Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 1
Leitin að Angelu Shelton Hún var beitt kynferðislegu ofbeldi og er óhrædd að segja frá því | Fólk Viðskipti og Ver í dag Viðskipti | Fréttir  Stjórnarhættir fyrirtækja Fjármál Fyrirtæki á verðlaunapalli Hugbúnaður Úr verinu | Landið og miðin  Saltfiskur  Fiskverð  Bryggjuspjall ÓLAFUR Elíasson hefur hafnað tillögu frá Tate Modern um að sýning hans, „Verkefni um veðrið“ í túrbínusal safnsins, verði framlengd en hún hefur staðið síðan 15. október sl. Sýningum mun því ljúka 21. mars nk., en gífurleg aðsókn hefur verið að sýningunni. Í samtali við blaðið International Herald Tribune segist Ólafur ætla að taka sér nokkurra mánaða frí frá vinnu til að melta árangurinn undanfarið, en auk sýningar í Tate Modern hefur hann sýnt í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu, Astrup Fearnley-safninu í Ósló, á Feneyjatvíær- ingnum og víðar. Ólafur segir tímann eftir að sýningu lýk- ur alveg jafnáhugaverðan og tímann sem sýningin er uppi, þar sem þá sé hún orðin minning í huga þeirra sem hana upplifðu og þar með breytist merking hennar. Ólafur vill ekki ílengjast í Tate-safni FJÖLVEIÐISKIPIÐ Baldvin Þorsteinsson er nú á leið til Noregs í slipp. Gert er ráð fyrir að skipið komi til Noregs á föstudag eða laug- ardag. Baldvin Þorsteinsson EA 10 komst á flot aðfaranótt miðvikudags eftir umfangs- miklar björgunaraðgerðir í Meðallandsfjörum undangengna viku. Þegar ljóst var orðið að Baldvin var laus af strandstað réðu björg- unarmenn og -konur í fjörunni sér vart fyrir kæti, enda flestir orðnir þreyttir eftir mikla vinnu. Ekki þurfti að losa olíu úr skipinu til að létta það fyrir björgun af strandstað./34 Landhelgisgæslan/JónPáll Ásgeirs Frækileg björgun Baldvins Þorsteinssonar SÆNSKA akademían tilkynnir í dag að Guðbergi Bergssyni hafi hlotnast norrænu bókmenntaverð- launin. Verðlaunin hafa verið veitt árlega frá 1986 og þykja einn mesti heiður sem norrænum rithöfundi geta hlotnast og eru gjarnan nefnd Norrænu nóbelsverðlaunin. Ákvörð- unin um veitingu verðlaunanna er tekin af allri akademíunni, þeim sextán einstaklingum sem einnig veita Nóbelsverðlaunin. Verðlaunin afhendir Horace Engdal fram- kvæmdastjóri akademíunnar við há- tíðlega athöfn að viðstöddu fjöl- menni í húsakynnum akademíunnar síðar á þessu ári. Verðlaunaféð nemur 250 þúsund sænskum krón- um. Guðbergur fær verðlaun Sænsku aka- demíunnar AÐ minnsta kosti tuttugu og átta manns biðu bana og fjörutíu og einn til viðbótar særðist þegar sprengja sprakk við hótel í Bagdad, höfuðborg Íraks, síðdegis í gær. Ekki var vitað hvort um sjálfs- morðsárás var að ræða en talið var að flestir gesta hótelsins væru arabar. Maður sem lifði tilræðið af sagði þó að þar hefðu búið bæði Bandaríkjamenn og Bretar. Sprengingin varð í bæjarhluta Bagdad sem nefnist Karrada. Hót- elið sem um ræðir heitir Mount Lebanon. Töldu talsmenn Banda- ríkjahers víst að um bílsprengju hefði verið að ræða. Ralph Baker, ofursti í Bandaríkjaher, sagði Vest- urlandabúa meðal látinna og þá hermdu fréttir að nokkrir Egyptar hefðu beðið bana. Ár liðið frá innrásinni í Írak Mount Lebanon-hótelið var eitt af svokölluðum „auðveldum“ skot- mörkum í Bagdad, þ.e. öryggisvið- búnaður var ekki mjög mikill, m.a. var þar ekki sérstakur varnarvegg- ur úr steinsteypu sem er við inn- gang flestra þeirra bygginga sem hýsa Vesturlandabúa. Sprengingin í gær var afar öflug og skildi eftir sig sjö metra breiðan og næstum fjögurra metra djúpan gíg. Fimm minni byggingar í ná- grenninu skemmdust illa og þá voru átta bifreiðar ónýtar. Mikill reykur steig til himins eftir spreng- inguna og illa gekk að slökkva elda í nærliggjandi húsum og