Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 22
Höfuðborgin | Akureyri | Suðurnes | Austurland | Landið Minnstaður Höfuðborgarsvæðið Svavar Knútur Kristinsson, svavar@mbl.is, sími 569-1100. Suðurnes Helgi Bjarnason, helgi@mbl.is, sími 569-1310 og 897-9706. Akureyri Skapti Hallgrímsson, skapti@mbl.is, Margrét Þóra Þórsdóttir, maggath@mbl.is og Kristján Kristjánson, krkr@mbl.is, sími 461-1600. Vesturland Ásdís Haraldsdóttir, asdish@mbl.is, sími 898-5258. Austurland Steinunn Ásmundsdóttir, austurland@mbl.is, sími 862-1169. Árborgarsvæðið og Landið Guðrún Aðalsteinsdóttir, frett@mbl.is, sími 569-1290. Dalvík|Fólk, fjör, frumlegheit. Mikið verður um að vera á skíðasvæðunum á Dalvík og Ólafsfirði um komandi páska. Skíðavík- urbyggð sem er risasnjó- húsabyggð verður reist á Dalvík og þar verður markaður alla daga með fjölbreyttum varningi, kynningum og uppá- komum. Á svæðinu verð- ur lítið svið þar sem fólki gefst kostur á að troða upp. Ekkifréttamaðurinn Haukur Hauksson hefur flutt lögheimili sitt í Skíðavíkurbyggð að því er fram kemur í frétt um páskadagskrána sem ber yfirskriftina; Fólk, fjör og frumlegheit. Ottó Magnússon íslistamaður mun sýna listir sínar og einnig verður snjólistaverka- samkeppni. Af öðrum viðburðum má nefna nammidag, páskaeggjamót fyrir börn, þrautabraut, lifandi tónlist verður í skíða- brekkum og einnig messa á páskadag auk þess sem skíðakennsla er í boði. Í Ólafsfirði verður Ólafsfjarðarmót í skíða- göngu í öllum flokkum og með hefðbundinni og frjálsri aðferð. Þar verður gönguskíða- dagur fjölskyldunnar og veitt verðlaun m.a. fyrir búninga, stærstu fjölskyldurnar og yngsta og elsta þátttakandann. Hægt verður á fá gönguskíði að láni. Þá má nefna að í Sundlaug Dalvíkur og Íþróttamiðstöð Ólafsfjarðar verður einnig mikið um að vera um páskana og laugarnar opnar lengur en vanalega.    Úr bæjarlífinu HÉÐAN OG ÞAÐAN Líklegt má telja að Hjálmar Hjálm- arsson verði Hauki Haukssyni til aðstoðar. GAMALT timburhús við Norðurnesveg á Álftanesi brann til kaldra kola kvöld eitt í vikunni. Það var mannlaust og engan sak- aði. Að sögn slökkviliðsins í Reykjavík varð það fljótt alelda en engin hætta skapaðist þar sem langt var í næstu hús. Talsverður eldur og mikill reykur varð til þess að margir hringdu í slökkvilið til að láta vita af brunanum. Timburhús brann Búið er að gerabráðabirgða-viðgerð á stíflu- mannvirkjum á Læk í Dýrafirði, sem brustu í leysingaveðri fyrir hálfum mánuði, og er rafmagn aftur komið á bæinn. Zó- fonías F. Þorvaldsson, bóndi á Læk, ætlar að ráðast í varanlega viðgerð í sumar þegar lítið vatn verður í ánni. Í samtali við Bæjarins besta á Ísafirði segir hann ekki búið að ákveða hvernig stíflan verði endurbyggð en telur kostnað liggja frá hálfri til einnar og hálfrar millj- ónar króna eftir því hvaða leið verði farin. Við- lagatrygging bætir ekki skaðann. Zófonías segir tjónið minna en virtist í fyrstu. „Þetta leit illa út þegar maður vissi ekki nákvæm- lega hvað hafði skemmst mikið en tjónið hefði getað orðið umtalsvert meira.