Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 51
MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 51 kaupstað. Verkefni félagsþjónustu og barnaverndar gera miklar kröfur til þeirra sem við þau starfa. Viðfangs- efnin fjalla oft um dýpstu og við- kvæmustu tilfinningar fólks og því er mikilvægt að til slíkra starfa veljist hæfir einstaklingar. Sveinborg var einn þeirra. Auk þess að hafa traust- an grunn til að byggja á, sem var menntun hennar í geðhjúkrun, þá hafði hún mikinn áhuga á að afla sér þekkingar og reynslu á nýjum vett- vangi. Vorið 1991 sóttu félagsmála- stjórar Sveinborgu heim, þegar fund- ur samtakanna var haldinn í Neskaupstað. Enn í dag minnast þeir sem fundinn sóttu þeirrar gestrisni og alúðar sem einkenndi móttökurn- ar. Við félagsmálastjórar minnumst ófárra stunda með Sveinborgu þegar slegið var á létta strengi og gleðin tók völdin eftir hnyttnar sögur og misgóð ljóð. Þá lét Sveinborg sitt ekki eftir liggja, enda einkar skemmtilegur fé- lagi. Áður en Sveinborg gekk til liðs við Samtök félagsmálastjóra hafði ég kynnst henni persónulega. Leiðir okkar höfðu legið saman á námsárum í Svíþjóð og síðar vorum við sam- starfskonur við Fjórðungssjúkrahús- ið á Akureyri. Sameiginlegar stundir, sem hefðu svo gjarnan mátt vera fleiri í seinni tíð, vil ég þakka. Fyrir hönd Samtaka félagsmála- stjóra á Íslandi votta ég eiginmanni, dætrum og öðrum ástvinum mína dýpstu samúð. Megi minningin um góðan félaga og samstarfskonu lifa. Unnur V. Ingólfsdóttir. Það var bjartsýnn hópur ungs fólks sem flutti inn í stúdentaíbúðir á Norra Fäladen í Lundi í Svíþjóð haustið 1973. Þetta voru kaflaskil og nýtt líf blasti við í nýju landi. Það ríkti eftirvænting í hópnum en jafnframt runnu tvær grímur á ýmsa að hefja búskap svo fjarri vinum og ættingj- um. Í þessum hópi var ung kona, grannvaxin og ljós yfirlitum, með freknur og glettnisglampa í augum. Þetta var Sveina. Hún hafði alist upp í Vestmanna- eyjum en var nú komin út í hinn stóra heim, með Finnboga sér við hlið og Esther. Hún var aðeins eldri og þroskaðri en ég. Það var því gott að leita til hennar með hvaðeina sem að höndum bar, enda mamma og pabbi ekki lengur innan seilingar þegar eitthvað bjátaði á. Þessi litli hópur námsmanna varð fljótlega eins konar stórfjölskylda. Við sátum nýlega á líknardeildinni í Kópavogi við Sveina, sem þá var orðin fársjúk, og ræddum tímann í Lundi, en líka þau mál sem voru efst á baugi í pólitíkinni því þau ræddum við yfirleitt þegar við hittumst. Sveina var komin af alþýðufólki og stóð föstum fótum í tilverunni. Hún hafði ríka réttlætiskennd og samúð með þeim sem minna mega sín og valdi líka störf sem stuðluðu að því að auka vellíðan annarra. Það sem ég dáðist mest að í fari hennar var hvað hún var raunsæ og hugrökk. Hún horfðist í augu við vandamálin sem steðjuðu að og sigraðist á þeim. Hún var líka húmoristi og oft hlógum við dátt við eldhúsborðið hennar úti í Lundi, þótt blikur væru á lofti í lífi okkar beggja. Hún var einstaklega heilsteypt manneskja og mikill vinur vina sinna. Hún var einnig gæfukona. Frá því þau Finnbogi kynntust á Akureyri kornung fetuðu þau slóðina saman, þannig að engan skugga bar á. Þau voru sérstaklega samhent og miklir félagar. Dæturnar tvær, Esther og Ragna, voru augasteinar mömmu