Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 21
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 21 ÉG vil beita mér ákaft fyrir því að tryggja áfram sterk og rótgróin tengslin sem við höf- um haft svo lengi við Íslendinga, líka á tímum sem geta orðið erfiðir. Styrkleikinn í tvíhliða samskiptum okkar er mikill og ég vona að ekk- ert eitt mál geti grafið undan þeim,“ segir Heather A. Conley, einn af aðstoðarutanrík- isráðherrum Bandaríkjanna með málefni Evr- ópu og Asíu á sinni könnu. Ráðherrann er hér í stuttri heimsókn og ræðir við íslenska ráðamenn. Á blaðamanna- fundi í gær var minnt á vaxandi ágreining í Atl- antshafssamstarfinu en Conley sagðist ekki telja að Íslendingar myndu lenda í því að þurfa að velja milli Evrópu og Ameríku. Íslendingar væru virkir þátttakendur í Atlantshafsbanda- laginu og Bandaríkjamenn hafi í samvinnu við Evrópusambandið unnið ákaft að því að móta evrópska varnarstefnu sem byggist á því að bæta varnir en valda ekki innbyrðis sam- keppni. Verkefnin séu mörg og mikilvægt að fé til öryggismála sé varið skynsamlega. Sameiginlegt verkefni í Washington Hún var m.a. spurð hvort utanríkisráðuneyt- ið eða varnarmálaráðuneytið stýrði viðræðum við Íslendinga um framtíðarskipulag varna hér á landi. Hún svaraði að um samstarf væri að ræða, bæði ráðuneytin og þjóðaröryggisráðið kæmu þar við sögu. Spurt var hvort beðið væri eftir tillögum frá Íslendingum og hvort ekki væri nauðsynlegt að menn í Washington vissu fyllilega hvað ráðamenn í löndum með her- stöðvar vildu gera. „Það sem er mikilvægt er að halda áfram viðræðum meðan við erum að fara yfir við- búnað okkar um allan heim. Við skiljum vel hvað íslenska ríkisstjórnin vill og hlýðum á rök hennar. Við gerum það í anda heiðarlegra og opinskárra skoðanaskipta um það hvernig Bandaríkin geti best varið Ísland á 21. öld. Þetta er ferli sem stöðugt á sér stað og ég veit ekki hvort ég á að kalla það formlegar við- ræður þegar hópur sérfræðinga kemur hingað til að hitta menn eða ræðst er við í Washington. En þetta er allt hluti af samræðum okkar. Ég vil einnig minna á að varnirnar eru ekki eina verkefnið í tvíhliða samskiptum okkar þótt ég vilji á engan hátt draga úr mikilvægi þeirra.“ Conley var spurð hvernig hún teldi að túlka bæri kosningaúrslitin á Spáni en þar missti völdin stjórn sem stutt hafði stefnu Bandaríkj- anna í Íraksmálunum. Hún sagði Bandaríkja- menn sýna Spánverjum fulla samstöðu, þeir hefðu nú upplifað sinn eigin 11. september með hryðjuverkunum í Madríd. „Ein af afleiðingum þeirra atburða er aukið samstarf milli Evrópu- sambandsins og Bandaríkjanna í baráttunni gegn hryðjuverkum. Ég tel að við ættum að efla samstarf okkar á því sviði til að tryggja að slíkir atburðir endurtaki sig ekki. Spænskir kjósendur sögðu hug sinn í kosn- ingunum og við erum í nánu sambandi við væntanlega, nýja ríkisstjórn. Við vitum að samskiptin við nýju stjórnina verða mjög góð eins og þau voru við fyrri stjórn.“ Aukin áhersla á Austur-Evrópu og Asíu? Bent var á að stjórn George W. Bush virtist leggja meiri áherslu á samskiptin við austan- verða Evrópu og Asíulönd en fyrri stjórnir vestanhafs. Conley var spurð hvort þetta gæti þýtt að dregið yrði úr varnarmálaumsvifum Bandaríkjamanna í mestum hluta Vestur- og Norður-Evrópu. Hún svaraði með því að leggja áherslu á að hugmyndirnar um fækkun og lok- un herstöðva og aðrar skipulagsbreytingar væru hluti af hnattrænum ákvörðunum stjórn- valda vestra. Verið væri að laga varnarstefn- una og viðbúnaðinn að nýjum hættum eins og alþjóðlegum hryðjuverkum. Ekki væri einblínt á einn ákveðinn hluta heimsins. Morgunblaðið spurði hvor hugsanleg væri að hefðbundnar loftvarnir væru almennt úrelt- ar og hvort til greina kæmi að skera þær niður. „Ég held að ég geti sagt að við lifum á tímum umskipta í tæknilegum efnum og til séu nýjar aðferðir til að tryggja vernd. Hægt er að verja lofthelgi með ýmsum ráðum án þess að ég vilji fara út í smáatriði í slíkum bollaleggingum. Ég vil aðeins benda á að hægt er vegna nýrrar tækni að gera hlutina á annan hátt en gert hef- ur verið,“ sagði Conley. Sem kunnugt er tilkynntu Bandaríkjamenn íslenskum stjórnvöldum nokkrum dögum fyrir þingkosningar í fyrra að innan mánaðar yrðu herþoturnar fjórar í Keflavík sendar burt til verkefna annars staðar. Morgunblaðið spurði Conley hvort hugsanlegt væri að sendiherra Bandaríkjanna í til dæmis Þýskalandi færi á fund Gerhards Schröders kanslara og tjáði honum að eftir mánuð yrðu allar herflugvélar Bandaríkjamanna á brott frá landinu. „Ég get sagt af fyllstu einlægni að Banda- ríkjastjórn hefur ekki tekið neina endanlega ákvörðun um breytingar á varnarviðbúnaði sínum í heiminum. Þegar við ljúkum þeirri endurskoðun sem nú er í gangi munum við eiga fullt samráð við viðkomandi ríkisstjórnir. Ég sé því ekki fyrir mér að mál geti æxlast með þeim hætti sem þú lýstir.“ Aðspurð sagðist Conley vita fullvel hvað átt væri við með spurn- ingunni, það er atburðina fyrir kosningarnar hérlendis í fyrra. Stöðug skoðanaskipti við Íslendinga um varnarmál Einn af aðstoðarutanríkisráðherrum Bandaríkjanna segir ekki hafa verið teknar endanlegar ákvarðanir um breytingar á viðbúnaði hér Morgunblaðið/Jim Smart Heather A. Conley, sem er einn af aðstoðar- utanríkisráðherrum Bandaríkjanna, um varnarmálin: „Við skiljum vel hvað íslenska ríkisstjórnin vill og hlýðum á rök hennar.“ ’Hægt er að verja loft-helgi með ýmsum ráðum án þess að ég vilji fara út í smáatriði í slíkum bolla- leggingum. ‘ kjon@mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.