Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 26.03.2004, Qupperneq 8
FRÉTTIR 8 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Þetta eru aðalgaurarnir sem eru með skotleyfi á mig, hr. sérsveitarforingi. Málþing um tannheilsu barna Viðsnúningur í tannheilsu Tannlæknafélag Ís-lands stendur fyrirmálþingi á Grand hóteli Reykjavík á morg- un, laugardag. Þingið stendur frá kl. 9.30 til 12.30. Morgunblaðið ræddi við Heimi Sindra- son, tannlækni og formann Tannlæknafélags Íslands, um málþingið, yfirskrift þess, tilgang og áherslur. Hver er yfirskrift mál- þingsins og hvað felst í henni? „Yfirskriftin er „Er tannheilsa íslenskra barna í hættu?“, en hún endur- speglar áhyggjur tann- lækna af framtíðinni í ljósi reynslunnar.“ Er tannheilsa íslenskra barna í raunverulegri hættu? „Já, við teljum að svo sé.“ Hvert er tilefni málþingsins og hver verða helstu áhersluatriði þess? „Tilefni málþingsins eru aukn- ar tannskemmdir sem tannlækn- ar eru farnir að sjá hjá skólabörn- um og ungmennum. Gífurleg gosdrykkjaneysla er farin að valda ótrúlega miklu sliti á tönn- um, sliti sem var nánast óþekkt fyrir nokkrum árum. Á sama tíma staðfesta opinberar tölur að heim- sóknum barna og unglinga til tannlæknis hefur fækkað ískyggi- lega á síðustu árum. Heimturnar hafa fallið úr 90 í 70%. Með sam- stilltu átaki á síðasta aldarfjórð- ungi tókst íslenskum tannlæknum og heilbrigðisyfirvöldum að snúa skelfilegri tannheilsu Íslendinga til eins þess besta sem gerist í heiminum. En fyrir nokkrum ár- um fóru stjórnvöld að draga veru- lega úr framlagi til tannheilsu- gæslu. Og margt bendir til þess að sú aðgerð, sem hefur mjög íþyngjandi áhrif, sé farin að valda viðsnúningi í tannheilsu barna og unglinga. Við hljótum að spyrja hverju það sætir að gert er svo upp á milli líkamshlutanna. Á sama tíma og dregið hefur verið úr framlagi til tannheilsugæslu um 30% hefur framlag til flestrar annarrar heilsugæslu verið aukið um sömu prósentutölu. Ég fæ 60% samdrátt út úr þessu dæmi en ég var að vísu í máladeild MR. Eitt er þó óumdeilanlegt: Það hallar orðið óeðlilega á börn og unglinga í tannheilbrigðismál- um.“ Hverjir eru framsögumenn og um hvað munu þeir tala? „Heilbrigðisráðherra mun gera okkur þann heiður að setja þingið. Síðan mun Reynir Jónsson, yfir- tryggingatannlæknir TR, halda tölu þar sem hann svarar spurn- ingunni í yfirskrift málþingsins játandi. Sigurður Rúnar Sæ- mundsson, sérfræðingur í sam- félagstannlækningum, veltir síð- an upp spurningum um hlutverk TR í tannheilsugæslu. Dr. Helga Ágústs- dóttir, yfirtannlæknir heilbrigðis- og trygg- ingaráðuneytisins, fer yfir heimtur barna og fyrirhugaða rannsókn á munnheilsu á Íslandi. Sigurður Örn Eiríksson, tannlæknir og lektor við HÍ, mun svo tala um það sem ég gat um hér að framan, þ.e. tannskemmdir og glerungs- eyðingu. Inga B. Árnadóttir, dós- ent við HÍ, flytur erindi sem hún kallar Tannheilsa unglinga – lífsstíll – áhætta – stuðningur. Síðast en ekki síst ætlar Bergþóra Vals- dóttir, framkvæmdastjóri SAM- FOKs, að leggja þessu máli lið en hún spyr spurningarinnar sem allir tannlæknar hafa spurt lengi; Er tannheilsa ómerkilegri en önn- ur heilsa? Okkur þykir mikill fengur að fá til liðs við okkur full- trúa þess hóps sem við erum að reyna að ná til, foreldra. Sig- mundur Ernir Rúnarsson mun svo stjórna málþinginu af sinni al- kunnu röggsemi.“ Er þetta opið málþing eða er það fyrir einhvern lokaðan hóp? „Þetta er galopið málþing og við vonum að sem flestir foreldrar vilji koma. Sætafjöldi er hins veg- ar takmarkaður og áhugasamir því beðnir að tilkynna þátttöku með því að senda póst á netfangið tannsi@tannsi.is.