sinnar. Lítill ömmustrákur, Finn- bogi, kom í heiminn og var ömmu sinni og afa gleðigjafi. Sveina tókst á við krabbameinið eins og annað í tilverunni. Hún horfð- ist í augu við það staðráðin í að sigra. Hún var baráttukona til hinstu stundar. Hún hafði svo mikið að lifa fyrir og fannst þau Finnbogi eiga svo margt ógert saman. Það er sorglegt að hún skuli hafa verið kölluð héðan langt fyrir aldur fram. Stórt skarð er höggvið í hópinn sem settist að á Norra Fäladen fyrir rúmum þrjátíu árum. Það er margs að minnast og margs að sakna þegar ég kveð Sveinu og þakka henni samfylgdina, tryggð hennar og vináttu. Sárastur er samt missir foreldra hennar, Finnboga, Estherar, Rögnu og fjölskyldna. Ég samhryggist þeim innilega, bið góðan Guð að styrkja þau og blessa minn- ingu Sveinu. Minningu sem verður þeim ljós í myrkri sorgarinnar. Erna Indriðadóttir. Það var alveg sérstök stemning yf- ir því, þegar fundum bar saman. Heillandi brosið skínandi bjarta og breiða, geislandi augun báru með sér fágæta umfaðmandi og trausta ná- vist. Umfram allt hlýju, en jafnframt litaða ögrun, stríðni, eftirvæntingu og spennu. Þetta allt í senn. Minnti helst á fjörmikið jasslag þar sem sveiflan hittir beint í mark. Naut lífs- ins og nýtti vel tækifærin sem gáfust. „Maður lifir nú ekki nema einu sinni,“ varð henni oft á orði þegar mikið var um að vera. Það var oftast mikil hreyfing, já, hvirfill í loftinu í kring- um vinkonu okkar. Fljót að staðsetja og miða út viðkomandi og hvar hver nyti sín best. Hraðlæs á hugarástand. Næm á styrkleika og veikleika. Ann- að tveggja að hlúa að eða hvetja og efla til áræðis og athafna. Hún var vel af Guði gerð. Driftin þvílík og dugnaðurinn. Alúðin og rausnin. Einbeitt í að gera öðrum til góða. Veisluborð og viðurgjörningur. Hvorki fyrir sér vílað né til sparað. Örlætið yfirfljótandi. Stundum kallað ákveðið og ákaft á sinn ástkæra. Hennar stíll að skerpa og halda við efnið. Lagði sig alla fram og ekki af dregið. Hún var mikið djásn með sínum dýrmæta hætti. Glæsileg á velli. Skartaði jafnan sínu fegursta. Stolt sinnar fjölskyldu og metin af virktum af eiginmanni sínum Finnboga, ást- vinum og vinum. Bjó vel að sér og sín- um og lagði mikið upp úr góðum heimilisbrag. Og þau voru sannarlega samstiga hjónin. Vináttu og eindrægni við brugðið. Alúðin gagnkvæm. Skemmtilegt og sterkt samspil með ótal tilbrigðum og áherslum endur- nærði frábært samband og trausta samleið. Sveina átti svo sannarlega góða að. Dæturnar Esther og Ragna og ömmudrengurinn Finnbogi, auga- steinarnir. Fókusinn skýr. Þurfti ört að uppfæra fregnir. Síunnandi sín- um, vinur og ráðhollur velgjörðar- maður. Fast og ákveðið á öllu tekið. Höndin fram rétt. Ekki legið á gleði- tíðindum. Selibreraði sæl og sólrík í andliti. Dillandi hláturinn bráðsmit- andi. Glettnin og kímnigáfan af bestu gerð. Tilefni fagnaðar kærkomið. Þannig hægt að ímynda sér hvernig vinahópurinn stóri upplifði hana. Hún var eins og segull. Einstaklega hrífandi og fjörmikil, stuðkona. Forréttindi að fá að eiga með henni og fjölskyldunni fjölmargar sam- verustundir. Já og öll áramótin, lit- og gleðiríku. Hver getur gleymt þeim? Í minningu barna okkar urðu þau glæstustu boð ævintýranna. Öll fjölbreyttu og gómsætu pateiin, íburðarmiklir aðalréttir og eftirréttir runnu