Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 65

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 65
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 65 DAGBÓK STJÖRNUSPÁ Frances Drake HRÚTUR Afmælisbörn dagsins: Þú ert ábyrg/ur og sjálfri/ sjálfum þér nóg/ur. Þú veist hvað þú vilt í lífinu og gerir það sem til þarf til að ná því. Þetta ár getur orðið eitt besta ár ævi þinnar. Hrútur (21. mars - 19. apríl)  Reyndu að forðast fjöl- skyldudeilur í dag. Þú vilt ekki láta segja þér fyrir verkum og það sama á við um aðra. Naut (20. apríl - 20. maí)  Það er dagamunur á því hvað við höfum miklar áhyggjur. Áhyggjur geta líka orðið að vana og það er hætt við því að þessi leiði vani sæki á þig. Tvíburar (21. maí - 20. júní)  Það er alltaf erfitt að sitja undir gagnrýni jafnvel þegar lífið leikur við okkur. Það ligg- ur ekki nógu vel á þér í dag og því áttu enn erfiðara með að taka gagnrýni en ella. Krabbi (21. júní - 22. júlí)  Það er hætt við að þú lendir í deilum við yfirmann þinn í dag. Þér er eitthvað uppsigað við hvers konar yfirvald. Ljón (23. júlí - 22. ágúst)  Áætlanir þínar um ferðalög og framhaldsnám líta ekki nógu vel út í dag. Láttu ekki hug- fallast. Hlutirnir geta breyst mikið á næstu dögum. Meyja (23. ágúst - 22. sept.)  Þetta er ekki besti dagurinn til að deila einhverju eða ákveða hvernig eigi að skipta hlutunum. Þér finnst framhjá þér gengið og að aðrir kunni ekki að meta þig og það sem þú leggur af mörkum. Vog (23. sept. - 22. okt.)  Það er hætt við að samskipti þín við fólk í valdastöðum gangi ekki nógu vel í dag. Spurðu sjálfa/n þig að því hvort þú sért kannski að eigna þeim sem eru yfir þig settir þína eigin neikvæðni. Sporðdreki (23. okt. - 21. nóv.)  Samvinna þín við samstarfs- fólk þitt gengur ekki nógu vel í dag. Reyndu að gera ekki of miklar væntingar til annarra. Bogmaður (22. nóv. - 21. des.) Hrapaðu ekki að ályktunum um vinnufélaga þína í dag. Það er einhver neikvæðni í loftinu og því er fólk mjög gagnrýnið í garð annarra. Steingeit (22. des. - 19. janúar) Varastu að vera of stíf/ur í samskiptum þínum við börn í dag. Það er einnig hætta á því að þú gagnrýnir maka þinn óþarflega harkalega. Vatnsberi (20. jan. - 18. febr.) Það er einhver togstreita í þér þannig að þú þarft að gera það upp við þig hvort þú eigir að láta þínar eigin langanir eða skyldur þínar hafa forgang. Fiskar (19. feb. - 20. mars) Tilfinning okkar fyrir fjár- hagsstöðu okkar er ekki alltaf í samræmi við eigur okkar. Þegar við erum ánægð með það sem við eigum finnst okk- ur við vera rík en þegar okkur langar í eitthvað sem við höf- um ekki efni á finnst okkur við vera fátæk. Stjörnuspána á að lesa sem dægradvöl. Spár af þessu tagi eru ekki byggðar á traustum grunni vísindalegra staðreynda. ÁRNAÐ HEILLA 60 ÁRA afmæli. Guð-rún H. Ólafsdóttir sjúkraliði, Strýtuseli 22, Reykjavík verður sextug 29. mars nk. og ætla hún og eig- inmaður hennar, Hersir Oddsson, af því tilefni að taka á móti ættingjum og vinum á morgun, laug- ardaginn 27. mars, í Húna- búð, Skeifunni 11, Reykja- vík milli kl. 17 og 20. 