Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 26.03.2004, Blaðsíða 64
DAGBÓK 64 FÖSTUDAGUR 26. MARS 2004 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. SÍM- AR: Skiptiborð: 569 1100. Auglýsingar: 569 1111. Áskriftir: 569 1122. SÍMBRÉF: Ritstjórn: 569 1329, fréttir 569 1181, íþróttir 569 1156, sérblöð 569 1222, aug- lýsingar 569 1110, skrifstofa 568 1811, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, / Áskriftargjald 2.100 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 190 kr. eintakið. Skipin Reykjavíkurhöfn: Vestmannaey, De Ruyter, Saturn, og BBC Portugal koma í dag. Helgafell fer í dag. Mannamót Aflagrandi 40. Kl. 9 vinnustofa, bað og jóga, kl. 14 bingó. Hársnyrt- ing, fótaaðgerð. Árskógar 4. Kl. 9–12 handavinna, kl. 13– 16.30 smíðar. Bingó spilað 2. og 4. föstudag í mánuði. Bólstaðarhlíð 43. Kl. 8–16 hárgreiðsla, kl. 8.30–12.30 bað, kl. 9–12 vefnaður, kl. 9–16 handavinna, kl. 13–16 vefnaður og frjálst spil- að í sal, kl. 13.30 fé- lagsvist. Félagsstarfið, Dal- braut 18–20. Kl. 9 bað og hárgreiðslustofan opin, kl. 14 söngstund. Félagsstarfið Dalbraut 27. Kl. 8–16 handa- vinnustofan opin, kl. 10–13 verslunin opin. Félagsstarfið Furu- gerði 1. Kl. 9, aðstöð við böðun, smíðar og út- skurður, kl. 14, messa, prestur sr. Ólafur Jó- hannsson, Furugerð- iskórinn syngur undir stjórn Ingunnar Guð- mundsdóttur. Félagsstarfið Hæð- argarði 31. Opin vinnu- stofa, kl. 9–16.30, gönguhópur, kl. 9.30. Félagsstarfið, Löngu- hlíð 3. Kl. 8 bað, kl. 10 hárgreiðsla, kl. 10–12 verslunin opin, kl. 11 leikfimi, kl. 13 opið hús, spilað á spil. Félagsstarf aldraðra Garðabæ. Félagsvist í Garðabergi kl. 13 á vegum FEBG. Fótaað- gerðastofa Hrafnhild- ar, tímapantanir í síma 899 4223. Félag eldri borgara í Kópavogi. Félagsvist spiluð í Fannborg 8 (Gjábakka) kl. 20.30. Félag eldri borgara, Hafnarfirði, Hraunseli, Flatahrauni 3. Opnað kl. 9, tréútskurður og brids kl. 13, billjard kl. 13.30. Kóræfingar hjá Gaflarakórnum kl. 17 Dansleikur í kvöld 26. mars kl. 20.30 Caprí Tríó leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík, Ásgarði Glæsibæ. Leikfélagið Snúður og Snælda sýn- ir „Rapp og rennilása“ í dag kl. 14. Sýningin á sunnudag fellur niður. Fræðslu- fundur Heilsa og ham- ingja í félagsheimili FEB Ásgarði í Glæsibæ, laugardaginn 27. mars kl. 13.30. 1. Sykursýki aldraðra, fyrirlesari er Guðný Bjarnadóttir læknir á Landakoti. 2. Hreyfing er holl. Fyrirlesarar eru Guðrún Nielsen og Soffía Stefánsdóttir. Gerðuberg, fé- lagsstarf. Kl. 9–16.30 vinnustofur opnar m.a. almenn handavinna, hekl og prjón, kl. 10 létt ganga, frá hádegi spila- salur opinn, kóræfing fellur niður, en lagt af stað kl. 14 í söng- ferðalag að Aflagranda. Gjábakki, Fannborg 8. Kl. 9.05 myndvefnaður, kl. 9.30 málm- og silf- ursmíði, kl. 13 bók- band. Gullsmári, Gullsmára 13. Kl. 9 glerlist, kl. 10 ganga, kl. 14 bingó. Hraunbær 105. Kl. 9 handavinna, útskurður, baðþjónusta, fótaað- gerð og hárgreiðsla, kl. 11 spurt og spjallað, kl. 14 bingó. Hvassaleiti 58-60. Fótaaðgerðir virka daga, hársnyrting þriðju- til föstudags. Norðurbrún 1. Kl. 9–17 hárgreiðsla, kl. 10–11 boccia, kl. 14 leikfimi. Vesturgata 7. Kl. 9–16 fótaaðgerð og hár- greiðsla, kl. 9.15–14.30 handavinna, kl.10–11 kántrý dans. Kl.13.30 verður sungið við flyg- ilinn við undirleik Sig- urgeirs, kl.14.30–16 leikur Ragnar Páll Ein- arsson á hljómborð fyr- ir dansi, vöfflur með rjóma í kaffitímanum. Vitatorg. Kl. 8. 