ljúft niður við glaum kátra og gefandi samræðna. Það er fyrir margt að þakka á tímamótum. Mörg- um margt gefið í eigindum og hug- arþeli einnar persónu. Syrti sannar- lega að þegar alvarleg veikindi urðu ljós. En vinkonan brást við. Íklædd- ist baráttuham og kom þar engum á óvart. Þrek hennar og æðruleysi und- ur eitt. En hún átti sem fyrr í þéttan faðm að leita er umlukti hana og studdi. Borin á höndum á ögurstundum. Stoðirnar styrku eiginmaður og dæt- ur, foreldrar, tengdasynir Bjarni og Andrés, ástvinir og vinir, hjúkrunar- fólk, ásamt fjölmörgum öðrum lögðu sig fram um að auðvelda og létta þunga byrði. Vitnisburður um ómælda ástúð og kærleika í hennar garð, samhug og einingu. Þessi sami hlýi og þétti faðmur lagði hana um síðir í hendur skapara síns og lausn- ara. Eitt er víst að ekki hefur dregið úr glaðværð himnanna við komu hennar og tilhlökkun ein að mæta brosinu skínandi bjarta og breiða og geislandi augum á spennuþrungnu augnabliki á mörkum tíma og eilífðar. Guð styrki þig, Finnbogi, kæri vin- ur, dætur, ömmudrenginn, tengda- syni foreldra, alla ástvini og vini og gefi ykkur huggun og frið í hjörtum. Guð blessi minningu trausts og góðs og gefandi vinar. Já, minningar allar sem sindra eins og skærustu stjörnur á hugarhimni. Inger, Davíð og börn. Sumarsins stjarna sólin bjarta Sjáðu hér hvílir stúlkan mín. Byrgðu gullna geisla þína gáðu að hvert ljós þitt skín því hún sefur stúlkan mín hún sefur. Í ársbyrjun 1967 hófu fimmtíu og tvær ungar konur nám við Hjúkrun- arskóla Íslands. Hópurinn, eða hollið eins og það nefndist, var hið fjölmennasta sem hafði verið tekið inn í skólann frá upphafi. Nemendur komu víða að af landinu og var þeim skipt í tvo bekki. Í öðrum bekknum voru nemendur úr Reykjavík en í hinum vorum við sam- an stöllurnar sem komum af lands- byggðinni og úr nágranna sveitar- félögum Reykjavíkur. Meðal þeirra sem komu utan af landi var Svein- borg Helga Sveinsdóttir úr Vest- mannaeyjum, Sveina, sem við viljum kveðja með nokkrum minningarbrot- um. Í skólanum tengdumst við órjúf- anlegum vináttuböndum sem hafa haldist síðan enda var ýmislegt brall- að á heimavistinni. Sveina setti svip á hópinn, lífsglöð, félagslynd og sterkur persónuleiki. Sveina bar af þegar við fórum út að skemmta okkur, í glæsilegum kjólum sem mamma hennar saumaði og er silfurkjóllinn minnisstæðastur. Sveina var heimskona og fagurkeri. Hún átti fallegt heimili og var höfð- ingi heim að sækja og nutum við þess saumaklúbbssystur. Við erum þakk- látar að hafa átt hana fyrir vinkonu. Sveina greindist með krabbamein fyrir tveimur og hálfu ári síðan. Hún barðist eins og hetja og hélt reisn sinni allt til enda. Kæri Finnbogi, Esther, Ragna, Finnbogi litli og foreldrar Sveinu, við vottum ykkur innilega samúð. Megi góður Guð styrkja ykkur í sorginni. Sumarmáni með sorg í hjarta sefur bak við blámans tjöld. Hann er að dreyma dimmar nætur dimmar nætur og veður köld meðan ég vaki við hlið hennar ég vaki. Sumarsins vindar varlega blásið svo vakni ekki rósin mín. Hljóðlega farið um fjöll og dali friður frá hennar ásjónu skín því hún sefur stúlkan mín hún sefur. (Bubbi Morthens.) Saumaklúbbssystur úr Hjúkrunarskóla Íslands. Í dag er til moldar borinn elskuleg vinkona okkar Sveinborg Sveinsdótt- ir eftir langa og hetjulega