Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 63
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 63 STJÓRN Verkalýðsfélags Akraness hefur sent frá sér ályktun þar sem er skorað á ríkisstjórn Íslands að fella niður virðisaukaskatt af veggjaldi í Hvalfjarðargöngum, en það gæti leitt strax til 14% lækkunar á veggjaldi. „Stjórn Verkalýðsfélags Akraness vill minna á að samgönguráðherra sagði í utandagskrárumræðum á Al- þingi í desember 2003 að ríkisstjórn- in stefndi á að lækka virðisaukaskatt á veggjald í Hvalfjarðargöngum, og í máli hans kom líka fram að það kæmi vel til greina að ríkið tæki á sig hluta af tryggingum ganganna. Verkalýðsfélag Akraness vill benda á hve gríðarlegt hagsmuna- mál þetta er fyrir Akurnesinga, en í skýrslu sem Vegagerð ríkisins lét gera í október 2002 kom fram að um fimmti hver bíll sem fór í gegnum göngin, eða 18%, hefði komið frá Akranesi. Stjórn Verkalýðsfélags Akraness skorar jafnframt á sveitarstjórnir og verkalýðsfélög á Vesturlandi að taka höndum saman í því að fá stjórnvöld til að afnema virðisaukaskatt á veggjaldi, því eins og fram kom í skýrslu Vegagerðarinnar, voru 40% þeirra sem óku í gegnum Hvalfjarð- argöng búsett á Vesturlandi. Því er það mikið hagsmunamál fyrir Vest- urland í heild sinni að vel takist til í þessu máli. Verkalýðsfélag Akraness vill þakka þeim forsvarsmönnum Spalar ehf. sem með elju og atorkusemi létu þann draum rætast að hægt væri að aka undir Hvalfjörð. Tíminn hefur leitt það í ljós að hér er um eina mestu samgöngubót sem Íslending- ar hafa orðið vitni að. Það er mat stjórnar Verkalýðs- félags Akraness að þetta framtak Spalar ehf. hafi orðið til mikilla hags- bóta fyrir félagsmenn Verkalýðs- félags Akraness, sem og aðra lands- menn.“ Vilja afnema virðisaukaskatt af veggjaldi LÖGREGLAN í Reykjavík lýs- ir eftir vitnum að árekstri og af- stungu á bílastæði við Kringl- una, 3. hæð, laugardaginn 20. mars kl. 12:34. Ekið var utan í svartan VW Passat árg. 1999 og hann skemmdur töluvert. Tjónvaldur yfirgaf vettvang án þess að tilkynna tjónið lögreglu eða hlutaðeigandi. Tjónvaldur- inn er beðinn um að hafa sam- band við lögreglu svo og vitni sem gætu veitt upplýsingar. Lýst eftir vitnum Málþing um fiskveiðistjórnun og málefni fiskimanna á Íslandi verður haldið í Sjómannaskólanum í dag, föstudaginn 26. mars kl. 13, á vegum nemendafélaga skólanna. Einar Örn Einarsson formaður nemendafélags Stýrimannaskólans setur þingið og Böðvar Þ. Kárason nemendafélag Vélskólans er með stutta kynningu. Framsögu hafa m.a.: Helgi Laxdal form VSFÍ, Frið- rik Jón Arngrímsson framkv.stj. LÍÚ, Sævar Gunnarsson form SSÍ, Jón E. Friðriksson framkvæmda- stjóri Fiskiðjunnar Skagfirðings hf. og Árni Bjarnason form FFSÍ. Mál- þingsstjóri Jón B. Stefánsson skóla- meistari. Fyrirlestur Líffræðistofnunar verður í dag, föstudaginn 26. mars kl. 12.20, í stofu 132, Náttúrufræði- húsi Háskólans. Erindi heldur: Stef- án Óli Steingrímsson frá Hólaskóla. Yfirskrift fyrirlestrarins er: Ný sýn á óðalsatferli og fæðunám laxaseiða. Í fyrirlestrinum verður greint frá nýjum rannsóknum á fæðunámi og óðalsatferli einstaklingsmerktra laxaseiða við náttúrulegar aðstæður. Í DAG Opið hús hjá Hólaskóla Starfsfólk og nemendur Hólaskóla, Hólum í Hjaltadal, verða með opið hús á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13–17, til að kynna starfsemi skólans. Við Hólaskóla starfa þrjár