Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 54

Morgunblaðið - 18.03.2004, Qupperneq 54
DAGBÓK 54 FIMMTUDAGUR 18. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 10 boccia, kl. 13 myndlist. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 9–12.30 bókband, kl. 9.30 boccia, kl. 10.30–10.55 helgistund, kl. 11 leik- fimi, kl. 13–16.30 smíð- ar og handavinna, kl. 13.30 myndlist. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8.30–14.30 bað, kl. 9– 9.45 leikfimi, kl. 9–12 myndlist, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 bókband. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin. Félagsstarfið Dalbraut 18–20. Kl. 9 bað og postulín, kl. 13 handa- vinna. Félagsstarfið, Hæð- argarði 31. Aðstoð við böðun og glerskurður kl. 9–16.30, leikfimi kl. 10–11, sönghópurinn kl. 13.30, dans kl. 15.15. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 13 föndur og handavinna. Bingó kl. 15. Félagsstarf eldri borg- ara Mosfellsbæ, Hlað- hömrum, kl 13–16 föndur og spil, kl. 12.30–15.30 tréskurð- ur, kl. 13.30–14.30 les- klúbbur, kór eldriborg- ara, æfingar kl. 17–19. Félag eldri borgara í Kópavogi. Bingó í Gjá- bakka kl. 13.30. Félagsstarf aldraðra Garðabæ.Glerbræðsla kl. 10, tai chi kl. 12, karlaleikfimi kl. 13.10, málun kl. 13, búta- saumur kl. 13.15, hljómsveit kl. 15 í Garðabergi. Félagsvist í Garðaholti kl. 19.30 á vegum Kvenfélags Garðabæjar. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli. Opnað kl. 9, vídeókrók- urinn opinn, pútt í Hraunseli kl. 10–11.30, leikfimi í Bjarkarhúsi kl. 11.20, tangódans kl. 11, glerskurður kl. 13, bingó kl. 13.30. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Brids kl. 13, félagsvist kl. 20. Gerðuberg, félags- starf. Kl. 10.30 helgi- stund, frá hádegi spila- salur og vinnustofur opnar, m.a. silkimálun. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9–15 handav, kl. 9.05 og 9.55 leikfimi, kl. 9.30 glerlist, keramik, kl. 10.50 róleg leikfimi, kl. 13 gler-og postulín, kl. 20 gömlu dansarnir, kl. 21 línudans. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9.15 postulíns- málun, kl. 9.05 og kl. 9.55 leikfimi, kl. 9 myndlistahópur, kl. 10 ganga, kl. 13 birds, kl. 13–16 handa- vinnustofan opin. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, perlu- saumur, kortagerð og hjúkrunarfræðingur, kl. 10 boccia, kl. 11 leikfimi, kl. 14 fé- lagsvist. Hvassaleiti 56–58. Kl. 9–13 bútasaumur, kl. 10–11 boccia, kl. 13–16 hannyrðir, kl.13.30–16 félagsvist. Korpúlfar Grafarvogi. Á morgun sundleikfimi í Grafarvogslaug kl. 9.30. Norðurbrún 1. Kl. 9– 16.45 opin vinnustofa, kl. 10–11 sam- verustund og leir. Vesturgata. Kl. 9.15– 12 bað, kl. 9.15–15.30, handavinna, kl. 9–10 boccia, kl. 10.15–11.45 enska, kl. 13–14 leik- fimi, kl.13–16 kóræf- ing, kl.10.30 fyr- irbænastund. Vitatorg. Kl. 8.45 smíði, kl. 9.30 gler- skurður, perlusaumur og morgunstund, kl. 10 boccia, kl. 13 hand- mennt og bridge. Þjónustumiðstöðin Sléttuvegi 11. Opið kl. 9–14. Kl. 9.15 leikfimi, kl. 10–12 verslunin. Þórðarsveigur 1-5 Grafarholti. Kl. 13.30 opið hús, bingó kl. 14. Gullsmárabrids. Bridsdeild FEBK Spil- ar í Gullsmára 13. Skráning kl. 12.45. Spil hefst kl. 13 Félag áhugamanna um íþróttir aldraðra. Leikfimi í Bláa salnum kl. 11. ÍAK, Íþróttafélag aldr- aðra í Kópavogi. Leik- fimi kl. 11.20 í Digra- neskirkju. Kiwanisklúbburinn Geysir, Mosfellsbæ. Spilakvöld í Kiw- anishúsinu kvöld kl. 20.30 Sjálfsbjörg, Hátúni 12. Kl. 19.30 skák. Kvenfélag Kópavogs aðalfundurinn er í kvöld kl. 20 að Hamra- borg 10. Samtök lungnasjúk- linga Fræðslufundur veður að Síðumúla 6 kl. 20. . Ný dögun, Fræðslu- fundur í safnaðarheim- ili Háteigskirkju kl. 20–22. Í dag er fimmtudagur 18. mars, 78. dagur ársins 2004. Orð dags- ins: En oss hefur Guð opinberað hana fyrir andann, því að andinn rannsakar allt, jafnvel djúp Guðs. (I.Kor. 2, 10.)     