“ Lækjarstífla ÞAÐ sem af er mars-mánuði hefur ver-ið óvenju hlýtt í Mýrdalnum. Á Höfða- brekku eru tré að byrja að laufgast, krókusar sprungnir út og greini- lega öll tré að lifna. Að sögn Sólveigar Sigurð- ardóttur húsmóður var þetta svipað í fyrravor en síðan gerði mjög slæmt kuldakast í byrjun apríl sem skemmdi töluvert trjágróður. Nú er bara að vona að ekki kólni mjög mikið svo að þetta bráð- læti í náttúrunni komi ekki niður á trjánum. Á myndinni er Sandra Lilja Björgvinsdóttir með græna grein af gljámispli í garðinum á Höfða- brekku. Morgunblaðið/Jónas Erlendsson Tré að laufgast á Höfðabrekku Sigurður Jónssontannlæknir og pí-anóleikari orti þeg- ar kona í tannlækna- stólnum sagði að munnvatn sitt hefði lekið niður fyrir nafla: Víða þarf ég atvinnu að afla, einhvers staðar verð ég hana að fá. En ef ég leita niður fyrir nafla, nóg er komið, bezt að hætta þá. Sigurður orti á tónleikum í Salnum: Í heilagri ritningu sjálfri má sjá söguna’ um Jónas í hvalnum. Af mun meiri áhuga hlusta ég á allt annan Jónas í Salnum. Sigurður fékk slæman hálsríg og sagði við vin sinn, mikinn sjálfstæð- ismann: Ég finn fyrir vöðvagigt vægri, þótt vanur sé hreyfingu nægri. Hugsaðu þér hver hörmung það er að þola’ ekki’ að horfa til hægri. Vísur frá tannlækninum pebl@mbl.is Borgarnes | Nemendafélag Grunnskólans í Borgarnesi frumsýndi í gær uppfærslu á leikverkinu Gúmmi Tarzan. Hátt í 50 unglingar hafa undan- farnar sjö vikur verið að æfa verkið undir leiðsögn Margrétar E. Hjartardóttur. Næstu sýn- ingar verða í dag, föstudag, kl. 17 og 20, og sunnudagskvöld 28. mars kl. 20. Hægt er að panta miða í síma 437 1287. Morgunblaðið/Guðrún Vala Gúmmi Tarzan í Borgarnesi Leiklist KYNNISFERÐIR munu flytja í Um- ferðarmiðstöðina, BSÍ, og mun af- greiðsla þeirra þar verða opnuð hinn 1. apríl nk. Flugrútan mun því fara frá BSÍ frá og með þeim degi, í stað þess að fara frá Hótel Loftleiðum eins og hún gerir í dag. Þráinn Vigfússon, framkvæmdastjóri Kynnisferða, segir starfsemi fyrirtæk- isins eiga best heima í samgöngumiðstöð eins og BSÍ. Hann segir húsnæði Kynn- isferða á Hótel Loftleiðum ekki lengur henta fyrir starfsemina. „Það hefur verið talað um það í mörg ár að Kynnisferðir komi þangað [í BSÍ], en ásýnd hússins og umgjörð hefur kannski ekki verið nógu fýsileg,“ segir Þráinn. Nú er unnið í endurbótum á húsnæðinu og umhverfinu sem ætti að bæta bæði aðstöðuna á staðnum og ásýnd hússins. Kynnisferðir munu taka að sér pakka- afgreiðslu og sölu á sérleyfisferðum um allt land, auk þess sem fyrirtækið mun áfram bjóða upp á eigin ferðir og reka flugrútuna. Þráinn segir markmiðið að bæta þjónustuna, t.d. muni nýtt leiða- kerfi Strætó og flugrútan bæta sam- göngur við miðstöðina. Flugrútan til BSÍ á næstunni Morgunblaðið/Sverrir Unnið er hörðum höndum að því að gera aðstöðuna á BSÍ tilbúna. Mínstund frett@mbl.is ♦♦♦ 75 þúsund í sekt | Héraðsdómur Norður- lands eystra hefur dæmt 25 ára karlmann til greiðslu 75 þúsund króna sektar vegna brota á vopnalögum. Þá var loftskammbyssa í eigu hans gerð upptæk sem og hnífur með rúm- lega 18 sentímetra löngu blaði. Manninum var einnig gert að greiða sakarkostnað. Maðurinn var með byssuna í vörslu sinni aðfaranótt 17. janúar síðastliðinn en lög- reglan á Akureyri fékk þá upplýsingar um að maður hefði hótað að beita skotvopni í íbúð við Hafnarstræti. Var svæðinu lokað um stund á meðan unnið var að málinu. Með þessu broti rauf maðurinn skilorð dóms sem hann hlaut í desember 2002, en sá dómur var látinn halda sér og manninum dæmd sérstök refsing í þessu máli.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.