örn Ýmir Arason sem
spilar á kontrabassa, Þorkell Helgi Sig-
fússon sem leikur á selló, Viktor Árna-
son og Páll Palomares spila á fiðlur.
Messa kl. 14.00. Fermingarbörn og for-
eldrar þeirra eru hvött til þátttöku en
fundur verður með þeim í Borgum eftir
messu. Séra Ingþór Indriðason Ísfeld
predikar og þjónar fyrir altari ásamt
sóknarpresti. Félagar úr kór Kópavogs-
kirkju syngja og leiða safnaðarsöng.
Organisti Guðmundur Ómar Óskars-
son. Sr. Ægir. Fr. Sigurgeirsson.
Háteigskirkja. Eldri borgarar. Fé-
lagsvist á morgun í Setrinu kl. 13.
Skráning í síma 511 5405.
Árbæjarkirkja. Kl. 20 Lúkas, æsku-
lýðsfélag Árbæjarsafnaðar, með fundi í
safnaðarheimilinu.
Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20.
Tekið er við bænarefnum alla virka
daga frá kl. 9-17 í síma 587 9070.
Hjallakirkja. Æskulýðsfélag fyrir 9. og
10. bekk kl. 20. Mánudagur: Æsku-
lýðsfélag fyrir 8. bekk kl. 20.
Bessastaðasókn. Sunnudagaskólinn
er í sal Álftanesskóla kl. 11. umsjón
með sunnudagaskólanum hafa Krist-
jana og Ásgeir Páll. Allir velkomnir.
Þorlákskirkja. TTT-starf í kvöld sunnu-
dag kl. 19.30.
Krossinn. Almenn samkoma að Hlíða-
smára 5 kl. 16.30. Allir velkomnir.
Fríkirkjan KEFAS, Vatnsendabletti
601. Í dag er samkoma kl. 14.00.
Freddie Filmore frá Bandaríkjunum er
gestaprédikari. Lofgjörð og fyrirbænir.
Tvískipt barnastarf fyrir 1-6 ára og 7-12
ára á samkomutíma. Kaffi og samfélag
eftir samkomu. Allir eru hjartanlega vel-
komnir. Nánari upplýsingar á www.ke-
fas.is.
Fíladelfía. Almenn samkoma kl. 16:30.
Ræðumaður Glenn Kaiser.
Gospelkór Fíladelfíu leiðir í söng. Fyr-
irbæn í lok samkomu. Barnakirkja á
sama tíma. Miðvikudaginn 17. mars kl.
18:00-20:00 er fjölskyldusamvera
með léttri máltið, kl. 20:30 eru lofgjörð-
artónleikar með Glenn Kaiser - miða-
salan er hafin. Fimmtudaginn 18. mars
kl. 15:00 er samvera eldri borgara.
Allir eldri borgarar velkomnir. Fimmtu-
daginn 18. mars kl. 20:30 eru blues-
tónleikar með Glenn Kaiser, miðasalan
er hafin. Bænastundir alla virka
morgna kl. 06:00.
filadelfia@gospel.is www.gospel.is
Safnaðarstarf
KIRKJUSTARF
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 39
KÆRI lesandi.
Ég vil byrja þennan þátt með
því að bjóða þér gleðilegt gróðurár
og þakka kærlega liðin ár. Við höf-
um verið samferða hér á síðum
Morgunblaðsins í áratugi og þeir
eru margir sem hafa komið að
Blómi vikunnar fyrir hönd Garð-
yrkjufélags Íslands á
þessu tímabili og von-
andi að svo verði enn
um sinn.
