Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 47
Við eigum margar góðar minn- ingar um afa okkar, við litum upp til hans enda var hann mjög virðu- legur maður. Honum var margt til lista lagt og hafði áhuga á mjög mörgu. Hann kunni vel að segja sögur og hafði ýmislegt um að tala. Hann vildi oft segja okkur fróð- leikmola sem ekki endilega er les- inn af bók en er leiðbeinandi og gott veganesti fyrir unga menn. Hann var kappsmaður mikill og sló aldrei af, jafnvel í seinni tíð er hann studdist við göngugrindina, sem hann kallaði vörubílinn, þá átti hann það til að skora á mann og annan í kapp og reyna hvað hann kæmist hratt, kanna hvers megn- ugur hann væri enn. Það átti reyndar jafnt við um líkamlegan þrótt sem og heilabrot og minn- isatriði því hann var stálminnugur og alltaf til í að reyna sig þar líka, gera smá tékk, sem hann stóðst öll, alltaf. Nú þegar hann hefur fetað í fót- spor ömmu upp himnastigann sem hana dreymdi unga er ekki hægt annað en að minnast þess hversu frábær þau voru saman. Það var mikill kraftur og velvilji sem ein- kenndi þau. Meðan þeim entist heilsa voru þau alltaf á ferðinni ýmist á leið til Víkur eða til okkar á Hvolsvöll eða bara að keyra hringinn um landið sem þótti passlegt að fara á svona þremur dögum. Við fengum gjarnan að fara lengri eða skemmri leiðir með þeim og stundum kom það fyrir að menn voru gripnir fyrirvaralaust úr sveitinni. Ef ferðast var í bílalest átti afi til að spyrja lævíslega hvort ekki væri allt í lagi að bæta eins og „fimm“ við því hann vildi ekki drolla við aksturinn. Við viljum að endingu þakka fyr- ir allar góðu stundirnar. Pétur Snær, Guðmundur Ágúst og Holger Páll. mikill húmoristi og ekki hættir þú að segja brandara, alveg sama hversu veikur þú varst. Það skipti ekki nokkru máli, þú varst alltaf svo harður og ákveðinn í því að sigra. Þegar við heimsóttum þig fyrir stuttu varstu oft að fíflast og segja brandara, þrátt fyrir að vera mjög slappur. Við minnumst þess hversu gríð- arlegan viljastyrk þú hafðir. Það var alveg samt hvað kom fyrir, það stoppaði þig ekkert. Eftir hjartaað- gerðina fórstu á fullt í leikfimi á Bjargi og hafðir mjög gaman af og slepptir ekki úr tíma, nema þegar þú varst á sjúkrahúsi í Reykjavík. Þú ætlaðir þér að ná bata og barðist eins og hetja og alltaf stóð amma með þér og á heiður skilinn fyrir og þú fyrir baráttu þína. Þú kvartaðir heldur ekki undan neinu. Það eru ef til vill margir sem hefðu gefist upp á því að vera á sjúkrahúsi í mjög langan tíma og fara í erfiða og langa aðgerð. En þú barðist og þegar þú komst af sjúkrahúsinu fórstu ekki að hvíla þig heldur fórst aftur á Bjarg, þar sem þér líkaði svo vel að vera og æfðir sem aldrei fyrr. Þú varst mjög góður kokkur og það var gott að koma í Hamró og fá sér pönnukökur eða eitthvað annað sem þið buðuð upp á. Þú varst alltaf duglegur í vinnu og áttir meðal annars staðinn sem við frændurnir vinnum núna á, Nætursöluna. Svo varstu á fullu í kryddinu. Eftir að þú komst heim til Akureyrar eftir aðgerðina á hálsi hefðu margir haldið að þú myndir hætta að vinna, allavega taka þér langt frí. En þeir sem þekkja þig rétt vissu að það myndi Bangsi ekki gera. Enda gerðirðu það ekki. Það leið ekki langur tími þangað til þú varst kominn á fullt aftur, eins og ekkert hefði í skorist. Það er erfitt að missa þig og