Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 39

Morgunblaðið - 18.03.2004, Síða 39
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 39 Fyrir þennan tíma vil ég þakka þér. Elsku amma mín, nú ertu horfin úr þessu lífi og ég vil kveðja þig með þessum orðum. Vertu Guð faðir, faðir minn, í frelsarans Jesú nafni, hönd þín leiði mig út og inn, svo allri synd ég hafni. (Hallgr. Pét.) Elsku afi, mamma, Franzi, Magga, Palli, Tóta og Nonni, miss- ir ykkar er mikill. Megi guð styrkja ykkur. Magnús Gunnarsson. Elsku amma mín. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífsins nótt. Þig umvefji blessun og bænir, ég bið að þú sofir rótt. Þó svíði sorg mitt hjarta þá sælt er að vita af því þú laus ert úr veikinda viðjum, þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð. Þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir.) Ég þakka þér fyrir allt sem þú gafst mér og allar skemmtilegu stundirnar okkar saman. Hvíl þú í friði og megi ljósið eilífa fylgja þér. Stór koss og knús. Þín Anna Karen. Takk, elsku amma, fyrir allt sem þú gafst mér og gerðir fyrir mig. Ég mun aldrei gleyma þér og öllu sem þú gerðir fyrir mig. Takk kær- lega fyrir allt. Saknaðarkveðja. Þinn Sigurgeir. Elsku amma, þú ert góð og skemmtileg og ég elska þig að ei- lífu. Ég þakka þér fyrir allt. Ég á eftir að sakna þín á Laugarvatni. Amma mín, ég elska þig, þúsund kossar, bless. Þinn Arnór. Elsku amma á Sogavegi, nú ertu komin upp til Guðs. Það var alltaf svo gaman að koma niður á Soga- veg til þín og afa. Þú bakaðir lang- bestu kleinur í heimi og kökur. Nú ert þú orðin engill á himnum og vakir yfir okkur. Bless, elsku langamma. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Guðrún Kristín, Sara Kar- en og Anney Birta. Farin ertu móðir mín, á betri stað en hér. Ó hve sárt ég sakna þín. Elsku besta móðir mín, hafðu innilegar þakkir fyrir allt það góða og dýrmæta sem þú veittir mér í lífinu. Ástkær minning um þig mun lifa í mínu hjarta að eilífu. Þinn sonur Jón. Kæra amma, sárt þykir mér að þú sért farin. Ég vona að guð taki vel á móti þér á nýja staðnum. Ég mun hlýja mér við minningarnar um þig, elsku amma mín. Láttu nú ljósið þitt loga við rúmið mitt. Hafðu þar sess og sæti, signaði Jesú mæti. (Höf. ók.) Bless amma mín. Íris Ösp. Elsku Halla er farin en hennar er þó sárt saknað. Sem utanað- komandi þekkti ég Höllu ekki mikið en ég kynntist henn þó nóg til að vita að hún segði hlutina einsog þeir voru. Hún bauð mig alltaf velkomna og tók mig inn í fjölskyldu sína. Síðast þegar ég hitti hana spurði hún mig hvenær ég og Raggi ætluðum upp að alt- arinu. Mér þótti vænt um þetta því hún dæmdi okkur ekkert þó svo að við værum ung. Þú varst besta amma sem hægt er að hugsa sér, með opinn faðm og tilbúin að hlusta á allt. Kæra Halla, við söknum þín sárt Berglind. Elsku Halla frænka, mikið þótti mér vænt um þig, þú tókst á móti mér hvenær sem mig lang- aði til að koma í heimsókn. Ég minnist sérstaklega gömlu dag- anna þegar ég kom til að horfa á sjónvarpið áður en sjónvarp var til á mínu heimili. Þakka þér fyrir allt gott. Guð geymi fjölskylduna þína Gegn um Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá, hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgr. Pét.) Þórhalla frænka. Á sólríkum degi með sorg í hjarta, komum við saman „Kátar stelpur“ eins og við kölluðum okk- ur vinnufélagarnir á Þjóðviljanum, til að minnast okkar góðu vinkonu Höllu Páls. Margs er