deildir, hrossaræktardeild, fiskeldisdeild og ferðamáladeild. Skúli Skúlason rektor segir frá starfi skólans og framtíðarsýn. Hrossa- ræktardeild kynnir uppbyggingu námsins við deildina og leiðsögn verður um hesthúsin og reiðskemm- urnar og teymt verður undir börn- um. Kynnt verður kynbótastarf í bleikjueldi og leiðsögn verður um rannsóknarstofu og rannsóknarverk- efni kynnt, s.s álaeldi. Ferða- máladeild sér um móttöku gesta og afþreyingu fyrir börnin og deild- arstjóri ferðamáladeildar kynnir nám deildarinnar. Nýir nem- endagarðar verða einnig til sýnis. Boðið verður upp á kaffiveitingar. Kynningardagur Kennaraháskól- ans Á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13–16 í Kennaraháskóla Ís- lands verður kynning á því námi sem verður í boði næsta háskólaár. Nem- endur, kennarar og námsráðgjafar skólans munu kynna námið og svara fyrirspurnum um nám fyrir grunn- skólakennara, leikskólakennara, íþróttafræðinga, tómstundafræðinga og þroskaþjálfa. Fulltrúar viðkom- andi stéttarfélaga verða á staðnum og svara fyrirspurnum um atvinnu- möguleika, kaup og kjör. Bókasafn og gagnasmiðja verða opin gestum í nýbyggingu skólans. Óvæntur gest- ur mætir á svæðið. Umsóknarfrestur um námið er til 17. maí, sjá nánari upplýsingar á vef skólans www.khi.is. Fræðslufundur Félags eldri borg- ara verður á morgun, laugardaginn 27. mars kl. 13.30, í félagsheimili fé- lagsins Ásgarði í Glæsibæ. Fræðslu- efni nú er „sykursýki aldraðra“ og „hreyfing er holl og nauðsynleg“. Sykursýki meðal aldraðra fer vax- andi með hækkandi aldri, stærri hópi eldra fólks og breyttu mataræði. Guðný Bjarnadóttir sérfræðing í öldrunarsjúkdómum fjallar um syk- ursýki meðal eldra fólks. Seinni hluti fræðslufundarins er um gildi hollrar hreyfingar á efri árum. Guðrún Niel- sen og Soffía Stefánsdóttir fjalla um íþróttir en þær hafa staðið fyrir efl- ingu líkamsþjálfunar á vegum Fé- lags áhugafólks um íþróttir aldraðra. Vorsýning Garðheima verður á morgun, laugardaginn 27. og sunnu- daginn 28. mars. Á vorsýningunni verður fræðsla og kynning um sem flest sem tengist garðrækt, grænum lífstíl, föndri og skreytingum, að- allega fyrir áhugamanninn en einnig fyrir atvinnumenn í garðrækt. Margvísleg sýnikennsla verður í boði ásamt því að hægt verður að prófa klippur og tæki, skoða mismunandi gerðir af mold og plöntum á ýmsum vaxtarstigum og fræðast um nýj- ungar. Garðyrkjufélag Íslands kenn- ir vorverkin í garðinum. Á útisvæð- inu verður Kraftvélaleigan með kynningu á gröfum og stærri garð- vinnutækjum til leigu. Börnin fá að föndra og prófa að sá fræjum. Sameiginlegt málþing, skák- keppni og skemmtun ungliðahreyf- inga stjórnmálaflokkanna í félags- heimilinu á Seltjarnarnesi laugardaginn 27. mars kl. 14. Ung- liðahreyfingarnar munu kynna starf- semi sína og kappræður verða milli fulltrúa þeirra. kl. 20.30 fer fram keppni í atskák þar sem hver ung- liðahreyfing sendir einn stórmeist- ara. Að Stjórnmáladegi ungs fólks standa: Samband ungra framsókn- armanna, Samband ungra sjálfstæð- ismanna, Ung frjálslynd, Ungir jafn- aðarmenn og Ung vinstri græn. Fundur um skólamál Álftanes- hreyfingin boðar til stefnumóts um skólamál á morgun, laugardaginn 27. mars í sal Álftanesskóla frá kl. 10–13. Erindi halda: Tryggvi M. Baldvins- son tónskáld, Jakob Hagedorn Olsen tónlistarkennari, Hjördís Ólafs- dóttir, aðstoðarleikskólastjóri, Hanna Ragnarsdóttir lektor við Kennaraháskóla