Það er alls ekki
ótímabært að hefja
pistlaskrifin því það er
allt komið á fleygiferð í
garðinum. Við erum
stundum að kveina yfir
að við séum á mörkum
hins byggilega heims,
það ætti eiginlega eng-
inn að búa á þessu
skeri, hér sé myrkur
hálft árið og hitinn fari
varla nokkurn tímann
yfir frostmark. Ef þetta
er rétt þá er eins og
gróðurinn viti ekki af
því, að minnsta kosti ekki garða-
gróðurinn. Veturinn er misjafnlega
langur þótt ekki sé það svo sam-
kvæmt almanakinu, fyrsti vetr-
ardagur og fyrsti sumardagur eru
á sínum vissa stað. Það er oft erf-
itt að fastsetja hvenær haustinu
lýkur eða vorið byrjar, en ef mig
misminnir ekki því meira, þá voru
blómstrandi stjúpur úti í garði 15.
nóvember og 15. febrúar voru
bæði vetrargosar og krókusar
blómstrandi í garðinum mínum.
Það eru þessi litlu vorblóm sem
mér finnast alveg ómissandi í
garðinn. Það eru þau sem hvísla að
okkur að vorið sé á næsta leiti,
bara að bíða enn nokkrar vikur þá
komi betri tíð með blóm í haga og
á meðan skuli þau lífga upp á til-
veruna.
Langsamlega flest þeirra blóma,
sem eru fyrst á ferðinni síðvetrar
eða snemmvors, ganga undir safn-
heitinu laukar. Þetta er þó meira
en lítið villandi; það er líka til ætt-
kvíslin laukar, sem heitir Allium á
latínu, og til að mynda krókusar
og vetrargosar, túlipanar og
páskaliljur eru alls ekki af lauka-
ættkvíslinni en eru þó kannske
fyrst og fremst þær plöntur, sem
við eigum við þegar við tölum um
lauka svona almennt. Til að bíta
höfuðið af skömminni eru þessi
blóm, sem oftast eru fyrstu boð-
berar vorsins, alls ekki kölluð vor-
laukar heldur haustlaukar. Vor-
laukar eru dalíur, gladíólur og
begóníur, svo nokkuð sé nefnt.
Orðið haustlaukar vísar til þess að
þessir „laukar“ eru settir niður á
haustin og þola ágætlega að bíða í
moldu þótt frost sé og snjór, en
um leið og Vetur konungur fer að
láta nokkurn bilbug á sér finna,
spretta upp hvítir, gulir, ljósbláir
eða lillabláir blómflekkir.
Fyrstu krókusarnir geta verið á
ferðinni um miðjan febrúar þótt
það sé nú frekar undantekning, en
þeir síðustu eru að blómstra um
miðjan maí. Krókusar eru upp-
runalega fjallaplöntur og vaxa
villtir í Suður-Evrópu, austur um
Litlu-Asíu, alveg austur í Íran. Það
eru líklega til 70–80 mismunandi
tegundir af krókusum, en við
ræktun hafa fengist fram fjölmörg
afbrigði og blendingar. Þeir krók-
usar, sem mest eru ræktaðir hér á
Íslandi, eru tiltölulega stórblóma
afbrigði af vorkrókus, Crocus
vernus, sem stundum er líka kall-
aður garðakrókus. Það eru hins
vegar ýmsir villikrókusar, sem eru
fyrstir á ferðinni, eins og trygg-
ðakrókus, C. chrysanthus, eða
balkankrókus, C. tommasinianus.
Þessir villikrókusar eru smávaxnir
en oft enn skrautlegri en þeir stór-
blóma.
Það er ótrúlega
skemmtilegt að
fylgjast með vexti
krókusanna. Fyrst
koma upp úr mold-
inni ljósgrænir
broddar og smám
saman sést að þetta
eru blöðin, líkust
grasstráum í laginu,
en með mjög ein-
kennandi, hvíta rönd
eftir endilöngu
miðju blaðinu. Fljót-
lega kemur líka ann-
ar broddur í ljós,
það er sjálft blómið,
sem er umlukið
mjög ljósri himnu,
meðan það er að ryðjast upp úr
moldinni. Ef það kemur frostakafli
um það leyti sem krókusarnir eru
að líta dagsins ljós, stoppa þeir
bara í rólegheitum og bíða eftir að
hlýni á ný, þessi hvíta himna er
nánast eins og dúnsæng utan um
blómið. Það er hins vegar verra ef
það kemur langur frostakafli eftir
að blómið er fullsprungið út, þá er
hætt við að illa fari, þótt plöntusaf-
inn sé nánast eins og frostlögur.