Davíð Guðjónsson skrif-ar pistil í Deigluna um hryðjuverkin í Madr- íd og kosningarnar í kjöl- farið.     Skelfileg hryðjuverk íMadríd í síðustu viku virðast hafa haft úr- slitaáhrif á spænsku þingkosningarnar,“ skrif- ar Davíð. „Lýðflokknum, flokki Aznars fráfarandi forsætisráðherra, var fyrir kosningarnar spáð sigri en nú er ljóst að sósíalistar hafa unnið stórsigur undir forystu Jose Luis Rodriguez Zapatero. Það skal ósagt látið hvort Aznar og frá- farandi ríkisstjórn hafi notfært sér hryðjuverkin í pólitískum tilgangi en hitt er ljóst að búið er að senda hryðjuverkamönn- um heimsins skilaboð: Hryðjuverk geta skilað „árangri“. Ef svo hræði- lega má að orði komast.     Fyrsta verk Zapatero,verðandi forsætisráð- herra Spánar, var að til- kynna brottflutning spænskra hermanna frá Írak og setur það spurn- ingarmerki við staðfestu hinna staðföstu þjóða í Íraksstríðinu og barátt- unni gegn hryðjuverkum. Það er að mati pistlahöf- undar afar gagnrýnisvert hjá verðandi þjóð- arleiðtoga að staðfesta mátt hryðjuverka með þessum hætti.     Þó svo að Zapatero hafistefnt að því að kalla spænska hermenn heim frá Írak að loknum kosn- ingum virðist alger óþarfi að gera það með þessum hætti strax að kosningum liðnum. Í raun má segja að hann sé lýsa því yfir að al Kaída hafi knúið spænsku þjóð- ina til uppgjafar í bar- áttu hinna staðföstu þjóða.     Sósíalistaflokkurinnvar reyndar með það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að kalla her- menn heim frá Írak og því nokkuð ljóst hvað myndi gerast ef flokk- urinn sigraði. En með út- spili sínu virðist Zapat- ero hafa fallið í sömu gildru valdagræðgi og Aznar, að notfæra sér hryðjuverkin til póli- tískra vinsælda. Það finnst pistlahöfundi smána fórnarlömb árás- anna og senda afleit skilaboð frá hinum vest- ræna heimi.     Það skal tekið fram aðþessi skoðun pistla- höfundar hefur ekkert að gera með afstöðu hans til Íraksstríðsins eða bar- áttu hinna staðföstu þjóða gegn hryðjuverk- um. Hvort sem menn eru með, eða á móti þeim að- ferðum sem er beitt, er ljóst að hryðjuverka- mönnum hefur verið gef- inn tónninn og Zapatero hefur sett Evrópubúa í mun meiri hættu en áður var, Íslendinga þar með talda.“ STAKSTEINAR Hryðjuverk geta skilað „árangri“ Víkverji skrifar... Víkverji dvaldi um tíma í Þýska-landi og keypti sér þar bíl og ferðaðist töluvert á honum þar. Það kom Víkverja nokkuð á óvart að Þjóð- verjar, sem almennt eru taldir nokk- uð frekir í samskiptum sínum við annað fólk, reyndust ákaflega tillits- samir og greiðviknir ökumenn, voru fljótir að hliðra til fyrir öðrum og hleypa þeim inn á akreinar. Virtist vera eins konar allsherjarsam- komulag um að ökumenn legðu sitt af mörkum til þess að umferðin gengi vel fyrir sig. Í bæjunum og borgunum voru Þjóðverjarnir röskir ökumenn sem ekki ber að leggja að jöfnu við hraðakstursmenn. Menn voru röskir af stað á ljósum og tiltölulega fljótir að koma sér upp í leyfilegan öku- hraða. Væri bíll að koma inn á ak- braut af annarri akrein var und- antekningarlaust hliðrað fyrir honum. x x x Það var því Víkverja nokkurt áfallað fara að aka aftur heima á Ís- landi þar sem hver ók með sínu nefi. Röskleikinn var ekki sá sami og Þýskalandi, menn oft lengi af stað og lengi að ná leyfilegum umferðarhraða á hverjum stað og undantekning að hliðrað væri til fyrir öðrum ökumönn- um, raunar stundum stigið á bensínið til þess eins að koma í veg fyrir að annar ökumaður kæmist inn á akrein. Ekkert samkomulag virtist vera um að reyna að láta umferðina ganga hratt og vel fyrir sig eins og í Þýska- landi. Eitthvað finnst Víkverja þetta þó hafa lagast þótt óliðlegheit séu daglegt brauð í íslenskri umferð- armenningu. Þó Þjóðverjar væru kurteisir og liðlegir í umferðinni brugðust þeir oft illa við ef menn fóru ekki að hinum al- mennu