Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 26
AUSTURLAND
26 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ
Efnalaug og fataleiga Garðabæjar
Garðatorgi 3 • 565 6680 • www.fataleiga.is
Ný sending af
brúðarkjólum
til leigu og sölu
Yfir 30 hugmyndir að
skemmtilegum gjöfum
á www.oddi.is
HP Compaq
nx9005 A2500+
fartölva
149.900 kr.
iRiver MP3 spilari
Vönduð heyrnartól
fylgja
23.900 kr.
Vers lun Odda • Hö fðabakka 3 • 110 Reyk j av í k • S ím i 515 5105
www.oddi.is
Vandaður Deskjet
5150 heimilis- og
ljósmyndaprentari
í kaupbæti!
OD
DI
H
ÖN
NU
N
K
70
76
1 4 4 4
w w w. g u l a l i n a n . i s
Djúpivogur | Um helgina var opnuð ný versl-
un á Djúpavogi. Verslunin er til húsa þar sem
Essó var áður með sjoppu og bensínaf-
greiðslu en nú hafa þau Klara Bjarnadóttir og
Ómar Enokson keypt húsnæðið og hafið
rekstur. Ómar er rafvirki og hefur starfrækt
fyrirtækið Raflost undanfarin tvö ár og flutti
hann verkstæðið einnig í sama hús.
Í versluninni er hægt að fá allar helstu raf-
magnsvörur, gjafavörur, föt og fleira.
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Flytja viðskiptin í nýtt húsnæði: Klara
Bjarnadóttir og Ómar Enoksson.
Raflost
Djúpivogur | Í síðustu viku voru
fjögur ungmenni á vegum Al-
þjóðlegra ungmennaskipta í
heimsókn á Djúpavogi. Gestirnir
eru svokallaðir skiptiliðar á veg-
um AUS, sem er Íslandsdeild al-
þjóðlegra samtaka ICYE – Int-
ernational Christian Youth
Exchange.
ICYE er starfandi í yfir þrjá-
tíu löndum í öllum heimsálfum og
er markmið samtakanna að
stuðla að friði milli einstaklinga
og þjóða og vinna gegn for-
dómum.
Hristi hressilega
upp í skólastarfinu
Signý Óskarsdóttir er kennari
við Grunnskóla Djúpavogs og
hefur séð um að skipuleggja
þessar heimsóknir, en þetta er í
þriðja sinn sem gestir á vegum
AUS heimsækja Djúpavog.
„Vorið 1999 kom upp sú hug-
mynd í grunnskólanum að hrista
hressilega upp í skólastarfinu og
fá til okkar gesti frá öðrum lönd-
um,“ sagði Signý í samtali við
Morgunblaðið. „Í samráði við
AUS skipulögðum við vikuheim-
sókn fjögurra skiptiliða, sem
tóku þátt í Veraldarviku í skól-
anum, og tókst heimsóknin svo
vel að nú er þetta að verða fast-
ur liður í skólastarfinu.“
Fóru til Íslands til
að prófa eitthvað nýtt
Í síðustu viku komu svo fjórir
skiptiliðar á Djúpavog og tóku
þeir þátt í daglegu skólastarfi
alla vikuna. Kennarar nutu að-
stoðar þeirra í samfélagsfræði,
tungumálakennslu, íþróttum,
myndmennt og fleiru og höfðu
allir gaman af.
Fréttaritari settist niður með
mánuði og líkaði afar vel við
staðinn.
Á meðan þau voru á Djúpavogi
skoðuðu þau m.a. fiskvinnsluhús,
safn Ríkarðs Jónssonar í Löngu-
búð, stunduðu sundlaugina og
fóru í gönguferðir. Í lok vikunnar
héldu þau svo hvert í sína áttina
til að takast á við ný verkefni.
hafa valið að fara til Íslands til
að kynnast landi og þjóð og prófa
eitthvað nýtt.