Krókusblómið er dálítið sér-
stakt, blómblöðin eru sex en ekki
sérstök bikarblöð og krónublöð.
Hjá villikrókusunum er ytri hlið
blómblaðanna oft öðru vísi á litinn
en sú innri, þannig að blómið virð-
ist skipta litum eftir veðri, því það
opnar sig í sólskini og er lokað í
dimmviðri. Það eru þó ekki allt
blómið sem kemur upp úr mold-
inni, eins og við eigum yfirleitt að
venjast, egglegið er neðanjarðar.
Hjá krókusum er skordýrafrjóvg-
un algengust; ákveðnar tegundir af
býflugum sjá um þann þátt máls-
ins, a.m.k. í útlöndunum. Ef sólin
lætur hins vegar ekki sjá sig getur
farið svo að flugurnar komist alls
ekki að og þá grípur krókusinn til
sjálffrjóvgunar. Þetta segja þeir í
blómabókunum. Hvernig sem því
er farið þá þroskast fræið og þeg-
ar það er fullþroska hefur fræ-
hirslan náð að vaxa upp úr mold-
inni. Ég var lengi að átta mig á að
þetta væri raunverulega fræhirsla,
ekki vísir að nýju blómi. Einhvern
tímann ætla ég að safna krók-
usfræi og prófa að sá til þeirra, en
fræsáning er þó ekki aðal fjölg-
unarleið krókusa. Það að mynda
blómin og blöðin eins og krókusar
gera krefst mikillar orku og krók-
ushnýðið visnar upp þegar líður á
sumarið, þannig að sama hnýðið
getur ekki blómstrað aftur að
sumri. En náttúran sér um sig.
Nýir smálaukar myndast ofan á
gamla hnýðinu. Því er mikilvægt
að leyfa blöðunum að vaxa þótt
blómguninni sé lokið. Því aðeins
getur nýja hnýðið þroskast nægi-
lega til að blómstra að ári. Þegar
laufið er farið að visna er hins veg-
ar um að gera að fjarlægja það, nú
er hnýðið lagst í dvala og liggur
rólegt í moldinni og bíður eftir
betri tíð með blóm í haga næsta
vor.
Villikrókusar
Vorkrókus – C. vernus og tryggðakrókus – C. chrys.
VIKUNNAR
BLÓM
Um s j ó n S i g r í ð u r
H j a r t a r
506. þáttur
S.Hj.
Málefni samkyn-
hneigðra rædd í
kvöldmessu
NÚ ER komið að kvöldmessu mars-
mánaðar í Laugarneskirkju. Að
venju er það kór Laugarneskirkju
sem leiðir safnaðarsönginn undir
stjórn Gunnars Gunnarssonar og
við undirleik djasskvartetts hans
sem skipaður er Sigurði Flosasyni
á saxófón, Matthíasi MD. Hemstock
á trommur og Tómasi R. Ein-
arssyni á kontrabassa, auk Gunn-
ars sem leikur á píanó. Að þessu
sinni mun sóknarpresturinn sr.
Bjarni Karlsson prédika og útskýra
nánar sannfæringu sína hvað varð-
ar málefni samkynhneigðra í sam-
félagi okkar, byggða á orðum Bibl-
íunnar og trúnni á Jesú. Meðhjálp
við guðsþjónustuna annast Sig-
urbjörn Þorkelsson. Að messu lok-
inni verður boðið til fyrirbæna við
altarið auk þess sem messukaffi
verður reitt fram í safnaðarheim-
ilinu.
Unnt verður að skrá netföng
þeirra sem vilja fá prédikun kvölds-
ins senda, til aflestrar og íhugunar.