að minnast í gegnum tíðina og mikið var nú hlegið, meðal annars þegar við fórum til Amst- erdam, allar eins klæddar og vökt- um mikla athygli þar var Halla hrókur alls fagnaðar eins og endra- nær. Ekki má gleyma öllum sum- arbústaðarferðunum og öðrum samverustundum. Stórt skarð hef- ur verið höggvið í okkar litla vina- hóp. Við sendum Ara og afkomendum þeirra Höllu innilegar samúðar- kveðjur, og biðjum Guð að blessa ykkur öll. Bára, Guðrún, Hrefna, Kristín, Ólöf og Sigrún. Við kveðjum kæra vinkonu með söknuði og þökkum traustan vinskap, sem aldrei EDDA LOFTSDÓTTIR ✝ Edda Loftsdóttirfæddist í Reykja- vík 29. júlí 1947. Hún lést á krabbameins- lækningadeild Land- spítalans við Hring- braut 26. febrúar síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 5. mars. brá skugga á. Um leið sendum við inni- legar samúðarkveðj- ur til allra ástvina hennar. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Sigrún Fjeldsted og fjölskylda. Kæra Silla frænka. „Feginn vildi ég eiga þig að.“ Þessi setning kemur upp í huga mér þegar ég hugsa til þín og þegar ég fletti henni upp í íslensku orðabókinni segir: „geta vænst hjálp- ar eða skjóls hjá“́. Þú sagðir að þér hefði alltaf fundist að börnin hans Sigurðar bróður þíns væru þín börn, þess höfum við notið og það hefur verið mér ómetanlegt gegnum tíðina að eiga þig að. Sem börn á leið heim frá skóla gerðum við okkur stundum erindi í Sigtún. Þar var alltaf tekið vel á móti okkur. Sigurlaug ömmusystir í eld- húsinu með nýbakaðar pönnukökur eða lummur, hlýleiki í fyrirrúmi og oft var nýjum sokkum eða vettlingum smeygt í vasann í kveðjuskyni. Stundum fékk ég að gista, þá voru kvöldin notuð til hannyrða. Ég var viss um það að öll börn í Borgarfirði ættu annaðhvort sokka eða vettlinga sem þú eða Sigurlaug hefðu prjónað. Það var sama hvað þú gerðir, þú gerðir það af svo mikilli natni. Þú kenndir okkur m.a. handavinnu í skólanum og mér fannst þú kunna allt. Þó man ég eftir einu sem vafðist fyrir þér, þú varst að kenna örvhentri stúlku að hekla og hún hafði gert ein- hverja vitleysu og þú áttir erfitt með að sýna henni hvernig hún gæti hald- ið áfram. En það var ekki þar með sagt að stúlkan gæti ekki fengið hjálp, nei þú sendir hana „út á Bakka“ til konu sem þú vissir að var örvhent og gæti hjálpað henni. Það var ekki að ástæðulausu að börnin sýndu þér virðingu og vinsemd, eða eins og segir í gömlu orðtaki: „Eins og þú ert við aðra eru aðrir við þig.“ Þú naust þess að kenna og þér var ákaflega annt um nemendur þína. Þú mundir fæðingardag allra þeirra barna sem þú hafðir haft í skólanum, reyndar allra Borgfirðinga. Þú gast alveg fundið upp á því að koma göml- um nemendum þínum skemmtilega á óvart með því að hringja til þeirra og óska til hamingju með daginn og voru sumir þeirra þá jafnvel komnir af léttasta skeiði. Þú hafðir mjög gott vald á og barst mikla virðingu fyrir íslenskri tungu og unnir bókmenntum og ljóðlist, sérstaklega ljóðlist. Þú flettir oft upp í ljóðabók og eftir að þú varst „sest í helgan stein“ eins og sagt er hafðir þú mikla ánægju af að lesa og jafnvel læra ljóð. Þú sagðir mér, þegar þú varst á áttræðisaldri, að þú værir að reyna að læra ljóðið Áfanga eftir Jón Helgason, þú hefðir nefnilega aldrei lært það. Íslandssöguna hafðir þú „á takteinum“, ég man að þú sagðir að þér fyndist þú hreinlega muna móðu- harðindin en amma þín hafði sagt þér svo mikið frá þeim tíma og hún án efa haft eftir móður sinni