Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 71

Morgunblaðið - 26.03.2004, Síða 71
ROKKSVEITIN Mínus er í miklu uppáhaldi hjá breska vikuritinu Kerr- ang! sem er helsta þungarokksritið í dag. Í byrjun þessa mánaðar hélt Mínus tónleika á Gauk á Stöng ásamt velsku sveitinni Jarcrew og íslensku sveit- inni Jan Mayen. Í nýjasta hefti Kerr- ang! (dagsett 24. þessa mánaðar) er opnudómur um téða tónleika. Fá þeir hæstu einkunn eða fimm K og er það sjálfur ritstjórinn, Ashley Bird, sem skrifar en hann kom hingað til lands og þeytti skífum á umræddu kvöldi. Bird fer mikinn í dómnum og lofar Mínus í hástert. Lýsir hann stemn- ingunni á einkar litríkan hátt og segir að allt hafi bókstaflega orðið vitlaust er Mínus steig á svið. Segir hann að áhorfendur hafi gengið af göflunum og Mínus hafi verið eins og blanda af Queens of the Stone Age og Stooges og hafi þeir gjörsamlega rúllað yfir mannskapinn með kraft-riffum sín- um. Bird færir dálítið í stílinn, segir að blóð og bjórslettur hafi flogið þvers og kruss og á tíma hafi verið fleiri uppi á sviði en eru í sjálfri hljómsveit- inni. Því næst gerist Bird ögn fræðilegri og segir það skrýtið hvernig Mínus hafi tekið u-beygju, stíllega séð. Þeir hafi breyst úr jaðar-harðkjarnabandi undir áhrifum frá Refused og Dill- inger Escape Plan yfir í sveitt og groddalegt þungarokksband. Hann segir hins vegar að tónlistin sé þannig að hér sé ekki helber kaldhæðni í gangi. Lög eins og „Romantic Exorc- ism“, „My name is Cocaine“ og „Boys of Winter“ séu einfaldlega þrusulög og sveitin sé níðþung og kraftmikil, um hana leiki „gengis“ára líkt og var með Guns’n’Roses á sínum tíma en það hafi verið eitt af því sem hafi gert þá sveit sérstaka. Hann segir svo að Krummi minni á þá Iggy Pop og Axl Rose þar sem hann standi, ber að of- an, sveittur og með húðflúr. Að endingu staðhæfir Bird að töfrar Mínuss eigi að geta heillað víð- ar en á Íslandi og endar dóminn á því að segja: „[Mínus] gæti verið sú rokk- sveit sem heimurinn hefur verið að bíða eftir.“! Ritstjóri Kerrang! fjallar um tónleika Mínuss á Íslandi í opnugrein www.noisyboys.net „Það sem heimurinn hefur verið að bíða eftir …“ „Heimsyfirráð eða dauði?“ Mínus hefur náð að heilla yfirstjórn Kerrang! FÓLK Í FRÉTTUM MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 71 Öll laugardagskvöld! Le’Sing (Syngjandi þjónar) alla laugardaga. Sýning sem hefur slegið rækilega í gegn. Sími 533 1100 - broadway@broadway.is - www.broadway.is St af ræ na hu gm yn da sm ið ja n /4 38 1 Veisluþjónusta Ferminga- og brúðkaupsveislur. Funda- og ráðstefnusalir af öllum stærðum. www.broadway.is - broadway@broadway.is Stórsýning frá leikhúsborginni London. 2. og 3. apríl. Forsala miða hafin. Þessari sýningu má enginn missa af. Verð: Sýning 2.500 krónur Verð: Matur og sýning 6.400 krónur í forsölu. Matseðill: Indversk sjávarréttasúpa m/kúmen og kókostónuð . Kjöttvenna; balsamickryddaður lambavöðvi og púrtvínslegin svínalund með camembert-grapesósu og karamellueplum . Súkkulaðiturn m/engifertónaðri kirsuberjasósu. Yfir 70 sýningar stutt í 10.000 gestinn sem verður leystur út með veglegum gjöfum. Frábær skemmtun fyrir alla aldurshópa. Í KVÖLD An award-winning DJ on radio and television, Trevor Nelson is surely one of the most important players in today's music industry. As he takes on the role of Ambassador for Millennium Volunteers, his name and voice will be very familiar to young people. 