Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 20
ERLENT 20 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ RICHARD Clarke, fyrrverandi yf- irmaður baráttunnar gegn hryðju- verkum allt frá því í forsetatíð Ro- nalds Reagans til George W. Bush, núverandi Bandaríkjaforseta, sakar Bush um að hafa grafið undan hryðjuverkastríðinu með innrásinni í Írak. Segir hann einnig, að Bush hafi ekki tekið hættuna, sem stafaði af al-Qaeda, nógu alvarlega fyrir hryðjuverkin 11. september 2001. Kom þetta fram í fyrradag við yf- irheyrslur nefndar, sem rannsakar aðdraganda hryðjuverkanna í Bandaríkjunum, en Clarke byrjaði á því að biðja ættingja fórnar- lambanna afsökunar á því, að stjórnvöld hefðu brugðist þeim. Clarke, sem hefur skrifað bók þar sem hann gagnrýnir Bush harð- lega, segir meginástæðuna fyrir gagnrýninni vera Íraksstríðið. „Með innrásinni í Írak hefur Bush stórskaðað stríðið gegn hryðjuverkum,“ sagði Clarke og bætti við, að á fyrstu átta mánuðum sínum í embætti hefði Bush van- metið hættuna af al-Qaeda, hryðju- verkasamtökum Osama bin Lad- ens. „Stjórnin leit á hryðjuverkaógn- ina sem mikilvægt mál en ekki mjög áríðandi.“ Bók Clarkes og vitnisburður hans í fyrradag hefur farið mjög fyrir brjóstið á Bandaríkjastjórn og repúblikum í rannsóknarnefndinni. Gefa þeir í skyn, að hann geri allt til að auglýsa bókina, og Hvíta húsið segir, að fyrir tveimur árum hafi hann hrósað Bush-stjórninni fyrir frammistöðuna í hryðjuverkastríð- inu. „Hann verður að fara rétt með,“ sagði Condoleezza Rice, ráðgjafi Bush í þjóðaröryggismálum, en Clarke segir, að hún og Bush hafi margoft verið vöruð við því fyrir 11.9. 2001, að hryðjuverkaárás al- Qaeda væri yfirvofandi. Sakar hann Rice um að hafa ekki staðið í stykk- inu. Stefnt er að því, að rannsókn- arnefndin ljúki störfum í júlí og nið- urstöður hennar verða síðan kynnt- ar í ágúst, ekki löngu fyrir forsetakosningarnar í nóvember- byrjun. Segir Íraksstríð hafa skað- að hryðjuverkabaráttu Bush harðlega gagnrýndur í yfirheyrslum rannsóknarnefndar Washington. AP, AFP. AP Richard Clarke ber vitni fyrir rann- sóknarnefnd Bandaríkjaþings. de Mayo, kvenna sem kenna sig við þekkt torg í höfuðborginni, sagðist hafa misst dótt- ur sína í pyntingarstöðina en hefði ekki enn fengið nein svör frá stjórnvöldum um afdrif hennar. En Roisinblit sagðist samt þakklát fyrir það sem nú hefði gerst. „Ég hef beðið í mörg ár eftir því að þetta gerðist. Ég hélt að ég myndi aldrei lifa þenn- an dag,“ sagði hún. Yfirmaður flotans, Jorge Godoy aðmíráll, sagði nýlega að húsið hefði orðið „villimannlegt tákn“ um fortíðina. Sumir sögðu sögur af fólki sem dregið var inn í flotaskólann sem þekktur er undir skammstöfuninni ESMA og hefur árum sam- an verið eitt helsta táknið um ógnarstjórnina. arinnar. Hann lét einnig taka myndir af tveim herforingjanna, Jorge Videla og Reyn- aldo Bignone, sem héngu á veggjum þekkts skóla landhersins, niður. Að sögn dagblaðsins La Nacion voru fjórir hershöfðingjar svo ósáttir við ákvörðun Kirchners að þeir fóru fram á að verða settir á eftirlaun. „Hef beðið í mörg ár“ Um 40 þúsund manns voru á staðnum, þ. á m. fólk sem komst lífs af úr pyntingaklefum og börn mæðra sem hurfu. Var orðum forset- ans ákaft fagnað og margir veifuðu argent- ínska