baráttu við illvígan sjúkdóm. Lífið er oft á tíðum svo óútreiknanlegt og ósanngjarnt. Sérstaklega finnur maður til þess á stundu eins og þessari þegar glæsileg kona fellur frá langt fyrir aldur fram. Við sem eftir sitjum getum þó glaðst yfir ljúfum minningum um vin sem svo gott var að eiga að. Það var ekki stíllinn hennar Sveinu að gefast upp þrátt fyrir allt mótlætið, en nú er hvíldin komin. Vinátta okkar hófst þegar þau Finnbogi fluttu til Nes- kaupstaðar 1986 og Finnbogi tók að sér að stýra Síldarvinnslunni í Nes- kaupstað. Þau hjón fluttu með sér ferskan blæ inn í samfélagið og létu til sín taka á mörgum sviðum og mörkuðu djúp spor sem seint verða máð. Sveina tók að sér að erfitt og oft á tíðum vanþakklátt starf félags- málastjóra bæjarins og leysti það sérstaklega vel af hendi. Þar kom til bæði sérþekking hennar sem hjúkr- unarfræðings, en ekki síst hennar góðu mannkostir og hæfileikinn til að setja sig inn í erfið vandmál sem oft þarf að leysa í slíku starfi. Við minn- umst sérstaklega allra vinafundanna, gagnkvæmra heimsókna og gamlárs- kvöldanna okkar fyrir austan. Þó þessir fundir hafi orðið strjálli eftir að við færðum okkur um set, við til Akureyrar og þið til Hafnarfjarðar, þá hafa tengslin ekki rofnað. Elsku Finnbogi, Ragna, Ester og Finnbogi yngri, ykkar missir er mik- ill. Fyrst sigur sá er fenginn, fyrst sorgar þraut er gengin, hvað getur grætt oss þá? Oss þykir þungt að skilja, en það er Guðs að vilja, og gott er allt, sem Guði’ er frá. (V. Briem.) Með þessum orðum kveðjum við elskulega vinkonu Sveinborgu Sveinsdóttur og biðjum henni guðs blessunar. Ásgeir og Ásta. Nú er komið að kveðjustund. Sveina er kvödd með miklum söknuði og trega, kona sem bjó yfir svo mikilli útgeislun og hamingju að öllum leið vel í návist hennar. Sveina var næstelst fimm systkina og eina dóttirin, enda bar hún þess vitni að mömmunni þótti gaman að punta stelpuna sína. Tvítug að aldri kom Sveina til Akureyrar þá sem nemi í hjúkrunarfræðum, – hér lágu leiðir þeirra Finnboga Jónssonar, systursonar míns, saman, hann var þá nemandi í MA. Þó svo hvorugt hefði lokið námi lét ekki ávöxtur ást- arinnar á sér standa. Já, margs er að minnast. 30. nóvember 1969 eignuð- ust þau dóttur sem ber nafn ömmu sinnar, Esther Finnbogadóttir. Þetta kvöld átti Finnbogi að halda ræðu í Menntaskólanum í tilefni af 1. des- ember. Þau voru búin að vera uppi á fæðingardeild allan daginn og ekkert gekk. Ákveðið var að ég kæmi og leysti hann af svo hann gæti farið heim og haft fataskipti. Hann ætlaði síðan að koma við á spítalanum um leið og hann færi upp í skóla. Sagði ég við Sveinu að gaman væri ef hún yrði búin að fæða áður en hann kæmi til baka og það fór svo. Barnið var ný- fætt þegar Finnbogi birtist. – Enda var það stoltur faðir með bros á vör sem hélt ræðu þetta kvöld. Eftir að Sveina lauk námi sem hjúkrunarfræðingur flutti fjölskyld- an til Svíþjóðar, en þar bjuggu þau í rúm 5 ár og eignuðust dótturina Sig- ríði Rögnu. Eftir að heim kom fór Sveina í framhaldsnám í geðhjúkrun, – flutti fjölskyldan síðan til Akureyr- ar og þaðan til Neskaupstaðar, þar sem Finnbogi tók við framkvæmda- stjórastarfi Síldarvinnslunnar, en Sveina gerðist félagsmálastjóri. Vor- ið 1996 lauk Ragna stúdentsprófi. Datt mér þá í hug að gaman væri að