og ömmu sem báðar voru margfróðar og langminn- ugar. Þú fórst ekki erindisleysu í hús og þú fórst ekki með fleipur. Eftir að þið Þórður fluttuð á Grandaveginn þar sem bjó mikið af fullorðnu fólki skrappst þú stundum fram á gang og spjallaðir við kallana“ eins og þú sagðir og þá veit ég að verið var að ræða einhvern fróðleik. Á því tímabili kom ég stundum til þín á morgnana, en ég vann þá eftir hádegið, eða við töluðum saman í síma. Þegar ég flutti til Danmerkur lögðust þessi samtöl af og ég saknaði þess. Ég er þakklát fyrir að mér gafst færi á að heimsækja þig seinast í jan- úar, það var mér dýrmætt að hitta vel á þig og sjá og heyra að þér liði vel. Mér er nú svo „illa úr ætt skotið“ að ég get ekki kvatt þig með ljóði eft- ir sjálfa mig og fæ því lánað eitt af SIGRÚN PÁLSDÓTTIR ✝ Sigrún Pálsdótt-ir fæddist á Borg í Njarðvík við Borg- arfjörð eystri 15. apríl 1917. Hún lést á elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund 1. mars síðastliðinn og var útför hennar gerð frá Neskirkju 9. mars. ljóðunum hans Hannes- ar bróður, ég veit að þú hafðir gaman af ljóðun- um hans. Með því kveð ég þig, kæra frænka mín, og þakka þér fyrir allt. Hvíl þú í friði. sólgull við sjónhringinn loga skýin það glitrar á gullslegin klæði gervöll tilveran hljómar af kyrrð af ást og friði syngjandi lof og dýrð hinum volduga veraldarsmiði sem vefur morgninum hempu úr sólgylltum töfraþræði. Þórður minn, Palli, Systa, Birna og Nonni. Við Gummi og Eiríkur send- um ykkur og öllu ykkar fólki inni- legar samúðarkveðjur. Anna Sigurðar. Sigrún Pálsdóttir frá Borgarfirði eystra er jarðsungin í dag. Ég hefði viljað vera viðstaddur út- för hennar, en á ekki heimangengt, ekki síst þess vegna sendi ég kveðju mína með þessum hætti. Ég leyfi mér að kalla hana Sillu eins og hún var oftast kölluð, bæði af börnum og fullorðnum, og fékk eng- inn bágt fyrir það. Silla var í miklu uppáahaldi hjá mér og öllu mínu fólki og var alltaf mikill vinskapur á milli heimila okk- ar, en hún átti heima á Borgarfirði eystra öll sín bestu ár eða fram yfir 1970. Húsið hennar hét Sigtún og til- heyrir Bakkagerðisþorpi. Silla var barnakennari á Borgar- firði í mörg ár og lengst af skóla- stjóri, m.a. þau ár sem ég var í þeim skóla. Í mínum huga var hún mjög fullkomin manneskja og leysti öll störf sín af hendi með miklum ágæt- um. Ég fékk þá ímynd af kennurum sem barn og unglingur að það væri fólk sem segði alltaf satt og óhætt væri að taka mark á þeim að öllu leyti, þannig kom Silla mér fyrir sjónir, sú afstaða mín til hennar breyttist ekki þó að ég stækkaði og þroskaðist, hún reyndist alltaf öllum traust. Ég var svo heppinn að vera úr sveitinni eins og það var orðað, ég segi heppinn, en einmitt þess vegna kynntist ég heimili hennar og hennar fólki betur en annars hefði orðið, börnin hennar voru á svipuðum aldri og ég og systkini mín og lékum við okkur mikið saman. Á þessum tíma voru ekki skólabíl- ar sem fluttu börnin úr og í skólann, heldur gengu allir eða hjóluðu eða fóru jafnvel á skíðum, sum 2–5 km leið. Þetta voru börn á öllum aldri frá 7–14 ára. Þegar kennslu var lokið dag hvern var ekki allri vinnu lokið hjá kennurum, þá þurfti að líta eftir ýmsu, t.d. hvort börnin gleymdu nú engu, töskum eða fötum, já og hvern- ig skyldi nú veðrið vera fyrir þau sem lengst áttu heim að fara? Ef það var ekki í lagi þá þurfti að gera viðeig- andi ráðstafanir. Við þær aðstæður fóru sveitabörnin heim með einhverj- um