Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 6

Morgunblaðið - 26.03.2004, Page 6
FRÉTTIR 6 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ LESBÓK Morgunblaðsins verður með nokkru öðru sniði á morgun en lesendur eiga að venjast. Hún er að þessu sinni helguð myndlistarverkum og skrifum kunnra erlendra og innlendra lista- manna, auk tveggja sýningarstjóra, sem eyddu saman nokkrum dögum á Eiðum á Austurlandi á liðnu hausti. Gestgjafar þeirra þar voru þeir Sig- urjón Sighvatsson kvikmyndaframleiðandi og Sig- urður Gísli Pálmason athafnamaður sem eins og kunnugt er hafa fest kaup á landi og húsakosti staðarins með uppbyggingu á sviði menningar- mála í huga. Mótun menningarstarfsemi Markmið dvalarinnar var öðrum þræði að móta farveg fyrir hugmyndafræðilega umræðu og við- burði á sviði lista á Eiðum er skilað gæti einhverju markverðu til staðarins og jafnframt til menning- ar á Íslandi og á alþjóðavettvangi. Reynt var að skapa svigrúm til þess að gestirnir gætu kynnst staðháttum og þeim möguleikum sem hugsanlega er hægt að nýta við frekari mótun menningar- starfsemi á Austurlandi í framtíðinni. Í samstarfi við Morgunblaðið var afráðið að myndlistarmennirnir myndu leggja fram verk til birtingar í Lesbók, sem annarsvegar yrði dreift til lesenda blaðsins hér á landi, en hinsvegar í enskri þýðingu til áhrifamanna á sviði myndlistar erlend- is. Með samstarfi við þessa listamenn er það markmið Morgunblaðsins að leggja sitt af mörk- um sem virkur drifkraftur í íslensku menningar- lífi og skapa vettvang fyrir myndlistarviðburð þar sem svið alþjóðlegra lista og innlendra skarast á einstakan máta. Margir þeirra sem koma við sögu þessa verk- efnis hafa þegar getið sér gott orð í hinum al- þjóðlega listheimi, svo sem Ólafur Elíasson og Do- ug Aitken, en Aitken vann meðal annars til verðlauna á Feneyjatvíæringnum árið 1999. Þeir Pash Buzari, Philippe Parreno, Carsten Höller og Anri Sala eru líka vel kunnir á alþjóðavettvangi og hafa sýnt á virtum og þekktum söfnum víða um heim. Þess má geta að textann í verki Anris Sala gerði landi hans, albanski listamaðurinn Edi Rama, sem nú er borgarstjóri í Tírana, höfuðborg Albaníu. Verk Carstens Höller brýtur af sér viðj- ar þessarar sérútgáfu því hann notar fréttasíðu úr Lesbók síðustu helgar sem birt verður aftur óbreytt á morgun og síðan að viku liðinni. Íslensku listamennirnir, þau Gabríela Friðriks- dóttir, Dagur Kári Pétursson, Elín Hansdóttir, Hekla Dögg Jónsdóttir og Þorvaldur Þor- steinsson hafa víða komið við í íslensku listalífi, en öll hafa þau líka látið til sín taka með eftirminnileg- um hætti utan landsteinanna. Sýningarstjórarnir Hans Ulrich Obrist, sem starfar hjá Nútíma- listasafninu í París og Jessica Morgan, sem starfar hjá Tate Modern í London, njóta mikillar virðingar erlendis, en Morgan kemur einnig til með að gegna veigamiklu hlutverki í íslensku myndlistarlífi á næstunni þar sem hún stýrir myndlistarþætti Listahátíðar vorið 2005. Auk listamannanna og sýn- ingarstjóranna lagði Steve Christer, arkitekt fram verk í þessa Lesbók og þau Sigurjón Sighvatsson og Fríða Björk Ingvarsdóttir, blaðamaður, eiga þar greinar. Óvenjulegt útlit Lesbókar Útlitshönnun þessarar óvenjulegu Lesbókar var í höndum ungs myndlistarmanns, Úlfs Chaka Karlssonar, en hún byggist á hugmyndum um flæði, sem ef til vill eiga eftir að koma þeim sem þekkja til á Austurlandi kunnuglega fyrir sjónir. Hönnunin er hvort tveggja í senn; einskonar eft- irlíking