“ Er meiningin að taka einhverj- ar niðurstöður með sér í frekari vinnslu, t.d. gagnvart ráðamönn- um? „Við sendum boðskort til al- þingismanna, heilbrigðisnefnda stjórnmálaflokkanna, skóla- nefndamanna, foreldrafélaga grunnskóla, forsvarsmanna for- eldrasamtaka og hagsmunaaðila barna. Skilaboðin eru mjög skýr. Hættan er aðsteðjandi og við ætl- um að leggja fram gögn sem sýna að svo sé. Vonandi verður þetta málþing upphafið að því að menn snúa vörn í sókn. Það verður stuðst við tölur sem þegar eru skjalfestar svo og rannsóknir sem hafa verið gerðar og greint frá rannsóknum sem eru í uppsiglingu. Auðvitað ætlum við að koma skilaboðunum til ráðamanna en hins vegar eru tannlæknar vonlaus þrýstihópur. Þrýstingurinn verð- ur að koma frá þolendum þess- arar öfugþróunar, foreldrum barnanna. Þeir verða fyrir barðinu á minnkandi framlagi hins opinbera til tannheilsugæslu og það eru þeir sem þurfa að ítreka spurninguna „Er tann- heilsa ómerkilegri en önnur heilsa?“.“ Heimir Sindrason  Heimir Sindrason er fæddur í Reykjavík á aðfangadag jóla 1944. Tannlæknir frá tann- læknadeild HÍ árið 1973. Heimir hefur rekið eigin tannlæknastofu frá árinu 1973. Hann var kosinn formaður Tannlæknafélags Ís- lands í nóvember árið 2003. Maki Heimis er Anna L. Tryggvadóttir meinatæknir og börn þeirra eru Kristín tannlæknir, Sigríður iðn- hönnuður, Frosti nemi og Guð- rún, viðskiptafræðingur og blaðamaður. Skert framlag stefnir tann- heilsu í hættu Glasgow Ferðatímabil: 1. apríl–15. júní og 20. ágúst–31. október. Innifalið: Flug á áfangastað, bílaleigubíll í A flokki í 1 viku, flugvallarskattar og þjónustugjöld. * M. v. 2 fullorðna og 2 börn í bíl í 1 viku. ** M. v. 2 fullorðna í bíl í 1 viku. Ferðalag á bílaleigubíl um Skotland er ógleymanlegt ævintýri fyrir alla fjölskylduna. Þar leggst allt á eitt, náttúrufegurð, fjölbreytni í landslagi, heillandi bæir og þorp, skemmtigarðar, kastalar, fornar minjar, söfn og síðast en ekki síst gestrisnir og vingjarnlegir Skotar. 5000 Ferðapunktar upp í pakkaferð Handhöfum Vildarkorts VISA og Icelandair býðst að nota 5000 Ferðapunkta, jafnvirði 5.000 kr., sem greiðslu upp í pakkaferðir Icelandair, ef bókað er fyrir 1. apríl. Hafið samband við söluskrifstofur Icelandair eða við Fjarsölu Icelandair í síma 50 50 100 (svarað mánud.–föstud. kl. 8–18, laugard. kl. 9–17 og á sunnud. kl. 10–16). VR orlofsávísun Munið ferða- ávísunina Flug og bíll út í heim Verð frá 31.600 kr. á mann* Verð frá 40.630 kr. á mann** London – Flug og bíll – SAMA VERÐ Ofangreind verðdæmi og skilmálar fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til Glasgow gilda einnig fyrir pakkaferðir með flugi og bíl til London. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S I C E 23 82 9 3/ 20 04 ENGIN formleg ákvörðun var tekin á stjórnarfundi Lögmannafélags Ís- lands sem fram fór í fyrradag um hvort félagið kæri ákvörðun sam- keppnisráðs um að sekta LMFÍ um 3,5 milljónir króna fyrir að brjóta gegn bannákvæðum samkeppnis- laga um ólögmætt samráð. Ákvörð- unin ráðsins byggist á því að félagið lét gera kostnaðargrunn fyrir lög- mannsstofur og birta hann og hvatti með því til samræmingar á gjaldskrá lögmanna, að mati ráðsins. Að sögn Ingimars Ingasonar, framkvæmdastjóra Lögmannafélags Íslands, ætlar stjórnin að ræða málið betur sín á milli enda hafi félagið nægan tíma til að taka ákvörðun. „Menn erum að fara ofan í saumana á þessu. Þetta er tiltölulega yfir- gripsmikil ákvörðun frá samkeppn- isráði og mikilvægt að gefa sér tíma til að sjá hvaða möguleikar eru í stöðunni,“ segir Ingimar. Lögmannafélagið er enn að skoða kæru samkeppnisráðs „Menn eru að fara ofan í saumana á þessu“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.