26. mars Shockwave Trevor Nelson 27. mars Le'Sing uppselt 2. apríl ABBA forever 3. apríl ABBA forever 3. apríl Le'Sing uppselt 10. apríl Songkran Thailensk hátíð 17. apríl Le'Sing uppselt 21. apríl Dansleikur „Í svörtum fötum “ kl. 01 22. apríl Vialent Femmes 23. apríl Ungfrú Reykjavík 24. apríl Le'Sing 25. apríl Dansskóla Jóns Péturs og Köru 1. maí Le'Sing 8. maí Le'Sing 15. maí Le'Sing 19. maí lokahóf HSÍ 28. maí Listahátíð, Klezmer Nova 29. maí Ungfrú Ísland 30. maí Listahátíð, Susan Baca 31. maí Listahátíð, Susan Baca 5. júní Sjómannadagurinn Brimkló og Kalli Bjarni - framundan... LÍÐUR brátt að lokum Músík- tilrauna og þegar þetta birtist er undankeppni lokið. Sl. þriðjudag léku tíu sveitir til og þá fjörutíu komnar af fimmtíu, en í gærkvöldi var svo lokaundanúrslitakvöldið þegar tíu sveitir til freistuðu þess að komast í úrslit. Mikið hefur ver- ið af gítarrokki í tilraununum að þessu sinni og þriðjudagskvöldið skar sig ekki úr að því leyti. Efna- hvörf riðu á vaðið, rokksveit frá Húsavík, og fluttu gítarrokk, mel- ódískt, flott sungið og spilað. Fyrra lag sveitarinnar var einkar gott og vel sungið, en það síðara síðra þó fjörugra. Lada Sport kom skemmtilega á óvart, sú hljómsveit sem var að gera frumlegustu hlutina, fór vel með sitt, trommur, bassi, gítar og söngur; allt lagðist á eitt og þegar við bættust fyrirtaks lagasmíðar var þar komið forvitnilegasta hljómsveit kvöldsins. Fyrra lagið var gott og það síðara enn betra, grípandi skemmtilegt. Brokk lýsir ágætlega tónlistinni sem Hljóðlæti leikur, því þannig var bassa og trommugangur í lög- unum tveim sem sveitin flutti. Trommuleikari sveitarinnar var venju fremur traustur. Í fyrra lag- inu var sönglínan þvinguð sem spillti eðlilega miklu, en á milli komu kaflar þar sem þeir félagar duttu niður í svellandi keyrslu og fjör. Í síðara laginu var meira um skemmtilega kafla en í því fyrra og mátti glöggt heyra hve hljómsveit- in er þétt. Einna skemmtilegustu pælingar kvöldsins voru hjá Hydrus-fé- lögum. Uppbygging laga býsna snúin, skiptingar öruggar og fram- vinda skemmtileg. Trommuleikari sveitarinnar var fremstur meðal jafningja, en aðrir stóðu sig líka vel. Síðara lag sveitarinnar var hreint afbragð, lag sem batnaði eftir því sem það varð lengra. Frá- bær sveit. Mania tók nú þátt öðru sinni, líkt og Hydrus reyndar líka, og stóð sig bærilega þótt ekki hafi framfarirnar verið eins miklar og hjá Hydrus. Fyrsta lagið var þungarokksballaða af bestu gerð, vel flutt og sungin. Annað lagið var heldur kraftmeira og góðir sprettir á gítar framan af þótt þeir félagar hafi misst lagið út í hálfgert rugl undir lokin. Heldur mikil rómantík líka. Djósúa spilaði einskonar afbrigði af því sem menn vestan hafs kalla bílskúrsrokk þótt laglínan hafi týnst í hamaganginum í fyrra lag- inu. Í seinna laginu náði sveitin sér hinsvegar á strik í fínu snúnu lagi. Gítarleikur var prýðilegur og textar hæfilega einfaldir. Eden spilaði einskonar harð- kjarna. Söngvari sveitarinnar var traustur, hrynparið náði vel saman og gítarleikur var einnig í góðu lagi. Í seinna lagi sveitarinnar slóst söngkona í hópinn sem breytti svo sem ekki miklu en hún stóð sig vel. Svitabandið stakk nokkuð í stúf, spilaði léttari tónlist en þær hljóm- sveitir sem á undan voru komnar, en gerði það vel. Helst má finna að því hve tónlistin var ófrumleg og þótt söngvarinn hafi verið fram- úrskarandi var framburður hans á enskum textunum óþægilega slæm- ur. Meira var spunnið í seinna lag sveitarinnar en það fyrra. Söngvari Of Stars We Are vakti eiginlega athygli áður en hann byrjaði að syngja enda afskaplega öruggur með sig og svalur á svið- inu. Hann öskraði líka og söng sem hann ætti lífið að leysa, fín fram- hlið á geysiþéttri rokksveit. Fyrra lag þeirra félaga var afbragð og það seinna skemmtilega kraftmik- ið. Lokatónar kvöldsins komu frá Innovation, fínt rokkað popp með skemmtilegum stílbrigðum. Söngv- ari sveitarinnar var góður og skemmtilegur hamagangur í trommaranum þótt hann hafi verið fullvirkur á köflum. Seinna lag Innovation var rólegra lag og held- ur dapurt. Mania komst örugglega áfram á sal en dómnefnd kaus Lödu Sport. Mikið af gítarrokki Fjórða keppniskvöld Músíktilrauna 2004, hljómsveitakeppni Tónabæjar og Hins hússins, haldið í Tjarnarbíói sl. þriðjudagskvöld. Þátt tóku Efnahvörf, Lada Sport, Hljóðlæti, Hydrus, Mania, Djósúa, Eden, Svitabandið, Of Stars We Are og Innovation. Of Stars We AreMania Svitabandið Lada Sport InnovationHydrus Efnahvörf Eden Árni Matthíasson Djosúa Morgunblaðið/Björg Sveinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.