45 smíði, kl. 9 hárgreiðsla og myndlist, kl. 9. 30 bókband og morg- unstund, kl. 10 fótaað- gerðir og leikfimi, kl. 12. 30 leir, kl. 13. 30 bingó. Þjónustumiðstöðin, Sléttuvegi 11. Opið frá kl. 10–14. Félag eldri borgara í Gjábakka. Spilað brids kl. 19 þriðjud. og kl. 13.15 föstud. Hana-nú, Kópavogi. Laugardagsgangan á morgun. Lagt af stað frá Gjábakka, kl. 10. Framsóknarfélag Mosfellsbæjar. Félagsvist í kvöld í Framsóknarsalnum í Mosfellsbæ að Háholti 14, 2. hæð, kl.20.30 . Tekin verða saman 5 efstu kvöldin af 8 ( frá 13.feb til 2.apríl) og fyr- ir þau veittur ferða- vinningur. Í dag er föstudagur 26. mars, 86. dagur ársins 2004. Orð dagsins: „Ef þú ert sonur Guðs, þá kasta þér ofan, því að ritað er: Hann mun fela þig englum sínum, og þeir munu bera þig á höndum sér, að þú steytir ekki fót þinn við steini.“ (Mt. 4, 6.)     Borgar Þór Einarssonfjallar á Deiglunni um sölu á eignarhlut rík- isins í Símanum. „Fyrir nokkrum misserum fóru fyrirætlanir um sölu Sím- ans út um þúfur. Menn voru of seinir til þegar aðstæður voru hag- stæðar og þegar til kom hafði áhugi kaupenda minnkað og verðið sem ríkið vildi fá var einfald- lega of hátt fyrir mark- aðinn. Vonandi hafa menn lært af þessari reynslu. Þótt það eigi í sjálfu sér ekki að vera markmið ríkissjóðs að selja á uppsprengdu verði er tvímælalaust heppilegra fyrir ríkið að selja á þeim tíma sem markaðurinn er tilbúinn til að kaupa.     Aðalmarkmiðið er auð-vitað að losa um eignarhald ríkisins á fyr- irtækinu enda hefur rík- issjóður engu hlutverki að gegna með að reka símafyrirtæki sem er í bullandi samkeppni við önnur fyrirtæki á mark- aði,“ segir Borgar. „En segjum svo að þessi áform gengju eftir og ríkinu tækist að selja hlut sinn í Símanum á sann- gjörnu verði, sem myndi væntanlega vera um 40 milljarðar króna. Hvaða þýðingu hefði það? Er hægt að halda því fram að ríkissjóður hefði þar með hagnast um 40 millj- arða, að þessir fjármunir væru fundið fé? Menn hafa auðvitað séð það fyrir sér að milljarðana mætti nota í ýmis góð mál, vegaframkvæmdir og þar fram eftir göt- unum. Síðast þegar menn stóðu frammi fyrir því að ætla að selja Símann voru að sama skapi uppi áætlanir um verja fjár- mununum í ýmis góð mál, eins og endranær.