Morgunblaðið - 14.03.2004, Page 41
MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. MARS 2004 41
✝ Júlíana Árna-dóttir fæddist í
Bjarneyjum á
Breiðafirði 27. ágúst
1924. Hún lést á
hjúkrunarheimilinu
Sóltúni 29. febrúar
síðastliðinn.
Júlíana giftist 14.8.
1950 Magnúsi Ingj-
aldssyni, f. 13.10.
1915, d. 29.12. 2002,
og eignuðust þau sjö
börn. Þau eru: 1)
Guðrún Eygló, f.
1.11. 1945, maki Haf-
liði Jónsson, f. 26.3.
1946. 2) Ragnheiður Árný, f. 23.1.
1947, d. 3.11. 1993. 3) Bergþór, f.
27.1. 1950, maki Helga Hákonar-
dóttir, f. 21.10. 1951, 4) Inga, f.
18.4. 1952, d. 27.6. 1986. 5) Sigríð-
ur, f. 29.6 1953, d.
5.3. 2002, maki Auð-
unn Sigurjónsson, f.
24.8. 1948. 6) Ingv-
eldur Jóna, f. 26.12.
1957, maki Mattías
Hannesson, f. 11.12.
1961, d. 23.2. 2002.
7) María, f. 6.7. 1960,
d. 9.1. 2001. Barna-
börnin eru 22 og
barnabarnabörnin
eru orðin 34.
Júlíana og Magnús
bjuggu allan sinn bú-
skap í Reykjavík,
lengst af á Klepps-
vegi 76, en einnig í Furugerði 1,
og nú síðast á Hjúkrunarheimilinu
Sóltúni.
Útför Júlíönu var gerð frá Foss-
vogskirkju 10. mars síðastliðinn.
Þá hefur hún elskuleg amma mín
kvatt þetta jarðneska líf.
Amma var mjög dugleg kona í alla
staði, eignaðist átta börn, sem segir
nú sitt, hún vann myrkranna á milli
og sat um nætur við saumavélina og
saumaði ýmislegt fyrir börnin, s.s.
föt, dúkkur og fleira. Heimili hennar
var ávallt til fyrirmyndar, því amma
vildi hafa allt í röð og reglu. Hún
kenndi mér margt og þykir mér
mjög vænt um að hafa verið skírð í
höfuðið á henni því mikið leit ég upp
til hennar og var alltaf mikill sam-
gangur á milli heimila okkar bæði
þegar ég var lítil stelpa og einnig
þegar ég var sjálf komin með börn
og heimili.
Á svona stundu koma ótal minn-
ingar upp í hugann, minningar sem
eru mér svo mikils virði og skemmti-
sögur af afa og ömmu sem aðeins
þeir sem þau þekktu skilja og geta
hlegið að. Efst í huganum eru öll
ferðalög okkar saman, meðal annars
ferðin til Hollands, sem var óborg-
anleg, mikið hlógum við í þeirri ferð
og erum enn að hlæja þegar við
hugsum til baka. Spilakvöldin á
Kleppsveginum voru líka eitthvað
sem við sem þar vorum munum aldr-
ei gleyma því þar var mikið hlegið.
Ég vil nú trúa að amma Mæja og
mamma sitji þarna í efri hæðum og
spili yatsy og hlæi eins og þær voru
vanar og þeir sem þær þekktu vita
að það var enginn smáhlátur. Svona
vil ég muna þær, þessar mikilvæg-
ustu konur í mínu lífi, þær sem
kenndu mér allt og voru mér allt. Ég
veit vel að þær eru mjög ánægðar og
líður öllum vel, en það er svo erfitt að
sjá á eftir þeim.
Amma var mjög falleg kona og
klæddist fínum fötum, ég man þegar
ég var lítil og amma kom í heimsókn í
nýjum fallegum pels með skart og
nýlagt hárið, að mér fannst að hún
hlyti að vera drottning, svo fín var
hún. Amma sat mjög oft við eldhús-
gluggann á Kleppsveginum og horfði
út á sjóinn, hún vissi nákvæmlega
hvenær skipin sigldu í eða úr höfn-
inni, hún elskaði sjóinn og að vera úti
í náttúrunni hvort sem var í tjaldútil-
egu eða að veiða, já veiðitúrarnir eru
nokkuð sem aldrei gleymist, því yf-
irleitt gerðist eitthvað sem seinna
var mikið hlegið að. Já minningarnar
eru margar sem munu lifa um ókom-
in ár, sögurnar hef ég til að segja
mínum börnum og einnig til að
verma hjörtu okkar sem sitjum eftir
og syrgjum.