fánanum. Rosa Roisinblit, félagi í mannréttindahóp sem kallast Ömmur Plaza FORSETI Argentínu, Nestor Kirchner, ætl- ar að láta reisa safn til minningar um fórn- arlömb „Skítuga stríðsins“ svonefnda á ár- unum 1976–1983 en þá réð herforingjastjórn yfir landinu og ofsótti andstæðinga sína. Kirchner skýrði frá ákvörðun sinni í ræðu sem hann flutti í gömlum pyntingabúðum í flotaskóla tilefni þess að 28 ár voru liðin frá valdaráni herforingjanna. Safnið verður á lóð skólans sem er í höfuðborginni, Buenos Aires. Saksóknarar álíta að um 5.000 af þeim 13.000 manns sem hurfu í tíð herforingjanna hafi verið sendir í umrædda stöð flotans. Sumir mannréttindahópar segja að talan sé mun hærri eða um 30.000. Kirchner notaði tækifærið til að „biðja fyr- ir hönd stjórnvalda fólk um að fyrirgefa þeim að svo lengi skuli hafa ríkt þögn um svo mörg ódæði“ á valdaárum herforingjastjórn- Inni var fólkið barið með keðjum, pyntað með rafmagnsköplum og látið þræla fyrir valdhaf- ana. Vanfærar konur sem ólu börn í fangels- inu urðu að sætta sig að börnin væru tekin frá þeim og afhent með leynd fólki sem vildi ættleiða þau. Argentínuþing nam í ágúst sl. úr gildi lög frá níunda áratugnum sem veitt höfðu nokk- ur hundruð herforingjum sakaruppgjöf og margir af æðstu leiðtogum herforingjastjórn- arinnar sæta nú stofufangelsi, meðal þeirra eru Videla og Bignone. Einnig eru margir lægra settir liðsforingjar í haldi vegna ásak- ana um að þeir hafi rænt börnum kvenna sem hurfu. Kirchner hefur sagt að Argent- ínumenn muni ekki lengur andmæla kröfum evrópskra dómstóla sem vilja fá suma af her- foringjunum framselda. Sum fórnarlamb- anna voru erlendir borgarar, þ. á m. fólk frá Evrópu. Safn um fórnarlömb „Skítuga stríðsins“ Myndir af leiðtogum argentínsku herfor- ingjastjórnarinnar fjarlægðar í herskóla Buenos Aires. AP, AFP. MÚGURINN myndaðist fljótt. Tug- ir sígauna hröðuðu sér til að hitta fulltrúa mannréttindasamtaka sem eru að hjálpa þeim að sækja skaða- bætur fyrir að hafa verið þving- aðir til þrælkunarvinnu á tímum síðari heimsstyrjaldar, er banda- menn nazista voru við völd í Rúm- eníu. Rúður brotnuðu og reiðiyrði féllu áður en mannfjöldinn gerði sér grein fyrir misskilningnum – gestirnir voru blaðamenn, ekki lögfræðingar komnir í þeim er- indagjörðum að skrá skaðabóta- tilkall þeirra. Að orðrómur skyldi nærri því hafa komið af stað óeirðum sýnir glöggt þá spennu sem ríkir í byggðum sígauna í Rúmeníu, er fólkið bíður þess að skaðabótaféð berist því – eða að minnsta kosti staðfesting á því hvort það uppfylli sett skilyrði. Féð kemur úr sjóði sem varð til með framlögum frá þýzkum stjórnvöldum og þýzkum fyr- irtækjum og ætlað er að standa undir skaðabótagreiðslum til ým- issa sem liðu undan harðstjórn þýzkra nazista í síðari heimsstyrj- öld, einkum fólks í Austur-Evrópu sem ekki hafði áður haft aðgang að neinum slíkum skaðabótum sem Þjóðverjar hafa greitt á þeirri ríf- lega hálfu öld sem liðin er frá endalokum Þriðja ríkisins. Þetta eru fyrstu skaðabæturnar sem ber- ast austur-evrópskum sígaunum. Þeir sem bíða – eins og hin 77 ára gamla Diamanta Stanescu sem býr í þorpinu Liesti, 220 km norð- austur af rúmensku höfuðborginni Búkarest – óttast að verða út- undan. Stanescu var meðal 25.000 síg- auna sem