Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 25

Morgunblaðið - 26.03.2004, Side 25
AKUREYRI MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 25 Hverafold 1-3 • Torgið Grafarvogi • Sími 577 4949 Akureyingar - Eyfirðingar Athugið Í tilefni af árs afmæli verslunar NÆS í Reykjavík bjóðum við konum á Akureyri og í Eyjafirði á sölukynningu að Skipagötu 7, Akureyri Fimmtudaginn 25. mars frá kl. 10-20 Föstudaginn 26. mars frá kl. 10-20 Laugardaginn 27. mars frá kl. 10-18 Ath. aðeins þessa 3 daga að þessu sinni Persónuleg ráðgjöf & þjónusta Verið hjartanlega velkomnar Opnunartími mán. - fös. kl. 11-18 & lau. kl. 12-16 ÞESSA dagana er verið að prófa þá nýjung að bjóða öllum nemendum í 5. bekk grunnskólanna á Akureyri upp á skíðakennslu í Hlíðarfjalli þeim að kostnaðarlausu. Kennslan byrjaði mánudaginn 22. mars og stendur til 31. mars. Tekið er á móti nemendum úr tveimur skólum í einu, eða 80–90 nemendum, en í allt er hér um að ræða 259 nemendur sem er skipt nið- ur á þrjá daga, mánudaga, þriðjudaga og miðvikudaga. Kennt er í 2 klst. í einu og munu nemendur fara tvisvar í fjallið þetta árið. Til stóð að hver hóp- ur færi þrisvar sinnum en vegna að- stæðna varð að fækka skiptunum. Þetta er samvinnuverkefni Skíða- staða í Hlíðarfjalli, skóladeildar og grunnskólanna, þannig að Skíða- staðir leggja til búnað fyrir þá sem þess þurfa, lyftugjöld og skíðakenn- ara, en skóladeild greiðir kostnað vegna skíðakennara og sér um skipu- lagningu ferða í samvinnu við skólana. Það hefur komið á óvart hversu hátt hlutfall þessara nemenda á ekki búnað eða tæp 43% og að tæplega helmingur (50%) nemendanna er byrjendur. Markmiðið með þessu átaki er að kynna öllum nemendum í ákveðnum árgangi skíðaíþróttina og þá aðstöðu sem er í Hlíðarfjalli til að stunda holla útiveru. Eins og með kynningu á skautaíþróttinni í 3. og 4. bekk fyrir áramót er verið að reyna að fá sem flesta til þess að nýta sér þá góðu að- stöðu sem er á Akureyri til þess að stunda vetraríþróttir auk þess sem þessari kennslu á að sinna í íþrótta- kennslu samkvæmt Aðalnámskrá. Á þetta verkefni er litið sem tilraun nú, en hugmyndir eru uppi um að færa þessa kennslu inn í stundaskrá og skipulag skólanna á næsta ári og helst að gera hana að föstum lið í kennslu nemenda í grunnskólum Ak- ureyrar, enda Akureyri vetr- aríþróttamiðstöð Íslands, segir í fréttatilkynningu skóladeildar. Margir kunna ekki á skíðin Nemendur í 5. bekk grunnskóla í skíðakennslu Morgunblaðið/Kristján Tekin á teppið. Eva Björk Heiðarsdóttir, skíðakennari í Skíðaskólanum í Hlíðarfjalli, ræðir við nemendur í 5. bekk í Glerárskóla í skíðakennslunni í vikunni. Eva Björk var að kenna þeim að renna sér í pítsu, eins og það er kallað. LEIKFÉLAG Akureyrar býður leikhúsgestum uppá umræður eftir sýningu á Draumalandinu sem og skoðunarferð um Samkomuhúsið eftir sýningu á verkinu annað kvöld föstudagskvöldið 26. mars. Verkið var frumsýnt nú nýlega, en það er eftir Ingibjörgu Hjartardóttur. „Þetta er leikrit sem fjallar um ís- lenskan nútíma, samskipti fólks með misjafnar áætlanir og langan- ir. Spenna og átök. Margar spurn- ingar hafa vaknað hjá áhorfendum og miklar umræður spunnist um verkið. Er betra að virkja árnar eða nota þær á annan hátt t.d. í sambandi við ferðamennsku? Á að hætta búskap í sveitum landsins? Er dulið ofbeldi í gangi gagnvart eldra fólki? Þessar spurningar og margar fleiri hafa heyrst,“ segir í frétt frá félaginu og því bjóði það upp á áðurnefndar umræður eftir sýningu á föstudagskvöld. Leikhúsið hefur verið end- urbyggt og lagfært mikið síðast- liðið ár og einnig er þar sýning á Borgarasal um Jón Norðfjörð leik- ara.    Morgunblaðið/Kristján Skipst á skoðunum: Á myndinni eru Skúli Gautason og Saga Jónsdóttir í hlutverkum sínum í leikverkinu. Umræður um Draumalandið eftir sýningu Hraðskák | Árlegt marsskákmót Skákfélags Akureyrar verður haldið á sunnudag, 28. mars, kl. 14. Að venju er teflt í Íþróttahöllinni og eru allir velkomnir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.