á hinu „hvíta rými“ gallerísins og „kort“ af vatnasvæði Eiða, þar sem verk og hugarheimar listamannanna renna saman þrátt fyrir að eiga sér öll afmarkaðan stað innan heildarinnar. Lesbók helguð myndlistarverkum Pash Buzari Elín HansdóttirGabríela Friðriksdóttir Fríða Björk Ingvarsdóttir Úlfur Chaka KarlssonDagur Kári Pétursson Sigurjón Sighvatsson Carsten Höller Hans Ulrich Obrist Þorvaldur Þorsteinsson Hekla Dögg Jónsdóttir Ólafur Elíasson Anri Sala Doug Aitken Philppe Parreno Jessica Morgan „STARF mitt á Eiðum tengist því að ég hef búið erlendis í mörg ár,“ seg- ir Sigurjón Sighvatsson um mark- mið sitt með því að bjóða listamönn- um víðsvegar að úr heiminum að koma saman á Eiðum síðastliðið sumar. „Ég hef tekið eftir því að er- lendir listamenn sem hingað rata vilja leggja mikið á sig til að koma aftur; nægir að nefna Richard Serra í því sambandi. Þetta fólk kemur ekki hingað til að eiga stutta skemmtan heldur er upplifun þess slík að það vill sækja sér hingað efni- við í vinnu sína.“ Sigurjón segir lengi hafa skort einskonar „skjól“ eða „sanctuary“ fyrir erlenda lista- menn úti á landi, „og því fannst okk- ur Sigurði Gísla Pálmasyni, gott tækifæri opnast þegar Eiðar buðust til sölu. Við sáum að þar væri hægt að leiða saman erlenda og íslenska aðila og bjóða þeim fast athvarf á listasviðinu, tengja þá starfsemi höf- uðborgarsvæðinu og umheiminum, en stuðla um leið að uppbyggingu á Héraði. Lykillinn er að þar er hægt að sækja reynslu sem ekki býðst annarsstaðar.“ Hann segir verkefnið síðastliðið sumar og það sem nú er að koma út úr því, bera þess glöggt vitni „að þó ekki sé hægt að taka Eiða úr sam- hengi síns umhverfis, þá er hægt að bera hróður staðarins víða eins og t.d. með þessari Lesbók. Vonir standa til að í framtíðinni verði Eið- ar ekki staðbundið menntasetur eins og forðum, heldur menningarsetur sem mun teygja anga sína víða.“ Eiðar teygja anga sína víða ur hafi verið óskipt, en nái ekki að ljúka skiptunum fyrir 1. apríl – þá lenda erfingjar væntanlega í að greiða skatt sam- kvæmt nýju lög- unum en það get- ur verið ósanngjarnt gagnvart erfingjum ef arfur er í formi hlutabréfa. En kannski er enn möguleiki fyrir fólk, ef af- greiðsla hjá sýslumönnum tekur ekki of langan tíma, að drífa í að ljúka skiptum á óskiptu búi. Slíkt getur auðvitað borgað sig ef eignir bús eru að meginstofni til HÖRÐUR Guðmundsson, lögfræð- ingur hjá KPMG Endurskoðun, segist ekki geta lesið annað úr lög- unum en að ef erfingjar gangi frá skiptum á óskiptu búi fyrir 1. apríl þá hljóti eldri lögin um erfða- fjárskatt að gilda. Eftirlifandi maki geti hvenær sem er krafist skipta en afgreiðslan geti hins veg- ar tekið einhvern tíma hjá viðkom- andi sýslumanni. Hörður bendir á að gildistöku laganna hafi verið flýtt í meðförum Alþingis en að sumu leyti hefði ver- ið eðlilegra að gefa mönnum eitt- hvað lengri aðlögunartíma, tíminn sem fólk hafi til þess að taka tillit til nýrra laga sé ákaflega knappur. „Segjum að maki sé kominn af stað með að láta skipta búi, sem áð- hlutabréf,“ segir Hörður. Hörður segir það einnig koma sér á óvart að verðmat miðist við verðmæti eigna við andlát en ekki þegar eignir komi til skipta. Það geti vissulega þýtt, ef gengi bréfa lækkar verulega eða félag verði gjaldþrota frá andlátsdegi til loka skipta, að erfingjar greiði skatt af hærri upphæð en þeir fái í arf. „Mér finnst í sjálfu sér ekki óeðli- legt að farið sé að miða við mark- aðsverð hlutabréfa en mér finnst