Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 66
ÍÞRÓTTIR 66 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ BERNHARD Langer, fyrirliði Ryd- er-liðs Evrópu í golfi, hefur valið tvo aðstoðarmenn fyrir keppni liðs- ins gegn Bandaríkjunum í Michigan 17.–19. september. Langer segir að hann hafi ekki verið í vafa um að sænsku kylfingarnir Anders Fors- brand og Joakim Häggman væru besti kosturinn fyrir Evrópuliðið en Forsbrand er góður vinur Langer. Forsbrand er fyrsti sænski kylfing- urinn sem tók þátt í Ryder-keppni en hann var í liðinu 1993, en Hägg- man var í liðinu sem vann á Belfry- vellinum árið 2002. Häggman hafði ekki unnið mót frá árinu 1997 en hann hefur ekkert leikið sl. sjö mánuði vegna ökklabrots, sem hann hlaut í ísknattleik. Häggman sigraði á móti sem fram fór í Katar á dögunum en hann hefur ekki látið mikið að sér kveða á undanförnum árum. Nái hann hinsvegar að tryggja sér sæti í Ryder-liðnu mun hann láta af störf- um sem aðstoðarmaður Langer. Treystir á reynslu Burke Hal Sutton fyrirliði bandaríska liðsins hefur einnig valið aðstoð- armenn sína og kom val hans nokk- uð á óvart. Steve Jones, sem sigraði á Opna bandaríska meistaramótinu árið 1996, en það sem kom mest á óvart var valið á hinum 81 árs gamla Jack Burke sem sigraði á Mastersmótinu og PGA-meist- aramótinu árið 1956. Ryder-fyrirliðarnir velja aðstoðarmenn FÓLK  NÜRNBERG, mótherji ÍBV í und- anúrslitum Áskorendabikars Evrópu í handknattleik kvenna, sigraði Lev- erkusen, 27:24, í þýsku 1. deildinni í fyrrakvöld. Austurríska landsliðskon- an Stephanie Ofenböck skoraði 7 mörk fyrir Nürnberg og markvörð- urinn Sylvia Harlander varði fjögur vítaköst.  NÜRNBERG hvíldi þýsku lands- liðskonuna Kathrin Blacha, sem hef- ur átt við meiðsli að stríða. Nürnberg er í öðru sæti með 27 stig en Frank- furt/Oder er á toppnum með 32 stig.  SIR Bobby Robson, knattspyrnu- stjóri Newcastle, er búinn að skrifa undir nýjan samning við félagið og þar með er ljóst að hann verður við stjórnvölinn út næsta tímabil hjá þeim röndóttu. Robson, sem er 71 árs gamall, tók við liði Newcastle af Ruud Gullit árið 1999.  LUIS Saha, framherji Manchester United, er búinn að ná sér af meiðslum og segist hann klár í slag- inn í leikinn gegn Arsenal sem fram fer á Highbury á sunnudaginn. Saha hefur verið meiddur í hásin og var ekki með í leiknum gegn Tottenham um síðustu helgi vegna þeirra. Frakk- inn hefur skoraði fjögur mörk fyrir United í þeim sex leikjum sem hann hefur spilað fyrir liðið frá því hann gekk í raðir þess frá Fulham fyrir tveimur mánuðum.  DIETER Höness, yfirmaður knatt- spyrnumála hjá þýska knattspyrnu- liðinu Hertha Berlin, aftekur með öllu að Christoph Daum taki við þjálfun Herthu-liðsins á næstu leiktíð en orð- rómur hefur verið í gangi að Daum taki við liðinu fyrir næstu leiktíð.  „DAUM er ekki á leið til Herthu Berlin. Svo mikið er víst. Það hefur ekkert með kókaínmál mál hans að gera að hann komi ekki til greina í starfið,“ sagði Höness við sjónvarps- stöð í Berlín í gær. „Daum hefur oftar en ekki unnið gott starf í stuttan tíma þar sem hann hefur verið en hann hef- ur átt það til að skilja eftir sig mikið af vandamálum þegar hann hefur farið,“ segir Höness.  DAUM gerði Stuttgart að þýskum meisturum 1992 en þá var Höness framkvæmdastjóri félagsins og Eyj- ólfur Sverrisson leikmaður liðsins. Daum viðurkenndi neyslu á kókaíni fyrir nokkrum árum sem varð til þess að hann var ekki ráðinn landsliðs- þjálfari Þjóðverja en hann starfar nú sem þjálfari hjá Fenerbache í Tyrk- landi og er á góðri leið með að gera liðið að meisturum. Fenerbache hefur 60 stig í efsta sæti og hefur sex stigum meira en Besiktas.  HANS Mayer tók við liði Herthu Berlin á miðju tímabili af Huub Stev- ens en ráðning hans er aðeins tíma- bundin og til stendur að ráða nýjan mann í brúna hjá Berlínarliðinu fyrir næsta tímabili. Hertha er í bullandi fallhættu og situr í næstneðsta sæti deildarinnar. ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenal, segir að mark Eiðs Smára Guðjohnsens fyrir Chelsea í leik liðanna í meistaradeildinni í fyrrakvöld hafi verið mjög vel gert. Eiður komst þá fyrir Jens Lehmann, markvörð Arsenal, sem hljóp út fyrir vítateig til að spyrna knettinum frá, náði valdi á bolt- anum og sendi hann í tómt mark- ið. „Lehmann líður illa vegna marksins. Spurningin er hvort hann hefði átt að fara út úr teign- um eða ekki, en við hvetjum til þess að hann sé framarlega á vell- inum og tilbúinn til að fara út úr teignum þegar með þarf. Stundum kemur það í bakið á okkur. Eftir að hafa skoðað markið betur í sjónvarpi er ljóst að Guðjohnsen gerði mjög vel að skora úr þessari stöðu,“ sagði Wenger í gær. „Þetta mark kveikti verulega í leikmönnum Chelsea og þeir fengu fleiri marktækifæri í kjöl- farið. Það sló okkur jafnframt út af laginu og við þurftum virkilega að sýna okkar styrk til að jafna metin. Nú erum við með sál- fræðileg undirtök í einvíginu því það var mikið áfall fyrir Chelsea að okkur skyldi takast að svara fyrir okkur með marki. Úrslitin, 1:1, eru góð fyrir okkur,“ sagði Wenger. Wenger hrósar Eiði  ROMAN Abramovich eig- andi enska knattspyrnusliðsins Chelsea þarf að greiða Claudio Ranieri allt að milljarði ísl. kr. verði samningi knatt- spyrnustjórans sagt upp í sum- ar en Ranieri er með samning við félagið til ársins 2007.  Fréttir þess efnis að Ranieri verði sagt upp störfum í lok leiktíðarinnar hafa verið áber- andi í enskum fjölmiðlum allt frá því að Abramovich eign- aðist meirihluta í félaginu sl. sumar.  Í samningi þeim sem Ranieri gerði við Chelsea fyrir tveimur árum samdi hann um 6,3 millj. kr. í laun á viku, eða um 330 millj. kr. á ári og að auki samdi Ranieri um starfslokagreiðslu upp á um 990 milj. kr. verði honum sagt upp störfum áður en samningur hans rennur út. Ranieri gæti fengið milljarð FJÖGUR íslensk knatt- spyrnulið taka þátt í Canela- bikarnum, æfingamóti sem Úrval-Útsýn stendur fyrir á La Manga á Spáni í næstu viku. Það eru FH, Valur, Fylkir og Fram sem eru með að þessu sinni og er leikið dagana 29. mars, 31. mars og 2. apríl. Á mánudag leika FH - Val- ur og Fylkir - Fram. KR-ingar unnu mótið í fyrra, sigruðu Fylki 3:2 í úr- slitaleiknum. Fjögur lið í Canela- bikarnum Chelsea hefur gengið vel á útivelliog þetta er ekki búið. Það hefði verið mikilvægt fyrir okkur að sigra, það hefði gefið okkur meira sjálfs- traust, en eftir þessa frammistöðu gegn Arsenal eru leikmennirnir sátt- ir og ég er mjög ánægður með þá. Arsenal hefur verið í sérflokki í vet- ur og við stöndum þeim að baki. Leikmenn Arsenal eru sigurstrang- legir í úrvalsdeildinni, og jafnvel í meistaradeildinni líka, en til að vinna hana verða þeir fyrst að sigrast á okkur,“ sagði Ranieri. Stuðningsmenn Chelsea fylktu sér á bakvið Ranieri í fyrrakvöld og sungu nafn hans hvað eftir annað á meðan leikurinn stóð yfir. Talið er öruggt að honum verði sagt upp störfum að þessu keppnistímabili loknu en vinsældir Ítalans meðal áhangenda Chelsea virðast stöðugt aukast. Ánægður með stuðninginn „Ég er himinlifandi yfir þessum stuðningi en ég vil að þeir beini stuðningi sínum til félagsins og leik- mannanna. Stjórnarmenn og knatt- spyrnustjórar koma og fara en Chelsea verður ávallt á sínum stað,“ sagði Ranieri eftir Evrópuleikinn á Stamford Bridge. Arsenal og Chelsea mætast í seinni Evrópuleiknum á Highbury þriðjudaginn 6. apríl. Claudio Ranieri, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur verið í sviðsljósinu Bjartsýnn og vin- sældir hans aukast Reuters Arsene Wenger hjá Arsenal og Claudio Ranieri hjá Chelsea. CLAUDIO Ranieri, knatt- spyrnustjóri Chelsea, er bjart- sýnn um að lið sitt geti komist í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu þrátt fyrir jafnteflið, 1:1, gegn Arsenal á heimavelli í fyrri leik liðanna í fyrrakvöld. Morgunblaðið/Günter Schröder Gylfi Gylfason, landsliðsmaður í handknattleik, hefur leikið vel með þýska liðinu Wilhelms- havener í vetur. Hér skorar hann annað marka sinna í leik gegn meistaraliði Lemgo á mið- vikudagskvöldið, þegar Lemgo fagnaði sigri 38:27. Gylfi og félagar hans í landsliði Íslands koma saman í Frakklandi, en leiknir verða tveir landsleikir við Frakka í næstu viku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.