rúmensk yfirvöld smöl- uðu saman og sendu í þrælabúðir á þýzka hernámssvæðinu í Sovétríkj- unum á árunum 1942–1944. Tug- þúsundir rúmenskra gyðinga voru líka sendir í slíkar búðir. Flestir hinna föngnu enduðu ævina í búð- unum, dóu aðallega úr hungri og farsóttum, en aftökur og hrotta- skapur tóku líka sinn toll. Sígaunarnir voru notaðir í þrælkunarvinnu fyrir þýzka naz- ista og bandamenn þeirra við vegavinnu og skotgrafagröft, í landbúnaði o.fl. Um 5.900 rúmenskir sígaunar sóttu um bætur úr sjóðnum sam- kvæmt upplýsingum Alþjóðlegu mannflutningastofnunarinnar (Int- ernational Organization for Migra- tion), sem sáu um umsóknirnar fyrir flesta skaðabótaumsækjendur í A-Evrópu, aðra en gyðinga. Að- eins fólk sem hafði sjálft verið í hópi hinna þrælkuðu og lifað af, og beinir erfingjar þeirra úr þeim hópi sem dóu eftir 15. febrúar 1999, höfðu tilkall til að sækja um úr sjóðnum. Þótt skaðabótaupphæðin á hvern einstakling sé ekki há á vestrænan mælikvarða – hún svar- ar að hámarki um 700.000 krónum í flestum tilfellum – munar hina bláfátæku sígauna Rúmeníu mikið um slíkar upphæðir. AP Rúmenskur sígauni fylgist með aðkomumönnum á götu í þorpinu Liesti. Rúmenskir sígaunar bíða bóta Munteni. AP. KLAUS Kjøller, rithöfundur og lektor við Kaupmannahafnarhá- skóla, vill að Svíar afhendi Dönum á ný glæsilegan síðkjól sem eitt sinn var í eigu Margrétar fyrstu drottn- ingar. Þannig sé hægt að undirstrika hið góða samband sem nú sé milli þjóðanna en sænski konungurinn Karl Gústaf 10. rændi kjólnum árið 1659 og er hann nú varðveittur í Uppsölum. Margrét fyrsta Danadrottning lifði fram á 15. öld, hún var einnig þjóðhöfðingi Norðmanna og Svía frá 1397. Kjøller vill að Mary Donald- son, unnusta Friðriks krónprins, noti kjólinn, sem er úr efni með gull- þráðum, við brúðkaupið 14. maí. „Það væri stórkostlegt að fá kjól- inn aftur,“ segir Kjøller og hvetur Svía til að vera rausnarlegir. „Við er- um núna komin með Eyrarsunds- brúna og svo margt annað og kjóll- inn getur ekki skipt svo miklu fyrir Svía. Og við létum Íslendinga fá aft- ur handritin.“ Kjøller segir að þótt kjólnum yrði skilað myndi það alls ekki varpa rýrð á hernaðarsigra Svía á sautjándu öldinni. Á hinn bóginn myndu þeir sanna með þessum hætti að þeir séu sannarlega stórmannlegir í lund. Auk þess yrði tilvonandi drottningu Dana, sem er áströlsk og af borg- aralegum ættum, tryggður merki- legur sess í sögunni. Lektorinn hefur sent Karli sextánda Gústaf Svíakon- ungi bréf um tillöguna og vill nú að danska stjórnin fari formlega fram á að fá kjólinn. Vill að Svíar skili kjól SPÆNSKA innanríkisráðu- neytið greindi frá því í gær, að yfirvöld hefðu handtekið fimm menn, þ. á m. þrjáNorður-Afr- íkubúa, til viðbótar í tengslum við hryðjuverkið í Madríd 11. mars. Þá eru alls átján manns í haldi lögreglu í tengslum við sprengjutilræði í fjórum far- þegalestum sem kostuðu 190 manns lífið. Í frétt spænsku fréttastofunnar EFE segir að þrír mannanna hafi verið hand- teknir eftir umfangsmikla leit lögreglu í Madríd og nágrenni, en ekki var sagt hvenær. Þá greindu þýskir fjölmiðlar frá því í gær, að þrír mannanna, sem handteknir voru á Spáni, hefðu áður verið búsettir í Þýskalandi. Frekari hand- tökur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.