Seinni hluti
Yfirprentunin þrír á fimmaura
frímerki frá 1882, sem gerð var
1897, vakti mikla athygli, þegar
hún kom út. Í síðasta frímerkja-
þætti, 11. þ.m., var fjallað um ný-
stárlega kenningu, sem Þór Þor-
steins hefur sett fram um
raunverulega þörf þessarar yf-
irprentunar.
Þegar á árinu 1897 kom upp sá
orðrómur, að Ditlev Thomsen,
einn umsvifamesti kaupmaður á
Íslandi og jafnframt frímerkja-
kaupmaður, hefði haft náin af-
skipti af yfirprentun þessari, að
sjálfsögðu á bak við tjöldin og í
gróðaskyni. Um þennan orðróm
vitna ýmis ummæli í frímerkja-
blöðum á Norðurlöndum og í
Þýzkalandi. Þau komu fram þegar
á árunum 1898 og 99, aðeins
nokkrum mánuðum eftir yf-
irprentunina. Þeirra er getið í bók
minni, svo að lesendur geta kynnt
sér þau þar. Það er því ógerlegt að
sniðganga umsagnir þessara
manna, sem munu hafa verið við-
skiptavinir Thomsens og trúlega
einnig persónulegir kunningjar
hans.
Þór virðist vefengja ummæli
hins nýja póstmeistara, Sigurðar
Briems, og eins yfirmanns póst-
mála á Íslandi, Magnúsar Steph-
ensens landshöfðingja. Ljóst er, að
Þór virðist ekki þekkja, hversu ís-
lenzkir embættismenn voru
strangir í allri embættisfærslu á
þessum árum, bæði gagnvart sjálf-
um sér og ekki síður gagnvart
undirmönnum sínum. Af því að það
„passar ekki við“ hugmynd Þórs,
segir hann umbúðalaust: „Flest
bendir því til þess að aðrar ástæð-
ur hafi legið að baki þörfinni fyrir
yfirprentunina þrátt fyrir yfirlýs-
ingar Póstmeistara og Landshöfð-
ingja.“
Ég segi, að það þurfi mikla
djörfung til að ganga í berhögg við
skrif æðstu embættismanna ís-
lenzkra póstmála innanlands á
þeim tíma, sem yfirprentunin átti
sér stað. Það þarf þó ekki að vera
ósamrýmanlegt, að raunverulegar
ástæður að baki þörfinni fyrir yf-
irprentunina hafi verið aðrar en
embættismennirnir þekktu. Von-
andi þarf því ekki að skilja orð
Þórs svo, að hann geri beinlínis ráð
fyrir, að hér hafi verið farið með
vísvitandi ósannindi í blekking-
arskyni. Yfirprentunin gat vits-
kuld ekki farið fram nema með
leyfi landshöfðingja, sem var æðsti
yfirmaður póstmála í landinu.
Yfirprentunin fór fram í nóv-
ember 1897, þ.e. nokkrum mán-
uðum áður en farið er að fara veru-
lega ofan í skil dánarbús Finsens
og skil Hannesar Ó. Magnússonar
við það og póstsjóðinn. Þau urðu
ekki endanleg fyrr en 1898. Þá
skulum við vera minnug þess, eins
og Þór hefur staðfest, að Eyjólfur,
tengdafaðir Hannesar, fær tvo
virðulega borgara í Reykjavík til
að greiða með sér skuld tengda-
sonarins við póstsjóðinn. Hvor-
ugur þeirra var frímerkja-
kaupmaður, svo að vitað sé – nema
þá Sigurður Kristjánsson bóksali í
einhverjum mæli. Þessir menn
hafa ekki ætlazt til umbunar af
hálfu póstyfirvalda. Þeir gerðu
fjölskyldu Eyjólfs einungis greiða
með þessum hætti.
Þá er það dánarbú Finsens póst-
meistara og skuldaskil þess og
fjölskyldunnar við póstsjóðinn.