við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við áttum saman. Það er samt gott að vita að núna líð- ur þér vel. Andlit þitt er ekki framar ungt en augun segja við spegilmynd sína: Sálin hefur engan aldur. Þú gengur sem fyrr út í birtuna og gleðst yfir deginum. (Þóra Jónsdóttir.) Magnús Þórisson, Magnús Örn Einarsson. Magnús Þórisson, föðurbróðir okkar, er nú fallinn frá, eftir hetju- lega baráttu við illvígan sjúkdóm. Bangsi frændi, eins og við köll- uðum hann alltaf, var okkur alla tíð afar kær. Alveg frá því að við vor- um litlar hefur okkur fundist gaman að heimsækja Bangsa og Dísu, enda þau miklir höfðingjar heim að sækja. Bangsi átti mjög auðvelt með að sjá skoplegu hliðarnar á hlutunum og sagði afskaplega skemmtilega frá. Það er margs að minnast frá því að við vorum litlar stelpur, svo sem allra fallegu gjafanna sem við feng- um frá þeim hjónum, á jólum, þegar þau komu frá útlöndum og við önn- ur tækifæri. Einnig viljum við sér- staklega nefna allar skemmtilegu stundirnar sem við áttum saman í heyskapnum með pabba. Þá komu Bangsi, Dísa og strákarnir að hjálpa til. Oft komu líka með ein- hverjir vinir þeirra bræðra og stundum einnig frændfólk okkar að sunnan. Í minningunni eru þetta langir, sólríkir dagar, þar sem ým- islegt var brallað og oft mikið fjör. Í seinni tíð dróst heyskapurinn held- ur saman hjá okkur, en áfram héldu Bangsi, Dísa og „strákarnir“, þá fulltíða menn og fjölskyldur þeirra að koma til að keyra heyið heim. Þetta var alltaf jafnánægjulegt. Bangsi var mikill hagleiksmaður. Allt lék í höndunum á honum, hvort sem það var að gera við vélar, tengja ljós eða baka gómsætar tert- ur. Það eru líka ófáar veislurnar sem við höfum sótt í Hamragerði. Fermingarveislur þeirra bræðra, brúðkaup og fermingarveislur barnabarna, þar sem Bangsi átti oft stóran þátt í að útbúa glæsilegar veitingar. Þótt ekki hafi verið daglegur samgangur með fjölskyldum okkar í gegnum tíðina, hefur samt alltaf verið sterkt samband okkar á milli. Þeir föðurbræður okkar voru ekki alltaf sammála um allt og stundum slettist tímabundið upp á vinskap- inn, en það jafnaðist samt alltaf, enda menn með stórt skap, en ennþá stærra hjarta. Við systurnar tölum oft um hvað einstakt hafi ver- ið að sjá hvað umhyggja og vænt- umþykja þeirra bræðra var mikil, ekki síst eftir að þeir fóru að eldast og ástvinamissir og veikindi herjuðu á. Er þar skemmst að minnast hversu þau Bangsi og Dísa, sem alla tíð hafa verið mjög samhent, voru dugleg að heimsækja pabba okkar í hans löngu veikindum og mörgu sjúkrahúslegum. Þar voru þau al- veg einstök. Kæru Dísa, Raggi, Þórir, Eii, Oddi og fjölskyldur, við og fjöl- skyldur okkar sendum ykkur inni- legar samúðarkveðjur. Við vitum að missir ykkar er mikill, en erum þess fullvissar að Bangsi frændi er kom- inn á betri stað, laus við allar þján- ingar og hefur fengið þar hlýjar móttökur. Edda og Marta. MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 47 ✝ Magnús Sigur-jón Guðjónsson fæddist 1. október 1940 á Gaul í Stað- arsveit. Hann lést á sjúkrahúsinu í Malmö í Svíþjóð 5. febrúar síðastliðinn. Foreldrar Sigurjóns voru Una Jóhannes- dóttir, f. 17. nóvem- ber 1878, d. 21. jan- úar 1996, og Guðjón Pétursson, f. 6. maí 1894, d. 7. ágúst 1968. Sigurjón var einn af 13 systkin- um og var 9. þeirra 12 systkina sem náðu fullorðins- aldri