óeðlilegt að miða við verðmæti á dánardegi. Það er eðlilegra að það miðist við skiptalok því oft getur liðið langur tími frá dánardegi að skiptalokum og verðmæti eigna getur hafa breyst verulega á þeim tíma,“ segir Hörður. „Óeðlilegt að miða við verðmæti á dánardegi“ Hörður Guðmundsson NÝ LÖG um erfðafjárskatt sem taka gildi frá og næstu mánaðamótum taka þá einnig til búskipta þeirra sem sitja í óskiptu búi, fari skiptin fram eftir 1. apríl. Í frumvarpi fjármála- ráðherra var hins ekki gert ráð fyrir að lögin tækju gildi fyrr en 1. júlí en gildistaka laganna var færð fram í meðförum þingsins. Þá miðast verðmæti eigna við dán- ardag í nýju lögunum en ekki skipta- dag eins og í frumvarpi fjármálaráð- herra en það opnar fyrir þann möguleika að erfingjar geti þurft að greiða skatt af hærri upphæð en þeir fá síðan raunverulega í arf. Sitji ekkja eða ekkill í óskiptu búi, sem í er umtalsvert magn verðbréfa, getur munað miklu á skattgreiðslum ef næst að skipta búinu fyrir 1. apríl því eftir þann tíma greiða erfingjar 5% erfðafjárskatt af markaðsvirði bréfanna en ekki erfðafjárskatt sem reiknast af nafnvirði þeirra en eins og greint var frá í Morgunblaðinu í gær getur þarna munað háum upphæð- um. Hjá sýslumanninum í Reykjavík fengust þær upplýsingar að engan veginn væri útilokað að ganga frá skiptum á búi fyrir 1. apríl að því gefnu að fólk hefði öll nauðsynleg gögn tilbúin – erfitt gæti þó reynst að tryggja slíkt ef fjöldi manns leitaði til embættisins til að láta ganga frá bú- skiptum. Í frumvarpinu sem fjármálaráð- herra mælti fyrir var gert ráð fyrir að erfðafjárskattur skyldi reiknaður út miðað við verðmæti arfs við skiptalok en þetta atriði breyttist í meðförum þingsins og í nýju erfðafjárlögunum er miðað við dánardag en ekki skipta- dag. Þar sem gengi verðbréfa getur bæði hækkað og lækkað þýðir þessi breyting að erfingjar geta nú hugs- anlega lent í því að greiða skatt af hærri upphæð en þeir fá greiddan í arð við búskipti því oft getur liðið töluverður tími frá andláti og þangað til gengið hefur verið frá skiptum. Eigi dánarbú, svo dæmi sé tekið, umtalsverða hlutabréfaeign í fyrir- tæki, sem lækkar verulega á um- ræddum tíma, myndu erfingjar í reynd greiða skatt af meira verðmæti en þeir fengju í arf. Ný lög um erfðafjárskatt taka gildi eftir eina viku Enn möguleiki að skipta óskiptu búi UMSÓKNUM um lán úr Íbúðalána- sjóði fjölgaði um 3% í febrúarmánuði í ár miðað við sama mánuð í fyrra, sem gerir það að verkum að þetta er stærsti febrúarmánuður í innkomn- um umsóknum um húsnæðislán hjá Íbúðalánasjóði frá upphafi. Greint er frá þessu í nýútkominni mánaðarskýrslu sjóðsins og sagt að frekar óvarlegt sé því að ganga út frá því sem gefnu að samdráttur í hús- næðisviðskiptum sé hafinn. Hins vegar er á það bent að ef janúar og febrúarmánður í ár eru teknir saman er um að ræða 3% samdrátt í um- sóknum frá sama tíma í fyrra. Samtals voru umsóknir í febrúar 993 talsins samanborið við 965 um- sóknir í sama mánuði í fyrra. Árið í fyrra var algert metár í út- gáfu húsbréfa hvort sem litið er til heildarútgáfu í krónum talið eða fjölda innkominna og afgreiddra um- sókna. Heildarútgáfa húsbréfa á árinu nam 50,1 milljarði króna sam- anborið við rúma 35,3 milljarða kr. árið 2002 sem er 42% aukning milli ára. Umsóknum fjölgaði um 19% og voru 11.980 á árinu 2003. Umsóknir um húsnæðislán Stærsti febrúar frá upphafi                        

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.