Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 18.03.2004, Blaðsíða 16
ERLENT 16 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Fjaðurskæri Eirberg hjálpartæki og heilbrigðisvörur Stórhöfða 25 • eirberg.is • 569 3100 ÓÁNÆGJA með Bandaríkjastjórn og stefnu hennar hefur aukist á því ári, sem liðið er frá innrásinni í Írak. Nokkuð hefur þó dregið úr andúðinni í ríkjum múslíma þótt hún sé hvergi meiri en þar. Kemur þetta fram í ár- legri könnun um afstöðu umheimsins til Bandaríkjanna. „Niðurstöður könnunarinnar eru dapurlegar,“ sagði Andrew Kohut hjá Pew-rannsóknamiðstöðinni í Wash- ington en jafnvel í Bretlandi, nánasta bandalagsríki Bandaríkjanna, hefur stuðningurinn við stefnu Bandaríkja- stjórnar minnkað mikið eða úr 75% 2002, 70% 2003 og í 58% nú. Kom þetta meðal annars fram á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins, í gær. Raunar hefur stuðningur við stefnu Bandaríkjastjórnar aukist í ríkjum múslíma þótt andúðin sé hvergi meiri en þar. Nú hafa 45% Tyrkja „mikla andúð“ á Bandaríkj- unum en 68% fyrir ári; 50% Pakist- ana á móti 71% fyrir ári; 67% Jórdana á móti 83% og 46% Marokkómanna en 53% í fyrra. Fram kemur í Pew-könnuninni, að þessi andúð muni halda áfram að kynda undir árásum á Bandaríkja- menn. Bin Laden vinsæll meðal múslíma Madeleine Albright, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði, að könnunin sýndi miklar áhyggjur af utanríkisstefnu Banda- ríkjanna um allan heim og sérstak- lega í múslímskum ríkjum. Meðal múslíma er mikill stuðning- ur við hryðjuverkaforingjann Osama bin Laden og einnig við sjálfsmorðs- árásir í Ísrael og á Bandaríkjamenn í Írak. Þá veldur það áhyggjum, að jafnvel í Tyrklandi, sem sækist eftir aðild að Evrópusambandinu, styður 31% sjálfsmorðsárásir á Bandaríkja- menn og aðra vestræna menn í Írak. Á sama máli eru 70% Jórdana, sem hafa þó verið taldir tiltölulega hóf- samir. „Þetta er hrollvekjandi lesning,“ sagði Kurt Campbell hjá CSIS, Rannsóknastofnun í herfræði- og al- þjóðamálum. Treysta ekki Bush og Blair Það er þó ekki aðeins, að mikil gjá sé á milli Bandaríkjamanna og músl- íma, heldur líka milli Evrópu og Bandaríkjanna. Var könnunin gerð í febrúar, fyrir hryðjuverkin í Madríd, og þá kom í ljós, að stuðningur Evr- ópumanna við hryðjuverkastríð Bandaríkjamanna hafði minnkað. 57% Frakka og 49% Þjóðverja töldu, að Bandaríkjamenn gengju allt of langt, og George W. Bush Banda- ríkjaforseti og Tony Blair, forsætis- ráðherra Bretlands, voru sakaðir um að hafa logið til um ástæður Íraks- innrásarinnar. 82% Þjóðverja og 78% Frakka treysta nú Bandaríkjastjórn verr en fyrir innrásina og margir telja, að það hafi verið olíuhagsmunirnir og löngun Bandaríkjamanna í heimsyfirráð, sem hafi ráðið för. Það skýrir að ein- hverju leyti, að 90% Frakka og 70% Þjóðverja vilja, að Evrópusambandið verði öflugt mótvægi við Bandaríkj- unum. Getur valdið Banda- ríkjastjórn erfiðleikum „Var það ekki einmitt þetta, sem Bandaríkjastjórn vildi? Að önnur ríki óttuðust hana?“ spyr Albright en Patrick Cronin hjá CSIS, sem var í stjórn Bush fyrir Íraksstríð, segir, að tilgangurinn með því hafi verið að vara ýmsa vandræðamenn við. Al- bright svarar því og segir: „Það er ágætt, að óvinirnir skuli óttast okkur en er það svo gott þegar vinir okkar gera það líka?“ Afleiðingar vaxandi andúðar á Bandaríkjastjórn geta orðið þær, að erfiðara verði fyrir hana en áður að fá önnur ríki til liðs við sig. Með könn- unina í huga muni stjórnmálamenn í öðrum löndum ekki hætta á það. Aukin óánægja með Bandaríkjastjórn Árleg viðhorfs- könnun sýnir þó, að dregið hefur úr andúðinni í ríkjum múslíma COLIN Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í gær fram á blaðamannafundi í Kabúl með Ha- mid Karzai, forseta Afganistans. Po- well var þar í stuttri heimsókn í gær og skýrði frá því að Bandaríkja- stjórn hygðist tvöfalda aðstoðina við Afganistan í ár. Hún á að nema alls 2,2 milljörðum dala, andvirði rúmra 150 milljarða króna. Powell viður- kenndi þó síðar, að ekki væri í raun um aukningu að ræða. Upphæðin hefði verið samþykkt á Bandaríkja- þingi í nóvember og því væri fremur um að ræða formlega tilkynningu um aðstoðina. Efnt verður til ráðstefnu í Berlín í þessum mánuði með þeim ríkjum, sem mest leggja af mörkum til að- stoðarinnar við Afganistan, og er bú- ist við, að þá muni Bandaríkin, Bret- land, Þýskaland