Elsku amma, ég á þér ótalmargt
að þakka, jólakökuuppskriftina með
súkkulaðibitunum sem þið Mæja
bökuðuð svo oft sem börnin mín fá
nú að njóta, öll aðfangadagskvöldin
sem við spiluðum fram á nótt, allir
jóladagarnir sem þú hélst fjölskyldu-
boð. Þakka þér fyrir allt þetta og svo
miklu miklu meira sem ég geymi fyr-
ir mig sjálfa.
Þín nafna
Júlíana.
Elsku amma mín, þá hefur þú
loksins fengið hvíldina, eftir erfiðan
tíma þessi síðustu ár. Þú þurftir að
horfa á eftir afa og tveimur dætrum
þínum á sama tíma og sjúkdómurinn
rændi þig minninu smám saman.
Þegar við systurnar komum að
heimsækja þig í Sóltún, þín síðustu
ár, varstu alltaf glöð að sjá okkur þó
að þú vissir ekki hverjar við værum,
né hvað við hétum, þú vissir að við
værum þínar. Í þessum heimsóknum
spiluðum við stundum við þig, þá
ljómaðir þú alveg, þér fannst svo
gaman, og þótt að ég vissi ekki alveg
hvaða spil við værum að spila var það
allt í lagi, það var bara nóg að horfa á
þig.
Úr æsku minni á ég margar minn-
ingar um þig, amma mín, öll ferða-
lögin og veiðitúrana, jólaboðin á
Kleppsveginum, Hollandsferðina og
margt fleira sem við brölluðum sam-
an.
Blessuð sé minning þín, amma
mín, og hafðu þökk fyrir allt.
Hin langa þraut er liðin,
nú loksins hlauztu friðinn,
og allt er orðið rótt,
nú sæll er sigur unninn,
og sólin björt upp runnin
á bak við dimma dauðans nótt.
(Valdimar Briem.)
Svanlaug Auðunsdóttir.
JÚLÍANA
ÁRNADÓTTIR
Elsku systir mín, nú
hefur þú kvatt okkur
tímabundið.
Þú tókst þínum veik-
indum með því æðru-
leysi og dug sem þér einni var lagið.
Þó ég viti að leiðin hafi oft á tíðum
verið ansi þungfær hafðir þú ekki
mörg orð um það, fórst frekar í hlut-
verk Pollýönnu.
Ég er svo lánsöm að hafa átt þig
fyrir stóru systur mína, þú gast alltaf
minnt mig á það góða í mér þegar ég
sá það ekki á erfiðum stundum.
Mörg eru leyndarmálin sem við
spjöllum betur um seinna, svo ekki
sé minnst á verslunarferðina sem ég,
þú og Kolla mágkona okkar eigum
eftir að fara í. Það verður gert með
stæl þegar við hittumst allar þrjár.
Elsku systir, ég veit að þú kemur
til með að syngja í englakórnum í
þínum nýju heimkynnum. Í þann kór
ætla ég líka er við hittumst á ný, þú
tekur kannski frá pláss fyrir mig við
hlið þér. Þá verðum við aftur syngj-
andi saman eins og í gamla daga.
Við erum mörg sem syrgjum nú
yndislega móður, dóttur, systur,
ömmu, mágkonu, frænku og vin.
Megi ljósið lýsa okkur í sorginni.
Systir mín, ég kveð þig, þar til við
hittumst að nýju.
Þín systir,
Sigríður Björnsdóttir.
BRYNDÍS BJÖRNS-
DÓTTIR BIRNIR
✝ Bryndís Björns-dóttir Birnir
fæddist í Reykjavík
11. júní 1951. Hún
lést á krabbameins-
deild Landspítalans
við Hringbraut 4.
mars síðastliðinn og
var útför hennar
gerð frá Kópavogs-
kirkju 11. mars.
Gráttu ekki af því ég er dáin
ég er innra með þér alltaf
þú hefur röddina
hún er í þér
hana getur þú alltaf heyrt
þegar þú vilt.
Þú hefur andlitið
líkamann
ég er í þér
þú getur séð mig fyrir þér
þegar þú vilt
allt sem er eftir
af mér
er innra með þér
þannig erum við alltaf saman.
(Þýð. V. D.)