í nærliggjandi hús og oft fóru út- bæjarbörnin heim í Sigtún, og var ég oftast í þeim hópi. Húsið í Sigtúni þykir ekki stórt í dag en alltaf var pláss í því á svona dögum, ekki var eldhúsborðið heldur stórt en allir fengu nóg að borða við það, það var þá bara dekkað aftur og aftur. Silla gegndi ýmsum trúnaðarstörfum á Borgarfirði, t.d. var hún formaður kvenfélagsins í mörg ár og formaður barnastúkunnar á staðnum lengi eða flest sín kennaraár. Ég held að hún hafi verið kvenrétt- indakona í eðli sínu, henni fannst konur eiga erfitt uppdráttar hvað fé- lagsmál varðaði, og ýmis réttindamál t.d. eins og kosningarétturinn koma seint til kvenna á Íslandi. Þá var heldur ekki siður að kjósa konur í sveitarstjórn hvað þá til Alþingis, hún vakti athygli á ýmsu svona lög- uðu. Hún var vel lesin og hafði dálæti á ljóðum, hún var oft fengin til að lesa upp á samkomum, og varð kveðskap- ur þá gjarnan fyrir valinu. Ég ætla ekki að hafa þessi orð fleiri, vil að lokum þakka þér, Silla, fyrir góð kynni í gegnum árin, einnig vil ég votta eftir lifandi eiginmanni og afkomendum dýpstu samúð. Minningin um Sigrúnu Pálsdóttur mun lifa áfram. Jón Björnsson frá Geitavík. Það er svo margt að minnast á, en yrði of mikið að telja upp allt sem kemur í hugann við andlát Sigrúnar Pálsdóttur. Ég var ein af þeim sem áttu því láni að fagna að vera hjá henni í barnaskóla. Reyndar við bæði hjónin og flest af börnunum okkar. Hún var ötul við að kenna okkur ís- lensku málfræðina og ljóðin, mikið af þeim. Það var oft gaman í þeim tím- um sem og reynar öðrum. Stundum fengum við að velja okkur ljóð til að læra og ekki var það nú verra. Hún hafði yndi af ljóðum og lestri. Eitt sinn líklega um jólaleytið, las hún fyrir okkur skólabörnin ljóð Davíðs Stefánssonar, Jólakvöld. Ég sat eins og bergnumin. Síðar ef ég heyri þetta ljóð kemur þessi minning fram í huga minn. Silla við kennara- borðið, með bók í hönd – og les skýr- um rómi. Eitt sinn var ég beðin um að benda á ljóð til upplesturs í kirkjunni um jólin. Auðvitað valdi ég þetta ljóð. Ég sagði henni seinna frá þessu og þótti henni vænt um. Við hér á Framnesi minnumst þess hvað Silla sýndi okkur ætíð mikla vel- vild, alveg frá því að við vorum hjá henni í skóla og eins eftir að við stofn- uðum okkar eigið heimili. Fjölskylda hennar var tengd okkar fólki frænd- semis- og vináttuböndum. Svo strjál- uðust fundir eins og gengur. Við Skúli og börn okkar kveðjum þig, elsku Silla, með söknuði og virð- ingu. Þú varst hjartahlý og vönduð manneskja í orðsins fyllstu merk- ingu. En nótt, þú sem svæfir sorgir og fögnuð dagsins og sumarsins dýrðar í fölnuðu laufi geymir! Ég veit að augu þín lykja um ljósið sem myrkrið. Því leita ég horfinna geisla í skuggum þínum. Tak þú mitt angur og vinn úr því söng, er sefi söknuð alls þess, er var og kemur ei framar. (Tómas Guðm.) Við sendum Þórði frænda og vini, börnum og fjölskyldum þeirra, inni- legar samúðarkveðjur. Í guðs friði. Kristín Eyjólfsdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, NIKULÁS JENSSON fyrrv. bóndi í Svefneyjum, Austurbrún 2, Reykjavík, sem lést fimmtudaginn 11. mars, verður jarðsunginn frá Flateyjarkirkju laugardaginn 20. mars kl. 13.00. Bátsferð verður frá Stykkishólmi til Flateyjar kl. 11.30. Aðalheiður Sigurðardóttir, Jónína, Jens Ragnar, Kristinn, Sigrún Elísabet, Kristján Valby, Þórhallur, Unnar Valby og Dagbjört Kristín, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.