“     Borgar vísar í eldripistil sinn á Deigl- unni, þar sem hann segir hagnað af sölu ríkisfyr- irtækja engan happ- drættisvinning, heldur fjármuni sem ríkið eigi bundna. Ríkið hagnist í raun ekkert á sölu þeirra, því engin viðbót- areign verði til. „Þeir fjármunir sem rík- issjóður fær út úr vænt- anlegri sölu Símans eru því ekki fundið fé. Þótt tekist hafi að grynnka mjög verulega á skuldum ríkissjóðs á und- anförnum árum þá hvíla enn miklar skuldir á rík- issjóði. Þrátt fyrir að yfir 50 milljarðar hafa verið settir til hliðar á síðustu árum til að mæta lífeyr- isskuldbindingum rík- issjóðs í framtíðinni þá vantar enn verulega upp á að þær miklu skuld- bindingar séu fyllilega tryggðar. Áður en menn ráðast í að þvera firði, bora göng eða byggja menningarhús út um hvippinn og hvappinn, þá ættu þeir að hugsa um hvernig hyggilegast sé að ráðstafa þeim fjár- munum sem ríkissjóður losar vonandi um við sölu Símans.“ STAKSTEINAR Söluvirði Símans er ekki fundið fé Víkverji skrifar... Víkverji er oft að þvælast ávefjum fyrirtækja starfs sín vegna og rekst á margt skrýtið og skemmtilegt. Á dögunum hafði hann orð á því að á vef Lyfja og heilsu er heiti fyrirtæk- isins beygt vitlaust – Lyf og heilsa myndu sjálf segja á vef Lyf og heilsu. Í vikunni rakst Víkverji á dæmi um það sama á vef hins trausta og gróna trygg- ingafyrirtækis Sjóvár-Almennra trygginga hf. Þar á bæ eru menn líka hættir að beygja fyrri hluta nafns fyrirtækisins. „Hagnaður Sjóvá-Almennra trygginga hf.“ segir t.d. í frétt um afkomu fyr- irtækisins. x x x Hvernig stendur á því að meira aðsegja gömul og traust fyrirtæki hætta að beygja nöfnin sín rétt? Gáf- ust menn upp af því að viðskiptavin- irnir gátu ekki haft þetta rétt, starfsmennirnir eða einhverjir aðr- ir? Er íslenzkan kannski bara að þróast í þá átt að fólk hætti að beygja orð og þau verði alltaf í nefni- falli? Tilhneigingin virðist a.m.k. vera sú að þar sem tvö nöfn standa saman, sé því sleppt að beygja annað þeirra. Víkverji þurfti þannig að hringja ístjórnanda í fyrirtæki fyrir skömmu, sá hét tveimur nöfnum og það síðara var Jón. Ritari mannsins, elskuleg ung kona, svaraði: „Hjá [fyrra nafn, rétt beygt] Jón.“ Hjá Jón?! Víkverji hefur reyndar aldrei haft ritara, en hann myndi ekki ráða sér ritara, sem gæti ekki beygt nafn- ið hans rétt. Heimur versnandi fer. x x x Æ fleiri virðast á þeirri skoðun aðskólar eigi að sjá um uppeldi barna fyrir foreldra. Heil námsgrein, lífsleikni, hefur verið tekin upp í skólum til að kenna börnum það sem for- eldrar þeirra ættu að kenna þeim; allt frá því að passa sig á tóbaki, áfengi og ótímabæru kynlífi til þess að gæta þess að nota hjólahjálm, sýna aðgæzlu í fjármálum o.s.frv. Víkverji er svo gamaldags að honum finnst að í skólanum eigi börn að læra að lesa, skrifa, reikna o.s.frv. en foreldrar þeirra eigi að kenna þeim aga og manna- siði og leggja þeim lífsregl- urnar. x x x Víkverji uppgötvaði því sér tilskelfingar á dögunum að sex ára dóttir hans er á hinni skoðuninni. Víkverji ætlaði að taka hana með sér á myndlistarsýningu einu sinni sem oftar, en sú stutta harðneitaði í fyrstu. Víkverji hélt þá dálítinn fyr- irlestur um að skoðun myndlist- arsýninga væri mikilvægur þáttur í því að kynnast lífinu, læra og þrosk- ast. Sú stutta svaraði þá: „Æ, pabbi, við erum búin að þroskast í skól- anum.