Íslands, Júlíus K. Björnsson forstöðumaður Náms- matsstofnunar, Stefán Arinbjarn- arson íþrótta- og tómstundafulltrúi Bessastaðahrepps, Sveinbjörn M. Njálsson skólastjóri Álftanesskóla, Guðlaug E. Gunnarsdóttir aðstoð- arskólastjóri Álftanesskóla og Loft- ur Magnússon skólastjóri Setbergs- skóla. Fundarstjóri er Ólafur Proppé rektor við KHÍ. Á MORGUN GUNNAR Karl Guðmundsson, for- stjóri Skeljungs, og Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV íþrótta- félags, undirrituðu nýverið nýjan þriggja ára samning um áframhald- andi samstarf Skeljungs og ÍBV íþróttafélags um Shellmót í Eyjum. Shellmótið hefur unnið sér sess sem hápunktur knattspyrnunnar hjá 6. flokki drengja um allt land. Shellmót- ið hefur verið haldið síðan 1991 og því er mótið í ár hið fjórtánda í röðinni. Um eitt hundrað knattspyrnulið alls staðar að af landinu koma til Vest- mannaeyja í lok júní ár hvert til að taka þátt í Shellmótinu og lætur nærri að með aðstandendum og öðru fylgd- arliði komi hátt í þrjú þúsund manns til Eyja á ári hverju í tengslum við mótið. Í fréttatilkynningu segir að frá sjón- arhóli ÍBV íþróttafélags þurfi ekki að fara mörgum orðum um samstarfið við Skeljung. Það hafi verið mjög ánægju- legt og farsælt í alla staði. Sé nokkuð víst að erfitt yrði að gera Shellmótið jafn glæsilegt og það hafi verið, kæmi ekki til þetta samstarf. ÍBV íþrótta- félag vonar um leið og það þakkar samstarfið á liðnum árum að það megi halda áfram sem lengst. Óskar Freyr sagði að samstarfið við Skeljung hefði verið mjög gott í gegnum árin og vonaðist hann til að það héldi áfram ásamt því að hann vonaði að strákarnir sem taka þátt í mótinu myndu hvar þeir eiga að taka bensín þegar aldur gefst til. Gunnar Karl upplýsti að hann hefði í fyrsta skipti í fyrra komið á mótið sem gest- ur og þegar hann sá hversu glæsilega var staðið að þessu var ekki spurning í hans huga að hann vildi að Skelj- ungur héldi áfram að vera samstarfs- aðili ÍBV í þessu móti. Shell og ÍBV undir- rita nýjan samning Morgunblaðið/Sigurgeir Óskar Freyr Brynjarsson, formaður ÍBV, og Gunnar Karl Guðmundsson, forstjóri Skeljungs, handsala nýjan þriggja ára samning. Vestmannaeyjum. Morgunblaðið. TÍSKUFATA- og fylgihlutaverslun- in CULT var opnuð í Smáralind 12. mars sl. Þar er úrval af dömu- og herrafatnaði með „funky & gothic“- blæ, dömubelti, armbönd, skór og undirfatnaður o.fl. Verslunin er staðsett á milli Vero Moda og Ice in a Bucket á 1. hæð. Verslunin Pink var opnuð í Smáralind 20. mars sl. Þar fæst allt frá Henson-íþróttagöllunum til bak- poka, bola og derhúfa merktum Spiderman eða Bratz-dúkkum, sem og nafni eiganda bakpokans til dæmis. Verslunin er staðsett á móti hárgreiðslustofunni Space og er við hliðina á sælgætisversluninni nammi.is og ísbúðinni Ís-Inn á 2. hæð. Tvær versl- anir opn- aðar í Smáralind VINSTRI-GRÆNIR í Garða- bæ stofnuðu með sér svæðis- félag 4. mars sl. og eru þá kom- in svæðisfélög VG í öllum sveitarfélögum Suðvesturkjör- dæmis. Stjórn hins nýstofnaða félags skipa eftirtaldir: Bergur Rögn- valdsson formaður, Indriði Einarsson varaformaður, Rögnvaldur Þorleifsson ritari, Níels P. Sigurðsson gjaldkeri og varamaður Árni Þór Árna- son. Helsta hlutverk hinnar nýju stjórnar verður að koma af stað virku starfi Vinstri-grænna í Garðabænum, segir í fréttatil- kynningu. Nýtt svæð- isfélag VG í Garðabæ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.