en þau eru í aldursröð: Jón, Pétur Ingiberg, Jóhannes Matthías, Kjartan, Vilhjálmur Maríus, Sveinn, Gunnar, Ólína Anna, Guðmundur, Magnús Sig- urjón, Soffía Hulda og Vilborg. Af þessum hópi eru nú látnir fjórir bræður, þeir Pétur Ingiberg, Jóhannes Matthías, Vilhjálm- ur Maríus og Magn- ús Sigurjón. Sigurjón kvænt- ist Önnu Bjarna- dóttur 1965 og eignast með henni þrjú börn, Hrafn- hildi, f. 1966, Kjart- an, f. 1971 og Vé- dísi, f. 1972. Þau skildu 1977 og í kjölfarið fluttist Sigurjón til Sví- þjóðar. Útför Sigurjóns var gerð í Malmö 12. febrúar. Minningar- athöfn verður í Akraneskirkju í dag og hefst hún klukkan 14. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Það fyrsta sem mér dettur í hug voru ferðirnar vestur þegar ég var yngri. Þú komst heim frá Svíþjóð og við fórum upp á Skaga að heimsækja fólkið og fá lánaðan bíl. Og það var Trabant af öllu! Ég man hvað ég skammaðist mín fyrir bílinn, gelgjan sjálf. En þetta er ein af kærustu minningum mínum í dag, elsku pabbi minn, þegar ég lít til baka. Strákarnir sakna þín mjög mikið. Alexander segir ekki margt að vanda en Sævar spyr um allt. Hvað gerist þegar maður deyr? Finnur maður til? En, nei, elsku kallinn minn, nú er all- ur sársauki á braut hjá þér og von- andi er allt betra núna. En við sökn- um þín samt sem áður og elskum þig. Takk fyrir allt elsku pabbi, tengda- pabbi og afi, takk fyrir allt gamalt og gott í gegnum árin. Kær kveðja, Hrafnhildur, Ríkharður, Alex- ander Reynir og Sævar Sigurjón. Elsku pabbi, tengdapabbi og afi. Dagurinn sem við fréttum af veik- indum þínum líður okkur seint úr minni. Samverustundir okkar flugu fyrir augum okkar og sorgin og sökn- uðurinn helltist yfir. Við áttum eftir að gera svo margt saman og á stund- um sem þessum skilst manni hvað líf- ið er stutt. Anna Dóra sagði: „Mamma manstu þegar afi gaf mér og vinum mínum tyggjó í sumar“? Þetta er ein af hennar minningum um þig og takk elsku pabbi fyrir að gefa henni þessa minningu. Okkar minn- ingar tengjast góðum og ánægjuleg- um samverustundum og sögunum þínum, en þér fannst gaman að segja frá og rifja upp gamla tíma. Þín er sárt saknað elsku pabbi, tengdapabbi og afi, takk fyrir minningarnar, þær ylja okkur á erfiðum tímum. Þú verð- ur alltaf hjá okkur bæði í huga og hjarta. Þegar við hlustum á Vilhjálm Vilhjálmsson hugsum við um þig, hann tengir okkur saman þangað til við hittumst aftur. Líði þér vel elsku pabbi, tengdapabbi og afi, við söknum þín og elskum þig. Kjartan, Anna, Anna Halldóra og Anton Ingi. Elsku pabbi. Það er svo skrítið að hugsa til þess að þú ert ekki hér hjá okkur lengur. Skrítið að geta ekki kíkt til þín í Sví- þjóð á leiðinni um heiminn eins og ég gerði svo oft. Skrítið að geta ekki hringt í þig og heyrt í þér hljóðið af og til. Þú talaðir ekki oft um tilfinningar þínar eða líðan, en við skildum hvort annað. Ég veit að þú áttir góðar stundir með okkur í sumar þegar þú komst til Íslands. Þær stundir eru mér dýrmætar í dag, því þessar stundir voru þær síðustu sem ég átti með þér í þessu lífi. Eins og alltaf varstu rólegur og yfirvegaður og sagðir ekki margt. Kvartaðir aldrei þó svo að tröppurnar upp í íbúðina mína væru þér næstum ofviða. En þegar kom að því að dytta að einhverju sögðu verkin meira en mörg orð. Það var yndislegt að fylgj- ast með þér þegar þú varst að hjálpa