“ Auðvitað fór hún samt á sýn- inguna. Morgunblaðið/Árni Torfason Maður þroskast á myndlistarsýningum. Ónúmeruð hús ÉG vil hvetja húseigendur í Reykjavík til að hafa núm- eraplötu á húsum sínum, bæði íbúðarhúsum og ekki síður verslunarhúsum. Ég taldi mig þekkja nokkuð vel til hér í borg- inni, en allra síðustu ár hafa ýmsar breytingar verið gerðar, bæði á húsunum sjálfum og skipulagi gatna. Einnig hafa ýmsar verslan- ir flutt sig um set og því erf- itt að finna þær aftur þó að hægt sé að finna götunúm- erið í símaskrá. Undanfarið hef ég lent í miklum vand- ræðum í leit minni að versl- unum, læknastofum og öðr- um þjónustustöðum. Húsin voru ekki merkt með núm- eraplötu og því erfitt að finna þau þó að ég vissi númerin á húsunum sjálf- um. Þetta ættu eigendur þjónustustaða að hafa í huga og setja númer utan á húsin til að auðvelda við- skiptavinum að rata til þeirra. Guðfinna. Ekki við hæfi ÉG er svo gáttuð á Spaug- stofunni sl. laugardag og að gert skyldi grín að strand- inu hjá Baldvini Þorsteins- syni. Ég er sjómannskona og finnst þetta ekki við hæfi. Sjómannskona. Áfallahjálp fyrir Sjálfstæðismenn ÞEGAR Ólafur Ragnar Grímsson var fyrst kjörinn forseti Íslands var það svo gríðarlega mikið áfall fyrir Sjálfstæðismenn að þeim hefði áreiðanlega ekki veitt af því að fá áfallahjálp. Og það er í rauninni ekki um seinan að veita þeim hana eftir öllum látunum út af heimastjórnarafmælinu margumrædda að dæma. Það ber því miður ekki á öðru en að það sé Sjálf- stæðismönnum mikið kappsmál að leggja forseta Íslands í stöðugt einelti. Væri ekki allri þjóðinni fyr- ir bestu að því færi að linna. Halldór Þorsteinsson, Rauðalæk 7. Tapað/fundið Eyrnalokkur týndist EYRNALOKKUR týndist föstudaginn 19. mars á leið- inni frá kanadíska sendi- ráðinu á Hallveigarstöðum, Túngötu 14, að Melabúð- inni, Hagamel. Skilvís finnandi hafi sam- band í síma 575 6500 eða 895 6120. Skíðapoki tekinn í misgripum SÁ eða sú sem tók í mis- gripum skíðapoka með Head-skíðum, Leke-skíða- stöfum og Scott-legghlífum merkt Líneyju við Skíða- hótelið í Hlíðarfjalli á Ak- ureyri laugardaginn 21. mars er vinsamlegast beð- inn að hringja í síma 483 4810 eða 821 4810. Þeirra er sárt saknað af eiganda vegna komandi unglingameistaramóts. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15  Netfang velvakandi@mbl.is LÁRÉTT 1 vatnsósa, 8 furða, 9 þekki, 10 hag, 11 bjálfar, 13 ákveð, 15 vísa á bug, 18 brattur, 21 illmenni, 22 hali, 23 skynfærið, 24 skammur spölur. LÓÐRÉTT 2 lýkur, 3 líkamshlutar, 4 ginna, 5 öldu, 6 húsdýr, 7 drótt, 12 elska, 14 eign- ast, 15 byggingu, 16 kuldi, 17 hindri, 18 æki, 19 reika stefnulítið, 20 trassi. LAUSN SÍÐUSTU KROSSGÁTU Lárétt: 1 brúða, 4 dátar, 7 ýtinn, 8 lamin, 9 akk, 11 Anna, 13 hani, 14 læður, 15 falt, 17 átta, 20 ull, 22 óðinn, 23 úldið, 24 seiga, 25 aginn. Lóðrétt: 1 brýna, 2 úðinn, 3 unna, 4 dólk, 5 tomma, 6 runni, 10 kaðal, 12 alt, 13 hrá, 15 flóns, 16 leiði, 18 tuddi, 19 arðan, 20 unga, 21 lúða. Krossgáta  Hægt er að kaupa 10 krossgátur á 600 kr. á mbl.is. Slóðin er: http://www.mbl.is/mm/folk/krossgata/index.html 6 8 11 15 22 1 24 12 3 10 17 21 4 9 13 18 23 14 5 19 7 20 2 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.