80ÁRA afmæli. 5. aprílnk. verður áttræð Jóna Þ. Guðmundsdóttir frá Bakka, Skólabraut 5, Seltjarnarnesi. Af því tilefni tekur hún á móti gestum á morgun, laugardaginn 27. mars, kl. 15–18, í sam- komusalnum á Skólabraut 5. 1. d4 Rf6 2. c4 g6 3. Rc3 d5 4. h4 Bg7 5. h5 Rxh5 6. cxd5 Rf6 7. e4 Rxe4 8. Rxe4 Dxd5 9. Rc3 Dxd4 10. Dxd4 Bxd4 11. Rd5 Be5 12. Rf3 Bd6 13. Bd2 b6 14. Bc3 f6 15. Bd3 Kf7 16. Rg5+ Kg7 17. Re4 Rd7 18. O-O-O Bb7 19. Bc2 Bxd5 20. Hxd5 h5 21. He1 Kf7 22. Bb3 Kf8 23. Ba4 Hd8 24. Kc2 Hh6 25. Bc6 Rb8 26. Ba4 Rd7 27. Hed1 Kf7 28. b4 Rb8 29. b5 Ke6 30. Bb3 Kd7 Staðan kom upp á Reykjavík- urskákmótinu sem lauk fyrir skömmu í Ráð- húsi Reykjavíkur. Páll Agnar Þór- arinsson (2278) hafði hvítt gegn Guðmundi Kjartanssyni (2162). 31. Bxf6! exf6 32. Rxd6 og svartur gafst upp. Skákveislunni sem hefur staðið yfir á Íslandi í mánuð hefur ekki verið endanlega slitið þar sem 1. apríl nk. hefst Íslandsmótið í skák í húsakynnum Orkuveitu Reykjavíkur. Mótið verður með útsláttarfyrirkomulagi og má búast við spennandi viðureignum. SKÁK Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. ÞÓTT tíur og níur njóti ekki þeirrar virðingar að vera taldar til punkta, munar mikið um millispilin í grand- samningum. Hér sjást engar tíur og níur: Suður gefur; allir á hættu. Norður ♠765 ♥K7653 ♦Á54 ♣62 Suður ♠ÁKG2 ♥42 ♦K62 ♣ÁK43 Vestur Norður Austur Suður -- -- -- 1 lauf Pass 1 hjarta Pass 2 grönd Pass 3 hjörtu Pass 3 grönd Pass Pass Pass Þetta eru 25 punktar á milli handanna og það á að duga í þrjú grönd, en samn- ingurinn er afleitur eigi að síður; tómir tvistar og þrist- ar til hliðar við háspilin. En útspilið er þó hagstætt – smár spaði upp í gaffalinn. Hvernig er best að spila? Frómt frá sagt, þá er besti möguleikinn sá að vestur sé með ásinn þriðja í hjarta. En að því mæltu er ekki sjálf- gefið að best sé að spila hjarta á kónginn strax. Það dugir alls ekki ef vestur dúkkar: Norður ♠765 ♥K7653 ♦Á54 ♣62 Vestur Austur ♠D1083 ♠94 ♥Á108 ♥DG9 ♦G93 ♦D1087 ♣D85 ♣G1097 Suður ♠ÁKG2 ♥42 ♦K62 ♣ÁK43 Hjartakóngurinn er vissu- lega áttundi slagurinn, en sá níundi fæst aldrei á hjarta nema með því að spila smáu frá báðum höndum strax – ella vantar innkomu á litinn. Sem sagt: sagnhafi fær fyrsta slaginn á spaðagosa og spilar strax litlu hjarta í bláinn. Ef vörnin skiptir yfir í tígul, tekur suður slaginn og spilar hjarta á kónginn. Tígulásinn er þá enn í borði sem innkoma á hjartalitinn. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson 70 ÁRA afmæli. Í dag,föstudaginn 26. mars, er sjötugur Sig- urbjörn H. Ólafsson, Ás- braut 13, Kópavogi. Hann er á Peneguia hótelinu á Kanaríeyjum á afmælisdag- inn ásamt konu sinni, Sig- urlaugu Sigurðardóttur. Ég vandaði mig ekki mikið við undirstöðuna, en það tekur enginn eftir því. Ef ég á að sitja eftir í dag þá er það á þína ábyrgð að hænsnin og grísirnir heima fá ekkert að éta í dag, og hundurinn minn vælir af söknuði. MÓÐIR MÍN Hví skyldi ég yrkja um önnur fljóð, en ekkert um þig, ó, móðir góð? – Upp, þú minn hjartans óður! Því hvað er ástar og hróðrar dís, og hvað er engill úr paradís hjá góðri og göfugri móður? Ég man það betur en margt í gær, þá morgunsólin mig vakti skær og tvö við stóðum í túni: Þú bentir mér yfir byggðar hring, þar brosti við dýrðin allt í kring og fjörðurinn bláöldum búni. Þú bentir mér á, hvar árdagssól í austrinu kom með líf og skjól. Þá signdir þú mig og segir: „Það er guð, sem horfir svo hýrt og bjart, það er hann, sem andar á myrkrið svart og heilaga ásján hneigir.“ - - - Matthías Jochumsson LJÓÐABROT ATVINNA mbl.is STREITA www.heilsuvernd.is AÐALFUNDUR GEÐHJÁLPAR Aðalfundur Geðhjálpar árið 2004 verður haldinn á Túngötu 7, Reykjavík, laugardaginn 27. mars og hefst kl. 14:00. DAGSKRÁ: Aðalfundarstörf í samræmi við 5. gr. laga Geðhjálpar. Kjör þriggja stjórnarmanna af 7 fer fram til tveggja ára í stað þeirra sem ljúka stjórnarstörfum á árinu. Jafnframt fer fram kjör skoðunarmanna ársreikninga til eins árs. Kosningarétt og kjörgengi í félaginu hafa fullgildir félagsmenn. Fullgildir félagsmenn teljast þeir er skráðir hafa verið í félagið mánuði fyrir aðalfund. Félagar sem enn eiga ógreidd félagsgjöld eru hvattir til að greiða þau fyrir fundinn. Ef greiðsluseðlar eru glataðir, skal bent á að inna má greiðslu af hendi í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi inn á reikning Geðhjálpar nr. 1158-26-50238, kt. 531180-0469. Frekari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Geðhjálpar, Túngötu 7, 101 Reykjavík, í síma 570 1700. Félagsmenn eru eindregið hvattir til að mæta. Stjórn Geðhjálpar. Blómalagerinn beint frá bóndanum Til sölu tvær blómavöruverslanir. Verslanirnar eru reknar í samtarfi við gróðrarstöð í Hveragerði og eru starfræktar í leiguhúsnæði á Smára- togi og í Keflavík. Kjörið tækifæri til að gera góð kaup. Allar innréttingar fylgja, blómakælar, sjóðsvélar og önnur tæki. Allar nánari upplýsingar um verð o.fl. veittar á Fasteignasölunni Árborgum í síma 482 4800 og á vefnum www.arborgir.is Austurvegi 38 • 800 Selfossi Sími 482 4800 • Fax 482 4848 arborgir@arborgir.is - www.arborgir.is www.gimli.is - ww.mbl.is/gimli Árni Stefánsson viðskiptafræðingur og lögg. fasteignasali FASTEIGNASALAN GIMLI GRENSÁSVEGI 13,SÍMI 570 4800 - FAX 570 4810 Traust þjónusta í 20 ár Með kveðju. Hákon, sími 898 9396, lögg. fasteignasali. RAÐHÚS Í SELÁSI Í ÁRBÆ EÐA LINDA- HVERFI KÓP. ÓSKAST Mér hefur verið falið að leita eftir 100-120 fm raðhúsi á einni hæð auk bílskúrs. Um er að ræða fjársterka aðila. Æskilegt að eignin sé í góðu ástandi. Verðhugmynd 22-25 millj. Kaup- endur geta veitt ríflegan afhendingartíma sé þess óskað. Áhugasamir vinsamlega hafið samband og ég mun fúslega veita nánari upp- lýsingar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.