gleðjast með fjölskyldunni þennan dag. Ég keyrði frá Akureyri til Eski- fjarðar, gisti þar um nóttina, kom til Neskaupstaðar snemma næsta dag án þess að gera boð á undan mér. Því- líkar móttökur sem ég fékk gleymast aldrei. Sveina fylgdist vel með sveiflum tískunnar enda var hún glæsileg í út- liti og klæðnaði. Þau hjón voru svo samrýmd, að sjaldan nefndi maður annað þeirra án þess að nefna hitt. Stolt þeirra eru tvær yndislegar dætur, þær Esther og Ragna og dóttursonurinn Finn- bogi, – síðan bættust tengdasynirnir við. Ykkur ásamt foreldrum og bræðrum bið ég guð að styrkja. Megi ljúfar minningar liðinna ára ylja ykkur um ókomin ár. Björg Finnbogadóttir. Á kveðjustund koma fram í hug- ann ótal minningar og hugurinn reik- Margt ég vildi þakka þér og þess er gott að minnast að þú ert ein af þeim sem mér þótti gott að kynnast. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Hún var ætíð til staðar með sínar góðu ráðleggingar og elskulegheit, frá okkar fyrstu kynnum. Fyrir það viljum við þakka elsku vinkonu okkar, henni Sveinu. Drottinn blessi hana og minningu hennar. Við vottum fjölskyldu hennar og öllum aðstandendum okkar dýpstu samúð. Rakel og Jón. Sveina var há og glæsileg kona og bauð af sér góðan þokka. Hún var brosmild og hlý og átti auðvelt með að gefa af sér. Það geislaði af henni um- hyggja fyrir náunganum. Hún var með hljómmikla og hlát- urmilda rödd og brosi á vör fylgdi glettnislegt blik í auga. Þannig mun hún lifa í minning- unni. Til Sveinu var gott að sækja ráð um allt varðandi börn og ætíð vildi hún fræðast um hagi allrar fjölskyldunnar. Fjölskyldu Sveinu sendi ég innilegar samúðarkveðjur. Pétur Reimarsson. Þakka þér, Sveina mín, fyrir 50 ára vinskap. Það var notalegt að eiga þig fyrir vin, ávallt káta og hlæj- andi. Innilegustu samúðarkveðjur til fjölskyldu þinnar. Kristinn á Löndum. HINSTA KVEÐJA Lokað Vegna útfarar SVEINBORGAR SVEINSDÓTTUR verða skrifstofur SR-Mjöls hf. og Ness ehf. í Kringlunni 7, lokaðar í dag, föstudag- inn 26. mars, frá kl. 10.00 til 14.00. Skrifstofur SR-Mjöls hf. og Ness ehf. MORGUNBLAÐIÐ birtir afmælis- og minningargreinar endurgjalds- laust alla daga vikunnar. Greinunum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is - svar er sent sjálfvirkt um leið og grein hefur borist) eða á disklingi og þarf útprentun þá að fylgja. Nauðsynlegt er að til- greina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnusíma og heima- síma). Tekið er á móti afmælis- og minningargreinum á 1. hæð í húsi Morgunblaðsins, Kringlunni 1 í Reykjavík, og á skrifstofu Morgun- blaðsins Kaupvangsstræti 1 á Akureyri. Ekki er tekið við handskrif- uðum greinum. Minningargreinum þarf að fylgja formáli með upplýsingum um hvar og hvenær sá sem fjallað er um er fæddur, hvar og hvenær dáinn, um foreldra hans, systkini, maka og börn og loks hvaðan útförin verður gerð og klukkan hvað. Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr. Ef útför er á sunnudegi, mánudegi eða þriðjudegi þurfa greinarnar að berast fyrir hádegi á föstudegi. Berist greinar hins vegar ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmark- að getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist á réttum tíma. Birting afmælis- og minningargreina
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.