Elsku Bryndís. Það er vissulega
yndisleg tilfinning að eiga góðan vin.
Og að hafa fengið að kynnast þér og
öllum þeim mannkostum sem þú
hafðir að geyma gerir mig vonandi
að betri manneskju.
Ég mun ávallt geyma minningu
þína í hjarta mínu og vináttu þína í
huga mínum.
Þín
Kolbrún Jónsdóttir.
Þau ljós sem skærast lýsa
þau ljós sem skína glaðast
þau bera mest birtu
en brenna líka hraðast.
Og fyrr en okkur uggir,
fer um þau harður bylur
er dauðans dómur fellur
og dóm þann enginn skilur.
En skinið logaskæra
sem skamma stund oss gladdi
það kveikti ást og yndi
með öllu sem það kvaddi.
Þótt burt úr heimi hörðum
nú hverfi kjósið bjarta
þá situr eftir ylur
í okkar mædda hjarta.
(Friðrik Guðni Þórleifsson.)
Guð geymi þig í ljósinu.
Þín frænka,
Thelma, Bandaríkjunum.
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og
langafi,
HAUKUR TRYGGVASON,
Sæbóli,
Dalvík,
sem lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri
laugardaginn 6. mars, verður jarðsunginn
frá Dalvíkurkirkju þriðjudaginn 16. mars
kl. 13.30.
Þuríður María Hauksdóttir, Sigurgeir Söebech,
Gunnlaug Jóhannesína Hauksdóttir, Sveinbjörn Sveinbjörnsson,
Stella Bára Hauksdóttir, Gunnar Gunnarsson,
Hjördís Sigurbjörg Hauksdóttir, Pálmi Björnsson,
Bryndís Anna Hauksdóttir, Stefán Georgsson,
Sigurjóna Hauksdóttir, Ólafur Georgsson,
Kristín Elsa Hauksdóttir, Coloníal W. Robinson,
Hallfríður Jóna Hauksdóttir, Haraldur Gunnþórsson,
Hafliði Jón Hauksson,
Pálína Hauksdóttir, Billi Ronald Lee,
Þórir Magnús Hauksson, Þórunn K. Sigurðardóttir,
afa- og langafabörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við and-
lát og útför móður okkar, tengdamóður, ömmu
og langömmu,
ELÍNAR DAVÍÐSDÓTTUR,
Dalbraut 18,
Reykjavík.
Hafsteinn Guðbjörnsson, Maj-Brit Kolbrún Hafsteinsdóttir,
Hilmar Guðbjörnsson Sveinbjörg Einarsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Við sendum öllu því góða fólki, stofnunum,
félögum og samtökum, innilegar þakkir fyrir
auðsýnda samúð, vinarhug og stuðning vegna
andláts og útfarar ástkærrar dóttur okkar,
systur og barnabarns,
LINDU GUÐJÓNSDÓTTUR,
Dunhaga 11,
Reykjavík.
Guð blessi ykkur öll.
Ellen Ólafsdóttir, Guðjón Kárason,
Ólöf Ása Guðjónsdóttir,
Hulda Ólafsdóttir, Ólafur Sveinsson,
Lillý Ása Kjartansdóttir.
Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
RAGNHEIÐUR (Hædí) JÓHANNESDÓTTIR,
Hjallaseli 49,
Reykjavík,
verður jarðsungin frá Seljakirkju mánudaginn
15. mars kl. 13.30.
Þráinn Arinbjarnarson,
Ágústa H. Þráinsdóttir, Jónas Guðmundsson,
Sigríður K. Þráinsdóttir, Elías Bj. Jóhannsson,
Margrét J. Þráinsdóttir, Torfi K. Karlsson,
ömmubörn og langömmubörn.
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
KRISTINN KARLSSON,
Lerkigrund 3,
Akranesi,
lést sunnudaginn 7. mars síðastliðinn.
Jarðarförin fer fram frá Akraneskirkju þriðju-
daginn 16. mars kl. 14.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vilja minnast hans, er
bent á Hjartavernd.
Stella Eyrún Clausen,
Arinbjörg Clausen Kristinsdóttir, Röðull Bragason,
Sigurbaldur Kristinsson, Halldóra Halla Jónsdóttir,
María Kristinsdóttir, Jón Bjarni Gíslason,
Kolbrún Belinda Kristinsdóttir, Óskar Gunnar Óskarsson,
barnabörn og barnabarnabörn.