Francisco sagðist hafa valið Ís-
land vegna þess að fáir veldu að
fara þangað en hann undirbjó
dvölina í heilt ár áður en hann
kom. Hann hefur verið á Borg-
arfirði eystra síðastliðna sjö
þeim Trond frá Noregi, Maur-
eene frá Úganda, Francisco frá
Costa Rica og Elenu frá Spáni í
lok vikunnar og spurði þau út í
heimsóknina. Þau hafa verið mis-
lengi á Íslandi, Elena og Trond
voru nýkomin en Maureene og
Francisco hafa verið lengur. Öll
eiga þau það sameiginlegt að
Úganda, Spánn, Noregur
og Costa Rica mætast á Djúpavogi
Morgunblaðið/Sólný Pálsdóttir
Þau ákváðu að fara á framandi slóðir: Maureene er frá Úganda (lengst til vinstri á myndinni), Trond frá
Noregi, Signý Óskarsdóttir kennari og stjórnandi verkefnisins, Elena frá Spáni og Francisco frá Costa Rica.
Egilsstaðir | Kaupfélag Héraðs-
búa hefur dregið sig út úr áform-
um um opnun öflugrar matvöru-
verslunar í verslunar- og
þjónustumiðstöðinni Molanum á
Reyðarfirði. Undirbúningur að
byggingu miðstöðvarinnar hefur
staðið síðustu mánuði og var
KHB meðal þeirra aðila sem
stóðu að viljayfirlýsingu um verk-
Reyðarfirði frá grunni og horfi
menn til lóðar sem félagið á í
bænum, en þar stendur núver-
andi verslun KHB á Reyðarfirði.
Sé gengið út frá um 600 fermetra
verslunarrými, auk lagers. Hann
segir stefnt að því að opna mat-
vöruverslun á Reyðarfirði fyrir
næstu jól.
1.000 fermetra pláss í verslunar-
miðstöðinni, fremur en að leigja
þar aðstöðu. KHB lét meta
kostnaðarmun á því að flytja inn í
Molann eða reisa sjálft verslun
annars staðar í bænum og reynd-
ist síðari kosturinn miklu mun
hagstæðari.
Gunnlaugur segir nú byrjað að
hanna verslunarhúsnæði KHB á
efnið á liðnu hausti. Leita nú
byggingaraðilar Molans til ann-
arra verslunarkeðja um aðkomu
að verslunarmiðstöðinni.
Gunnlaugur Aðalbjarnarson
kaupfélagsstjóri sagði í samtali
við Morgunblaðið að Kaupfélagið
teldi allt of kostnaðarsamt að
taka þátt í byggingunni, en félag-
ið hafði tekið þá afstöðu að kaupa
KHB dregur sig út úr byggingu
verslunarmiðstöðvar á Reyðarfirði
♦♦♦
Reyðarfjörður | Reyðarál hefur tilkynnt
bæjarráði Fjarðabyggðar að upphafi fram-
kvæmda við álver í Reyð-
arfirði verði flýtt. Er sú
niðurstaða fengin í kjölfar
jarðfræði- og jarðtækni-
rannsókna á lóð fyrirtæk-
isins, sem benda til að mun
meiri jarðvegsskipti þurfi
að fara fram en menn
gerðu ráð fyrir. Er nú
áætlað að jarðvegsskipti á
álverslóðinni hefjist í júní næstkomandi, eða
mun fyrr en reiknað var með.
Flýta framkvæmd-
um á álverslóð
L.ung.A. | Úrslit hafa verið tilkynnt í hönn-
unarsamkeppni um merki L.ung.A, listahá-
tíðar ungs fólks á Austurlandi. Aðalgeir A.
Jónsson varð hlutskarpastur og sendi hann
inn tillögu að merki í þremur litaútgáfum.
Hlýtur hann í verðlaun 50 þúsund krónur.
Forsvarsmenn L.ung.A sýna allar innsendar
tillögur á Höfn, Egilsstöðum og í Fjarða-
byggð á næstu vikum. L.ung.A 2004 verður
haldið á Seyðisfirði dagana 12. - 17. júlí n.k.
og eru þátttakendur í listahátíðinni á aldr-
inum 15 til 25 ára. Undirbúningur er kominn
á fullan skrið og stendur til að bjóða upp á
námskeið, sýningar, tónleika og fleira. Nán-
ari upplýsingar um listahátíðina má fá á vefn-
um www.sfk.is/lunga/index.htm.