Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 30

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 30
LANDIÐ 30 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Grundarfjörður | Lokahátíð stóru upplestrarkeppni 7. bekkinga í grunnskólunum fjórum á norðan- verðu Snæfellsnesi fór fram í Grundarfjarðarkirkju hinn 20. mars sl. Þetta var í fjórða skiptið sem þessir skólar standa að sameig- inlegri lokahátíð en keppnin fór nú fram í áttunda sinn. Að venju var hátíðin krydduð með tónlistar- atriðum nemenda og í hléi var boðið upp á veitingar í boði Mjólkursam- sölunnar og Brauðgerðar Ólafs- víkur. Markmiðið með þessari upp- lestrarkeppni er að vekja athygli nemenda á og jafnframt að þjálfa þá í vönduðum upplestri og framburði. Að sögn Ragnheiðar Þórarins- dóttur, sem stjórnaði samkomunni, hefur þessi lestrarkeppni skilað góðum árangri og kvaðst Ragnheið- ur sjá árlegar framfarir. Þessi keppni eykur sjálfstraust nemenda og sjálfsvirðingu, sagði Ragnheiður. Að keppninni standa stofnanir sem tengjast menntun og starfsumhverfi kennara og verndun íslenskunnar í landinu og fer keppnin fram í sam- vinnu við skólaskrifstofurnar víða um landið. Alls munu 4.300 nem- endur taka þátt í keppninni í ár og koma þeir nemendur frá 151 skóla. Úrslit stóru upplestrarkeppninar urðu þessi: 1. sæti: Lilja Margrét Riedel, Stykkishólmi, 2. sæti: Guð- mundur Haraldsson, Grundarfirði, og 3. sæti: Elín Sigurðardóttir, Grundarfirði. Þá hlaut Hjörtur Steinn Fjeldsted, Grundarfirði, aukaverðlaun fyrir góðan lestur. Árlegar framfarir í lestrarkeppni Morgunblaðið/Gunnar Kristjánsson Þau lásu best í upplestrarkeppni á norðanverðu Snæfellsnesi : Frá vinstri Guðmundur Haraldsson, Lilja Margrét Riedel og Elín Sigurðardóttir. Húsavík | Þrautameistarinn 2004 var haldinn í íþróttahöllinni á Húsa- vík á dögunum á vegum Töff Sport heilsuræktarinnar. Keppt var í þriggja manna liðum og einnig í ein-staklingskeppni. Fjögur karla- og fimm kvennalið mættu til leiks, alls tuttugu og sjö keppendur. Keppt var í þrautabraut og bíla- drætti og svo sér í upphífingum og dýfum. Á milli atriða sýndu börn úr fim- leika- og karate-deildum Völsungs áhorfendum, sem voru fjölmargir, listir sínar. Eftir harða keppni varð ljóst að í sigurliðið í kvennaflokknum voru Gellurnar úr Framhaldsskólanum. Í öðru sæti voru Þríhöfða stelpurnar úr Töff Sport og í því þriðja Stekkjarholts dýfurnar en nafn er tilkomið vegna þess að dýfurnar búa allar við sömu götu sen nefnist Stekkjarholt. Karlaflokkinn sigruðu Ungu töffararnir, í öðru sæti voru Súkkulaðistrákarnir úr Framhalds- skólanum í því þriðja. Eldri Töffararnir Þrautameistarinn 2004 í karla- flokki var Víðir Guðmundsson en hann sigraði einnig í upphífingum og dýfum. Þrautameistarinn 2004 í kvennaflokki var Sigurlaug Sævars- dóttir en í upphífingum og dýfum sigraði Arna Rún Oddsdóttir. Hjónin Elísa Björk Elmarsdóttir og Fannar Helgi Þorvaldsson reka heilsuræktina Töff Sport. Þau voru mjög ánægð með daginn sem heppnaðist mjög vel. Að kveldi dags var síðan haldin árshátíð sem hófst með kokteilboði í stöðinni þar sem vígð voru ný brennslutæki. Aðsókn- in í Töff Sport hefur verið góð í vet- ur og sagði Elísa Húsvíkinga alla vera að taka við sér í þessum efn- um. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Víðir Guðmundsson, þrautameist- ari karla 2004. Í öðru sæti varð Gunnlaugur Stefánsson og í því þriðja Björgvin Bessi Vilhjálmsson. Morgunblaðið/Hafþór Hreiðarsson Sigurlaug Sævarsdóttir varð þrautameistari kvenna. Í öðru sæti varð Arna Rún Oddsdóttir og í því þriðja Helga Eyrún Sveinsdóttir. Keppt í þrauta- braut og bíladrætti

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.