trjám. Talsmaður íraska framkvæmda- ráðsins, Hamid al-Kefai, kenndi al- Qaeda-hryðjuverkasamtökunum um ódæðið og sagði að Írak þyrfti á hjálp alþjóðasamfélagsins að halda við að ráða niðurlögum „óvina mannkynsins“. Eitt ár er á laug- ardag liðið frá árás Bandaríkja- manna á Írak og mikil hætta er tal- in á því að hryðjuverkamenn láti til skarar skríða af því tilefni. Tals- maður Bandaríkjaforseta ítrekaði hins vegar í gær að ekki yrði hvikað frá því markmið að koma á lýðræði, frelsi og stöðugleika í Írak. Öflug bílsprengja sprakk fyrir framan hótelbyggingu í Bagdad Tuttugu og átta manns biðu bana Reuters Slasaður maður borinn úr rústum hótelsins sem var vettvangur hryðjuverksins í Bagdad í gær. Enn eitt hryðjuverkið 250 manns til viðbótar slösuðust í átökunum í gær, þ.á m. hátt í 20 liðsmenn KFOR, fjölþjóðahers Atl- antshafsbandalagsins, sem reynt höfðu að halda stríðandi fylkingum aðskildum. Útgöngubanni var lýst yfir í Mitrovica í gærkvöldi en gíf- urleg spenna er nú hlaupin í sam- skipti Albana og Serba í Kosovo. Aðdragandi átakanna í gær var með þeim hætti að á mánudag var átján ára gamall serbneskur dreng- ur særður í skothríð í útjaðri Serbaþorpsins Caglavica, skammt sunnan við Pristina. Á þriðjudag drukknuðu síðan þrjú albönsk börn í ánni Ibar í Mitrovica – en Albanar búa öðrum megin árinnar og Serb- ar hinum megin – og hermdu fréttir að Serbar hefðu borið ábyrgð á dauða þeirra. Varð þetta til þess að allt fór í bál og brand í Mitrovica en sambúð Albana og Serba hefur lengi verið afar erfið í borginni. Hörð átök í Kosovo Mitrovica, Pristina. AFP. ÁTTA Albanir og tveir Serbar biðu bana í óeirðum í borginni Mitrovica í norðurhluta Kosovo í gær en þetta er mesta mannfall í Kosovo frá því í febrúar 2001 þegar ellefu Serbar biðu bana í sprengjutilræði. AFAR ófriðlegt var um að litast í Caglavica, sunnan við Pristina, í gær. Tveir íslenskir starfsmenn Sameinuðu þjóðanna, Birgir Guð- bergsson og Birgir Elíasson, búa í þorpinu Lpalje-Selo sem er fast við Caglavica. Morgunblaðið náði tali af þeim fyrrnefnda á skrifstofu hans í Pristina og sagði hann ekk- ert ama að þeim nöfnum. Birgir sagði hins vegar algerlega út úr myndinni að hann færi heim til sín í gærkvöld, hann hefði gert ráð- stafanir og fengi inni hjá Íslend- ingum í Pristina. „Ég þurfti að fara í þorpið mitt áðan, fór á skotheldum bíl inn í þorpið, þurfti að ná í hluti þar. Þá voru allavega þrjú hús brennandi. Það stóðu allir fyrir utan, fólkið var mjög hrætt,“ sagði Birgir. Íslendingar óhultir VERÐ á steinbít á fiskmörkuðum landsins hefur lækkað um rúm 50% frá áramótum og um nærri 70% á tæplega fimm mánaða tímabili. Meðalverð ársins er 72,89 krónur og hefur lækkað mjög frá upphafi árs, var 104,16 krónur í janúar en er tæp 51 króna það sem af er marsmánuði. Á síðasta ári fór steinbítsverðið hæst í nóvember eða 165,72 krónur. Meðalverðið hefur því lækkað um nærri 115 krónur á rúmlega 4 mánaða tímabili. /C1 70% lægra steinbítsverð SAMTÖK sem lýstu á hendur sér ábyrgð á ódæðinu í Madríd á Spáni í síðustu viku hyggja ekki á frekari hryðjuverk á Spáni í bili heldur segjast þau ætla að gefa nýjum valdhöfum í landinu ráðrúm til að standa við gefin loforð um að kalla alla spænska hermenn frá Írak. Þetta kemur fram í yfirlýs- ingu frá Abu Hafs al-Masri- samtökunum frá því í gær. Ekki er vitað hvort mark er á henni takandi en margir telja Abu Hafs al-Masri ekki hafa haft bolmagn til að fremja ódæði eins og það í Madríd. Hryðju- verk afboðuð? Dubai, Kaíró. AFP, AP. ♦♦♦ Bagdad. AP. STOFNAÐ 1913 76. TBL. 92. ÁRG. FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 PRENTSMIÐJA ÁRVAKURS HF. mbl.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.