Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 36
DAGLEGT LÍF 36 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ Bæjarlind 12, Kópavogi, sími 544 2222. www.feminin.is Opið virka daga kl. 11-18, lau. kl. 10-16. Úrval af fatnaði frá Simply geirmundar laugardag 27. mars STÓRT DANSGÓLF FRÁBÆR MATSEÐILL Bæjarlind 4 Kópavogi K Ö -H Ö N N U N ALLTAF Í BEINNI B LTINN föstudag 16. mars skagfirðinga kvöld hljómsveit von spútnik herramenn ofl. Kynningarvika 23. - 27. mars Ný og spennandi verslun 15% afsláttur af öllum vörum þessa viku Atson, Brautarholti 4, s.561 0060 1 4 4 4 w w w. g u l a l i n a n . i s TINNA Lind Hallsdóttir ætlaði að fermast í hvít- um kjól en ekki í upphlut. En ekki er allt fyr- irsjáanlegt, hvorki í þessum málum né öðrum. „Þegar Magnea Lena, sem er konan hans pabba míns, spurði hvort ég vildi fermast í upphlut sem hún á, þá leist mér sko ekkert á það. En þegar ég mátaði hann, fannst mér hann æðislegur á mér og ég vildi sko alveg fermast í honum. Svo er líka svo falleg saga á bakvið þennan upphlut. Móðursystir Magneu Lenu saumaði hann sjálf á sig þegar hún var um þrítugt, fyrir nærri fimmtíu árum, í tilefni þess að hún fór til Danmerkur til að heimsækja ættingja sína. En hún eignaðist engin börn og því erfði nafna hennar búninginn þegar hún dó.“ Silfrið á upphlutnum er mikil völundarsmíð og gefur Tinnu Lind hátíðlegt yfirbragð og húfan minnir á gamla tíma og sögu búningsins. ARNA Vígdögg Einarsdóttir hefur takmarkaðan áhuga á fötum sem eru í tísku, hvort sem það er hversdags eða á fermingardaginn. „Ég var ákveðin í að vera í síðkjól og hann átti að vera mjög fínn og mjög sérstakur. Vinkona mín sá kjól í Kringlunni og ég fór þangað og mátaði hann, en mér fannst hann aðeins of mikið eins og brúðarkjóll. Þá fórum við í Smáralindina að leita og við komum fyrst inn í Debenhams og ég sá rétta kjólinn strax, féll fyrir litnum, mátaði og keypti hann,“ segir Arna sem fór ekki með mömmu sinni að velja kjól, því þær hafa mjög ólíkan smekk. „En hún er mjög ánægð með þennan og svo fann ég frábæra skó í Bianco sem eru temmilega gamaldags fyrir mig, því mér finnst allt sem er gamaldags skemmtilegt. Mér finnst gaman að horfa á myndir frá 1950, því fötin frá þeim tíma finnst mér flott.“  ARNA VÍGDÖGG EINARSDÓTTIR Arna Vígdögg tignarleg í fagurbláa og hlýra- lausa kjólnum. Hrafnhildur Magnúsdóttir frá Hársnyrtistofunni Aþenu greiddi henni. Prinsessukjóll EVA Sigrún Guðjónsdóttir valdi sér mjög líflega yfirhöfn fyrir fermingardaginn og segir að sér hafi einfaldlega fundist þessi kápa svo falleg. „Ég féll alveg flöt fyrir gleðinni og litadýrðinni í henni um leið og ég sá hana. Hún er svo lifandi og alveg tilvalin fyrir sumarið. Pabbi segir reyndar að þetta sé sú skræpóttasta kápa sem hann hefur augum litið, en við erum öll mjög sátt við hana. Ég keypti hana í Zöru en skóna fékk ég í Bossanova, en þar fást svona öðruvísi skór. Ég hafði engan áhuga á að vera í skóm eins og allar hinar stelpurnar. Pilsið er sérhannað af Rögnu Fróðadóttur, en hún hannaði og saumaði það á vinkonu systur minnar þegar hún fermdist fyrir þremur árum.“  EVA SIGRÚN GUÐJÓNSDÓTTIR Eva Sigrún stolt í glaðlegu kápunni og sérhann- aða pilsinu. Sigríður Ellertsdóttir á hársnyrti- stofunni Aþenu greiddi henni. Glaðleg kápa khk@mbl.is  TINNA LIND HALLSDÓTTIR Morgunblaðið/Golli Tinna Lind er þjóðleg í upphlutnum gamla með silfrinu og ber hann með reisn. Mamma hennar, Anna Þórisdóttir, sá um að greiða henni. Gamall upphlutur V orilmur í lofti og fermingar. Þetta tvennt fer svo vel saman. Lömbin fæð- ast, grasið sprettur og fullorðinsárin bíða ferm- ingarbarnanna handan við hornið með allri þeirri til- hlökkun sem því fylgir að eiga allt lífið framundan. Allur gangur er á hvernig fyrirkomulag stóra dagsins er hjá hverju fermingarbarni fyrir sig og alltaf eru ein- hverjir sem kjósa að fara aðr- ar leiðir en flestir hinir. Þrjár glæsilegar stúlkur sem eiga að fermast núna í mars og apríl, eru hugrakkar og sjálf- stæðar í fatavali fyrir ferm- ingardaginn. Þær Tinna Lind, Arna Vígdögg og Eva Sigrún hafa ólíkan stíl og smekk í þessum málum og vita alveg hvað þær vilja og þær eru líka skemmtilega ólíkar manneskjur. Þær voru fúsar að gleðja augu lesenda og komu í myndatöku með stutt- um fyrirvara og láta laga á sér hárið. Allar fengu þær fagmanneskjur til að fara fimum fingrum um lokkana ljósu og dökku fyrir mynda- tökuna. Sjálfstæðar í fatavali á fermingardaginn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.