Þau hafa farið fram með öðrum
hætti en skil Hannesar, setts póst-
meistara frá marz 1897, og að öll-
um líkindum á annan veg en Þór
Þorsteins telur sig hafa vitneskju
um.
Fram kom, að skuld dánarbús-
ins við póstsjóð var kr.13.587,92.
Þetta var mjög veruleg fjárhæð á
þeim tíma. Engu að síður var hún
að fullu greidd árið 1899, að því er
Þór segir. Virðist það hafa orðið á
ótrúlega skömmum tíma. En var
skuldin hugsanlega greidd af þeim
hagnaði, sem yfirprentunin þrír
færði kaupmönnum, eins og Þór
hyggur? Slíkt er fráleitt, þegar
grannt er skoðað. Almennt er talið,
að yfirprentuðu arkirnar hafi verið
136 x 100 og frímerkin þá verið
13.600. Söluverð allra arkanna á
pósthúsinu í Reykjavík hefur þá
numið 408 krónum eða um 0,3% af
skuld dánarbúsins. Sú upphæð
hefur þess vegna ekki hossað hátt
við uppgjör búsins, ein og sér. Ég
hef enga trú á, að það brask, sem
komst fljótlega á með þrír-merkin,
allt upp í 20 kr. fyrir einstök af-
brigði prentunarinnar, hafi skilað
sér til dánarbús Finsens. Aðrir
menn högnuðust á þvi, eins og
fljótlega kom í ljós. Ef við skoðum
umhverfi ekkjunnar í gamla póst-
húsinu við Austurvöll, er önnur
skýring miklu nærtækari og raun-
verulegri en hugmynd Þórs. Marie
Kristine, ekkja Finsens, var af
merkri embættismannaætt, dóttir
Þórðar háyfirdómara Jónassens
og systir Jónasar Jónassens land-
læknis. Er ég ekki í vafa um, að
fjölskylda hennar, ekki sízt Jón-
assen landlæknir, og nánustu vinir
hafi aðstoðað hana á marga lund
við andlát manns hennar og þá
ekki sízt í fjárþröng hennar. Hér
var því ekki þörf á „spek-
úlasjónsútgáfu“ frímerkja til þess
að rétta við fjárhag Finsensfjöl-
skyldunnar.
Þór Þorsteins ýjar að því, að
póstyfirvöld hafi gefið samþykki til
þessarar yfirprentunar. Að mínum
dómi er þessi getgáta einnig frá-
leit. Þarf ekki annað en minna á
ummæli landshöfðingja á Alþingi
1893, þegar fram kom tillaga um
nýja frímerkjaútgáfu í gróðaskyni,
sbr. Ísl. frím.,172. bls. Hann var
með öllu andvígur tillögunni og gat
ekki dulið fyrirlitningu sína á þess-
ari útgáfustarfsemi og taldi, að Al-
þingi eða fjárveitingavaldið gæti
ekki „verið þekkt fyrir að brúka
þess háttar fjárhagslega pretti“.
Ég spyr þess vegna lesendur að
lokum: Dettur nokkrum manni í
hug, að landshöfðingi hafi breytt
skoðun sinni fjórum árum eftir
1893 og leyft yfirprentunina þrír í
brasktilgangi, jafnvel til þess að
bjarga fjármálum Finsensfjöl-
skyldunnar? Þessu hefur hann
svarað sjálfur með ofangreindum
orðum sínum.
Hvað er þá eftir á bak við yf-
irprentunina þrír? Því hef ég svar-
að í bók minni fyrir aldarfjórðungi
eins vel og þá var kostur, það er
þýzki konsúllinn, Ditlev Thomsen,
eins og flestir frímerkjamenn vissu
raunar þegar á árunum 1897 og 98.
Ég vona, að þessar athugasemd-
ir mínar við fullyrðingum Þórs
Þorsteins um þrír-yfirprentunina
1897 nægi til þess að sýna, hversu
haldlausar þær eru, þegar grannt
er skoðað.
Yfirprentunin þrír
FRÍMERKI
Jón Aðalsteinn Jónsson