okkur í íbúðinni í sumar. Verkfærin léku í höndunum á þér og smiðsaugað sveik ekki. Þú varst alltaf fljótur að sjá sniðugar útfærslur og hvernig væri best að gera hlutina. Takk fyrir alla hjálpina í sumar. Takk fyrir allt. Loks er dagsins önn á enda, úti birtan dvín. Byrgðu fyrir blökkum skugga björtu augun þín. Ég skal þetta tár þíns trega, tendra falinn eld, svo við getum saman vinur syrgt og glaðst í kveld. Lífið hefur hendur kaldar, hjartaljúfur minn. Allir bera sorg í sefa, sárin blæða inn. Tárin falla heit í hlóði, heimur ei þau sér. Sofna vinur svefnljóð meðan syng ég yfir þér. Þreyttir hvílast, þögla nóttin þaggar dagsins kvein. Felur brátt í faðmi sínum fagureygðan svein. Eins og hljóður engill friðar yfir jörðu fer. Sof þú væran, vinur, ég skal vaka yfir þér. Góða ferð kallinn minn. Védís og Magnús Þór. Þegar konan mín sagði mér að mamma hennar hefði verið að segja sér að Sigurjón væri dáinn hrökk ég ósjálfrátt við því mér fannst svo stutt síðan við vorum að leika okkur í mó- unum við túnin í Glaumbæ og Neðri- Hól og mér fannst ég minntur óþyrmilega á að ég væri orðinn gam- all því ég er fjórum árum eldri en Sig- urjón og mér fannst alltaf að Sigurjón væri miklu yngri því hann var alltaf svo glaðlyndur og hress, tók öllu sem að höndum bar með bros á vör og sér- stöku æðruleysi. En máltækið segir „enginn veit hver annan grefur“. Mig langaði að senda þér gamli leikfélagi og nágranni örfá fátækleg kveðjuorð að leiðarlokum. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. (V. Briem.) Ég bið ástvinum þínum Guðs bless- unar og hinn eina sanna Guð bið ég að veita þér viðtöku, blessun og skjól. Jónas Jónasson (Mannsi frá Neðri-Hól). SIGURJÓN GUÐJÓNSSON Afmælis- og minningargreinum má skila í tölvupósti (netfangið er minning@mbl.is, svar er sent sjálfkrafa um leið og grein hefur borist) eða á disklingi. Ef greinin er á disklingi þarf út- prentun að fylgja. Nauðsynlegt er að tilgreina símanúmer höfundar og/eða sendanda (vinnu- síma og heimasíma). Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna frests. Nánari upplýsingar eru á mbl.is. Um hvern látinn einstakling birtist formáli og ein aðalgrein af hæfilegri lengd á útfarardegi, en aðrar greinar skulu ekki vera lengri en 300 orð, u.þ.b. 1.500 slög (með bilum) eða um 50 línur í blaðinu (17 dálksentimetrar). Tilvitnanir í sálma eða ljóð takmarkast við eitt til þrjú erindi. Einnig er hægt að senda örstutta kveðju, HINSTU KVEÐJU, 5–15 línur, og votta virðingu án þess að það sé gert með langri grein. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Önnumst alla þætti útfararinnar Þegar andlát ber að höndum Arnór L. Pálsson framkvæmdastjóri Ísleifur Jónsson útfararstjóri Frímann Andrésson útfararþjónusta Svafar Magnússon útfararþjónusta Hugrún Jónsdóttir útfararþjónusta Guðmundur Baldvinsson útfararþjónusta Halldór Ólafsson útfararþjónusta Ellert Ingason útfararþjónusta Innilegar þakkir færum við ykkur öllum sem sýnduð okkur samúð og hlýhug við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, SIGRÍÐAR J. SIGURGEIRSDÓTTUR, hjúkrunarheimilinu Seljahlíð. Sérstakar þakkir til starfsfólks Seljahlíðar fyrir góða umönnun. Kristrún Ólafsdóttir, Sigurður Guðmundsson, Sigurgeir Ólafsson, Elísabet Jónsdóttir, Kári Ólafsson, Margrét Jóhannsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.