og Japan heita að leggja fram níu milljarða dollara, um 630 milljarða ísl. kr. Afganir telja sig hins vegar þurfa meira en 1.900 milljarða kr. næstu sjö árin. Powell skoraði ennfremur á afg- anskar konur að taka þátt í fyrstu forseta- og þingkosningunum í Afg- anistan eftir fall talibanastjórnarinn- ar sem bannaði konum að stunda nám eða vinna utan veggja heimilis- ins. Kosningarnar áttu að fara fram í júní en margir telja að þeim verði frestað um einn eða tvo mánuði. Powell hélt svo til Pakistans og kvaðst fagna aðgerðum Pakistana gegn liðsmönnum al-Qaeda við landamærin að Afganistan. A.m.k. 39, þar af fimmtán pakistanskir her- menn, biðu bana í átökum sem bloss- uðu upp á svæðinu í fyrradag. Reuters Powell boðar aukna aðstoð við Afganistan      "#      $$%&'()"       * +   #      '            #       #$ % &        '  ( '   '   '  '  )  '  *%'       ) '      !           ! "   #$ +  $!,-" !./01--/ +  $!,2" !"0!.2- +  $!,,"      % &  ' $  //01"/ "0 " 1""0-"" -!2 0...     Genf. AFP. um tígra í minjagripi. Fulltrúar náttúruverndarsamtakanna fundu tígurminjagripi í 20% þeirra versl- ana sem þeir skoðuðu í Indónesíu. Í skýrslunni kemur fram að slíkir minjagripir eru einnig seldir til annarra ríkja í Asíu. Tvær undirtegundir tígrisdýra í Indónesíu, Balí-tígurinn og Jövu- tígurinn, hafa þegar dáið út. ALÞJÓÐLEG náttúruvernd- arsamtök hafa varað við því að hætta sé á að ein af undirteg- undum tígrisdýra, Súmötru- tígurinn, deyi út ef yfirvöld í Indónesíu grípi ekki til ráðstafana til að stöðva ólöglegar veiðar á tígrunum og „stjórnlausa“ eyði- leggingu á kjörlendi þeirra, regn- skógunum. Um 50 tígrar hafa verið veiddir á Súmötru á ári hverju frá 1998 þótt bannað hafi verið að veiða dýrin, að því er fram kom í nýrri skýrslu náttúruverndarsamtak- anna World Wildlife Fund (WWF) og International Union for the Conservation of Nature (IUCN). Aðeins um 400-500 tígrar lifa nú í náttúrunni á Súmötru, einni af stærstu eyjum Indónesíu. „Súmötru-tígurinn er í mikilli út- rýmingarhættu,“ sagði Susan Lieb- erman, talsmaður WWF. Skýrslu- höfundarnir fordæma „vægðarlaus dráp“ á dýrunum vegna mikillar spurnar eftir skinni, klóm og tönn- Indónesar hvattir til að bjarga tígrunum BANDARÍSKIR ættfræðigrúsk- arar hafa nú grafið upp stað- reyndir um ættir og frændgarð George W. Bush Bandaríkjafor- seta sem telja má víst að séu hon- um ekki alls kostar að skapi. Til frændgarðs hans telst meðal ann- arra demókratinn John Kerry, mótframbjóðandi Bush í forseta- kosningunum sem framundan eru. Þeir eru skyldir í níunda lið. Samkvæmt niðurstöðum rann- sókna þessara á ættum Bush, sem birtar voru á vef bandarísks áhugamannafélags um ættfræði og vitnað er til í frásögn á frétta- vef þýzka fréttatímaritsins Der Spiegel, teygja þær anga sína víða. Meðal skyldmenna Bush megi telja þekktar persónur á borð við Walt Disney, skapara Disney-veldisins, Hugh Hefner Playboy-kóng, Díönu prinessu og leikarann knáa og karlmannlega Clint Eastwood. Og semsagt: þeir Bush og Kerry eru frændur, þótt lítið fari sjálfsagt fyrir ættræknislegum vináttuhug á milli þeirra. Á ís- lenzkan mælikvarða telst skyld- leiki í níunda lið að vísu ekki ýkja mikill, en á bandarískan mæli- kvarða telst hann hins vegar allr- ar athygli verður. Því má segja að hér sannist enn hið forn- kveðna: frændur eru frændum verstir. Frændurnir Bush og Kerry KerryBush GORDON Brown, fjármálaráðherra Bretlands, dró upp bjarta mynd af bresku efnahags- lífi er hann lagði fjárlögin fyrir þingið í gær. Fjár- lagahallinn er samt umtalsverð- ur. Brown spáði því, að hagvöxtur yrði á bilinu 3 til 3,5% á þessu ári og næsta en nokkru minni 2006. Sagði hann, að núverandi hag- vaxtarskeið væri það lengsta í sögu Bretlands í 200 ár. Fram kom hjá fjármálaráðherran- um, að fyrirhugað væri að fækka op- inberum starfsmönnum um 40.000 á næstu árum og flytja önnur 13.500 op- inber störf frá London og út á lands- byggðina. Opinberar lántökur munu aukast og nú stefnir í, að Bretar brjóti reglur Evrópusambandsins um leyfi- legan fjárlagahalla en miðað er við, að hann sé ekki meiri en 3% af lands- framleiðslu. Bretar eiga þó enga of- anígjöf í vændum vegna þess, að þeir eru ekki aðilar að myntbandalaginu. Bjart fram- undan seg- ir Brown London. AFP. Brown með fjár- lagatöskuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.