skráðu eða óskráðu reglum í umferðinni. Víkverji var t.d. ótrúlega fljótur að læra að aka ekki á vinstri akrein á fjölbrauta vegum eins og hrað- brautum en eins og menn vita er enginn hámarkshraði á þeim í Þýsklandi; Víkverji var að taka fram úr á hraðbraut og var kominn í 150–160 kílómetra hraða og ætlaði í ró- legheitum að sigla fram úr langri röð bíla á hægri ak- rein. Kemur þá stór og mikill Benz á enn meiri hraða og var sá ökumaður lítt ánægður með að Víkverji væri í hægakstri á vinstra helmingi. Á um 160 km hraða ók hann alveg í skottið á Víkverja, svo lá við að stuðararnir snertust, lagðist á flautuna og blikk- aði ljósum í gríð og erg. Þannig lærði Víkverji að vinstri akrein er til fram- úraksturs eða hraðari aksturs eftir atvikum. Aðeins lítill hluti íslenskra ökumanna virðist gera sér grein fyrir þessari mikilvægu reglu en það skap- ar stórhættu með því að óþolinmóðir ökumenn neyðast til að stunda hrað- aksturssvig a milli akreina. Disney-stundin hjá Sjónvarpinu HVAÐ er með þessa Disney-stund sem Sjón- varpið sýnir á föstudögum? Þeir auglýsa myndina fyr- ir alla fjölskylduna og svo sitja yngstu meðlimir henn- ar fyrir framan skjáinn og skilja hvorki upp né niður. Þegar ég kem heim eftir langa vinnuviku þrái ég ekkert annað en að fá að setjast niður með fjöl- skyldu minni og horfa á smá sjónvarp eða slappa af. Börnin þrá það líka, þau eru líka þreytt, og þau mega oft vaka aðeins leng- ur á föstudögum. Disney-stundin er mjög vinsæl á mínu heimili en það eru aldrei teiknimyndir eða neitt sem höfðar til yngstu áhorfendanna, þannig að þeir flosna upp við skjáinn og í staðinn fyr- ir Disney-stund verður til baráttu stund. Sjónvarpið byrjaði vel á þessari stund með því að sýna teiknimyndir á borð við Pöddulíf og sitthvað fleira í þeim dúr en nú eru það einungis myndir frá 1965, sem eru margar ágætar og allt það, en mest er ég hissa á að Sjónvarpið sé bara ekki með Disney- stund frá 1905 og þá fengju þeir myndirnar örugglega ókeypis. Ég vil líka benda á að sumar Disney-myndirnar eru alls ekki fyrir ung börn, því oft eru atriði í þeim sem eru vafasöm! Þannig að fjölskyldustund á bara alls ekki við. Hafið þetta í huga. Barnafólk! Endilega takið undir með mér. Áhorfandi. Dýrahald Pési er týndur PÉSI er 12 vikna kisu- strákur, sem er hvítur og grábröndóttur og með grátt trýni. Hann stalst út frá Óðinsgötu 24a (á bakvið Hótel Holt) í Reykjavík að- faranótt sunnudags 14. mars og hefur ekki sést síð- an. Hann er ólarlaus og ómerktur. Þeir sem vita um Pésa eru beðnir að hringja í síma 824 4864. Kettlingar fást gefins YNDISLEGIR svartir og hvítir tveggja mánaða kett- lingar, einn högni og ein læða, fást gefins á gott heimili. Eru kassavanir og snyrtilegir. Uppl. í síma 554 6138 eða 898 9554. Páfagaukurinn Pési er týndur PÁFAGAUKURINN Pési (gári) slapp út síðdegis á laugardag frá Flókagötu (105 Rvík). Hann er hvítur með ljósbláa bringu og smá svart í vængjum og á kolli. Hann er mjög gæfur. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í síma 866 8246 eða 551 8119 eftir kl. 18. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 gata í Reykjavík, 8 vænn, 9 blóðsugan, 10 fag, 11 ákveð, 13 fífl, 15 höfuð- fata, 18 klaufdýr, 21 reyfi, 22 opum, 23 falla, 24 flakkaði. LÓÐRÉTT 2 minnist á, 3 dreitillinn, 4 líkamshlutann, 5 snag- inn, 6 espa, 7 vendir, 12 í uppnámi, 14 sjáv- ardýr, 15 snjókorn, 16 nafnbót, 17 vesælan, 18 bál, 19 megnið, 20 sefar. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 berja, 4 gætin, 7 gengi, 8 rekju, 9 rúm, 11 reim, 13 enni, 14 ósinn, 15 flór, 17 nefs, 20 uns, 22 tjóns, 23 veldi, 24 aftri, 25 reisa. Lóðrétt: 1 bógur, 2 rengi, 3 akir, 4 garm, 5 tekin, 6 nauti, 10 úfinn, 12 mór, 13 enn, 15 fitla, 16 ómótt, 18 efldi, 19 seiga, 20 usli, 21 sver. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.